Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 6
NÝTÍZKU blokkaríbúð um 1960. Húsgögnin eru öll ný og samkvæmt boðorði dagsins um stíl og léttleika. Stóllinn með fótaskemlinum er bezta hægindið, en sóffinn til hægri er dæmigerð- ur fyrir þennan stíl og bauð ekki uppá mikil þægindi. Hér býr fólk með listrænan metnað og nýjar abstraktmyndir á veggjunum bera einnig vott um það. STOFA í nýbyggðu húsi í Laugarásnum fyrir 1960. Hér telst óvenjulegt „djúpur" stóll og sam- svarandi sóffi, enda bjuggu þarna ráðsettir og virðulegir borgarar. Þarna má sjá þá nýjung, að loftið er að hluta klætt með plötum og dæmigert er það fyrir þetta tímaskeið, að bak- veggurinn og hurðin á honum er allt úr tekki. HUSBUNAÐUR FYRIR 30-40 ÁRUM EFTIR GISLA SIGURÐSON ÞEGAR blaðað er í gömlum myndum af mannlífinu almennt og ýmsum hliðum á því, er ljóst að margt hefur breytzt á þrem til fjórum áratugum. Það á að sjálfsögðu við allt það sem beint snertir tízku og flest er háð áhrifavaldi hennar, þar á meðal útlitið á þessu blaði sem hefur gengið gegnum mörg breytileg stig. Þetta á við um fatatízku og mataræði, bíla, veitingahús og ótal margt annað. Þegar skoðuð eru nokkurra áratuga gömul blöð og gamlar myndir virðist flest gamaldags og einstakir staðir óþekkjanlegir. Það á bæði við um höfuðborgina og bæi vítt og breitt um landið. Fyrir 30-40 árum, þegar myndirnar sem hér fylgja af húsbúnaði voru teknar, voru til dæmis einungis kartöflugarðar í Kriglu- mýrinni, þar sem Kringlan, Morgunblaðshús- ið og Borgarleikhúsið standa nú ásamt fjölda annarra húsa. Líklega er þó engin breyting jafn gagnger og á vegakerfinu. Misvonda mal- arvegi varð að aka, hvert sem farið var. En heimilin í landinu; eru þau einnig óþekkjanleg? Ekki í sama mæli. Þegar litið er á þessar myndir sem ég tók á árabilinu 1958- 65 sést að vísu hvergi sjónvarpstæki sem ekki er von, því sjónvarpið var þá ekki komið til sögunnar. Sjónvarpið hafði ekki aðeins gífur- leg áhrif á heimilislíf, heldur einnig á húsbún- aðinn. Langar slímusetur eða legur yfir sjón- varpi gerðu kröfur um meiri þægindi en voru í fyrirrúmi á þessu tímabili. Hér eru myndir af því sem var nýtt og þótti frásagnarvert í húsbúnaði um 1960 og næstu árum á eftir. Þá var nýlega afstaðið mikið breytingaskeið í húsbúnaði; ný tízka hafði rutt sér til rúms. Hún var bein afleiðing af þeirri formdýrkun sem franski skólinn leiddi yfir myndlistina. Menn urðu alveg ölvaðir af þessari tízku hér og annarstaðar og hún end- urspegiaðist í arkitektúr, húsgagnagerð og hverskyns listiðnaði. Hvergi hafði þessi formbylting verið yfir- færð á húsbúnað í sama mæli og á Norður- löndum. Danir eignuðust nokkra heimskunna hönnuði og urðu stórveldi á þessu sviði; dönsk húsgögn voru seld um víða veröld. Danir voru fyrirmyndin og það lá beint við að fara í smiðju til þeirra, en þá var þetta allt framleitt hér; innflutningur á húsgögnum var þá ekki hafinn. Borð- og stólfætur urðu grannir pinnar, sóffaborðin stundum óregluleg i laginu og eig- HRAUNHELLUR settar á heilan vegg í kringum arin og þiljað með furu í kring. Það var einkum Sveinn Kjarval húsgagnaarkitekt sem notaði þennan stíl fyrr á árum, en hvort hann var feng- inn til að hanna innréttingar í þessa stofu er ekki vitað. Það er eitt af táknum tímans, að í stað sófa hefur verið smíðaður fastur bekkur, einnig úr furu, og á honum eru þunnar svampsessur. Bæði ruggustóllinn og borðstofustóllinn eru dæmigerðir fyrir stílinn á sjöunda áratugnum. ÞESSI íbúð hefur verið talin í hæsta máta nútímaleg á sínum tíma, um 1965. Stólarnir eru í skandinavíska stílnum (fengust í Skeifunni í kjallaranum undir Kjörgarði við Laugaveginn). Þeir eru enn í góðu gildi. Sófinn er hinsvegar harður bekkur og lítt til hæginda fallinn. Glugga- tjöldin voru gjarnan með abstrakt mynstri sem rímaði við innanstokksmunina. STOLAR eins og þessi komu í stað djúpu, efnismiklu hægindastólanna, sem verið höfðu lengi við lýði og komu raunar aftur. Hönnunin er frjálsleg, leikið á ýmsa strengi með áklæðum og yfir gripnum er sá léttleiki sem sótzt var eftir. inlega eins og skúlptúrar sem ætlaðir voru til sérstakra nota. Djúpu stólarnir, sem verið höfðu aðalsmerki allra sæmilega vel búinna heimila, hurfu gersamlega í bili, en unga fólk- ið keypti þeirra í stað fislétta stóla með tré- grind og svampsessum. í stað þunglamalegra sófa voru smíðaðir bekkir úr furu og ofan á þeim þunnar svampsessur. Stundum voru þetta hálfgerðir pínubekkir, enda gerðir fyrir augað fremur en þægindin. Áherzlan var umfram allt á listrænt útlit, mun meira en nú þekkist, enda er það athygl- isvert við þessar gömlu myndir, að heimilin eru „flott" eins og nú tíðkast aftur að segja uppá danskan máta. Þau eru síður en svo gamaldags og ekki ver búin en gengur og ger- ist núna, nema hvað hljómflutningstækin eru orðin betri og svo höfum við fengið sjónvarps- tæki, myndbandstæki og tölvur, sem ekki voru til þá. Aftur á móti eru þessi gömlu heimili að einu leyti fremri fjölda mörgum nútíma heimilum: Þau hafa stíl. Það var meiri listrænn metnað- ur í þá daga og hann birtist til dæmis í því að ungt fólk lagði áherzlu á að eignast málverk eftir innlenda málara og keypti þau gjarnan með afborgunum á sýningum. Við sjáum á þessum myndum að undan- tekningalaust eru gólfteppi út í hvert horn á þessum heimilum. Það var hin sjálfsagða lausn á þessum árum og þótti þá mun hlý- legra en linoleoum-gólfdúkurinn hafði áður verið. Teppagerðin var þá blómlegur, íslenzk- ur iðnaður. Tízka sem fremur var bundin við einbýlishús, fólst í því að sækja sér vörubíls- farm af brúnleitum hellum í Drápuhlíðarfjall á Snæfellsnesi. Ekki var það til klæðningar utanhúss, þótt vel hefði getað farið á því, heldur tíðkaðist að klæða einn vegg í stofunni með Drápuhlíðargrjóti, ekki sízt í kringum ar- in. Pottablómin, sem verið höfðu í gluggakist- unum hjá pabba og mömmu, viku nú fyrir pálmum, neríum og öðrum stórvaxnari teg- undum. Enda þótt það sjáist ekki á þessum mynd- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 25.JÚLÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.