Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 2
Rísandi • • song- stjarna GAGNRÝNENDUR Finaneial Times og Wall Street Journal varpa einróma lofi á unga sópransöngkonu, sem slegið hefur í gegn með túlkun sinni á Guinu í óperunni Lucio Silla eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Uppfærslan var meðal viðburða á nýafstað- inni tónlistarhátíð sem haldin hefur verið undir merkjum Garsington-óperunnar undir berum himni síðastliðin tíu sumur í litlu þorpi í nágrenni Oxford. Sópransöngkonan unga heitir Eva Oltiványi og var fengið hlut- verkið á elleftu stundu í forfóllum annarrar söngkonu. Andrew Clark hjá Financial Times segir í dómi sínum að Eva hafi borið höfuð og herðar yfir aðra söngvara í óper- unni og segir hana hafa risið stórkostlega undir kröfum þessa „...djöfullega erfiða hlut- verks." Sýningin í heild sinni var ekki hnökralaus að mati Clarks en reynsluleysi söngvaranna var bætt upp með miklum sannfæringarkrafti og hugrekki í nálgun við verkið. „Það var ekki eingöngu hæð hennar og líkamsburður eða leiftur augna hennar og tignarlegur leikur, sem fangaði athygl- ina, heldur umfram allt gáfuleg raddbeiting og sá tónskilningur sem hún lagði í raddflúr- ið." Paul Levy hjá Wall Street Journal minn- ist einnig á hæð og líkamsburð söngkonunn- ar og tiltekur sérstaklega að hún sé yfir 190 cm á hæð. „En afburða söngur hennar end- urspeglast í tækni hennar og litbrigðum raddarinnar," segir gagnrýnandinn og lætur einnig uppi þá skoðun að vert sé að fylgjast náið með Evu í framtíðinni. Gagnrýnandinn er á léttu nótunum í rýni sinni og segir í stuttu máli frá óvæntum uppákomum á sýn- ingum Garsington óperunnar á liðnum árum þegar hávaði frá sláttuvélum, keðjusögum og öðrum vélknúnum garðverkfærum reiðra þorpsbúa vegna óperuflutningsins, truflaði söngvarana og eitt sinn var lítilli flugvél flogið yfír sviðið á miðri sýningu í mótmæla- skyni. í ár ríkti samt góðu heilli friður milli Ingrams-hjónanna, sem halda hátíðina, og þorpsbúa. Mozart var sautján ára gamall er hann EVA Oltiványi í hlutverki Giuinu i óperunni Lucio Silla eftir Mozart. samdi óperuna Lucio Silla við texta Giovanni de Camerra fyrir óperuna í Mílanó. Þótt frumsýningin, sem fram fór 26. desember 1772, hefði gengið nokkuð stirð- lega var óperan sýnd 26 sinnum fram eftir vetri. Mozart hafði það vinnulag við ópérusmíðina að hlusta fyrst á hvem söngvara fyrir sig og laga síðan hlutverkin að röddum þeirra, en þrátt fyrir það var þeim kennt um brokk- genga frumsýninguna, sem tók alls níu klukkustundir með töfum. Óperan markar lok ítalíuheimsókna Mozarts sem urðu þrjár talsins á tveim árum. EINAR JOHANNESSON A TÓNLISTARHÁTÍÐ í SVÍÞJÓÐ EINAR Jóhannesson klar- ínettuleíkari verður meðal flytjenda á kammerniúsíkhá- tíðinni í Borlange í Svíþjóð dagana 31. júlí til 2. ágiíst. Alls koma fjórir hljóðfæra- leikarar fram á þrennum tdn- leikum og leika allt frá ein- leik til kvartetta. Hátíð þessi er nú haldin í fyrsta sinn og á vefsíðu hennar á Netinu kem- ur fram að markmiðið sé að leiða saman nokkra af fremstu tónlistarmönnum á Norðurlöndum. Hátíðin teng- ist samnorrænu málþingi um listir sem fram fer í Borlange á sama tíma. Tónleikarnir leggjast vel í Einar sem segir alltaf spennandi að vinna með nýju fólki. Hann veit lítil deili á meðleikurum sínum sem eru norski fiðluleikarínn Dag Eriksen, sellóleikarinn Therese Ástrand frá Danmörku og finnski píanóleikarinn Folke Grasbeck, sem jafnframt er list- rænn stjórnandi hátíðarinnar. Einar verður kominn til Borlánge á inánudag og kveðst því hafa „góðan tíma" til að kynnast meðleikurunum og búa sig undir tónleikana - raunar „heila eilífð" samanborið við tónleikana á Listahátíð í Reykjavfk í vor, þar sem Einar Jóhannesson hann kom einnig fram með tónlistarmönnum sem hann hafði ekki unnið með áður, Chilingirian-kvartettinum. „Þá höfðum við ekki nema hálfan dag til að æfa sam- an." En gerir Einar ráð fyrir að þessir tónleikar geti orðið upphaf að frekara samstarfi? „Það er einmitt svo skemmti- legt við tónleika af þessu tagi að maður veit aldrei hvað gerist í kjölfarið. Fyrir fimm árum kom ég til að mynda fram á tónleikum í Seoul í Suður-Kóreu ásamt norska violuJeikaranuni Lars Anders Tomter. Hann hafði síðan samband við mig um daginn og bauð mér að leika ásamt sér og Leif Ove Andsnes á tönlist- arhátíð í Noregi í júní á næsta ári og síð- ar í Wigmore Hall. Svona lagað getur því undið upp á sig." Á efnisskrá fyrstu tónleikanna í Bor- lange verða verk eftir Edvard Grieg, Lars-Erik Larsson og Dmitrij Sjosta- kovitsj. Á öðrum tónleikunum verða flutt verk eftir Béla Bartók, Olivier Messiaen og Sjostakovitsj og á lokatón- leikunum verk eftir Francis Poulenc, John Vainö Forsman, Sjostako Japanir sei|a hstaverk í stórum stí Tókýó. The Daily Telegraph. KREPPAN í Asíu hefur víðtæk áhrif og er þeirra nú þegar farið að gæta á listaverka- markaðnum. Eru japanskir listaverkasafnar- ar farnir að selja verk, sem þeir keyptu á uppsprengdu verði á níunda áratugnum, nú þegar skórinn kreppir. Mörgum þykir þetta mikil niðurlæging og til marks um það hvernig gæfan hafi snúið við þeim bakinu. Er það mikil breyting frá síðasta áratug er ekkert lát virtist á upp- ganginum og verð á listaverkum rauk upp úr öllu valdi. Er skemmst að minnast „Sól- blóma" eftir Vincent Van Gogh, sem jap- anskt fyrirtæki keypti fyrir hæsta verð er greitt hefur verið fyrir listaverk. Breska uppboðsfyrirtækið Sotheby's gisk- ar á að um 40% af þeim verkum sem það hef- ur tekið í umboðssölu á síðustu mánuðum sé eða hafi verið í eigu Japana. Sömu sögu er að segja hjá Christie's. I Kawamura-listasafninu í Tókýó stendur nú yfir sýning á ellefu verkum eftir Anselm Kiefer, en þetta er síðasta tækifærið til að berja þau augum, áður en þau verða seld úr landi. Verkin reyndust ekki góð fjárfesting, því breskur listaverkasali hefur keypt þau fyrir helming verðsins sem Takahashi greiddi fyrir þau. Yasuda-tryggingafélagið, eigandi „Sólblóma" hefur hins vegar ekki í hyggju að selja verkið og er það til sýnis í að- albyggingu fyrirtækisins. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Hornið, Hafnarstræti Manuel Moreno sýnir til 30. júlí. Gallerí Stöðlakot Sonja Elídóttir sýnir til 9. ágúst. Ingólfsstræti 8, Ingólfsstræti 8 Sigurður Guðmundsson sýnir til 26. júli. Kjarvalsstaðir Stiklað í straumnum. Urval verka úr eigu Lista- safns Reykjavíkur. Til 30. ágúst. Landsbókasafn islands, Háskólabókasafn Trú og tónlist í íslenskum handritum fyrri aida. Til 31. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið alla daga nema mánud. kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alia daga. Gallerikeðjan Sýnirými Sýningar í júlí: Hildur Bjarnadóttir sýnir í Sýni- boxi, Vatnsstíg 3. Erna G. Sigurðardóttir sýnir í Gallerí Barmi, berendur sýningarinnar eru; Ari Gísli Bragason og Sigríður Hjaltested. Sím- svaragalleríið Hlust: RelaxFax, sími 5514348 og í sýningarrýminu 20fm er söngskemmtun á mið., fim., fös., laug. og sun. kl. 15-18, að henni standa Vasaleikhúsið og Þorvaldur Þorsteinsson. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Kaffistofa: Grafíkmyndir Jóns Engilberts. Út júlí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Höggmyndir eftír Sigurjón Ólafsson í neðri sal, málverk eftir Nínu Tryggvadóttur í efri sal. Gallerí Fold, Kringlunni Hadda Fjóla Reykdal og Helga Fanney Jóhannes- dóttir sýna til 12. ágúst. Listhús Ófeigs, Skólavbrðustíg Ragna Sigrúnardóttir sýnir til 31. júlí. Nýlistasafnið, Vatnsstfg 3b Roman Signer sýnir í Bjarta og Svarta sal. Einnig sýna Ásmundur Ásmundsson, Erlingur Þ.V. Klin- genberg, Magnús Sigurðsson og Bruce Conkle. Perlan Vefmyndasýning Mariu Uhlig til 2. ágúst. Listasafn Reykjavfkur, Hafnarhúsinu Konur, úrval úr Errósafni Reykjavíkurborgar. Ti! 23. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Sýningin Fiinmt til 2: ágúst. Listasafn ASÍ Nanna Bisp Biichert sýnir í Ásmundarsal og Arin- stofu. Guðný Halldórsdóttir sýnir í Gryfjunni til 2. ágúst. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Jón Gunnar Árnason. Sumarsýning. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 Auður Jónsdóttir sýnir til 26. júlí. Hafnarborg, Hafnarfirði Sýn. „Hafnarfjarðar-mótíf' tíl 3. ágúst. Safn Ásgríms Jdnss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjóminjasafn fslands, Hafnarfirði Sumarsýning á Ijósmyndum Helga Arasonar. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suður- götu Handritasýningin Þorlákstíðir og önnur Skálholts- handrit. Til 31. ágúst. SPRON Mjddd Harpa Björnsdóttir sýnir tíl 24. okt. Hótel Edda, Laugarvatni Elín Rebekka Tryggvadóttir sýnir til 20. ágúst. Listasafn Arnesinga, Selfossi Yfirlitssýning á verkum Magnúsar Tómassonar. Laugardagur Hádegistóntónleikar í Hallgríms- kirkju kl. 12-12.30. Sumartónleikar á Norðuriandi: Reykjahlíðarkirkja, Cantica-stúlknakórinn frá Danmörku kl. 21. Reykholtshátíð: Hádegistónleik- ar kl. 13.30, Nina Pavloski. Kvöldtónleikar kl. 20.30. Verk eftir Debussy, Franck og Piazzolla. Fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson og gítarleikar- inn Havar Öieroset með tónleika í Kaffileikhúsinu kl. 21. Sumartónleikar í Skálholti: Enski fiðluleik- arinn Andrew Manze leikur einleiksverk fyrir barokkfiðlu kl. 15. Kl. 17: Margrét Bóasdóttir sópran, Jörg Sondermann orgeileikari og Nora Kornblueh sellóleikari. Sunnudagur Sumartónleikar á Norðurlandi: Cant- ica-stúlknakórinn frá Danmörku í Akureyrar- kirkju kl. 17. Sumarkvöld við orgelið í Hallgríms- kirkju: Orgeldúó, trompet og orgel, kl. 20.30. Lokatónleikar Reykholtshátíðar kl. 17: Verk eftír Grieg, Schumann o.fl. Tríó Sigurðar Flosasonar á Jómfrúnni kl. 16.18. Sænsk og eistnesk þjóðlög frá tímum miðalda í Sölvasal Sólons Islandusar kl. 21.30. Sumartónleikar í Skálholti: Andrew Manze fiðluleikari endurtekur efnisskrá sína frá laugar- degi kl. 15. og kl. 16.40 hefst tónlistarflutningur í kirkjunni. Mosaic, spænskur gítarkvartett, í Fá- skrúðsfjarðarkirkju kl. 16. „4 klassfskar" í Iðnó kl. 15. Mánudagur Cantica-stúlknakórinn frá Danmðrku í kirkjunni á Blönduósi kl. 20. Þriðjudagur Tónleikaröð í Iðnó: Nornaseiður: Hilmar Jensson og félagar leika tónlist Miles Dav- is. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Mosaic, spænskur gítarkvartett, kl. 20.30. Sumarkvöld við orgelið í ísafjarðarkirkju kl. 20.30: Þýski organist- inn Jörg Sondermann. LEIKLIST Borgarleikhúsið Grease, lau. 25. júli, sun., fim., fös., lau. íslenska óperan Carmen negra. Rokk-, salza-, poppsöngleikur, fös. 7. ágúst, lau. Hnd Þjónn í súpunni lau. 25. júlí, sun., fim., fös. íslenska dperan Hellisbúinn íau. 25. júií, fim. Tjarnarbíd, leikhúsið Light Nights, leiknir þættir úr íslendinga- og þjóðsögum á ensku, laug. 25. júlí, fim,. fös., lau. Leikfélagið Regína, Miiguleikhúsið „Northern Lights" lau. 25. júlí, sun. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Hrói höttur, lau. 25. júlí, sun. Kaffileikhúsið Sumartónleikaröð Kaffileikhússins: „Fluga" kl. 21. a.^LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/Li^l(?.v2^^LÍi??ft

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.