Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Blaðsíða 9
GRAF- !ÍU > npu- mW /m Br M\i Ri‘f: .: (\ { Ljósm: Einar B Þorsteinsson og Sólveig Kr. Einarsdóttir. irnir. Sovereign Hill - hraðferð; farartækin eru hestvagnar og þeim mun hraðskreiðari sem hestöflin eru fleiri. UFSLOO sroffi Ungir sem aldnir freista gæfunnar með gullleit og ungir námsmenn vonast eftir gullkornum til minja um Sovereign Hill. endurreistir. Þar er þægileg fjölskyldugisting fyrir 110 gesti. Þar gista nóttina um það bil níutíu prósent nemenda en hinir kjósa að gista í tjaldi. í dimmunt námugöngum við kertaljós Þótt enn megi finna gull þá er of kostnaðar- samt að vinn það. Sérstakar hópferðir eru niður í námurnar. Ferðamenn eru leiddir um 600 metra löng neðanjarðargöng. Óhugnan- legar frásagnir leiðsögumannsins fylla ferða- manninn hryllingi þar sem hann fetar sig áfram eftir göngunum. Vinnuskilyrði og tækni eru sýnd á afar raunverulegan hátt með brúðum í líkamsstærð. Vinnudagur námumannsins var minnst tíu tímar. Borað og sprengt var við kertaljós. Engar dyr voru hafðar á salernum þegar þau voru sett upp í námunum. Þannig gat yfir- maður fylgst með að þar væri ekki dvalið langdvölum. Sérstakt Gullsafn (Gold Museum) er á staðnum þar sem ómetanlegt safn gullmola er til húsa. Einnig er hægt að skoða safn sem sýnir tækni og áhöld frá þessum tíma. Blaða- manni þótti hins vegar nóg um að taka þátt í þessari 40 mínútna ferð um námugöngin þótt göngin hafi verið styrkt verulega síðan þá og varð þeirri stund fegnastur er hann sá dags- ins ljós á ný. Fáar konur bjuggu á gullleitarsvæðunum til þess að byrja með en smátt og smátt fet- uðu þó konur og börn í fótspor gullleitar- manna. Konurnar sáu um heimilisstörfin - hm - en tóku einnig þátt í léttari verkum. Um 1861 höfðu margir námumenn verið ráðnir í fasta vinnu hjá stóru námufélögunum. Þeir þóttust nægilega fjárhagslega öruggir til þess að giftast og stofna heimili. Leið þá blómatími flestra hótelanna á staðnum undir lok. Vetur í Ballarat eru kaldir og votviðrasam- ir. Heldur reyndist nöturlegt að búa í tjöld- um. Voru því reistir timburveggir og síðan tjaldað yfir. Lítið eldstæði var sett upp inn í tjaldinu og reykháfur fyrir utan. Fjöldi Kínverja, einkum frá Kanton-héraði, kom til þess að freista gæfunnar í Ástralíu. Sérstakt tjaldsvæði var fyrir þá og sváfu 6-8 menn í tjaldi. Fróðlegt er að ganga þar um og sjá m.a. musteri þeirra tileinkað stríðsguðn- um Quan Gong. Hægt er að dvelja í Sovereign Hill yfir nótt. Gefst þá tilvalið tækifæri til þess að sjá sér- staka sýningu í útileikhúsi. Sýningin nefnist „Blóð á Suðurkrossinum“. Þeir sem hafa ímyndunaraflið í lagi geta þá horfið til baka næstum hálfa aðra öld, hlustað á gullgrafar- ana sverja fána sínum eið; heyrt hófatak hesta lögreglumanna sem kanna gullgrafara- leyfin, séð eldana loga og skothvellina glymja. Engir leikendur taka þátt heldur er einungis um hljóð- og ljósasýningu að ræða. Höfundurinn er rithöfundur og býr í Ástralíu. ERLENDAR BÆKUR SAMBYLI MEÐ AFUR- GÖNGUM Prince Michael of Greece: Living with Ghosts - Eleven extraordinary Tales. Þýtt á ensku af Anthony Roberts. Ljósmyndir eftir Justin Creedy Smith. Norton & Company 1997. DULARFULLT skóhljóð í stiga um miðja nótt, skuggar sem virðast ekki vera skuggar neins, þrusk eða væg högg og tilfinning fyrir nærveru ein- hvers, sem enginn er. „Það virtist óhemju þungi dreginn eftir hlaðinu, all- ir vöknuðu í baðstofunni..." Svona byrjaði frásögn gamallar konu og kvöld eftir kvöld rifjaði hún upp sögur um dularfull fyrirbrigði. I þessari bók minnir Michael prins af Grikklandi okkur á tilveru drauga og afturgangna, sem eru alls staðar á ferð. Hér sveima vofur og andar sem hvergi finna frið, um ellefu glæsilegar hallir og kastala Evrópu. Justin Creedy Smith tók ljósmyndirnar sem eru prentaðar í textanum. Eigendur þess- ara staða segja sögur og sögupersón- urnar segja sínar sögur, allt eru þetta konur sem segja harmsögur sínar, öm- úrleg örlög sem veita meðvitund þein-a engan frið, svo andar þeirra losast ekki og vofur þeirra sveima um bundnar hérvistartíð þeirra. Vofa Kassöndru Marinoni hefur leit- að hefnda á afkomendum eiginmanns síns, sem myrti hana og systur hennar 1573 í Rocca di Soragna-kastala í Parma-héraði á Ítalíu. Prinsinn segir sögu af síðustu tilburðum þessarar friðvana vofu. Það var í ágústmánuði 1983 að ráðsmaður kastalans, Gian Franco, lá andvaka, nóttin var kæfandi heit. Dauf hljóð bárust inn um opinn gluggann. Eigandi kastalans, prinsinn af Soragna, dvaldi um þetta leyti á setri í Búrgund, sem hann hafði erft eftir franska forfeður sína. Ráðsmaður- inn hafði þungar áhyggjur af heilsufari prinsins, því andvakan. Skyndilega tóku gluggahlerar að skellast og síðan hófust skruðningar í sölum fyrstu hæðar og hin þungu hús- gögn viðhafnarsalarins virtust færð til af heljarafli, hurðir skelltust og vind- sveipir fóru um salina. Ráðsmaðurinn mátti sig ekki hræra af skelfingu, ókyrrðin jókst um allar hæðir kastal- ans. Og allt í einu datt allt í dúnalogn. Gian Franco klæddi sig í flýti og hrað- aði sér niður í vistarverur þjónustu- fólksins. Þar var þjónustuliðið saman- komið, allir voru fölir af skelfingu. Það vissu allir hvað ósköpin merktu og allir biðu þess að síminn hringdi og hann hringdi, og rödd úr fjarska tilkynnti Gi- an Franco lát húsbóndans. Svipaður atburður átti sér stað 1963, þá var tilefnið lát frænda prinsins af Soragna. Síðan rekur höfundurinn sögu Soragna-ættarinnar samkvæmt frásögn Gians Francos og ýmissa ann- aiTa hjúa svo og þáverandi prins, á ár- unum 1921-92. Ofsóknir Kassöndra stóðu frá því á síðari hluta 16. aldar og standa enn og í sögulok segir Michael prins frá kynn- um sínum rið vofuna og harmsögu hennar og friðleysi. Miehael prins skrifar ágætan for- mála að bókinni og í þessum ellefu frá- sögnum tekst honum að lifa sig inn í þá heima sem flestum eru huldir. Frásagnirnar eru frá setrum á írlandi, Italíu, Portúgal, Danmörku, Póllandi, Rússlandi, Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og Austurríki. Sögusriðin eru setrin og eigendur þeirra núver- andi eða fyrrverandi. Ágætar myndir Justins eru bókarprýði, útgáfan er á allan hátt vönduð og efnið mjög svo forvitnilegt og oft ógnvekjandi. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 25. JÚLÍ1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.