Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 17
sögu Víkingssonar, en í einum af mannraun- um sínum verður Þorsteinn skipreika í gern- ingaveðri, og er að springa á sundi, þegar „kerling ein stór óð út að honum, og var í skorpnum skinnstakki, hann var síður í fyrir, en stuttur á bak; hún var stórskorin mjög og heldur greppleg [lesbrigði: greipileg] í ásjónu.“ (FAS II, 435). Hún bjargar Þor- steini hvað eftir annað, loks með því skilyrði að hann gangi að eiga hana. En þegar hann gengur að því, mjög tregur, þá losnar hún úr þessum álagaham, reynist vera hin fegursta prinsessa, eftir því efnuð, og giftist Þorsteini (s.r., bls. 440). Eins er skessa klædd í Illuga sögu Gríðarfóstra, og þó miklu ferlegri ásýndum (s.r. III, 653): honum þótti sem hríð eða hregg (lesbrigði: hagl) stæði úr nösum hennar; horinn hékk ofan fyrir munninn, hún hafði skegg, og sköllótt um höfuðið [með skringilegum bún- aði (sum handrit)], hendur hennar voru sem arnarklær, en ermar báðar brenndar, en sá stakkur, er hún var í, tók henni eigi lengra en á lendar á bakið, en allt á tær í fyrir; augu hennar voru græn, en ennið bratt, eyrun féllu víða; enginn mátti hana kalla fríða. Einnig þessi ódámur krefst hvílubragða af söguhetjunni, en þó ekki við sig sjálfa, held- ur við dóttur sína undurfagra. Verður þetta þó til að leysa skessuna úr álögum (s.r. III, 653 o.áfr.). Víðar er þessi missíði stakkur í fornaldarsögunum, t.d. í Sögu Egils og Ás- mundar (III, 387); „hann sá þar á hól einum jötun mikinn og eina flagðkonu, þau drógust um einn gullhring, [...] og mátti þar sjá viðr- litamikil sköp, því hún var stuttklædd". FyiT í sög- unni hitta þeir félagar skessu (bls. 372): „Þeir sáu kvikindi uppi í hömrunum, það var meira á þverveginn en hæðina; það var svo hvellt sem bjalla, og spurði, hverir svo djarfir væri, að stela vildu hafri drottn- ingarinnar. Asmundur mælti: hver ertu hin fagra og hin bólfimlega". Þessi öfugmælakveðja er að skoplegii vegna þess að skessan tekrn- hana alvarlega og vill ekki þiggja ftngurgull af þeim félögum, „því eg veit, að móðir mín segði, að það sé hvílutollur minn“. Þetta minnir lítillega á það atriði í seinni tíma þjóðsögu, að það gefst vel að ávarpa tröll kurteislega (JÁ I, 150-151), skessa snýst frá illskulegum hótunum til vina- hóta við ávarpið: „Sitjið þér heilar á hófi/ Hallgerður á Bjáfjalli." Raunar er það al- þekkt minni, að það borgar sig að gera vel við flagð eða vesaling (svo sem í fyrmefndri lausn úr álögum), og varðar það ekki þessa grein. En skinnstakkurinn missíði, klámfengni kem- ur einnig fyrir i þjóðsögum, t.d. (JÁ III, 235): „sáu kvikindi í kvenmynd, ekki fjarska hávax- ið en digurt mjög. Það var í skinnstakki skó- síðum í íyrir en stuttum á baki.“ Eins er bún- aður annarrar skessu, og er útliti hennar ekki lýst, en það er þó ekki verra en svo, að sögu- hetjan bamar hana (s.r. III, 272-3). Víðar kemur það atriði fyrir. Það er dálítið skondið, að íslenska söngkonan heimskunna, Björk, klæðist blússum með þessu sniði, en gengur að sönnu í gallabuxum undir. II Athyglisvert er, að þegar tröll seilast til manna, þá em það oftar tröllkonur en tröll- karlar, jafnvel þegar mennskri konu er rænt, svo sem í sögunni af konunni í Málmey, sem lenti á bak við Hálfdánarhurð „kona krossi vígð/komin í bland við tröllin" (JÁ IV, 533- 35). Tröllkarlar sem komast í tæri við mennskar konur era oft sagðir fríðir og mannvænlegir, enda að hálfu mannsættar. Þá er hinsvegar móður þeirra lýst sem ljótu og mannskæðu flagði, sem tröllkarlinn drep- ur (sjá Móðarsþátt o.fl., JÁ III, 253 o.áfr.). En mest kveður að sögunum af Kráku, Trölla-Láfa og Jóni Loppu- fóstra (JÁ 1,178- 86). „Skessa mikil sat þar upp á jökulgnípu einni. Hafði hún það atferli að hún rétti hendurnar fram á víxl og dró þær svo upp að brjóstinu og var hún með þessu að heilla [sofandi] manninn til sín“ (s.r., 183-4). í þokunni stelur skessa sauðamanni, stundum era þær tvær saman og leggja hann milli sín. „Iðulega tóku þær hann og mökuðu í eins konar smyrslum eða feiti og teygðu hann milli sín; fannst honum það mikil raun. Þær orguðu líka í eyra honum til að trylla hann.“ (s.r., I, 182). Af þessu verður hann smám saman óskaplega langur, og þótt hann að lokum sleppi til byggða, varð hann skammlíf- ur eftir það. Annar piltur er stríðalinn af skessu heilan vetur, auk þess glímir hún við hann á hverjum morgni, og styrkist hann mikið við þetta. (s.r. III, 278) III Nú er það alkunna í þjóðsögum, að vættir leiti fylgilags við menn. Einkum á það við um álfa. Stutt er og milli tröllasagna og úti- legumannasagna, en þeir síðarnefndu eru einkar sæknir í byggðastúlkur. Þetta tvennt tengist þannig, að álfarnir era, eins og allir vita, yfírleitt fríðir og efnaðir, sama gildir um margar þessara útilegumannasagna, þótt einnig komi fyrir kvensöm illmenni. Þessar sögur eru þá auðsæilegir draumórar um að fá prinsessuna (eða prinsinn) og hálft konungsríkið, svo sem enn yfirgnæfa í skemmtisögum nútímans. Tröllkarlasögurn- ar mega og flokkast hingað, því það hefur jafnan þótt kostur á mennskum körlum að þeir væru stórá, sterkir og stæðilegir. Stúlkan og tröllkarlinn unnust og til ævi- loka. En um skessurnar gegnir öðra máli. Enda þótt þær séu ekki beinlínis sagðar ljótar, þá er útliti þeirra yfírleitt ekki lýst jákvætt heldur. Um skeið hélt ég að af- skræmilegar kvenlýsingar tröllasagna stöf- uðu af bælingu á kynhvöt höfunda, sem birt- ist því rangsnúin. En nú kalla ég þessa túlk- un mína dólga-freudisma, því slíkar lýsingar eru býsna fáar, og í dæmunum hér að fram- an virðist eðlilegra að sjá þær lýsingar sem spaugilegar andstæður lostans, hugleiðing- anna um bólfarir. En hvaða hugarfar býr þá að baki þessum sögum, um stórar og sterkar konur, sem einar draga ærna björg í bú, og taka ekki bara frumkvæðið að ástum, heldur grípa hreinlega karlmanninn og leggja hjá sér. Það er víst nokkuð augljóst að höfunda og flytjendur slíkra sagna fínnum við með sömu aðferð og notast til að miða út mark- hóp t.d. James Bond-sagnanna; sá markhóp- ur er einfaldlega andstæða hetjunnar. I stað kvennagullsins, sem þorir hvað sem er, legg- ur allt undir í fjárhættuspili, og lífið að veði til að bjarga einhverri kvengyðjunni, eða auðvaldskerfinu, birtist þá óframfærinn maður í lágri stöðu, sem verður lítt til kvenna eða fjár, en dreymir um leyfi til að drepa ríka og volduga kalla, kannski yfir- mann sjálfs sín. Og ætli framangreindar tröllasögur sýni ekki svipað hugarfar aftur í öldum, úrræðalausa karlmenn, sem dreymir um að kona komi og taki þá, og leysi öll þeirra vandræði. Höfum við þá ekki fundið dæmi þess, aftur í öldum, sem Freud kallaði Ödipusarkomplex (það mætti þýða orðrétt sem Bólginfótarduld á íslensku skv. Helga Haraldssyni rússneskuprófessor við Oslóar- háskóla). Svo mikið er víst, að þetta virðist sama viðhorf og ég kynntist í umræðuhóp- um karlmanna í Kaupmannahöfn (Mandebevægelsen). Einu gilti hversu ágæt- um konum þeir menn vora með, allt var það ónýtt, af því að konurnar voru ekki nógu drottnandi, heldur leituðu skjóls hjá þeim. Og því held ég að Freud hafi skjöplast. Þessa menn langaði ekkert til að sænga með mæðram sínum, þeir höfðu bara alist upp við það að þær réðu öllu, og fannst lífið tóm- legt án þess tilfinningamynsturs. íslending- ar hafa apað það eftir Dönum að kalla þetta hugarástand móðurbindingu („moderbind- ing“). En væri ekki nær, í ljósi framanritaðs, að kalla það skessufíkn? Heimildir: Edda Snorra Sturlusonar ...ved Finnur Jónsson. Kbh. 1931. Fomaldar sögur Norðurlanda ... útgefnar af C.C. Rafn, I-III. Kbh. 1829-30. íslenzkar þjóðsögur og ævintýri- Safnað hefur Jón Árnason Ný útgáfa I-VI, Reykjavík 1954-61. (JÁ). Norræn fornkvæði ...udgiven af Sophus Bugge ...Oslo 1965. Upphaflega samið fyrir sextugsafmæli Peter Spring- borg, forstöðumanns Ámasafns. Athyglisvert er} aðpegar tröll seilast til manna> pá eru pað oftar tröllkonur en tröllkarlar, jafnvelpegar mennskri konu er rænt... Tröllkarlar sem komast í tæri við mennskar konur eru oft sagðirfríðir og mannvæn- legir, enda að hálfu mannsættar. Þá er hinsvegar móður péirra lýst sem Ijótu og mannskæðu flagði, sem tröllkarl- inn drepur. MAGNÚS ÓSKARSSON FRÁBÆR TÁR í Lesbók Morgunblaðsins 20. júní 1998 gerir Þröstur Helgason að umræðuefni ljóð sem birtist í Tímariti Máls og menn- ingar sem helgað var minningu Halldórs Laxness. Ljóðið er eftir Hallgrím Helga- son og „fær heiðurssess í tímaritinu en það stendur fremst í heftinu" eftir því sem Þröstur greinir frá. Ekki kveðst hann vita „hvers vegna ritstjóri tímaritsins kýs að gera þessu ljóði svo hátt undir höfði“.. Ráða má í hvað höfundur ljóðsins ér að reyna; þ.e. að yrkja í stíl Laxness. Á því er aðeins einn hængur: Hann er ekki Lax- ness. í Lesbókinni eru nokkrar tilvitnanir í ljóð þetta, þeirra á meðal þessar: „Fyrír þig ég felli frábær tár.“ „Hátt í þurrum hlíðum hundar góla.“ PÁLMI EYJÓLFSSON (MÓANUM Hugljúf er þögnin, krían kúrir um stund, komið lágnætti, spói á vappi við hreiður. Hestar við lækinn sofa á grænni grund, gola frá hafí strýkur sóleyjarbreiður. Við sólarupprás er söngminn hafínn á ný samkórinn mikli lætur þá til sín heyra. Morgunstemmning er máttug og glöð af því, að margradda tónar berast að þínu eyra. Og móinn verður litríkur ljúfan dag því lyngið blómgast snemma ísínu rjóðri. Rauðbrúnir angar, kræklur með kunnum brag. Hin kyrrláta fegurð leynist í smáum gróðrí. -• Höfundurinn býr á Hvolsvelli. „Fjarri liggja fjöllin þyrst með falið skott". Orkt af þessu tilefni: Frábær tár Dapur var ég allt það ár ógnar harmi sleginn. Fram þó kreisti „frábær tár“ ogfelldi einhvern veginn. „í þurrum hlíðum hundar góla“ (heldur er ég núna smár) upp þær samt ég ætla að spóla svo á þær drjúpi „frábær tár“. „Fjöllin þyrst með falið skott“ færði ég í ljóðaskrár. Þáði hvorki þurrt né vott þerraði af hvörmum „frábær tár“. HILDUR SIGURSTEINSDÓTTIR UÚFLINGUR Gengið hratt um dyr hlaupið ungum sterkum fótum upp stigann. Kallað skærum rómi. Amma, hvar er afi? Leikið að bílum, dundað við þetta og hitt, spilað ofuríítið. Beðið blíðum rómi. Amma, lestu fyrír mig. Kúrt í millunni í afa- og ömmubóli. Vaknað, teygt sig. Sagt í trúnaðarrómi. Amma, ég er svangur. Hversu dapur var sá dagur þcgar lítil hönd læddist í stóran afalófa. Sagt í ásökunarrómi. Afi, hvers vegna eruð þið að flytja héðan? Mérfinnst það hundleiðinlegt. Höfundur býr á Selfossi. RÚNAR KRISTJÁNSSON FÆREYJAR Þegar Island þarfnast vinar þá eru ávallt nær eyjar sem þann vinskap viija rækja, vel það sýna Færeyjar. Þar af verkum þekkjast góðir, þar er einstök norræn byggð. Þar er okkar besti bróðir, bjargfastur í sinni tryggð. íslensk snót sem örugg gistir eyjar þær með réttu sér, að þar er hennar sanna systir, sú er best og tryggust er. Því er állinn alltaf væður, ekkert hindrar vinatryggð. Þar í hjarta þjóðar ræður þelið heilt með sanna tryggð. Þar eru systur, þar eru bræður, þar er einstök norræn byggð. Höfundurinn býr á Skagaströnd. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ 1998 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.