Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 12
SATURDAY MORNXNG, OCTOBER 10, 1936. MEMORIAL TO HEROIC NORSEMAN GIFT TO CITY Eriksco, who dlscovered the Americon contínent cbouí the yéor 1000, svos honored yejterdoy with dcdíco- *■“"** 0~>t- f to rícht cre Lirweo HoUf, Vrho unveíled the bronze, Moyor Show, Hino ScC' mund^en cnd Ccpr, H, H. Hommcr, partictpant* in CC* mofiy. The bvst ís fhe gíít of .tht ffardtc Cívic LecS’ FORSÍÐUMYND á Los Angeles Time 10. október, 1936, en þar segir frá afhjúpun á höggmynd Nínu Sæmundsson af Leifi Eirikssyni, sem fólk af norrænum uppruna gaf Los Angeles. Þar sést að Leifur er ekki sagður íslenskur, heldur „Norseman" myndir hennar voru fremur sóttar í hinn klassíska heim fomgrískra höggmynda og goðafræði en sambærilegra, norrænna sagna og trúar. í þeim anda var mynd hennar, „Promeþeus færir jörðinni eldinn“, og var hún sett upp á áberandi stað í miðborg Los Angeles, Westlake garðinum við Wilshire breiðgötu. Nína gerði margar brjóstmyndir. Frægasta þeirra má telja brjóstmyndina af Hedy Lamarr, kvikmyndaleikkonunni sem var eins- konar persónugervingur fyrir hinar guðdóm- legu gyðjur Hollywood-kvikmyndanna í þá daga. Það tók Nínu fimm mánuði að ljúka við myndina og var hún ein af þeim sex myndum, sem sendar voru frá Kalifomíu á Heimssýn- inguna í New York 1939. Ibúar af norrænum uppmna í Los Angeles vora á þessum tíma 80.000 og þeir vildu fá minnismerki um það í borginni að það var Leifur Eiríksson sem fann Ameríku árið 1000. Enn kom það í hlut Nínu að huga að Leifi og gera mynd af honum. Dagur Leifs Eiríks- sonar í Bandaríkjunum er 9. október og þann dag árið 1936 var Nína viðstödd þegar brons og granít stytta var afhjúpuð og borgarstjór- inn tók við henni fyrir hönd borgarinnar. Þetta var þriðja höggmyndin af Leifi Eiríks- syni í Bandaríkjunum, sem Nína gerði. Höggmynd Nínu var valinn staður í hinum fallega Griffith garði, við inngang á Los Feliz stræti. Nína var búsett meiri hluta ævi sinnar í Ameríku, fyrst í New York og síðar í Hollywood. Eftir heimstyrjöldina síðari ákváðu islensk stjómvöld í samvinnu við Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi að bjóða nokkram íslendingum, sem höfðu skar- að fram úr á erlendri grund heim til íslands í viðurkenningarskyni. Nína var á meðal þeirra og minntist hún þess oft með ánægju og þakk- læti. Nína gat sér góðan orðstír vestan hafs með list sinni og var mikils metin þar sem lista- maður. Eitt háði henni þó á framabraut henn- ar þar, en það var að hún vildi aldrei afsala sér íslenskum ríkisborgararétti. íslenskum athafnamanni, Kristjáni Jóhanni Kristjánssyni í Kassagerðinni, blöskraði að sjá hvemig komið var fyrir verkum Nínu í New York. Hann ákvað upp á sitt einsdæmi að flytja verkin heim og sjá til þess að þau væra geymd þar til þeim yrði fundinn fram- tíðarstaður. Islendingar geta verið þakklátir fyrir þetta framtak Kristjáns Jóhanns. Nú era verk Nínu í umsjá Listasafns íslands. Árið 1956 flutti Nína heim til íslands. Menntamálaráðuneytið fékk henni síðan það verkefni að gera höggmynd af rithöfundinum Jóni Sveinssyni, Nonna, sem ætlunin var að koma fyrir á Akureyri. Það gerðist þó ekki strax. Nína lauk verkinu árið 1958 og var það hennar síðasta höggmynd. Myndin af Nonna virtist hafa týnst og um árabil vissi enginn hvar hún var niður komin. Það var svo fyrir tilstilli og dugnað Önnu Snorradóttur, að höggmyndin af Nonna fannst uppi á lofti á Korpúlfsstöðum 1992 og komst til Akureyrar árið 1996 þar sem hún var sett upp. Nína sagði í blaðaviðtali: „Eg tel mig vera verk að vinna fyrir ísland með því að kynna verk mín fyrir öðram þjóðum“. Hún hafði sýnt það alla ævi, að ættjarðarást hennar var einlæg og sterk og gætti þess ávallt að vera því trú, sem hún unni heitast en það var land hennar og þjóð. Sjálfsagt hafa svo langar fjar- vistir átt sinn þátt í því, en eitt er víst, að hennar síðasta og mesta gleði var vissan um að verkum hennar yrði búinn framtíðarstaður hér á landi. Nína lést í Reykjavík 29. janúar 1965, ógift og bamlaus. Steinninn varir að eilífu, en hún er þjóð- inni að mestu gleymd, unga konan sem fæddist í Fljótshlíðinni árið 1892 og hélt á vit ævintýranna og listagyðjunnar í útlöndum í byrjun aldarinnar. Listakonan sem jók hróð- ur Islands víða um heim en tók land sitt fram yfir fé og frama. Verðmæti sín gaf hún þjóð- inni því hún ánafnaði Listasafni íslands verk sín. Fyrir nokkrum árum var gerð kvikmynd um líf og störf Nínu, sem sýnd var hér í sjón- varpi. Höfundar: Valdimar Leifsson og Bryn- dís Kristjánsdóttir. Við samantekt þessarar greinar hefur ásamt mörgum öðram heimild- um að nokkra verið stuðst við kvikmyndina. Ámi Egilsson, tónlistarmaður sem býr í Los Angeles, var framkvöðull að gerð þessarar kvikmyndar og hann samdi sjálfur tónlistina sem leikin er í myndinni. Nína var afasystir höfundarins, sem er hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík. KRISTJÁN HREINSSON „SAGAN AF BRAUÐINU DÝRA" Við hita í víti fá heilagar kýr að horfast í augu við tröllvaxið dýr sem blæs inní bliknandi glæður, þar græðginnar kraftur er grimmur en hlýr og glamparnir vernda þann mátt sem þar býr og eldi í iðrunum ræður. Þar brauð var hjá eldinum bakað á laun afbrosmildum púkum við glóandi hraun og varðveitt á vel geymdum diski. En brauðið var tekið og brátt varð þess raun að breytast með tíma í orku og daun í maga á fágætum fiski. Sá fískur sem menn sögðu þjófóttan þrjót varð þáttur í sögu sem reyndist svo Ijót og ekkert þeim frásögnum eyddi. Svo reis upp einn bergþurs ogrenndi ífíjót, um rastir hann svamlaði straumunum mót og fágæta fískinn hann veiddi. Þar byrjaði þjóðsaga beinlinis gróf um bergrisann mikla, hans streitu og þóf er réttlætið vildi hann vakið. Afbrauðinu dýra hann huluna hóf en heimaíólk, forviða sagði hann þjóf og rak honum rýting í bakið. Því heimafólk vildi fá höfuð og sporð, íháværri kröfugerð féllu þá orð um brauðið sem búkurinn geymdi, fólk vildi að það yrði borið á borð og bergrisann sökuðu allir um morð er dreyrinn í dagsbirtu streymdi. í fyrstu var haldið að félli hann þar sá fífldjarfí risi sem heimtaði svar við spurnum til fíáráðra fanta. En risinn hann lifði brauðið hann bar á borð fyrir lýðinn og áleggið var svo bragðgóð en baneitruðplanta. Og ennþá er bakað því ofninn er hlýr. Þó okrarans brauð verði stundum of dýr þá er spurt þegar sanna á sakir, hvor standi sig betur, sá fantur sem flýr eða fjandinn sem hnífnum í sárinu snýr og brigðull hjá brauðinu vakir. Nú fíýgur hér sögn um hið fágæta brauð, um fískinn, um risann, um veldi og auð, ein goðsögn um tímana tvenna, um fólkið sem banhungrað físmetið sauð, um fortíð sem talin er glötuð og dauð, um brauð sem fær áfram að brenna. Á framtíðar spjöldum hún standa mun sterk um steinþursinn sagan svo voldug og merk. Hans harmleik mun heimafólk skýra, og réttlátt það sníður þeim rauðleitan serk sem reyna að dæma hið stórbrotna verk um bruðlið á brauðinu dýra. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.