Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 9
STYTTAN af Ingólfi Arnarsyni í Hrífudal. SÉÐ yfir þéttbýlisstaðinn Skei, sem áður hét Grannaskeið. Kappakstursvöllur er nálægt miðri mynd. BÁRÐARHAUGUR á Grannaskeiði þar sem Bárður, sá sem Gísli drap, er sagður heygður. KORT af söguslóðum Gísla Súrssonar í Noregi. það sé dregið af hestsnafninu Grani og færi það vel með skeiðvallarheiti. Örnefnið Skei í norsku er komið af Skeið, sem merkti kappreiðavöll. Pess má geta að í kringum hið foma Grannaskeið er mikið slétt- lendi og þar hefur nú verið lögð hlaupabraut til kappaksturs á hestum. Gamla bæjarstæðið á Grannaskeiði er talið þekkt og er þar nú stórt íbúðarhús. Skammt frá gamla bæjarstæðinu á Granna- skeiði er allmikill haugur og heitir hann Bárð- arhaugur. Þar er talið að Bárður á Granna- skeiði sé heygður. Eftir að hafa skoðað hauginn og bæjar- stæðið héldum við áfram ferðinni og komum í Valseyjarfjörð (Valsöyfjord) að bæ sem heitir Otnes. Þar býr bóndi á níræðisaldri, Jóhannes (Johannes) Otnes. Hann og móðir Óttars eru systkinaböm. Jóhannes slóst í för með okkur um Valseyjarfjörð. Jóhannes er mjög vel heima í byggðasögunni á þessum slóðum og vel kunnugur Gísla sögu Súrssonar. í Valseyjarfírði er bærinn Stokkar (Stokke). Fræðimaðurinn Magnus Olsen taldi að Þorbjöm Súr hefði búið á Stokkum í Vals- eyjarfírði, því að á þeim stað hefur bæjar- nafnið Stokkar verið þekkt í margar aldir, en það hefur hvergi þekkst í Súmadal. Það gæti verið gaman að velta því fyrir sér hvort gam- alt nafn á þingstað í Haukadal, Valseyrarþing, kunni að eiga rætur að rekja í Valseyjarfjörð á Norður-Mæri (Aarb. f. nord. Oldkyndighed 1918 bls. 41-60). ÁHi að brenna Þorbjörn súr og Ijölskyldw inni i Valseyjarfirði? Á Stokkum hittum við bóndann, Olaus Stokke. Hann kunni frá því að segja að til væri forn saga af því hvernig reynt var að brenna Þorbjörn súr og fjölskyldu hans inni í Valseyj- arfirði, en þá áttu þau að hafa búið í seli frá Stokkum, nokkurn spöl frá núverandi bæ, þar sem heitir Sopráa. Selið er komið í eyði fyrir alllöngu. Það lá á nesi sem víðsýnt er frá, inn Vinjefjörð til austurs og yfir Valseyjarfjörð og Aravíkurfjörð til vesturs. Leiða heimamenn getum að því að Þorbimi hafi þótt auðveldara að fylgjast með óvinveittum mannaferðum frá selinu en heiman frá Stokkum. Selið brann, en þeir sem inni vom komust undan. Þessi saga Olaus Stokke minnir mikið á söguna um bmnann á Stokkum í Gísla sögu, en þar er sagt á eftirfarandi hátt frá því hvernig Skeggjasynir ætluðu að brenna Þor- bjöm og fólk hans allt inni á Stokkum. „En þau vára öll í svefni í skemmu einni, Þorbjörn ok synir hans ok Þórdís. Þar váru BAUTASTEINNINN í Valseyjarfirði sem reist- ur var 1983 til minja um Gísla Súrsson. Greinarhöfundurinn og tveir Norðmenn standa við bautasteininn. inni sýruker tvau í því húsi. Nú taka þeir Gísli hafrstökkur tvær ok drepa þeim í sýrakerin ok verjast svá eldinum ok slökkva svá þrysvar þar fyrir þeim eldinn ...“ f Gísla sögu er sagt frá hólmgöngu Björns hins blakka og Ara sonar Þorkels Sýrdæls, sem átti að fara fram í Stokkahólmi sem í sög- unni er sagður liggja í Súrnadal. Tilgáta er um það í þýðingu Oystein Frpysadal á Gísla sögu, að Stokkahólmur sé annar hólmanna sem liggur í sundinu milli Stokka og Valseyj- ar. Hafi Stokkar verið í Valseyjarfírði, eins og Norðmenn telja nú, er líklegt að Stokkahólm- ur hafi einnig verið þar. „Gaman var Söxu" Á leiðinni til baka að Þingvelli fórum við með ferju yfir Halsafjörðinn og komum að landi þar sem heitir Kanastraumur. Af firðin- um sáum við yfir á staðinn þar sem Hólm- göngu-Skeggi í Söxu bjó. Þar háði Gísli Súrs- son einvígið við Skeggja. Skeggi hjó til Gísla með sverðinu Gunnloga og gall hátt í sverð- inu. Þá mælti Skeggi: Gall Gunnlogi Gaman vas Söxu Gísli hjó á móti með höggspjóti og tók sporðinn af skildinum og fótinn af Skeggja og mælti: Hrökk hræfrakki Hjók til Skeggja (Gunnlogi gall við hátt. Söxu var skemmt. Höggspjótinu var sveiflað. Éghjó til Skeggja.) Nú heitir fjall á þessum stað nálægt sjónum Saksa, og nes undir fjallsendanum Saksnes, eða Saksinn á máli heimamanna. Hér ber á milli frá því sem segir í Gísla sögu, því að ekki er nú eyja framundan nes- inu. Þó fer tæplega á milli mála að fjallsnafnið og nafnið á nesinu era sömu ættar og Saxa, nafnið á eyjunni þar sem Gísli og Skeggi börðust. Um önnur örnefni á slóðum Gísla i Noregi má nefna að fjörðurinn Fibuli í sögunni er tal- inn tengjast nafni bæjarins Fevelen, sem er innst í Arvogsfírði (Árvágsfjorden). Friðarey heitir nú Frei og Hella í Súrnadal er líklega Hilla (Hylle) í Valseyjarfirði. Örnefnið Æsundir er nú talið vera Asen í Jössund í Þrændalögum syðri, en Flyðranes er ekki þekkt (sjá 0ystein Froysadal, 1962. Soga om Gisle Sursson, tredje utgáva. Det norske samlaget, Oslo). Samræmi milli sögu og staðhátta í Dalsfirði tengir munnmælasaga söguna af þeim fóstbræðrum Irigólfi og Hjörleifi við ákveðna bæi, Hrífudal og Kleppsnes, og gegna bautasteinarnir þar mikilvægu hlut- verki. Tengsl Gísla sögu við norska staðhætti era einnig allgóð, en þó bilbugir á. Grannaskeið og Bárðarhaugur eru hvorttveggja þar sem þau ættu að vera samkvæmt sögunni, þ.e. í Súrnadal. Stokkar eru hins vegar engir í Súrnadal, en aftur á móti hefur bæjarnafnið Stokkar verið þekkt um langan aldur í Valseyjarflrði. í sög- unni segir beinlínis, að Þorbjörn hafi fengið viðurnefnið súr eftir að hann varðist í brunan- um með sýrunni. Sögumanni á Islandi gæti hafa skeikað varðandi dalinn eða fjörðinn sem Stokkar vora í og hann tengt Stokka við Súrnadal vegna viðurnefnis Þorbjarnar. Séu Stokkar færðir til Valseyjarfjarðar fell- m- frásögn sögunnar, að því er Noreg varðar, tiltölulega vel að staðháttum. Sögnin sem Olaus Stokke sagði okkur, um selið í Sopráa í Valseyjarfirði, skammt frá Stokkum, og um brana þar, styður það einnig að þar séu Stokkar Gísla sögu. Sú saga gæti eftir atvik- um verið gömul arfsögn, en um gildi hennar verður þó ekkert fullyrt hér. Minnismerkið á Slokkum um Gisla Súrsson Fyrir neðan íbúðarhúsið á Stokkum er minnisvarði um Gísla Súrsson, eins og áður segir. Þeim Óttari og Jóhannesi sagðist svo frá, að steinn þessi hafi fundist eftir tiltölu- lega stutta leit uppi í fjallshlíð, þegar þeir fóra að leita að bautasteini til minja um Gísla, og verið fluttur þaðan heim að Stokkum. Steinn- inn var svo vel lagaður að ekkert þurfti að höggva hann til. Á steininum er koparskjöldur með eftirfar- andi áletran: Gisle Sursson fra Stokkar Omlag 960 - 1020. Undir áletraninni er eftirfarandi kvæði á nýnorsku um Gísla, einnig greypt í kopar- skjöldinn: Ditt ry har vide svive i glans av heltemod Ditt sogenavn er skrive med sverdet bloytt i blod Om deg vi ritar orda Hans liv var vilt og fritt Og her pá fosterjorda vi heidrar minnet ditt. Undir kvæðinu er áletran þar sem segir að Sögufélag Valseyjarfjarðar hafi reist þennan stein til minningai- um Gísla Súrsson árið 1983. S.A. sneri kvæðinu um Gísla þannig á ís- lensku: Hetjuljómi bar hróður víða. Sverði var rituð saga með blóði. Pín ævi var einstök ólmt líf og frjálst. A móðurmoldu við minnumst þín. Leiðrétting I fýrstu greininni frá slóðum forfeðranna, sem birtist í Lesbók 13. júní, er sú villa í korti af slóðum Hrafna-Flóka, að Rygjavarða er merkt sem eyja, alllangt frá ströndinni. Það rétta er að hún er uppi á ströndinni. Höfundur er búfjórfræðingur LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.