Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 13
hægri hönd. Þetta er vegna þess að vinstri hönd fiðluleikarans framkvæmir afar sér- hæfðar og nákvæmar fingrahreyfingar ítrek- að yfir langt tímabil. Þessar niðurstöður renna enn frekari stoðum undir kenningar tónlistar- og fræðifólks eins og franska 17. aldar tónskáldsins Frangois Couperin, sem mælti með að börn hæfu tónlistarnám um sex ára aldur. Örvun heilasvæöa Það er líka margt sem bendir til að tónlist- arnám hafi hvetjandi áhrif á árangur í öðrum námsgreinum eins og t.d. stærðfræði. Dæmi um slíkar rannsóknir er einmitt að finna í einni deild Kaliforníuháskóla í bænum Irvine. Eðlisfræðiprófessorinn Dr. Gordon Shaw hef- ur stundað rannsóknir á börnum og ungling- um frá 1990 þar sem börnin læra á píanó, hlusta á tónlist Mozarts og fara síðan í greindarmælingu. Shaw heldur því fram að tónlistarnámið örvi og styrki þau svæði í heil- anum sem sjá um ákvarðanir sem lúta að rúmi og tíma (spatial-temporal). Styrking þeirra heilasvæða nýtist börnunum t.d. við lausnir á flóknum stærðfræðidæmum. Notk- un heilarita hafi nú þegar sýnt fram á aukna virkni þessara svæða, bæði við lausnir tíma- rúms vandamála og við hljóðfæraleik og hlustun á tónlist Mozarts. Greind og tilfinningar Samræmi og skipulag er eitt af því sem heilinn sæMst eftir. Það virðist vera mikil- vægur hluti af mannlegri greindarvirkni að sameina og skipuleggja mynstur í heildir. Dr. Anthony Storr, prófessor í geðlækningum við Oxford-háskóla og höfundur bókarinnar Tón- list og hugurinn, nefnir tónlist og stærðfræði sem dæmi um vitsmunakerfi sem byggjast á að skipuleggja heildir úr hugmyndum óháðum orðum. Þannig fullnægi þessi annars ólíku fög ákveðinni greindarþörf. Hins vegar sé sá munurinn á að stærðfræðijöfnur er hægt að sanna á lógískan hátt á meðan tónverk geti einungis uppfyllt listrænan sannleika. TónMst hefur það fram yfir stærðfræði að hún nær til tilfinninga okkar og er á sama tíma vitsmuna- lega fullnægjandi. Áhrif á sjúkdóma Læknisfræðilegar rannsóknir með tónlist hafa gefið skýrt til kynna að tónlist sé afar öflugur miðill til hjálpar við meðferð hinna ýmsu sjúkdóma, t.d. Parkinsonsveiki og Alzheimers. Joseph Arezzo, sem er yfirmaður taugadeildar Albert Einstein-sjúkrahússins í New York, segir að þótt læknar hafi yfirleitt verið tregir til þess að viðurkenna tónlistar- þerapíu sem valmöguleika fyrir hina ýmsu sjúkdóma, sé margt sem bendi til að tónlist hjálpi til við að endurskipuleggja heilann. Þannig bendir hann á niðurstöður rannsókna í sambandi við meðferð Parkinsonssjúklinga sem sýna að stöðugur taktur tónlistar hjálpi þeim að samhæfa hreyfingar sínar. Norðmað- urinn Olav SkiUe hóf tónlistarþerapíu fyrir börn með margskonar fötlun 1980 og náði góðum árangri með að örva slökun vöðva og hugar hjá þeim. Tónlist virðist einnig geta náð til Alzheimers-sjúklinga á þann hátt að hún kalli fram minningar og viðbrögð. Það telst stórmerkilegt þegar haft er í huga að þetta fólk er sambandslaust við umheiminn að öðru leyti. Máttur tónlistar til að jafna heila- bylgjur, stjórna öndun og hjartslætti er margsannaður. Næsta skref er að nýta þessa vitneskju í víðari skilningi til hjálpar sjúkum. Eins og hér hefur komið fram eru áhrif tón- listar á greind og tilfinningar afar víðtæk. Grikkir til forna þurftu ekki vísindalegar sannanir um mannbætandi áhrif tónlistar til þess að gera tónlist hátt undir höfði í mennta- kerfi sínu. Framtíðarrannsóknir munu halda áfram að sanna mikilvægi tónlistar fyrir sam- félög jarðarinnar. Á meðan mun tónlist halda áfram að fegra og bæta líf fólks sem þarf ekki slíkra sannana við. Heimildin Gray Matters: Music and the Brain, 1998, Public Radio International, Bandaríkjunum. Music, the Brain and Ecstasy, 1997. Höf. Robert Jour- dain The Mozart Effect, 1997. Höf. Don Campbell. ' Your Child | s Brain, 1996. Höf. Sharon Begley. Emotional Intelligence, 1995. Höf. Daniel Goleman. Music and the Mind, 1992. Höf. Anthony Storr. Nína Margrét Grímsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólann í Reykjavík 1985 og meistaraprófi frá City University í London 1989. Hún vinnur nú að dokt- orsprófi frá New York-háskóla. Sem einleikari hefur Nína Margrét komið fram á tónleikum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, hún hefur leikið einleik með Sinfóníu- hljómsveit fslands og Kammersveit Reykjavíkur og í fyrra kom út diskur með leik Nínu Margrétar sem hlotið hefur mikið lof gagnrýnenda í Bandaríkjunum. Nýlega var Nínu Margréti veittur styrkur úr Tónskáldasjóði til að hljóðrita einleiksverk dr. Páls ísólfssonar. Höfundur er píanóleikari. • • UNDRABORN OG ADRIR SNILUNGAR TO]\ÍLIST Sígildir diskar BARTÓK, KODÁLY OG WEINER Béla Bartdk: Cantata profana. Leó Weiner: Serenade fyrir litla liljomsveit. Zoltán Kodá- ly: Psalmus hungaricus. Einsöngvarar: Tamás Dardczy (tendr) og Alexandru Agache (baryton). Kórar: Ungverski útvarpskdrinn, Barnakór ungverska útvarpsins og Schola Cantorum Budapestensis. Hljómsveit: Hátíð- arhljdmsveitin í Budapest. 111 jdmsveilurst j<ii-i: Sir Georg Solti. Útgáfa: DECCA 458 929-2 (útg. 1998). Lengd: 59:11. Verð: kr. 2.099 (Skífan). HLJÓMSVEITAESTJORINN Sir Ge- org Solti lést í september í fyrra, aðeins 85 ára að aldri (manni finnst einhvern veginn þessir gömlu hljómsveitarstjórar vera sí- ungir). Solti var af gyðingaættum og flutt- ist frá Ungverjalandi árið 1939 og bjó er- lendis eftir það - var ekki „æskilegur" í föðurlandi sínu. Það var ekki fyrr en árið 1978 að Solti stóð á stjórnandapalli í Ung- verjalandi á ný en eftir það og til dauða- dags kom hann örsjaldan fram þar í landi. Arið 1972 varð hann breskur ríkisborgari. Solti var geysilega iðinn tónlistarmaður og fékkst bæði við hljómsveitar-, óperu- og kammertónlist. I upptökusal var Solti einnig stórtækur, eftir hann hggja upptök- ur sem fylla mörg hundruð geisladiska. Hans verður líkast til sérstaklega minnst á þeim vettvangi fyrir heildarútgáfuna á Niflungahring Wagners, sinfóníum Ma- hlers og ekki kæmi mér á óvart að diskur- inn sem ég hef verið að hlusta á að undan7 förnu með verkum eftir Bartók, Weiner og Kodály verði ofarlega á lista yfir eftir- minnilegt framlag Soltis á sviði hljóðrit- ana. í júní mánuði í fyrra gerði Solti Wjóðrit- un sem markaði tímamót á ferli hans. Þetta var í fyrsta sinn sem hann hljóðrit- aði með ungverskri hljómsveit í Ungverja- landi, landinu sem hafði hafnað honum svo afdráttarlaust. Þetta átti því miður eftir að vera síðasta hljóðritun Soltis því þremur mánuðum síðar var hann allur. VaÖn voru ungversk tónverk og vildi hljómsveitar- stjórinn með því votta þremur af kennur- um sínum frá námsárunum við Franz Liszt akademíuna í Budapest virðingu sína. Þarna hljóðritaði Solti Cantata profana Bartóks í fyrsta sinn. Efni kantötunnar, sem sótt er í rúmenskar þjóðsagnir, hafði sérstaka skírskotun til Soltis því þar sá hann sitt eigið lífshlaup endurspeglast. Textinn segir frá níu sonum sem aldir hafa verið upp til að verða veiðimenn en kunna ekki að yrkja jörðina og annast búfé. Þeir flytjast að heiman en breytast í bráð sína við að fara yfir brú sem hefur töframátt. Paðir drengjanna leitar sonanna og finnur þá úti í skógi í líki hjartardýra. Hann grát- biður þá um að snúa heim því þeirra sé svo sárt saknað. En sá elsti þeirra svarar og segir að það geti aldrei orðið því að dyra- gáttin að heimili þeirra sé of þröng fyrir hornin. Þetta er kraftmikið tónverk sem snertir hlustandann djúpt. Yfirbragðið er mjög ungverskt (eða „bartókskt"), hrynjandin grípandi og textinn magnaður. Serenaða Leos Weiners kemur verulega á óvart. Hér er á ferðinni sérlega áferðar- falleg tónlist, hefðbundin, rómantísk og með grípandi laglínum. Hljómsveitin spil- ar ákaflega fallega undir stjórn Soltis og augljóst er að gælt hefur verið við hvert smáatriði. Psalmus hungaricusvar saminn í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá samruna borg- anna Buda og Pest. Eins og í verki Bartóks er tónhstarflutningurinn fyrsta flokks, kórsöngurinn hreint alveg frábær og hljómsveitin óaðfinnanleg. Það sama má segja um barítonsöngvarann Alexand- er Agache, en tenórinn Tamás Daróczy er heldur groddalegur fyrir minn smekk. Það á sérstaklega við um fyrsta sólóatriði hans Georg Solti. í Cantata profana (nr. 2, 2:40 - 3:14) En þetta er smáatriði sem maður ætti kannski ekkert að vera að nefna, þegar diskurinn í heild er svo sérstaklega velheppnaður. Upptökuhljómurinn er silkimjúkur og skýr og blessunarlega laus við þann harða „ofurbrilljans" sem tíðkast nú á dögum og þeir hjá DECCA hafa stundum freistast til að búa til. Þessi diskur er eftirminnilegur minnis- varði um Sir Georg Solti, einn af mestu hljómsveitarstjórum aldarinnar. KORNGOLD Erich Wolfgang Korngold: Schauspiel Ou- vertlire, op. 4. Marchenbilder, op.3. Ðer Schneemann: 2 atriði. Violanta, op. 8:2 atriði. Einleikari: Peter Manning (fíðla). HHdmsveit: BBC PhUharmonic. Hljdinsveitarstjdri: Matthias Bramert. Utgáfa: Chandos CHAN 9631 (1998). Lengd: 65:41. Verð: kr. 1.799 (Skífan). ÞAÐ skal viðurkennt strax að ég hef alltaf verið svolítið „svag" fyrir tónlist Korngolds, eða allt frá því að ég eignaðist fiðlukonsert hans með Itzak Perlman (EMI CZS4 83177-2) og óperuna Die Tote Stadt undir stjórn Erichs Leinsdorfs (RCA GD87767). Fiðlukonsertinn er verk hins þroskaða tónskálds, saminn fyrir Jascha Heifetz árið 1945. Operan er æsku- verk sem samið var þegar Korngold var um tvítugt og er ómögulegt að greina að svo ungt tónskáld sé þar á ferð. Það sama á við um tónlistina á þessum Chandos- diski, en flest verkin sem þar eru leikin samdi Korngold á árunum 1908 -1911. Það er vægast sagt erfitt að ímynda sér 11 til 14 ára barn sitja við og semja tónlist af þessu tagi. Drengurinn notast við mjög stóra hljómsveit, „eina með öllu", tónvefur- inn er oft talsvert flókinn og hin síðróman- tíska hljómsetning ákaflega glæsUeg. Lag- línurnar eru ekki heldur neitt slor (t.d. nr.7 og nr.8) og maður freistast til að bera þessa tónlist saman við sambærileg verk miklu þroskaðri og almennt viðurkenndari tónskálda. Af einhverjum ástæðum detta mér fyrst og fremst í hug hljómsveitarsvít- ur og ballettar eftir Shostakovich, þar sem það merka tónskáld lét eftir sér að tjá sig á léttu nótunum. Ég er hræddur um að sá síðarnefndi komi heldur illa út í saman- burði við þetta austurríska undrabarn. Hugurinn leitar einnig til annarrra undra- barna tónlistarsögunnar, t.d. þeirra Moz- arts og Mendelssohns. Hvernig skyldu þeir hafa ráðið við að semja fyrir þetta stóra hljómsveit á svo ungum aldri? Ekki er hér verið að leggja það mat á Korngold að hann hafi almennt séð verið merkara tónskáld en þeir hinir sem hér er getið um heldur aðeins að hann hafi átt hreint makalausan feril mjög snemma á ævinni. T.d. var óperan Der Schneemann frumsýnd í Vínaróperunni í árið 1910!! að viðstöddum Franz Jozef keisara. Hljómsveitarútsetningin fyrir frumsýninguna var gerð af Alexander von Zemlinsky en Korngold var ekki fyllilega ánægður með hana svo að hann útsetti óp- eruna á ný tveimur árum seinna. Óperan gerði strax mikla lukku og var á næstu ár- um sett upp í 40 óperuhúsum víða um heim. Marchenbilder op. 3, marka fyrstu spor hins unga tónskálds í hljómsveitarútsetn- ingu og er hér um fyrstu hljóðritun verks- ins að ræða. Það þarf ekki að orðlengja að það öryggi í meðferð hljómsveitar sem hér er augljóst gerir mann gersamlega orð- lausan. Upptakan er björt og tónsviðið mikið og flutningur BBC-fflharmóníunnar í Manchester líflegur og sannfærandi. Þetta er mjög áhugaverður diskur fullur af skemmtilegri tónlist sem mæla má heils hugar með. Valdemar Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JÚLÍ1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.