Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Side 3
U SISrtk MORGIJNBLAÐSEVS - MENNING LIS I IIl 30. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Kjalnesingar er heiti á bók sem nýlega er komin út og hér er gluggað í. Bókin er mikil náma um persónulegan fróðleik, mannlíf og miklar breytingar í Kjalarneshreppi á þessari öld. Reyndar er ábúendatal jarða með aragrúa mynda allt frá 1890 en bókarhöfundur er Þorsteinn Jónsson sem hefur gefið út margar ættfræðibækur. Þar fyrir utan er fjallað um sögulega atburði, skólamál, ræktunarstarf og hestamennsku svo eitt- hvað sé talið. Djasshátíðin í Kaupmannahöfn var nýlega haldin í tuttugasta sinn með llmm hundruð tón- leikum víðsvegar um borgina. Meðal þeirra sem sóttu hátíðina var Vernharður Linnet og þetta er síðari grein hans um það sem þarna mátti sjá og heyra. Sinfóníuhljómsveitin stendur nú á tímamótum segir Hlíf Sigur- jónsdóttir, formaður starfsmannafélags SI í samtali við Orra Pál Ormarsson. Hlíf segir, að nú verði menn að gera upp við sig hvaða starfsumhverfi þeir vilja búa hljómsveitinni í framtíðinni. Hvort þeir vilja halda í horfinu, sem myndi leiða til stöðnunar og jafnvel hnignunar, eða stíga skrefið til fulls - auka fjárstreymi til hljómsveitarinnar, markaðssetja hana af fullum þunga, fullmanna hana og síðast en ekki síst byggja tónlistarhús. Hagavatn er mun minna nú en það var fyrr á öld- inni, en eitthvað er lítið um myndir af því fyrir hlaupin 1929 og 1939. Nú hefur aftur á móti komið í leitirnar málverk eftir lítt kunnan málara, Sigríði Þorláksdóttur, sem að öllum líkindum sýnir Hagavatn eins og það var eftir fyrra hlaupið. Halldór Þorsteinsson er landskunnur skólastjóri málaskóla í marga áratugi, en þegar hann var ungur norður á Akureyri og hugði á nám erlendis, var stríðið skollið á og sam- böndin við Evrópu rofín. Haiidór afréð þá ásamt með tveimur félögum sínum að komast í skóla í Bandaríkjunum. Það var mikið og áhættusamt ferðalag með Goða- fossi sem sigldi í skipalest, en þýzkur kaf- bátur sökkti bandaríska tundurspillinum sem átti að vernda skipalestina. En Goða- foss slapp og síðar segir Halldór frá náms- árum í Berkeley. FORSÍÐUMYNDIN: Á forsíðunni er hluti Ijósmyndar eftir Wayne Gudmundson, en sýning ó myndum hans og Guðmundar Ingólfssonar; Heimahagar, verður opnuð í dag í Listasafni Alþýðu, Ásmundar- sal við Freyjugötu. Fjallað er um sýninguna ó bls. 11. J.P. CLARK GYÐJAN OLUKUN TRYGGVI V. LÍNDAL ÞÝDDI Mér er unun íað slæða fíngrum mínum gegnum hártaumana þína (einsog aðsogið gegnum sjávarþangið eða vindurinn í slöri burknanna háu). Hárið, sem næturlangt tjaldar fyrir fullu tungi: Ég er afbrýðisamur og tMnningaþrunginn einsog Jehóva, Guð Gyðinganna og ég vildi að þú skildh' að aldrei var kona meiri ástar aðnjótandi frá manni en þeirrar sem þú færð frá mér! En hvaða vökulu mannsins augu úr eðju þessarar jarðar gerð fá starað á svefnhöfga hinna grágulbrúnu vagna draums sem augnatillit þín vissulega eru. Ölvaðir því, eða sem veggir fornir molnum við í hrúgur að fótum þér; og eins og hafsins meyjan væna, uppfull af fjársjóðum til manna lyftir þú okkur betlurum öllum upp að brjósti þínu. Höfundurinn er skáld I Nlgeríu. RABB AÐ HAFA VIT A SKÓLAMÁLUM HAFIÐ þið veitt því athygli hvað allir hafa mikið vit á skólamálum? Ungur vinur minn belgir sig út af heilagri reiði yfir gerónýtu skóla- kerfi. Ástæðan er sú að dóttur hans gekk illa að læra að lesa. Annar fullyrðir að íslenskir skólar séu ómögulegir og nefnir til dæmis um það að agi sé miklu meiri í japönskum skólum og námsárangurinn þar af leiðandi betri. Rétt er að taka það fram að maðurinn hefur þessa kenningu úr sjónvarpi en sjálfur hefur hann aldrei til Japans komið og gengur þar að auki illa að hafa eðlilegt taumhald á sínum eigin börnum Og svo er það gamla konan sem fullyrðir að skólarnir hafi verið miklu betri í gamla daga. Því til sönnunar þylur hún viðstöðulaust fyrstu tvær blaðsíðurnar í gömlu landafræðibókinni sinni sem byrjar svona: „Island er stór eyja í norðanverðri Evrópu innan sviga sjá Evr- ópukort...“ og fullyrðir vígreif að þetta geti barnabörnin hennar ekki leikið eftir enda kunni þau ekki nokkurn skapaðan hlut. Svona nokkuð er að sjálfsögðu broslegt en álíka broslegar finnst mér þær kenningar, sem heyrast nú unnvörpum, að rétt sé að umbuna góðum kennurum á kostnað vondra kennara og taka upp afkastahvetjandi launa- kerfi í skólum! Þessar raddir hafa m.a. heyrst eftir að íslenskir nemendur fengu slaka útkomu úr alþjóðlegum samanburðar- rannsóknum. Við sátum einu sinni saman í eldhúskrókn- um heima, ég og gömul skólasystir, og rædd- um um sameiginlegan kennara. Mér hafði alltaf fundist hann góður og þannig er hann enn í minningunni. Hann hafði skemmtilega frásagnargáfu, var leikinn í að velta upp áhugaverðum viðfangsefnum og hafði góða stjórn á bekknum. Ekkert af þessu var stöllu minni ofarlega í huga. Hún benti mér á að hann hefði oftar en einu sinni dregið dár að sér fyrir framan hópinn og engan skilning sýnt þeim námsörðugleikum sem hún átti við að etja og myndu núna trúlega flokkast und- ir dyslexíu eða lesblindu. Þessi kennari ein- blíndi mjög á árangur nemenda sinna og þeir, sem bösluðu við námið með erfiðismun- um eða sinntu því illa, voru ekki í háum met- um og fengu líka að heyra það. Það er einmitt námsárangur og háar ein- kunnir sem fólk tengir góðum kennurum. Sá sem leiðir nemendur sína upp í eintómar níur og tíur hlýtur að vera góður kennari, er ekki svo? Þá dettur mér í hug að segja frá öðrum kennara, sem uppskar eintómar níur og tíur. Hann æddi um bekkinn með prik í hendi og mundaði það illilega ef einhver æmti eða skræmti. Þetta var að vísu góður bekkur, enginn með dyslexíu hafði ratað þar inn. En kennslan fór þannig fram að hann las okkur fyrir svör við spurningum úr kennslubókinni, sem við áttum að skrifa niður orðrétt. Ef ein- hver lagði frá sér pennann fór prikið á loft. Ef einhver spurði út í námsefnið sagði hann með þjósti að þetta kæmi allt fram í svörun- um. Svo hlýddi hann okkur yfir þau orð íyrir orð og spratt upp eins og reiður hani ef ein- hverjum varð fótaskortur á tungunni, t.d. stelpugreyinu sem átti að þylja upp nöfnin á vefjum líkamans og sagði óvart þvagvefur í staðinn fyrir þekjuvefur. Ég er sannfærð um að maður hefði getað bunað þessum svörum út úr sér á prófi, standandi á höfði enda sagði kennarinn sigri hrósandi að vori að nánast allir í bekknum hefðu fengið einkunnina níu eða þar yfir. Hann var sannfærður um að hann væri bara svona góður kennari. Sjálf er ég sannfærð um að það eina sem hann kenndi mér var að svona ætti alls ekki að kenna. Ef misvitrum ráðamönnum væri alvara í því að taka upp afkastahvetjandi launakerfi í skólum, byggt á einkunnum nemenda, yrði erfitt að girða fyrir vinnubrögð af þessu tagi. Þá væri mönnum líka í lófa lagið að semja léttari próf og stunda ýmiss konar hagræð- ingu. Og fáir fengjust til að kenna seinfæru nemendunum og þeim sem haldnir eru at- hyglisbresti og alvarlegum hegðunarvand- kvæðum því að alltof langan tíma tæki að mjaka þeim upp skalann þótt ítrustu útsjón- arsemi væri þeitt. Svo kæmist svindlið að sjálfsögðu upp í næstu samanburðarkönnun. Er þá ekkert að marka þær einkunnir sem skólarnir gefa og er ekki með neinu móti hægt að rökstyðja að sá kennari, sem sýnir árangur í starfi, sé betri en hinn sem gerir það ekki? Við báðum spurningunum er svar- ið jákvætt, gallinn er bara sá að í skólum er ekki hægt að nota bónuskerfi eins og í mat- vælaiðnaði því að hráefnið er öðruvísi og framleiðslan líka. Þetta virðist oft gleymast þeim sem hafa aldrei staðið frammi fyrir mislitum nemendahópi en hrópa á skjótar framfarir í skólamálum svo að við stöndumst samkeppni við aðrar menningarþjóðir. Hið innra starf skólanna er að sjálfsögðu miklu þyngra á metunum en tölur á einkunna- spjöldum. Það getur ráðið úrslitum um hvort hráefnið verður að hugsandi mönnum en ekki misjafnlega hagstæðum talnarunum úr aþjóðlegum könnunum. Þegar menn tala sig hása um slælega frammistöðu íslenska menntakerfisins er eins og þeir hafi fyrir sér draumsýn um að það skili af sér hálfgerðum róbótum á sviði tækni, vísinda og viðskipta. Menntun á að af- greiða hratt og örugglega. Við höfum mjög einfaldan smekk. Heimurinn er harður og við verðum að standa okkur. Lausnin er sú að þjálfa upp góða kennara, borga þeim vel fyrir mikil afköst og góðar einkunnir en láta hina éta það sem úti frýs. Þetta er inntakið í máli margra sem telja sig hafa meira vit á skólamálum en helstu sérfræðingar á því sviði. Nú er ég svo sem enginn sérfræðingur heldur tala einungis af reynslu beggja vegna kennaraborðsins en fullyrði samt að það er enginn vandi að stýra „góðum“ nemendum til hárra einkunna. Það hefur heldur aldrei verið neinn vandi, jafnvel ekki fyrir „vonda“ kennara. En ef við ætlum að leggja allt kapp á að menntun sé fjárfesting sem þurfi að skila skjótfengnum arði er ég hrædd um að við séum komin aftur á bak til þeirra tíma er skólakerfið miðaðist við að sortéra út hæfi- lega stóran hóp manna til að keppast um þau fáu embætti sem í boði voru. Menntun er að sjálfsögðu miklu meira en fjárfesting. I sinni bestu mynd er hún afl sem ekki verður metið tO fjár og aldrei verð- ur frá manni tekið þó að fyrnist yfir allmörg þekkingaratriði og önnur úreldist í veröld þar sem flest er á hverfanda hveli. Þeir sem miðla slíku afli eru góðir kennarar. I því felst m.a. fagþekking, einlægur áhugi og virðing. Mér er nær að halda að virðingin sé mikil- vægust. Kennari, sem sýnir starfi sínu og nemendunum virðingu, er yfirleitt virtur að sama skapi og þetta gagnkvæma samband skilar einna heilladiýgstum árangri í skóla- starfi. Það eru ekki bág launakjör, sem kennurum svíður sárast, heldur virðingar- leysið sem þeim er sýnt þegar hver og einn telur sig hafa meira vit á starfi þeirra en þeir sjálfir. GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. ÁGÚST 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.