Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 16
Leitar vatnslitamynda eftir Johannes Larsen Dönsk kona, Vibekke Nielsen, hefur um nokkurra ára skeið leitað vatnslitamynda eftir danska málarann Johannes Lar- sen sem hann málaði í Islands- ferðum sínum 1927 og 1930. Vi- bekke segir að af dagbókum hans megi lesa að hann hafi mál- að talsvert af vatnslitamyndum meðan á dvöl hans stóð en flest- ar eru þær týndar og ekki er vit- að hvort þær hafi eyðilagst eða séu til hér á landi án vitundar eigendanna um upprunann. Jo- hannes Larsen (1867-1961) er einn af þekktustu málurum Dan- merkur á þessari öld, hann til- heyrði þeim hópi danskra mál- ara á fyrsta fjórðungi aldarinnar sem kenndir eru við Fjón og sóttu fyrirmynd- ir sinar í hversdagslífið og náttúruna. Um tilgang ferðalaga Johannesar Larsen á Islandi segir Vibekke að rithöfundarnir Gunnar Gunnarsson og Johannes V. Jensen hafi fengið Larsen til að myndskreyta við- hafnarutgáfu á Islendingasögum í nýrri þýð- ingu J.V. Jensens sem kom út í tilefni Alþing- ishátfðarársins 1930. Larsen var harðfullorð- inn, rétt að verða sextugur, í fyrra skiptið sem hann kom, en hann ferðaðist víða um landið á hestbaki, dvaldi lengi í Múlakoti í Fljótshlíð og naut leiðsagnar Ólafs Túbals sem var leiðsögumaður á ferðum hans. Skráðar teikningar Larsens fyrir Islendinga- sagnaútgáfuna eru 188 talsins þótt ekki hafi þær birst allar í bókinni. „Á Landsbókasafni ís- lands er til skemmtilegt eintak af útgáfunni með sérstökum við- auka af teikningum Larsens sem fylgdu annars ekki útgáfunni að öllum jafnaði,“ segir Vibekke. Johannes Larsen bjó alla sfna löngu ævi í fæðingarbæ sínum, Kerteminde á Fjóni, og málaði margar af sínum þekktustu myndum þar. Hús hans hefur um langt skeið verið safn þar sem líta má myndir hans og heimili óbreytt frá því hann bjó þar með fjölskyldu sinni. I undirbúningi er útgáfa bókar um ferðalög listamannsins á norðlægar slóðir, til Islands og Grænlands, og hefur Vibekke Larsen tekið að sér að skrifa þann hluta bók- arinnar sem lýtur að ferðum Larsens á Is- landi. „Larsen hélt mjög nákvæmar dagbækur á ferðum sínum og í þeim koma fyrir lýsingar hans á fyrirmyndum sem hann segist hafa málað með vatnslitum. Mér hefur ekki tekist að hafa uppi á neinni þessara mynda, en þrjár þeirra birtust í aukablaði með Berlingske Tidende sem Gunnar Gunnarsson stóð að vegna Alþingishátíðarinnar 1930. Þar á for- síðu er litmynd af vatnslitamynd eftir Larsen sem Gunnar hefur fengið til birtingar í blað- inu. Hvar frummyndin er niðurkomin veit ég hins vegar ekki,“ segir Vibekke Nielsen. Vibekke Nielsen „Johannes Larsen málaði talsvert af vatnslitamyndum á ferðalögum sínum um ísland 1927 og 1930,“ segir Vi- bekke Nielsen. Forsíða aukablaðs Berlingske Tidende í tilefni 1000 ára afmaelis Alþingis 1930. Öxarárfoss. Vatns- litamynd eftir Jo- hannes V. Jensen 1927. Birtist í Al- þingishátíðarblaði Berlingske Tidende 1930. AUÐUR EINLEIKSVERKANNA Morgunblaðið/Ásdís MARGRÉT Bóasdóttir sópran syngur sex stólvers með þeim Jörg Sondermann orgelleikara og Noru Kornblueh sellóleikara og þar að auki syngur Margrét m.a. verk eftir abbadísina Hildegaard frá Bingen í Þýskalandi. Þriðja tónleikahelgi sum- arsins í Skálholti hefst á morgun, laugardag • Flytjendur eru fj jórir að þessu sinni með óvenju- mörg einleiksverk á efn- isskrám sínum. SUMARTÓNLEIKAR í Skálholti hefjast á morgun, laugardag, kl. 14 með erindi Áma Heimis Ingólfssonar, doktorsnema í tónvísindum, um tvísöng í íslenskum söng- handritum eftir siðaskipti. Að því loknu kl. 15 leikur enski fiðluleikarinn Andrew Manze einleiksverk fyrir barokkfiðlu. A efnis- skránni er Svíta í A-dúr eftir Westhoff, Passacaglia úr Rózenkranz-sónötunum eftir Biber, Svíta nr. II eftir Westhoff og Partíta nr. II í d-moll, BWV 1004, eftir Bach. Kl. 17 flytja þau Margrét Bóasdóttir sópransöng- kona, Nora Kornblueh sellóleikari og Jörg Sondermann orgelleikari trúarleg einsöng- og orgelverk eftir Hildegaard von Bingen, Jónas Tómasson, Jón Hlöðver Askelsson, Snorra Sigfús Birgisson, Samuel Scheidt og Johannes Koch. A sunnudag endurtekur Andrew efnisskrá sína á tónleikum kl. 15 og kl. 16.40 verður aftur flutt dagskrá með trú- arlegum einsöngs- og orgelverkum. Þessari þriðju tónleikahelgi Sumartónleika lýkur síð- an á messu með þáttum úr tónverkum helg- arinnar. Flutt verður stólvers úr fornu ís- lensku sönghandriti í nýrri útsetningu Snorra Sigfúsar Birgissonar tónskálds. Meðal verka sem Margrét Bóasdóttir flytur án undirleiks eru verk eftir Jón Hlöðver Askelsson og Jónas Tómasson og verða þau jafnframt frumflutt á morgun. Jón Hlöðver hefur útsett og samið verk út frá Magnificat- stefi úr Þorlákstíðum, en bæði á nýliðinni Listahátíð og á Skálholtshátíð hefur þess verið minnst með ílutningi Þorlákstíða að 800 ár eru liðin frá fæðingu Þorláks helga. Jónas Tómas- son fékk einn af eftirlætistextum Margrétar, sem er „Eins og hindin sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð“ úr Davíðssálmum, og samdi verk til ílutnings nú. Morgunblaðið/Kristinn „MÉR fannst barokktónlistin vera frumstæð, en við nánari skoðun sá ég að í raun var hún mjög nútímaleg," segir fiðluleikarinn Andrew Manze um fyrstu kynni sín af barokkinu. Leikur á Gagliano-fiðlu frá 1782 Andrew Manze er einn fremsti barokk- fiðluleikari heims og hefur verið einleikari og gestaleiðari margra þekktra hljómsveita. Hann leikur í eigin tríói, sem nefnist Trio Romanesca, sem hlotið hefur verðlaun fyrir upptökur á barokkverkum. í hittifyrra tók hann við stöðu konsertmeistara barokk- hljómsveitarinnar Academy of Ancient Music og kennir að auki barokkfiðluleik við Konunglega tónlistarháskólann í London. Þá eru ónefndar tónleikaferðir hans og nám- skeiðahald víða um heim. Fiðluna sína skilur hann aldrei við sig á ferðalögum, enda er hér um að ræða ómet- anlegan dýrgrip sem smíðaður var í Napólí árið 1782. „Eg hugsa að það skipti áheyrend- ur minna máli hvort fiðlan er svona gömui eða ekki, en fyrir hljóðfæraleikarann eru ýmis smáatriði í gerð barokkfiðlu sem gera honum betur kleift að túlka barokktónlist,“ segir Andrew. „I barokkfiðlu er notaður létt- ari bogi en í venjulegum fiðlum og strengirn- ir eru úr kindagöm en ekki stáli, sem þýðir að þeir era mun viðkvæmari og slitna mjög ört. Stálstrengirnir urðu mjög vinsælir eftir seinna stríð og leystu nánast af hólmi kindagamarstrengina, sem höfðu verið not- aðir fram eftir öldum.“ Andrew segist hafa ánetjast barokktón- listinni fyrir tilviljun og til langs tíma hafi hann einkum leikið samtímatónlist og ekki kært sig um barokktónlist. „Mér fannst hún vera frumstæð, en við nánari skoðun sá ég að í raun er barokktónlistin mjög nútímaleg. Barokktónskáldin unna nefnilega hljóðfæra- leikurum mikils frelsis við túlkun tónlistar- innar, andstætt síðari tíma tónskáldum,“ segir Andrew. „Það era ekki skrifaðar marg- ar skipanir í barokkverk og því er þessi stíll afar gjöfull fyrir þann sem vill leggja eitt- hvað í hann.“ Austurríska tónskáldið Hein- rich Ignaz Franz von Biber segir Andrew ákjósanlegt dæmi um þetta því hann beinlín- is hafi gert ráð fyrir því að túlkandinn tæki ýmsar ákvarðanir sjálfur um t.d. áferð og styrk. „Biber var frábær fiðluleikarí sjálfur og ágætt tónskáld, en hann skrifaði fátt ann- að en nóturnar sem á að spila. Annað leyfir hann manni sjálfum að ákveða og þar reynir á innsæi hljóðfæraleikarans. Stundum er barokkið borið saman við djass því sameigin- legt einkenni beggja stíla er frelsið, sem menn hafa í spilamennskunni. Passacaglían sem ég leik eftir Biber um helgina er til að mynda að grunni til fjórar nótur sem síðan er spunnið út frá. Þegar Biber lék verkið fyrst var hann í rauninni ekki búinn að semja það heldur spann á staðnum út frá þessum fjóram nótum og skrifaði verkið síðan eftir á. Þegar ég leik verkið ætti það ekki að hljóma ólíkt því sem verið væri að spinna á staðnum og í því liggur hið rétta eðli barokktónlistar- innar; að verið sé að skapa eitthvað þá stund- ina. Veralegur hluti undirbúnings míns fer þess vegna í að opna mismunandi leiðir að tónlistinni og æfa spunann," segir Andrew. Öll stólversin í einu Á Sumartónleikum hefur jafnan verið flutt eitt stólvers úr fornu sönghandríti í lok hverr- ar tónleikahelgar, sem Snorri Sigfús Birgis- son tónskáld hefur útsett að beiðni Sumartón- leika, en um helgina verða þau öll leikin í röð. Tvö stólversanna eru útsett fyrir söngrödd og orgel og hin fjögur íyrir söngrödd og selló. Margrét Bóasdóttir syngur versin með þeim Noru Kornblueh og Jörg Sondermann, en þar að auki syngur Margrét verk eftir m.a. abbadísina Hildegaard frá Bingen í Þýska- landi. „Hún var afar merkileg kona á sinni tíð, en í ár eru liðin 900 ár frá fæðingu hennar," segir Margrét. „Það liggur ótrúlega mikið rit- að mál eftir hana á sviði heimspeki, guðfræði og tónlistar og segja má að hún sé í tísku um þessar mundir því nú hefur verið gefinn út fjöldi geisladiska með verkum hennar og heildarútgáfa á nótum er væntanleg. Tónlist hennar er afskaplega falleg og það er athygl- isvert að skoða hennar starf með tilliti til þeirrar staðreyndar að konum á miðöldum var ekki unnt mikillar kunnáttu og enduðu oftar en ekki á bálinu vegna þess,“ segir Mar- grét. Aðgangur er ókeypis á alla tónleika í Skál- holti og boðið er upp á barnagæslu meðan á tónleikunum stendur. 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JÚLÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.