Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 14
Frárennslismengun sem veldur súrefnis- þurrð í sjó og vatni eða þörungablóma er einnig lítil á norðurslóðum. Fráveituvatn hef- ur lengst af aðeins verið hreinsað sums staðar í Svíþjóð og Finnlandi. Landbúnaðarmengun er lítil. Bæði fámenni og hröð endurnýjun sjávar við strendur koma í veg fyrir mikil áhrif umræddra efna úr frá- veituvatni en þó er ljóst að við stærstu þétt- býlissvæði Norður-Rússlands er mikil stað- bundin fráveitumengun. Þynnra ósonlag í háloftunum er staðreynd á norðurslóðum en enn er þó talið að það hafí ekki valdið skaða. Vonir eru bundnar við minnkandi losun klórflúórkolefnis. Hlýnun andrúmsloftsins vegna gróðurhúsagasa er líka staðreynd. Hún er 0,2-0,3 stig á um 40 ár- um og eykst fremur en minnkar næstu ára- tugi, eins þótt losun verði haldið óbreyttri. Tímabundin kuldaköst á norðurslóðum hafa skyggt á hlýnunina og á hættuna á að djúp- sjávarmyndun norður af Islandi breytist með þeim afleiðingum að Golfstraumurinn dofnar. Að þessu sögðu stendur eftir sú tegund mengunar sem einna mestum kvíða veldur: Lífræn, oft þrávirk efni, þungmálmar og geislamengandi efni. Þetta eru efni sem bein áhrif hafa á lífríki sjávarins eða dýr merkur- innar og þar með á lífæð norðurslóðabúa; birnina hans Odla og æðarfuglana hans Jóns. Lúmsk í leyni Þrír Alþingismenn lögðu nýlega fram þings- ályktunartillögu um rannsóknir á því hvar og í hve miklu magni lífræn, þrávirk efni er að fínna á Islandi. Hér er átt við mjög hættuleg efni sem trufla ónæmiskerfí lífvera, valda krabbameini og ófrjósemi. Þekktast er PCB sem flutt var inn í tonnavís þar til það var bannað 1988. Rannsóknir á skeldýrum, fiskum og fugli hafa afhjúpað hér magntölur þrá- virkra efna sem valda kviða þótt þær séu enn undir hættumörkum. Lífræn mengun er sums staðar yfir hættumörkum, staðbundið á norð- urslóðum, og einstaka dýrategundir, eins og t.d. hvítmávar á Svalbarða, eru með allt of mikið af þrávirkum efnum í sér. I hvítabjörn- um, rostungum og selum við Kanada, Græn- land og Svalbarða er umtalsvert magn af t.d. PCB; eins þótt hann sé borinn saman við styrk þessara efna er eykst þegar sunnar dregur á jörðu. Allar eru fyrrgreindu skepnurnar með mikinn fítuvef en í hann leitar mengunin. Hér á landi er full þörf á miklu meiri meng- unarrannsóknum, eins og þingsályktunin fer fram á. I greinargerð með henni er m.a. bent á að íslenskir æðarfuglar eru með allt að tífalt PBC-magn á við kanadíska æðarfugla. Gildir einu þótt svo sé metið í skýrslu Norrænu ráð- herranefndarinnar að í heild minnki styrkur PBC og t.d. DDT nú á norðurslóðum vegna þess að efnin má ekki nota lengur. Efnin eru enn að berast hingað með hafstraumum og líf- verum, þau hlaðast upp er ofar dregur í fæðu- keðjuna og hér innanlands er fjöldi óþekktra og blundandi uppsprettna lífrænna efna sem hafa verið urðuð áratugum saman. Ósýnilegir múimar og geislamengun Auk ofangreindrar mengunar hefur borið talsvert á mengun af völdum þungmálma eða efnasambanda þeirra. I íslenskum skelfisld má finna viðsjárvert en staðbundið magn eit- urefna úr lífrænum tinsamböndum sem notuð eru' í botnmálningu skipa. Kvikasilfur sem berst í lofti og legi hefur safnast í of miklum mæli í sumar tegundir sela og smáhvala utan íslands. Fram kemur að brjóstamjólk græn- lenskra, kanadískra og færeyskra mæðra á tilteknum svæðum inniheldur of mikið af kvikasilfri. Þungmálmar hafa ekki enn sjáan- leg áhrif á menn víðast hvar en þó eru vís- bendingar um neikvæð áhrif slíkrar mengun- ar í Færeyjum, ef marka má fréttir á sl. ári. Að slepptu slysinu í Tjsernóbíl og öðrum slysum í kjamorkuverum eru tvær „ónáttúru- legar“ geislamengunaruppsprettur helstar á norðurslóðum: Endurvinnslustöðvamar í Sellafield og Dounreay á Bretlandseyjum og úrgangshaugar og kjamorkufleytur Rússa á Kólaskaga. Enn sem komið er kemur ekki fram umtalsverð geislamengun á íslandi en í Skandinavíu hefur hennar orðið vart nú þegar (önnur mengun en frá Tjsemóbíl). Smám saman er meira magn geislavirkra efna að berast með hægfara straumum og endumýj- un sjávarmassans frá Bretlandseyjum, með Noregsströndum í átt að íslandi og Græn- landi. Vissulega dreifast efnin eftir því sem léngra dregur frá uppsprettunni en þau safn- ast fyrir í lífríkinu og sum hafa langan helm- ingunartíma (þau era lengi að klofna og eyð- ast). Að öllu þessu sögðu er alveg ljóst að ekki má gera lítið út hættunni af völdum mengun- ar á norðurslóðum heldur mæta henni með rannsóknum, upplýsingum og af skynsemi þar sem við og náttúran fáum að njóta alls vafa. ' Ljósmynd: Guöjón Jónsson. í HJARTA Skaftfellseldstöðvar. Líparít með innskotum í Kjós. Þumall í baksýn. Ein af mörgum fögrum myndum í bók Hjörleifs og Odds. „UPPI OG NIÐRI OG ÞAR í MIÐJU" EFTIR JÓN JÓNSSON EG HEF valið þessa ljóðlínu úr Lilju Eysteins Asgrímssonar sem titil á rabb um bók, sem að nokkru tekur til þessara þriggja sviða: Þess, sem allir geta séð, þess, sem engi sér og þess, sem eitt sinn var dulið djúpt í jörð, en sem hin eyð- andi öfl nú hafa afhjúpað. Ekki er ég, með öllu, sáttur við nafn bókar- innar, fínnst það fela í sér fyrirheit um af- hjúpun allra leyndardóma þess mikla jökuls. Betur hefði ég unað t.d. í veldi Vatnajökuls eins og Sigurður Þórarinsson hafði á grein í Lesbók Morgunblaðsins 1946. Bókin hefur veitt mér mikla ánægju, en líka valdið mér nokkru ergelsi. Þetta er falleg og umfangsmikil myndabók 280 bls. en aðeins fá- einar af þeim er texti einvörðungu. Hins veg- ar er þar víða komið við og sumt af því ekki náskylt Vatnajökli. Yfir 20 ágæt kort, lit- prentuð og með fjölda ömefna, er til gagns og gleði fyrir þá, sem kynnast vilja þessum landshluta. Illa kann ég við að sjá Út-Síða prentað yfir Eldhraun suður af Skál og enn verr Mið-Síða á Stjómarsand. Pennaglöp telst að færa Rauðaberg austur fyrir Krossá (bls. 126). Kort yfir gosbeltin með þverbeltum er einkar gott skóla yfirlit til skilnings á rekbelt- inu. Einnig hygg ég mörgum finnist forvitni- legt kortið yfir eldstöðvakerfín, en þar hefði mátt bæta við a.m.k. tveimur, einu inn af Kálfafellsdal og öðra inn af Heinsbergsfjöll- UM BÓKINA LEYNDAR- DÓMAR VATNAJÖKULS EFTIR HJÖRLEIF GUTTORMSSON OG ODD SIGURÐSSON Þeir sem taka sér fyrir hendur að skrifa um land- af eigin sjón, verða ekki leystir undan Deirri skyldu að kynna sér Dað sem áð- ur hefur verið um ritað og yfirdrifin nægjusemi verð- ur það að teljast að gera sig ánægðan með aldar- gamla ágiskun. um. Til korta og línurita á bls. 44-45, hygg ég, að oft muni vísað þegar fjallað verður um at- burðina á Skeiðarársandi 1996. Texti bókarinnar hefst á yfirliti yfir Vatna- jökul, jökla almennt, land undir Vatnajökli, jarðskjálftamælingum, gosspám og jökul- hlaupum. Ágætar skýringarmyndir íylgja öllu þessu. Loks kemur svo frásögn af Skeiðarár- hlaupinu mikla haustið 1996, en fram að því, finnst mér niðurröðun efnis ekki alveg nógu góð. Um hlaupið sjálft og áhrif þess er fyrst fjallað á bls. 34-58 og aftur á bls. 158-172. Ekki verður hér um þann þátt rætt, en hvort sem það er af tilviljun eða ásetningi, þá eru myndirnar á bls. 166-167, að mínu mati, þær áhrifamestu í bókinni. Annars vegar fólk fagnandi sigri í stríði við náttúraöflin, en hins vegar þau í sínum hamslausa ofsa. Þar má líka lesa af skugga öldunnar hvað hátt straumkastið náði. Ljósmyndimar bera verkið uppi, vegna fegurðar, fræðslu og heimildagildis. Ein er sú mynd, sem hvað þetta varðar, að mínu mati, ber af, og er þá mikið sagt. Það er myndin á bls. 108, sem sýnir ísbylgjuna á leið niður eftir Síðujökli til þess að lokum brotna inn í sjálfa sig í jökulrönd. Sú mynd, held ég að hljóti að verða klassísk, því vart mun hún eiga sinn líka og vafasamt hvort nokkra sinni verður. Þrátt fyrir þau firn, sem þarna er að gerast, er yfir öllu einhver stórbrotin, hljóðlát ró, sem augnablik fegurðarinnar eitt megnar að skapa 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.