Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 5
„MEÐ sýningunni á IVesf Side Story í Þjóðleikhúsinu 1995 urðu ákveðin tímamót.' MY FAIR Lady í Þjóðleikhúsinu 1993. Kenn Oldfield samdi dansa og stjórnaði hópatriðum. fellt í 12 mánuði sem leikari eða dansari til að fá skírteinið og án skírteinis fékk maður hvergi vinnu í leikhúsunum. Nú er þetta breytt og allir geta sótt um vinnu og fengið hana án tillits til menntunar eða félagsskír- teinis. Fljótlega eftir að ég kom aftur til London fékk ég danshlutverk í Chorus Line, vinsælum söngleik sem sýndur var í Drury Lane leikhúsinu í West End. Ég dansaði í þeirri sýningu átta sinnum í viku í tvö og hálft ár. Danshöfundur fyrir tilviljun Kenn segir að hann hafi ekki haft það að markmiði að verða dansahöfundur og leik- stjóri. „Á þessum árum var ég fullkomlega sáttur við að dansa og gera ekkert annað. En núna er ég afskaplega feginn að ferill minn tók þessa stefnu. Það þarf ungan líkama og mikið úthald til að dansa 8 sýningar í viku ár- ið um kring eins og gert er í West End. Ef ég reyndi þetta núna, 47 ára gamall, myndi ég enda kvöldið í gervilunga. Eg fór í dansprufu fyrir Sing Happy, sýningu sem sett var sam- an úr atriðum úr söngleikjum eftir Kander og Ebb, höfunda Kabaretts, Chicago og fleiri söngleikja. Ég fékk ekki hlutverkið en í pruf- unni var ég spurður hvort ég semdi dansa. Ég sagði bara já og í stað þess að fá danshlutverk í sýningunni var ég ráðinn sem danshöfundur. Þetta var 1978. Næstu árin á eftir vann ég ýmist sem dansari eða danshöfundur. Ég hætti að dansa fyrir nokkrum árum, maður verður að vita hvenær komið er nóg." Tímamót með Wesl Side Story Það væri of langt mál að telja upp öll þau verkefni sem Kenn Oldfield hefur unnið við. Hann hefur stjórnað fjölda sýninga, samið dansa fyrir enn fleiri og reynsla hans skilar sér í því að hann segist hafa eins og gríðar- stórt safn af sporum og hreyfingum í höfðinu. „Eg treysti talsvert á reynsluna og spinn út frá henni á æfingum. Það kemur samt fyrir að ég veit ekki hvað ég á gera næst og þá er besta ráðið að gefa öllum fimm mínútna hlé og hugsa málið. Oftast nægir það." Hann hef- ur farið víða um lönd og dansað, samið dansa og nú seinustu árin hefur hann einnig leik- stýrt söngleikjum. „Mér finnst betra að gera hvorttveggja sjálfur. Samstarf milli danshöf- undar og leikstjóra í söngleikjum er mjög við- kvæmt og getur auðveldlega endað í árekstr- um. Það er t.d. ekki tilviljun að breskir karl- leikstjórar vilja yfirleitt ekM hafa karlmann með sér sem danshöfund. En ég hef líka átt mjög gott samstarf við marga leikstjóra." Kenn ber þeim íslensku leikstjórum sem hann hefur unnið með yfirleitt góða söguna. Hann segir að þegar hann tók við leikstjórn- inni á West Side Story hafi ekki verið um ágreining milli hans og leikstjórans að ræða. „Þarna var um ágreining milli leikenda og leikstjóra að ræða sem ég vildi ekki blanda mér í. Þegar niðurstaða lá fyrir í því máli var ég beðinn af stjórn leikhússins að taka við leikstjórninni. Annars fannst mér að sýningin á West Side Story markaði ákveðin tímamót. Með þeirri sýningu var allt í einu komin fram ný kynslóð af ungu fólld sem gat allt í senn, leikið, sungið og dansað. Það er mjög auðvelt að gera sér grein fyrir þessu því nokkrum ár- um fyrr hafði uppsetning á West Side Story verið orðuð við mig af þáverandi stjórn Þjóð- leikhússins, en niðurstaðan varð sú að mann- skapurinn væri ekki fyrir hendi." Leika, syngja eg dansa Kenn segir að þessi orð sín megi þó ekki skilja þannig að hæfileikafólk hafi ekki verið til staðar áður. „Alls ekki. West Side Story er „GREASE er söngleikur sem þjónar tilgangi sinum mjög vel. Að skemmta fólki eina kvöldstund." GALDRAKARLINN í Oz í Borgarleikhúsinu 1997 var fyrsta stóra leikstjómarverkefni Oldfields á íslandi. hins vegar mjög erfitt verkefni og krefst mjög mikillar kunnáttu á öllum sviðum af flytjend- um. Það segir eiginlega meira en margt annað að það skuli hafa verið hægt að setja þetta verk upp með svo góðum árangri. Ég varð mjög hrifinn af íslenskum leikurum þegar ég kom hingað vegna Gæja og pía 1984. Eg var svo óheppinn að í blaðaviðtali voru orð mín um íslenska leikara rangtúlkuð. Blaðamaður- inn spurði hvort íslenskir leikarar væru verri dansarar en breskir. Ég svaraði því til að þeir væru hvorki betri né verri en skorti nokkuð á reynsluna. Það fannst mér sjálfum mjög eðli- legt þar sem íslenskir leikarar á þeim tíma virtust ekki hafa haft ýkja mörg tækifæri til að syngja, dansa og leika í söngleikjum. I London er stór hópur fólks sem gerir ekkert annað. En þetta hefur breyst hér á íslandi og nú er ný kynslóð vaxin upp og á þeim fjórtán árum sem ég hef fylgst hér með hafa gæðin aukist mjög mikið. Framboðið á hæfu fólki er einnig meira en áður. Það var ekkert vanda- mál að finna fólkið í Grease, þetta eru geysi- lega hæfileikamiklir krakkar, svo ég leyfi mér að nota það orð. Eldri leikararnir hafa á sama tíma bætt gífurlega mikið við sig í reynslu og kunnáttu svo hér er enginn hörgull á fólki sem getur allt í senn, leikdð, sungið og dansað. Og það er meira en að segja það að hafa slíkt á valdi sínu." Söngleikur i West End íslenskt leikhús hefur verið gjöfult við Kenn Oldfield og hér hefur hann fengið sín fyrstu og stærstu tækifæri sem leikstjóri. „Ég er mjög þakklátur fyrir það. En þetta hefur samt þróast eins og af sjálfu sér og eitt hefur leitt af öðru. Ég hef aldrei leikstýrt öðru en söngleikjum og er ekki viss um að mig langi til að leikstýra dramatísku leikriti. Mér þætti gaman að fást við gamanleikrit og óperu lang- ar mig að setja upp." Hann hefur nýlokið við stóra skrautsýningu fyrir Volvoverksmiðjurn- ar í Gautaborg þar sem öllu var tjaldað til. „Þetta var sýning sett saman úr frægum at- riðum úr þekktum óperum og söngleikjum. Það er einkennileg tilfinning að setja upp stærstu og dýrustu sýningu sem ég hef stjórnað - kostnaðurinn var tvær miUjónir sterlingspunda - og tilgangurinn var frum- sýning á nýjum bíl, Volvo V80. Þetta tókst mjög vel og var mikil og góð reynsla." Hann viðurkennir að sig dreymi um semja dansa fyrir stóran söngleik í West End í London. „Því fylgir auðvitað mikil áhætta en ef það heppnast hefur það svo margt í för með sér. I fyrsta lagi fjárhagslegt öryggi, í öðru lagi fylgja önnur ámóta verkefni í kjölfarið." Hvort tækifærið sé gengið honum úr greip- um? „Nei, það held ég ekki. Gillian Lynn var 55 ára þegar hún fékk stóra tækifærið sitt og samdi dansana í Cats. Því hefur verið spáð fyrir mér að ég eigi eftir að setja upp stóran söngleik. Ég ætla að trúa því. Kannski verður það næsta verkefni. Hver veit?" ŒSBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 25. JÚLÍ1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.