Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 8
Pránd-', heimur/ Hrifudalur, Askvoll Kleppsnes KORT úr Dalsfirði. Á StÓPUM FORFEPRANNA 3 DALSFJÖRÐUR Jíeimfanni Inaóífs krnarsonar (i SUNNFJORD Sande G A U L A R Ur Dalsfirði á Fjölum. Synir Atla jarls á Gaulum börðust við Ipgólf og Hjörteif og tveir féllu. Af því fórpþéírfóstbræður tiltslands. í Atfey drap Egill Skallagrímsson ármann Eiriks konun'gs, Bárð, í eftirminnileþri drykkju. pG NORÐUR-MÆRI Ifyrstu greininni í þessum þriggja greina flokki var fjallað um Flóka Vil- gerðarson og hvaðan hann lagði frá landi í Noregi þegar hann fór að leita Snjólands. í næstu grein var lýst heim- sókn í Mostur þar sem Þórólfur Mostr- arskegg bjó, farið í Sólundir þar sem Kveldúlfur, Skallagrímur og Egill komu við sögu, og að lokum var komið á Gulaþing. Lokagreinin, sem hér birtist fjallar um heim- sókn í Dalsfjörð í Sygna- og Firðafylki, þar sem Ingólfur og Hjörleifur bjuggu, og síðan kemur frásögn af heimaslóðum Gísla Súrsson- ar í Noregi, á Norður-Mæri. Fyrstw landnómsmenn á Íslandi EFTIR STEFÁN AÐALSTEINSSON í Dalsfirði á Fjölum voru heimkynni Ingólfs Arnarsonar. Nú eru um 30 bændabýli á dví landi sem Ingólfur var einn eigandi að fyrrum. Gís i Súrsson var iins vegar frá Norður-Mæri. A þéttbýlisstað sem heitir Skei í Súrnadal er talið að hafi verið Grannaskeið til forna, þar sem Bárður bjó, sá sem Gísli Súrsson drap. Ingólfur Arnarson og Hjörleifur Hróð- marsson komu til íslands frá Dalsfirði á Fjöl- um í Sygna- og Firðafylki á Vesturlandinu í Noregi. I fyrri hluta þessarar greinar verður sagt frá ýmsu sem lýtur að heimabyggð þeirra. Þrælar drápu Hjörleif á fyrsta búskapar- vori þeirra félaga á íslandi, en af Ingólfí er komin mikil saga. Heimamenn í Dalsfirði hafa mikinn áhuga á sögu þeirra félaganna á ís- landi og leggja sig fram um að halda minn- ingu þeirra á lofti. I seinni hluta greinarinnar verður fjallað um Gísla Súrsson og sögustaði sem tengjast dvöl hans í Noregi áður en hann kom til ís- lands. Dýrgripir fró íslandi í bókasafni í Dal í Dalsfirði Ég fór að Dal í Dalsfirði að morgni 18. ágúst. Á héraðsbókasafninu í Dal voru mér sýnd tvö ljósrit af handritum að Landnámu, annað af Sturlubók og hitt af Hauksbók, bundin saman í fallega bók. Safnið hafði feng- ið þessi ljósrit að gjöf frá Islandi. Einnig sá ég í safninu eintök af Geisla eftir Einarr Skúla- son, og Lilju eftir Eystein Ásgrímsson, og hafði Knut Ödegaard snúið báðum á nýnorsku. Það eru hvort tveggja fallegar og eftirsóknarverðar bækur. Þær Siri Ingvaldsen og Kárhild Hustveit bókaverðir skýrðu mér frá mörgu í sambandi við safnið og þá sérstaklega því sem viðkom fomum norrænum fræðum. Fræðimaðurinn Magne Fagerheim er nú talinn fróðastur manna á þessum slóðum um Heimskringlu og Islendingasögumar, en á undan honum bar faðir hans, Ragnvald Fagerheim, höfuð og herðar yfir samtímamenn sína á þessu sviði. Ragnvald var meðal annars fenginn til íylgd- ar við forseta íslands, Ásgeir Ásgeirsson, þegar hann kom á þessar slóðir árið 1955. I bókinni „Fjaler gjennom 1000 ar“ (Þús- und ára saga Fjala), eftir Ragnvald Fager- heim, er rakið efni frá ýmsum tímum í sögu sveitarfélagsins. Ýmsir kaflanna em reyndar fremur skáldverk en fræðirit, en efniviðurinn er tekinn úr fornum ritum og skín það í gegn í skáldverkunum. Margir kaflar í bókinni em hins vegar hrein umfjöllun um fom fræði og frásagnir úr sögu héraðsins. Magne Fagerheim kom á safnið þennan morgun til að hitta mig. Við ræddum fyrst og fremst erindi mitt til Noregs, þ.e. að kynna mér ýmislegt um baksvið frásagna Landnámu og íslendingasagna af einstökum landnáms- mönnum. Umræður um bústaði þeirra fóstbæðra Ingólfs Arnarsonar og Hjörleifs Hróðmars- BAUTASTEINN Ingólfs Arnarsonar í Noregi. sonar í Dalsfirði hafa meðal annars byggst á því hvar í héraðinu séu fornir bautasteinar. Áður fyrr vom tveir bautasteinar við forn- mannahauga niður undir sjó á bænum Dal í Dalsfirði. Var um tíma talið að Ingólfur og Hjörleifur hefðu búið í Dal og reist þessa bautasteina yfir feður sína, en síðar hefur ver- ið horfið frá þeirri hugmynd. Annar þessara steina er nú í Dal fyrir framan Menningar- stofnunina á Fjölum, en hinn er í garðinum við Minjasafnið í Bergen. Magne átti á sínum tíma þátt í að þessum steinum var bjargað frá glötun. Þeir fóstbræður eru nú taldir hafa búið norðan við Dalsfjörð, Ingólfur í Hrífudal (Ri- vedal) og Hjörleifur á Kleppsnesi (Klepp- enes), en á báðum þessum bæjum era fornir bautasteinar. Þau munnmæli lifðu í Dalsfirði 1955, að þeir Ingólfur og Hjörleifur hefðu reist bautasteinana á þessum bæjum sem minnismerki um feður sína (Árni Óla 1955. Á ferð um Noreg með forsetahjónunum. Sérpr. úr Lesbók Mbl.). Hinn 19. ágúst fórum við Samson Öpstad frá Fureneset alllanga leið á bfl inn í Dals- fjörð sunnanverðan. Þar hittum við Magne Bjergene sem þangað var kominn á vélbát og flutti okkur á honum norður yfir fjörðinn. Við komum að landi neðan við bæinn í Hrífudal. Bærinn stendur norðan Dalsfjarðar, allmiklu nær sjó en aðalþéttbýlið í firðinum, en það er í Dal, sunnan fjarðarins. Bautasteinn forn í Hrifudal í Hrífudal stendur forn bautasteinn í túni nokkuð frá sjó. Hann er um tvær mannhæðir. Steinninn hallast mikið fram á við, niður að sjónum, en ekki til hliðar. Eftir að hafa skoðað bautasteininn var okk- ur boðið í kaffi heima í Hrífudal hjá þeim hjónum Arne og Ragnhild Rivedal. Þangað kom einnig frú Halldis Sörebö Drösdal í til- efni af komu okkar. Hún hefur safnað úr- klippum úr blöðum frá heimsóknum íslenskra fyrirmanna á þessar slóðir, og hafði einnig meðferðis teikningar og hannyrðir sem skóla- börn í Reykjavík höfðu unnið og sent sem gjöf til Fjala. Sýndi hún okkur þessa hluti og þótti henni auðsjáanlega vænt um heimsóknirnar og kveðjurnar frá íslandi. Islendingar höfðu komið þrisvar sinnum í opinbera heimsókn í Dalsfjörð. Fyrst var heimsókn forseta Islands, Ásgeirs Ásgeirs- sonar 1955, þar sem hann kynnti sér sögu Dalsfjarðar og hugmyndir heimamanna um hvar þeir Ingólfur Armarsom og Hjörleifur Hróðmarsson, fyrstu landnámsmenn íslands, hefðu búið. Þá hafði Hannibal Valdimarsson komið þangað í heimsókn meðan hann var félags- málaráðherra. Að lokum komu Bjarni Benediktsson ráð- herra og Haraldur Guðmundsson sendiherra á þessar slóðir 1961, þegar styttan af Ingólfi Arnarsyni var afhjúpuð í Hrífudal. Sú stytta er sömu gerðar og styttan af Ingólfi á Arnar- hóli í Reykjavík. Mér var boðið í bílferð um landareign Hrífudals til að sjá hversu mildð land jörðin ætti. Kom þá í ljós að landi því sem tilheyrði jörðinni áður hefur verið skipt mjög mikið niður í seinni tíð. Nú eru um 30 bændabýli á því landi sem Ingólfur var einn eigandi að fyrrum. Hann hefur því ekki verið með öllu óvanur því að hafa mikið land undir, þegar hann kom til íslands. Norður-Mseri - Gísli Súrsson sóHwr heim Gísli Súrsson kom frá Norður-Mæri út til Islands þegar land var því nær alnumið. Norður-Mæri liggur sunnan að Þrændalög- um. Gísli lenti í vígaferlum í Noregi og tók það ráð ásamt föður sínum og bróður að flytja búferlum til íslands, enda þótt landnáms- mönnum stæðu þá ekki lengur til boða höfuð- ból hér á landi. íslendingar virðast lítið hafa reynt að rekja frásagnir af Gísla í Noregi og stöðum sem tengjat dvöl hans þar. Norðmenn hafa tekið meira á því máli og telja sig vita heilmikið um staðhætti í Noregi sem koma megi heim við Gísla sögu. Miðvikudaginn 20. ágúst fór ég með lang- ferðabifreið frá Fureneset í Firðafylki til Þingvallar (Tingvoll) á Norður-Mæri. Á fyrsta viðkomustað á Þingvelli tók á móti mér Óttar (Ottar) Roaldset, bóksali og fræði- maður og ók mér heim til sín, þar sem ég gisti. Við Óttar lögðum af stað fyrir hádegi daginn eftir til að heimsækja staði í Surnadal og víðar sem koma við sögu í Gísla sögu Súrssonar. Bórður á Grannaslceiði Fyrst komum við að þéttbýlisstað sem heit- ir Skei í Súrnadal. Þar er talið að hafi verið Grannaskeið til foma, þar sem Bárður bjó, sá sem Gísli Súrsson drap. Bæjarnafnið er einnig skrifað Granaskeið og má þá ætla að 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.