Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 13
Jjggk,, ODLATEETAH Ikaluq er jafnan kallaður Odla. Hann er ríflega þrítugur og einn besti bjarna- veiðimaðurinn í Grise- fjord. í þeirri byggð búa um 200 manns og er hún sú eina á Ellesmere- eyju sem er nærri tvöfalt stærri en ísland. Eyjan verður hluti sjálfstjórnarsvæðis í Kanada 1999. Þá verður landi sem lengst af hét Northwest Territories skipt í tvennt. Austurhlutinn hefur þegar hlotið nafnið Nunavut. Landsvæðið er gífurlega stórt í norðausturhluta Kanada (gamla heitið er mis- vísandi!). Handan Naressunds er annað óskaplega strjálbýlt og stórt land: Grænland. Þar nyrst, í Thule (Qanaaq), er byggðarlag sem líka þrífst á veiðum, m.a. hvítabjama- veiðum. Odla hittir stundum kunningja sína úr hópi grænlenskra inúíta og þá ræða þeir gjarnan um veiðiskapinn, um birnina og vel- ferð stofnsins því að fólk í Nunavut og á Norður-Grænlandi veit að nytjar af stóm veiðidýrunum, allt frá selum til hvala eða hvítabjarna, eru því háðar að stofnarnir séu heilbrigðir og stórir. Vitum við nóg? Odla býr sig á veiðar með hundana sína fyr- ir sleðanum og hverfur út á ísauðnir á hafinu sunnan Ellesmere-eyjar í nokkra daga í senn. Byggðalagið Grisefjord (upp á norsku) eða Ausuittuq á inutituk-málinu fær úthlutað bjarnarkvóta sem telur 13-18 dýr árlega. Ef vel gengur kemur Odla ef til vill með 2-4 birni í búið í ár og telst það mikil búbót. Suma birn- ina selur bæjarstjórnin á fæti handa erlend- um veiðimönnum að fella, fyrir 10.000 dollara hvert dýr. Odla og flestir kanadískir eða grænlenskir veiðimenn ræða aldrei eða a.m.k. afar sjaldan um dekkstu hlið þessara náttúm- nytja: Mengunina sem safnast fyrir í hvíta- björnum á norðurslóðum. Hin stóru rándýr eru efst í fæðupíramídanum og í þau safnast, rétt eins og í mannfólkið, efni sem seint eða ekki brotna niður í spendýrum; efni eins og kvikasilfur og DDT og PCB. Umræðuskorturinn stafar ekki af áhuga- leysi. Almenningur í Nunavut eða á Norður- Grænlandi veit lítið sem ekkert um mengun- ina. Ýmis mengun eykst hægt og bítandi í um- hverfinu á norðurslóðum en minna fer fyrir upplýsingum um hana. Vita íslendingar nóg um mengun í N-Atlantshafinu? Umtalsverðar rannsóknir Því fer fjarri að norðurhjaralöndin hafi ekki lagt mikla vinnu til rannsókna í umhverfis- málum er varða ástand sjávar, lofts, vatns og Ljósmyndin Ragnar Th. Sigurösson. A ARI HAFSINS AÐGAT, MENGUN LEYNUM! EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON jai’ðvegs. Á íslandi hafa þær helst verið á könnu Háskóla íslands, Hollustuverndar ríks- ins, Veðurstofu íslands, Hafrannsóknastofn- unar, Náttúrufræðistofnunar Islands, Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins og Geisla- varna ríkisins. Lítið af framvindu eða niður- stöðum úr þessu starfi kemur þó fyrir al- menningssjónir. Þá hafa Norðurlöndin tekið sig saman frá 1989 að telja og unnið að útgáfu skýrslna um umhverfismál. Þar með er talin skýrslan „Heimskautasvæði Norðurlanda - ósnortið, ofnýtt, mengað?“ sem kom út 1996 í íslenskri þýðingu, 238 bls. Þar er mikill fróðleikur um umhverfi okkar. Samt er lítið unnið við að kynna og aðlaga það efni að öflugri almenn- ingsfræðslu. Frá 1989 að telja hafa fslendingar verið stofnaðilar að Alþjóðlegu nefndmni um heim- skautarannsóknir (IASC) og árið 1991 hófu Bandaríkin, Kanada, Rússland og Norður- löndin samstarf til verndar norðurhjarans. Þar innanborðs eru áætlanir eins og CAFF (verndun plöntu- og dýralífs), PAME (vernd- Efst: LÍFRÆN, þrávirk mengun, þungmálma- mengun og geislamengun getur reynst af- drifarík í sjávarútvegi. Við Reykjanes. í miðju: Odlateetah Iqaluk skimar eftir bráð við Beechy-eyju, Devon Island, Kanada. Til hægri: Mengun á norðurslóðum er oft mikil en staðbundin. Viðskilnaður bandaríska hersins í Ikateq á A-Grænlandi er ekki til fyrir- myndar. Neðst: Kvöldsói yfir Vatnajökli. un sjávar) og AMAP (eftirlit með og mat á mengun). Þetta samstarf allt hefur svo enn verið styrkt með nýlegri stofnun Norður- heimskautsráðsins sem á að efla allt samstarí landanna við heimskautsbaug og norðan hans. Nýjasti viðburðurinn er upphaf starfs Stofn- unar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri en hún á m.a. að samhæfa rannsóknir á Islandi sem lúta að norðurslóðum og efla samstarf við erlenda aðila. íslendingar eru aðilar að merkum og bind- andi alþjóðasamningi um verndun N-Atlants- hafsins (OSPAR) sem á að hamla gegn losun mengandi efna frá landi í hafið. Að honum standa 15 ríki auk Evrópusambandsins. Verði honum framfylgt, er mikið unnið. Hvers konar mengun? Ef frá eru talin nokkur svæði í Rússlandi er lítill málmiðnaður eða skyld stóriðja á öllu norðursvæðinu. Hefðbundinn landbúnaður er líka hlutfallslega lítill. Aðalvirkni manna snýst fyrst og fremst í heild um fiskveiðar eða land- dýraveiðar og námugröft (þ.m.t. olíuvinnsla). En mengun virðir hvorki landamæri né hér- aðsmörk. Mengun á norðurslóðum má flokka sem hér segir: 1. Lofttegundamengun í andrúmslofti og vatni 2. Súrefnisþurrð og næringarefnaauðgun vegna frárennslis og landbúnaðarafurða í sjó, ám og vötnum 3. Þungmálmamengun, einkum í sjó 4. Mengun vegna geislavirkni 5. Lífræn mengun, m.a. þrávirki-a efna 6. Hnattræn mengun sem skaðar ósonlagið og bætir við gróðurhúsagös Miklar rannsóknir í áratugi þarf til þess að draga upp góða mynd af því hvert stefnir með þessa flokka en starfið er löngu hafið. Til hvers benda niðurstöður rannsókna að svo komnu máli? Allhrelnt en ýmis óheillamerki Loftmengun á norðurslóðum er lítil þegar á heildina er litið. Staðbundin mengun getur þar á móti verið yfir viðmiðunarmörkum. Það á t.d. við um ryk- og köfnunarefnismengun í borgum og bæjum og brennisteinsdíoxíð- mengun frá iðnaði á Kólaskaga, Murmansk- svæðinu. Skógarskaðar eni venilegir þar um kring og minni skemmdir er að finna í Norð- ur-Skandinavíu. Einnig þar og á Kólaskaga má viða finna súr stöðuvötn en þau eru nánast óþekkt annars staðar á norðurslóðum. þ- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.