Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 8
-h- SOVEREIGN HILL - GULL( ARABÆRINN í ÁSTRA SÓLVEIGU EINARSDÓTTUR Gullæoi greip um sig á gullleitarsvæoinu Ballarat í Ástralíu 1851. Síoan er bærinn Sovereign Hill einn gf sögustöðum hvíta mannsins í Ástralíu og þar er allt haft meo gamla laginu, verslanir og annao eins og þær voru upp úr miðri síðustu öld. UNGIR sem aldnir standa við skolplitann lækinn með stóra pjáturdiska (botninn er sigti) í höndum. Hrista diskana. St- ara í sandinn. Gull? Já, ef þeir eru heppnir, því stund- um er lækurinn „saltaður" gullkornum. Langar þig til þess að hverfa aftur í tím- ann? Ganga um í litlum áströlskum bæ stað- settum á gullleitarsvæði Ballarat? Bæ sem myndaðist þegar gullæðið greip um sig árið 1851. Fréttin um gullfundinn barst sem eldur í sinu um heiminn og tugþúsundir flykktust hvaðanæva að til Astralíu í leit að auði. Áður en gullleitarmaður gat byrjað að grafa þurfti hann að kaupa leyfi frá gullum- sjónarmanni yfirvalda. Innheimta gull- leyfagjalda var ströng. Eftirlit yfirvalda með því hvort menn hefðu leyfi varð afar óvinsæl og leiddi til hinnar frægu Eureka-uppreisnar og sagnarinnar um að lýðræði í Astralíu hafi orðið til á gullökrunum. Þrjátíu guilgrafarar slcelnir Rétt fyrir dögun sunnudaginn 3. desember árið 1854 lágu um það bil 150 menn sofandi með vopn sér við hlið innan skíðgarðs gull- grafaranna við Eureka á gullsvæði Ballarat. Flestir þeirra voru í fasta svefni í tjöldum og á hótel Eureka þegar tvöfalt fleiri vopnaðir hermenn og lögreglumenn stormuðu inn á svæðið. Blóðugur bardaginn stóð aðeins stutta stund. Þetta var í fyrsta sinn á ástral- skri grund sem hvítir menn höfðu barist og fallið undir eigin fána, bláum fána skreyttum hvítum stjörnum Suðurkrossins (Suðurkross- inn er stjörnumerki á suðurhveli himins með fjórum björtum stjörnum sem mynda kross, ein minni stjarna er líka með). Áður höfðu um 500 gullgrafarar svarið fánanum hollustu sína. Ósigurinn breyttist síðar í glæsilegan stjórnmálalegan sigur gullgrafaranna og markaði mikilvægan áfanga að áströlsku lýð- ræði þrátt fyrir hörmulegt fall þrjátíu manna. Fjöldi gullgrafara var handtekinn en kvið- dómar neituðu að dæma fangana sem ákærðir voru af yfirvöldum fyrir drottinssvik. Eureka-atburðurinn reyndist hápunktur stéttabaráttunnar sem háð var á gullsvæðum Astralíu áratuginn 1850-1860 þegar íbúatala Ástralíu þrefaldaðist. Gullgrafararnir sem eftir lifðu gleymdu aldrei Eureka-bardagan- um. Þegar þeir ferðuðust til nýrra námu- svæða í öðrum ríkjum Ástralíu og til Nýja Sjálands þá greiptu þeir stoltir söguna um Eureka-bardagann inn í hjarta verkalýðs- stéttarinnar. I harðri verkfallsbaráttu í lok aldarinnar í Queenslandi blakti lýðveldisfáni Eureka yfir búðum rúningsverkamanna sem voru um- kringdar lögregluliði. Upp úr þeim átökum myndaðist Verkamannasamband Ástrala sem síðan fagnaði 50 ára afmæli sínu í Ballarat til heiðurs frumherjunum frá Eureka. Uppruna- legan fána Eureka má sjá í Listasafninu í Ballarat sem hefur varðveitt hann síðan í nóv- ember 1895. I bókmenntum og list áströlsku þjóðarinnar hefur Eureka hlotið verðugan sess. Vínflöskur fra 1850 Ekki er um marga sögulega staði hvíta mannsins í Astralíu að ræða en Sovereign Hill er þess virði að þar sé staldrað við daglangt. Hér má fá innsýn inn í lifnaðarhætti fólks fyrsta áratuginn eftir að gullið fannst 1851. Þetta er 25 ha útivistarsvæði. Reglulegar rútuferðir eru frá Melbourne en þaðan er u.þ.b. eins og hálfs tíma akstur. Safnið var opnað 1970 og hingað koma um hálf milljón manna árlega. I Sovereign Hill virðist sagan lifandi og lit- rík. Yfir 250 sjálfboðaliðar klæðast búningum frá þessum tíma og setja afar skemmtilegan svip á bæinn - því þetta er ekki gróðafyrir- tæki heldur rekið af Sögufélagi Ballarat („Ballarat Historical Park Association") og fyrir utan alla sjálfboðaliðana þá er um 190 fullar stöður að ræða. Við aðalgötuna standa vinsælar byggingar, fjöldi hótela og leikhús. Húsin eru endurreist samkvæmt bestu heimildum frá þessum tíma. Á kvöldin leituðu gullleitarmenn þangað til þess að eta, drekka og vera glaðir. Iðaði þá strætið af lífi - þrír fjórðu af íbúunum 1854 voru karlmenn. Þrír Bandaríkjamenn byggðu hótel sem þeir nefndu The United State Hotel. Það brann 1855 en hefur verið endurreist sem og aðrar byggingar. Það er nú frábær veitinga- staður. Flestar flöskurnar á hillum barsins eru frá 1850-1860. Þjónustustúlkur eru klæddar samkvæmt tískunni 1850. Verslanir eru opnar. Allt er með gamla lag- inu, ekki bara byggingarnar heldur líka inn- réttingar og vörur eru í fullu samræmi við tímabilið 1851-1861. Hér fást fataefni og blúndur, silki, baðmull, ull. Hattar og skyrtur eins og gullleitarmenn notuðu eru saumuð á saumaverkstæði bak við búðina þar sem líka er hægt að láta sauma sér búninga. í verslun Clarke-bræðra má kaupa sérstaklega inn- pakkað kaffi, te og lakkrís. Síðan má undrast yfir innihaldi fornlegra flaskna og krúsa. Bréf voru þrjá mánuði á leiðinni Pósthúsið afgreiðir póst, selur frímerki og hefur eigin póststimpil; Sovereign Hill. í dag gengur afgreiðslan heldur fljótar fyrir sig en áður. Árið 1854 var póstferð tvisvar í viku til Geelong og Melbourne. Póstur kom frá Englandi á þriggja mánaða fresti. Mörg húsanna bara nöfn eins og t.d. New York-bakaríið þar sem bakað er í múr- steinsofni við viðareld og gömlum uppskrift- um fylgt eins og auðið er. Fereyki ekur um göturnar - jafnvel vagn með fimm hestum fyrir - og hægt er að fá far gegn vægu gjaldi. Sérstök myndasmiðja starfar þar sem hægt er að velja úr fjölda búninga og láta mynda sig með myndavél sem virðist heldur fornfá- leg en býr samt yfir allri nútímatækni. Handiðnaðarmenn eru að starfi, leirkera- og húsgagnasmiðir. Arið 1855 notuðu meira en 30.000 manns sér þjónustu hinna litlu verslana og þjónustu- stofnana við aðalgötuna. Viðskiptin námu þús- undum punda á viku. Þar sem áður var fjár- ræktarsvæði bænda og ull aðaltekjulindin, blómstraði nú borgin Ballarat sem aldrei fyrr. í söguborginni Ballarat eru margar fagrar viktóríanskar byggingar og skrúðgarðar sem er vel við haldið. Þær eiga uppruna sinn að rekja til gullæðisins 1851 Tveir skólar starfa á svæðinu eftir sérstakri námsáætlun í samvinnu milli Menntamála: ráðuneytisins í Viktoríu og Sovereign Hill. f tvo daga í senn á ári sækja þá hópar barna- skólanemenda úr nágrenninu. Nema þeir námsefnið frá 1850 og klæðast fötum þess tíma og komast að raun um hvernig var að al- ast lipp sem barn á gullleitarsvæðinu. Timburherbraggar yfirvalda hafa verið Aðalgatan í Sovereign Hill. Allt í gömlum stíl nema gestirni 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JÚLÍ1998 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.