Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 10
Á ÁRI HAFSINS HVITASIÐA LANDIÐ FYRIR HANDAN EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON HRIFAMIKIL sjávarsýn er frá suðurströnd Is- lands. Þar finna menn glöggt fyrir víðáttu hafs- ins sem stundum sýnist jafh endalaus og sjálfur L himingeimurinn. Ef farið er rakleitt í suður frá ströndinni, eina 15.000 kílómetra, er komið að minnst þekkta meginlandi heims: Ant- arktíku eða Suðurskautslandinu eins og við kjósum að nefna það. Þessa heimsálfu hefur rekið með plötuskriðinu (sem klýfur ísland) til suðurs þannig að nú liggur snúningsás jarðar nærri því um miðju heimsálfunnar. Þar er suðurskautið; inni á tæplega 3.000 metra háum jökli, ólfkt að vísu oftast þakið hafís. íslendingar hafa séð töluvert af fréttum og fróðleik frá Suðurskautslandinu að und- anförnu vegna ferða landsmanna þangað suður: fyrst af fréttum af þeim þremur sem gengu 1.100 km leið á suðurskautið og svo af tvímenningunum er styrktu leiðangur sænsku pólstofhunarinnar með tveimur tröllajeppum og sérþekkingu á akstri og jöklaferðum. Hver sá sem kemur til Suður- skautslandsins undrast hvíta endaleysuna sem slær jafnvel hafinu við suðurströnd ís- lands við. Þar er sú Hvítasíða sem öllu öðru tekur fram að mikilleik. 66 metrar valns Suðurskautslandið er tæplega 14 milljónir ferkflómetra að flatarmáli eða nærri 140-falt flatarmál íslands. Landið er nærri hring- laga, um 4.500 km í þvermál. Allt að 98% þess eru jöklar. I raun er mestallt landið þakið einum risastórum hveljökli en ísaskil eru mörg og fjölmargir hlutar frerans skríða fram sem sjálfstæðir ísstraumar eða skrið- jöklar. Þykktin er víðast hvar 2000-3000 m. Heildarrúmmál íssins er 30 milljónir rúm- kflómetra. Hver rúmkílómetri inniheldur einn milljarð rúmmetra sem vega 900 millj- ónir tonna. Til samanburðar skal nefnt að rúmmál Vatnajökuls er áætlað tæplega 5.000 rúmkflómetrar. Þarna er saman kominn mestallur ferskvatnsforði jarðar á yfirborði hennar og er elsti ísinn, næst botni meginjökulsins sem nær víða 1-2 km niður fyrir sjávarmál, 300.000-500.000 ára gamall. Ef allur ísinn skilaði sér í hafið hækkaði yfirborð þess um 66 metra. Fyrir framan öflugustu skriðjökla Suður- skautslandsins eru fjótandi jökulísbreiður á sjónum; eins konar íshellur. Stærstar eru Ross-íshellan og Ronne-Filehner-íshellan en hvor um sig er nærri fjórfalt stærri en f s- land. Fjölbreyrt undirlag Mikill hluti Austur-Antarktíku er gömul meginlandsskorpa 3.000-3.800 milljóna ára gömul. í vesturhlutanum hafa skriðið saman nokkrir misgamlir meginlands- eða skorpu- bútar, 150-200 milljóna ára. Á milli þessara tveggja hluta eru fellingafjöll, svipuð að aldri og yngstu hlutar Alpanna eða 20-30 milljóna ára. Á ströndinni við Ross-hafið, meðfram umræddum fjallgarði, eru virkar eldstöðvar. Þekktast er Erebus-eldfjallið en þar hefur hrauntjörn kraumað í toppgígnum í allmörg ár. Við vestanvert Weddell-hafið er langt og mjótt nes (Palmer Land) og margar eyjar. Þar mætast stutt rekbelti og áreksturssvæði platna. Ýmis merki eld- virkni eru þar augljós. En hvernig er vitað um berggrunn heimsálfunnar? Unnt er að komast að sumum staðreyndum með því að skoða þau 2% flatarmálsins sem eru íslaus. Eitt af forvitnilegustu opnu svæðunum eru Þurrudalir, um 3.000 ferkflómetra svæði. Það hefur verið íslaust í 2-3 milljónir ára og úrkomuleysi mestallan þann tíma. Aðrar upplýsingar má lesa úr grjótinu sem berst með ísnum til strandar og bráðnar neðan úr borgarísnum. Um það bil 500 milljónir tonna af bergmylsnu koma þannig fram og örlítið brot berst í hendur jarðfræðinga. Kaldasta og þurrasta meginland jarðar Án efa er hvergi kaldara á jörðinni en á Suðurskautslandinu. Gildir einu hvort menn rýna í hámarksfrost eða lægsta meðalhita. Mun kaldara er þar en á Norðurheimskauts- svæðinu vegna þess að norðurskautið er á hafi úti og ísinn þar er hafís sem nær bara fáeina metra yfir sjávarmál, ekki 3.000 metra. Mest hefur mælst 89,6 stiga frost inni á hájökli Antarktfku. Meðalhiti sumars þar (í janúar) nær hvergi yfir frostmark og á meginhluta landsins er hann á bilinu -20 til - 35 stig. Vetararmeðaltöl (í júlí) ná frá -35 stiga frosti til -70 stiga. Yfirborðssjórinn umhverfis Suðurskautslandið er 0 til -4 stig á sumrin en -10 til -20 stig næst landi á vet- urna. Mikið af lægðum myndast umhverfis meginlandið við átök heitra og kaldra loftmassa en hvassir aflandsvindar eru lfka algengir þegar kalt og þungt loft leitar út af hvelfdum meginjöklinum og svo í austur til hlýrri slóða yfir hafinu. í raun er úrkoma á Suðurskautslandinu ekki eins mikil og við mætti búast; faar lægðir ná inn á það. Á miðhlutanum er ár- súrkoma í nánd við 50 mm (rúml. 900 mm í Reykjavík) og hún eykst er nær dregur ströndinni en er þar óvíða nema 300-400 mm eða svipuð og á þurrustu veðurstöðvum á Islandi, norðan Vatnajökuls. Snjórinn í þessari mestu eyðimörk veraldar breytist með tímanum í jökulís. Hafís og bergaris Við ríkjandi veðurfar Suðurskautslands- ins er eðlilegt að miklar hafísbreiður nái að myndast. Hafís verður til þegar sjórinn kólnar nokkur stig niður fyrir núll. Ný- myndunin byrjar síðla á haustin (í mars/apr- íl) og getur þá ísbrúnin færst utar sem nem- ur 4 km á dag. Hafísinn nær hámarksút- breiðslu á vorin (í september) og þekur þá allan sjóinn, allt upp í rúma 1.000 km frá ströndinni sums staðar. Hvergi vantar þá hafískragann allt kringum meginlandið. Flatarmálið er um 20 milljónir ferkílómetra. Allt að 20% þess eru vakir (polynya) og vatnsrákir milli jaka. Þykkt íssins er víða 2-4 metrar en hann skrúfast upp í hærri hryggi á jakamótum. ísbreiðan hreyfist fyr- ir hafstraumum og vindum. I febrúar (snemma hausts) er ísbreiðan mjóst eða allt niður í nokkra tugi kílómetra út frá landi og flatarmálið komið niður í 4 milljónir ferkfló- Ljósm: Ragnar Th.Sigurðsson GÍFURLEGA stór hafísþök og borgarísjakar umkringja Suðurskautslandið. ísinn á þátt f að stýra veðurfari og hafstraumum á suðurhveli jarðar. SKRIÐJOKLAR Suðurskautslandsins eru líkastir straumálum i risastórri á; víða mjög sprungnir. SUÐURLJÓS eru til, rétt eins og norðurljós. Ljósfyrirbærið má rekja til rafeinda sem koma á miklum hraða inn í jarðsegulsviðið. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 25. JÚLÍ1998 "

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.