Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 16
- Trauðla verður því, með rökum mótmælt að þrisvar hafi gosið í Eldborgaröðu'm og að hvert gos hafí sín séreinkenni hvað varðar út- lit efnisins, sbr. Náttúrufræðinginn 64. 1994. Ekki þekki ég heimild fyrir því að vatn hafí farið að safnast í Skaftárgljúfur strax eftir Eldmessuna. Séra Jón lætur þess getið að hraunrennsli fram úr gljúfrinu hafi hætt seint í september. „Þá var farið með fé og flutning yfír hraunið vestur af Skaftárdal, því svo var eldurinn mikill að fjallabaki að hann upþurrk- aði öll vötn, sem voru fyrir norðan hann.“ Stórgos hugmynda þeirra S.G. Berg og Guðmundar Sigvaldasonar hljóp boðflenna inn í íslenska jarðfræði. Eftir endilöngum Síðu- og Fljótshverfísfjöllum má rekja lög af jökul- bergi. Á Síðu eru þau a.m.k. 4, en líklega 5 eða 6 og þau ganga þvert í gegnum það sem vera átti „mass-flow deposit" að bera það saman við myndun Dalsheiðar í Lóni er heldur vand- ræðalegt. Walker segir hugmynd sína „tenta- tive“ og mér finnst hún ekki aðgengileg. Skaftárhreppur hefur orðið fyrir því að fá á sig þrjár ritgerðir, sem einkennast af raka- lausum málflutningi, fullyrðingum, lítilsvirð- ingu á traustum frumheimildum og þögn um þekktar staðreyndir. Of mörgum vill gleym- ast að órökstuddar fullyrðingar eiga engan rétt á sér í vísindum. Að senda slíkt í fræðirit er bjamargreiði við íslenska rannsóknastarf- semi og ber að láta ekki óátalið. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt fólk vestan sands blanda saman sandgígjum og gíg né heldur nefna jökulker, jakaker o.s.frv. gígi. Hvemig svo sem gígju-nafnið er til kom- ið, þá eru þessar gömlu jökulöldur þama og óvíst hvort efni standa til að taia um með myndugleik. Þátturinn um Oræfín tekur til sín drjúgan hluta bókarinnar svo sem vera ber og er, að mínu mati, heilsteyptasti hluti hennar og jafn- framt sá skemmtilegasti. I honum fær Skafta- fell með þjóðgarði og umhverfí þá umfjöllun, sem hæfír og vera ber. Það er þessi þáttur, sem ég mun oftast glugga í og ég ætla að flestum muni nýtast. Kort og afburða fallegar myndir af landslagi, gróðri og einnig dýralífí, en liðin mun sú tíð að satt sé það, sem sagt var í mínu ungdæmi, að hvorki væm kettir né mýs í Öræfum. Drög að sögu Öræfa er einkar verðmætt innlegg og verðmætt þeim sem kynnast vilja þessari sérstæðu sveit og, að nokkru, kjörum þess fólks, sem þar hefur alið aldur sinn. Orðlygðir vom bæimir í Öræfum fyrir snyrtilega umgengni utan dyra, en víða í sveitum landsins hefur þar verið misbrestur á. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli fær mikla og ágæta umfjöllun með fróðleik á sviði gróður- fars og jarðfræði sem endast mun gestum og gangandi langt fram á næstu öld. Lýsingar á gönguleiðum eiga, það ég veit, ekki sinn líka, en vel hefði mátt sleppa þessari smá fárán- legu upptuggu „stórleikur landskaparins" þar sem „klæmst“ er á tveim tungumálum til van- virðu við land og tungu. Gönguleiðum á Öræfajökul er prýðilega lýst og frásögn af fyrstu ferð á Öræfatindinn fróðleg og skemmtileg. Ekki er ég með öllu sáttur við að segja að Breiðamerkurjökull hafi grafið sig niður fyrir sjávarmál. Að minni hyggju var þar fljótsdal- ur fyrir, ekki jökulgrafinn, en efsti hluti þess, sem nú nefnist Breiðamerkurdjúp. Þegar líða tók að nýju jökulskeiði, jöklar sestir á fjöll, tóku jökulfljót aðJÁira set í dalinn og ofan á það lagðist svo skriðjökull. Áin undir jöklinum tók að róta fram setlögunum og byggja úr jökulsand og strönd við hækkandi sjávar- stöðu. Minnkandi jökull hefur rænt ána rof- mætti og þar með framburði, sem nú bara er fíngert efni ónýtt til strandbyggingar. Því er nú hér framundan vandamál, sem ekki verður leyst með jarðgöngum. Ekki er bók þessi vísindarit, en vel fræðirit, sem mark verður tekið á og líklega oft vitnað til og því er mér sárt það „missagt er í fræð- um þessum.“ Ég gat þess áður að bókin hafí valdið mér ergelsi, líklega mest vegna þess að ég átti ekki von á bakvindi úr þessari átt. Víst er það og að bókin hefur veitt mér mikla ánægju og þakkir fyrir fallegt verk skulu höfundar frá mér. Það gerist nú tíska að stytta nöfn féiaga og fyrirtækja með því að binda það í upphafs- stöfum. Þetta hef ég leyft mér að gera og fæ þá: H.G.O.S. og þykir allvel fara og vona að engan styggi. Það er furðu mikil vinna við að koma á framfæri rituðu máli og þótt minna sé en svona umfangsmikil bók. Eðlileg hagsýni mun nokkru um það hafa ráðið að koma bókinni út á meðan öll atvik á Jökli og Sandi enn voru í fersku minni. Þykir og líklegt að bókin hafi reynst dágott haustfrálag og skal þeim H.G.O.S. óskað til hamingju með verkið, þakkað og óskað góðra gönguleiða um fram- tíðar fjöll og eyðisanda. Höfundur er jarðfræðingur. MJÓAFJARÐARSKESSAN. Teikning eftir Hauk Halldórsson. LOSTUG TRÖLL Tröli era með sundurleitu móti við menn í íslenskum bók- menntum. í þjóðsögunum er þó nokkuð um að tröll séu mann- skæð, jafnvel mannætur, og það svo heiftarlegar, að þeim nægir ekki minna en presturinn sjálfur, beint úr prédikunarstól, lum (Mjóafjarðarskessan, JÁI, 146). Er þetta hámarkið á andkristni trölla, sem birtist einnig í því að þau þola ekki klukknahljóð. Hér er ekki rúm til að rekja þetta, en lítillega skal hugað að öðru, sem er fullkomin andstæða þessa, þ.e. lostasemi trölla í garð manna. Það minni er í Snorra- Eddu, í sögunni af Skaði Þjassadóttur Tröll eru með sundurleitu móti við menn í íslenskum bókmenntum. I þjóðsögun- um er þó nokkuð um að tröll séu mannskæð. Orn Olafsson hugar m.a. að þessu og líka lostasemi trölla í garð manna. (Skáldskaparmál, 3. k.), að dóttir jötuns sem æsir drápu, krefst þess í föðurbætur að fá eiginmann úr röðum ása, hélt hún hefði valið Baldur af því að sjá fæturna eina, en fékk Njörð. Þetta er einnig í Helga kviðu Hjörvarðssonar, en þar er skessan, Hrím- gerður Hatadóttir hógværari (24. er.) eina nótt kná hún hjájöfri sofa þá hefír hún bölva bætur. En Atli félagi Helga tefur hana með kjafta- gangi og illyrðum, svo þetta nátttröll dagar uppi. I Fomaldarsögum Norðurlanda er mikið um þjóðsagnaminni og ævintýra, eins og alkunna er. Þar má m.a. nefna Þorsteins- 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.