Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 19
„HVORT námið verður skilgreint innan Listaháskóla íslands, Háskóla íslands eða sem sjálfstætt starfandi stofnun gildir einu. Við viljum einfaldlega vera þar sem gæði námsins verða best tryggð," segir Harpa m.a., en ÍSARK hefur átt í viðræðum við Háskóla íslands og óskað eftir fundi við nýkjörna stjórn Listaháskóla íslands. ARKITEKTANAM A ISLANDI , INNAN SEILINGAR? ISLENSKIR arkitektar hafa um árabil rætt nauðsyn þess að komið verði á fót menntastofnun fyrir arkitekta hér á landi. Með tilkomu Listaháskóla íslands þykir arkitektum sem ekki verði lengur hægt að líta framhjá nauðsyn þess að bjóða upp á grunnnám í byggingarlist hér á landi. Nýjustu upplýsingar um inn- göngu íslenskra nema í fagskóla erlendis benda aukinheldur til verulegrar fækkunar í nýliðun stéttarinnar, sem gæti haft slæmar afleiðingai- í för með sér. „Arkitektúr er fag sem er mjög háð menningu hverrar þjóðar, náttúru- og veð- urskilyrðum," segir Harpa Stefánsdóttii’. „Það er því afskaplega bagalegt, svo ekki sé meira sagt, að íslenskir arkitektar skuli ekki eiga sér sameiginlegan faglegan bakhjarl hér á landi.“ Um 290 arkitektar eru starfandi á íslandi og fást þeir flestir við almenna arkitekta- og skipulagsþjónustu. íslenskfr arkitektar hafa sótt menntun sína til alls 17 landa þó svo að um helmingur þeirra hafí numið á Norðurlöndum, þar af 31% í Danmörku. Utan Norðurlandanna hafa flestir stundað nám í Þýskalandi, Bret- landi eða Bandaríkjunum. Haustið 1998 voru 45 íslendingar við nám í arkitektúr en aðeins 5 hófu nám í faginu í haust, samkvæmt tölum frá LÍN, þar af eru 2 nú þegar hættir. Stjórn ISARK metur hins vegai- þörfina fyrir nýja arkitekta um 10-12 á ári og flest bendir því til verulegrar fækkunar faglærðra arkitekta í framtíðinni. Harpa telur að ástæðuna megi að hluta til rekja til þess að mun erfiðara sé en áð- ur fyrir íslendinga að komast í arkitektanám erlendis, ekki síst á Norðurlöndunum. Forn réttindi íslenskra nemenda við hina norrænu arkitektaháskóla hafi fallið úr gildi með til- komu EES-samningsins. Arið 1988 vann nefnd á vegum menntamála- ráðuneytisins skýrslu þar sem þörfin fyrir kennslu í byggingarlist var metin og var meg- inniðurstaða hennar sú að hefja ætti kennslu í faginu hér á landi sem fyrst. íslenski arki- tektaskólinn, ÍSARK, var stofnaður á aðal- fundi Arkitektafélags íslands árið 1994. Skól- inn hefur starfað sjálfstætt að því að móta kennslu í arkitektúr og koma á samböndum við erlendar menntastofnanir. Síðastliðin fjögur sumur hefur ÍSARK staðið fyrir alþjóðlegum námskeiðum í arkitektúr fyrir nemendur á síð- ari stigum fagnáms og hafa 73 arkitektanemar sótt þessi námskeið frá upphafi, þar af tíu ís- lendingar, og sýnir það svo ekki verður um villst hversu mikið aðdráttarafl ísland hefur á þessu sviði. Árið 1995 fékk ÍSARK inngöngu í Nordisk Arkitekturakademi, sem eru samtök norrænna arkitektaskóla, og telst skólinn til ellefta norræna arkitektaskólans. Harpa segir að þetta sé mjög mikil viðurkenning fyrir íslenski arkitektaskólinn, ÍSARK, hefur frá stofnun árið 1994 haft það að mecjinmarkmiði að móta kennslu í arkitektúr á íslandi. HULDA STEFÁNSDÓTTIR ræddi við formann stjórnar ÍSARK, Hörpu Stefánsdóttur arkitekt, sem telur brýnt að h( sfja qrunnkennslu í faqinu hér á landi hið fyrsta en fl est bendi til fækkunar í nýlii 5un stéttarinnar í náinni framtíð. ÍSARK og lykill að frekara samstarfí, sem dæmi nefnfr hún að samtökin hafí falið þeim að standa fyrir samnorrænu nám- skeiði fyrir 50 arki- tektanema þegar Reykjavík verður ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Árangur sumarnám- skeiðanna hefur verið mjög mikilvægur í mótun kennslunnar en nú telur ÍSARK brýnt að stíga skrefíð til fulls og huga að stofnun heilsársfagskóla hið fyrsta. Grunnnám hér á landi - framhaldsnám erlendis Hugmyndir ÍSARK hljóða upp á kennslu í svokölluðu fyrrihluta- námi, þ.e. fyrstu 3 árin af námi, sem yfirleitt tekur 5-6 ár. í greinar- gerð sem unnin hefur verið á vegum skólans er mælst til þess að íslenski arkitektaskólinn gangi til samninga við erlendar menntastofn- anir um síðari hluta námsins, a.m.k. fyrst um sinn. Einnig er áhugi fyrir því að bjóða upp á námskeið og stakar námsannir fyrir nemendur lengra komna, líkt og gert hefur verið á sumar- námskeiðunum. Þróunin víðast hvar erlendis hefur verið sú að streymi nemenda milli skóla á meðan á námi stendur hefur aukist og verður miðað við að laga uppbyggingu námsins að því auk þess sem nútímafjarskipti, upplýsinga- og tölvutækni, hafa opnað nýjar víddfr í námi. Þá er gert ráð fyrir að nemendum sé gefinn kostur á að vinna að lokaverkefni hér á landi og að með tíð og tíma gæti þessi stofnun síðan boðið upp á fullt nám í faginu. Áætlað er að fjöldi nemenda við íslenskan arkitekta- skóla yrði um 40-45 nemendur á ári. „Þar sem geeði námsins verða besf fryggð, þar viljwm við vera" Meginmai'kmiðið er að móta kennslu í arki- tektúr á íslandi sem tekur sérstaklega mið af aðstæðum hér á landi, með ríka áherslu á umhverfi og samfé- lag, faglegan metnað og listræna hugsun. Á komandi vetri hyggj- ast fulltrúar úr fimm manna stjórn ÍSARK fara utan og kynna sér uppbyggingu náms, áherslur og hugmyndafræði við nokkra af bestu arkitektaskólum erlendis og leita sér ráðgjafar um nánari vinnslu hugmynda um námstilhögun hins íslenska arkitektaskóla. ÍSARK hefur látið gera bækling um kennslu í arkitektúr á íslandi sem dreift verður meðal þingmanna pg annarra ráðamanna auk þess sem stjórn ÍSARK er að hefja viðræður við nýskipaða stjórn Listaháskóla íslands ásamt stjórn Ai-kitektafélags Islands. Stjórn ÍSARK hefur á liðnum vetri átt í viðræðum við full- Morgunblaðið/Amaldur Harpa Stefánsdóttir, formaður stjórnar ís- lenska arkitektaskólans, ÍSARK. trúa Háskóla íslands. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort arkitektamenntun m verði undir þaki annarra háskóla eða í sjálf- stæðri menntastofnun. „Við viljum tryggjum okkur áfram tengsl við erlenda fagskóla,“ seg- ir Harpa. „Hvort námið verður skilgreint inn- an Listaháskóla íslands, Háskóla íslands eða sem sjálfstætt starfandi stofnun gildir einu. Við viljum einfaldlega vera þar sem gæði námsins verða best tryggð. Fari hins vegar svo að arkitektanám verði skilgreint innan vé- banda Listaháskólans er mjög mikilvægt að við fáum að taka þátt í stefnumótun þess skóla fr’á byrjun." Faglegri umrseðu verulega ábótavant Arkitektúr er eina fagið innan byggingariðn- aðarinns sem ekki er kennt á íslandi. Harpa segir faglega umræðu meðal arkitekta ekki næga, rannsóknfr fátíðar og endurmenntun „ hafi verið ábótavant auk þess sem hún hafi ein- skorðast við rekstrarlega og tæknilega þætti á meðan aðrfr hlutar fagsins, s.s. íslensk bygg- ingarlistasaga, hafi verið vanræktfr. „Vegna þess hversu víðfeðmt fagið er sjáum við fram að það megi samnýta ýmsar greinar innan há- skóla og listaháskóia við kennsluna; allt frá byggingartækni til byggingalistasögu, frí- hendisteikningai' og fleiri miðla sjónlista. En þó að hliðargreinar fagsins séu margar felst þó a.m.k. helmingur grunnnámsins í hönnun við teikniborð undfr leiðsögn kennara," bendir Harpa á. „Við vonum að fagleg umræða um byggingarlist göfgist við það að akademískri stofnun verði komið á laggirnar. Að rannsóknir aukist og hlúð verði að fleiri hliðum greinarinn- ar en þeim sem snúa beint að hönnun og bygg- ingu mannvirkja." ^ Hætta er á að sú faglega þekking og reynsla sem starfandi arkitektar á íslandi hafa aflað sér skili sér ekki til næstu kynslóðar þegar enginn innlendur aðili ber ábyrgð á menntun þeiira, - að íslenskfr arkitektar standi sífellt á byrjunan-eit þegar kemur að sérhæfðri þekk- ingu á aðstæðum hér á landi. Hai-pa bendir á að með tilkomu íslensks arkitektaskóla gætu íslendingar orðið í fararbroddi í aukinni sam- vinnu norrænna stofnana um rannsóknir og þróun bygginga á norðurslóðum og samspil mannvirkja og náttúru. Hún segir mikla bjartsýni einkenna þá sem starfa að undirbúningi arkitektaskólans og stofnun Listaháskóla Islands hafi gefið arki- tektum aukna von um að senn dragi til tíðinda í * þeirra málum. „Þegar til kastanna kemur er þetta alltaf spurning um hvort ríkið er tilbúið að axla þá ábyrgð sem stofnun arkitektaskóla hefði í fór með sér.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ 1998 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.