Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Page 6
Landnámsjörðin
Brautarhelt
Eins og annarsstaðar á landinu er næsta
fátt um sögulegar heimildir frá minni jörð-
um á Kjalarnesi, en á öðrum jörðum hefur
meira borið við í fortíð og nútíð. Svo er um
Brautarholt, sem er landnámsjörð ásamt
Esjubergi, helzta höfuðból sveitarinnar og
kirkjustaður síðan um kristnitöku. Sá hét
Andríður, írskur maður, er þar nam land og
„var skógi vaxið allt Kjalarnes", segir í Kjal-
nesinga sögu. Var rudd braut í skóginn þar
sem bærinn var byggður og hlaut hann nafn
þar af. Tæpan kílómetra undan ströndinni
er Andríðsey, nefnd eftir landnámsmannin-
um. Hlunnindi þóttu góð í Brautarholti; æð-
arvarp, selveiði, hrognkelsaveiði, fugla- og
eggjatekja þar á meðal. I Jarðabókinni frá
1704 segir um Brautarholt: „Mótak nægi-
legt. Rekavon nokkur, hrognkelsafjara,
lending góð, heimaræði árið um kring,
sölvafjara í Andríðsey og eggver áður.“
Helztu annmarkar á jörðinni eru aftur á
móti talin vera lök torfrista, engar engjar,
landþröng og vatnsból sem þrýtur oft bæði
sumar og vetur.
Eg sé í bókinni að afi minn og amma, Jón
Einarsson og Guðrún Jónsdóttir, hafa búið í
Brautarholti í upphafi þess tíma sem bókin
spannar. Guðrún er því miður sögð Einars-
dóttir í myndartexta, en hún var dóttir gest-
gjafanna á Kolviðarhóli, Jóns og Kristínar,
og kemur það raunar fram bókartextanum.
Þau Jón og Guðrún hófu búskap í Brautar-
holti 1890, en fluttu upp að Ferstiklu á Hval-
fjarðarströnd 1902.
Á árunum 1901-1909 eignuðust Brautar-
holtið þekktir athafnamenn; Sturlubræður
sem svo voru nefndir, Friðrik Jónsson (faðir
Sturiu Friðrikssonar náttúrufræðings) og
Sturla Jónsson. Að auki áttu þeir Fitjakot á
Kjalarnesi. Bústjóri hjá þeim í Brautarholti
var Jón Jónatansson, þá nýútskrifaður bú-
fræðingur frá Noregi og hélt hann námskeið
í plægingum 1907 og sóttu það bændur og
bændasynir víðsvegar að af landinu. Fræði-
leg kennsla var um ýmsar gerðir plóga og
herfa, helztu aðferðir við plægingar, undir-
stöðuatriði jarðvegsfræðinnar, rótarávaxta-
rækt með tilliti til þess að nota hestaflið, en
einnig var leiðbeint um tamningu plóghesta,
grænfóðursplöntur og gildi og notkun
áburðar.
Daníel Daníelsson tók Brautarholt á leigu
1910 og hafði fyrir ráðsmann dugnaðarvík-
ing sem vildi fá óheyrilega hátt kaup en
þótti vinna fyrir því. Sá var Jörundur Brynj-
ólfsson, síðar bóndi í Skálholti og alþingis-
maður. Frá 1915-1923 bjuggu í Brautarholti
merkishjónin Jóhann Eyjólfsson og Ingi-
björg Jóhanna Sigurðardóttir, sem áður
bjuggu í Sveinatungu. Jóhann varð alþingis-
maður, þótti skáldmæltur og skjótur til
svars og lét ógjarnan hlut sinn. Hann varð
síðar fomsali í Reykjavík.
Árið 1923 urðu þau tímamót í Brautar-
holti að hjónin Ólafur Bjarnason frá
Steinnesi í Sveinsstaðahreppi og Ásta Ólafs-
dóttir frá Hjarðarholti í Dölum hófu þar bú-
skap. Synir þeirra, Jón og Páll, búa nú í
Brautarholti, en í stað hefðbundins búskap-
ar reka þeir saman graskögglaverksmiðju.
Jón rekur síðan svínabú með sonum sínum.
Brautarholt er kirkjustaður og í kirkju-
garðinum þar eru grafnir 13 þýzkir flug-
menn sem skotnir voru niður á stríðsárun-
um. Þá reis braggahverfi í landi jarðarinnar
og i ritverki sínu um síðari heimsstyrjöldina
birtir Winston S. Churchill mynd af brezk-
um hermönnum með Brautarholtsbæinn og
Esjuna í baksýn.
„Síðasti bærinn
i dalnum"
Ein af smærri jörðunum á Kjalarnesi; Ár-
tún, öðlaðist nokkra frægð um miðja öldina
þegar Óskar Gíslason tók þar kvikmyndina
„Síðasti bærinn í dalnum“ og aftur var þessi
torfbær notaður við kvikmyndun Sölku
Völku. Lengi stóð bærinn uppi en vegfar-
endur um þjóðveginn hafa í áranna rás
fylgst með því hvernig hann hefur horfíð of-
an í jörðina, svo þar er nú aðeins vallgróin
þúst. Þótt ótrúlegt megi virðast, var Ár-
túnsá - stundum nefnd Blikdalsá - vegfar-
endum farartálmi og var hún ekki brúuð
fyrr en 1928.
Það er ótrúlegt hvað hægt var að koma
upp stórum bamahópum á svo litlum og
hlunnindasnauðum jörðum sem Ártún var.
Skömmu fyrir aldamót bjuggu þar hjónin
Þorkell Ásmundsson frá Vallá á Kjalamesi
og Guðrún Jónsdóttir frá Langholti í Bæjar-
sveit. Hagur þeirra var þröngur í þessu litla
og kostarýra koti, en samt áttu þau 8 böm
og komu þeim öllum til manns.
SKARPHÉÐINN á Markarfljóti. Málverk eftir danska málarann Otto Bahe. Eigandi: Listasafn íslands.
GRAFSKRIFT
NJÁLSSÖGU?
UM BÓK JÓNS KARLS HELGASONAR, HETJAN OG HÖFUNDURINN
EFTIR SIGURÐ SIGURMUNDSSON
Það eru einkum tveir menn sem öðrum fremur gnæfa
hátt í Dessari bók, Einar Ólafur Sveinsson og Halldór
Laxness, og eiga aðdáun höfundar óskipta. Svo er
hún mikil að sjálf Njála er svo gott sem leyst upp
og hverfur í skuggann.
NJÁLSSAGA hefur löngum
verið óþrotlegt viðfangsefni
íslendingum. En bók sú sem
hér er um fjallað sýnir annað
viðhorf til sögunnar en áður
hefur fram komið. Hvernig
áhrif sögunnar virka í nútíð
og framtíð. í formála segir
höfundur: „Mér virðist að hetjan og höfundur-
inn hafi hvort með sínum hætti átt þátt í að
skapa þjóðinni farveg og markmið á 19. og 20.
öld. Fyrra takmarkið, það sem tengdist hetj-
unni, var efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði,
en hið síðara sem tengdist höfundinum blóm-
legt mennta- og menningarh'f. Nú þegar íslend-
ingar virðast hafa höndlað bæði þessi keppi-
kefli, er ekki úr vegi að líta um öxl og spyrja
jafnframt hvort við eigum ennþá einhver sam-
eiginleg stefnumið? Með hvaða hætti viljum við
sem nú lifum svara hinni sígildu spurningu. Til
hvers er Island?
Hér er um víðfeðma spumingu að ræða. Svo
að það liggur í hlutarins eðli að einhver sá, sem
alist hefur upp við anda bókfestu kenningar og
er svo gott sem lærisveinn „íslenska skólans"
láti í ljós álit sitt á þessari mjög svo óvenjulegu
bók. En þá liggur beint við að spyrja á móti: Til
hvers var Njála skrifuð? Úr hvaða jarðvegi er
hún sprottin? En það eru hugmyndir sem fyrri
tíma fræðimenn á 19. og 20. öld hafa löngum
glímt við. Og nú virðist j)að vera keppikeflið að
loka fyrir þá sýn aftur í tímann sem þær rann-
sóknir hafa veitt og afgreiða e.t.v. nýstárleg-
ustu kenningarnar með beittasta vopninu,
þögninni einni saman. En þegar virðist áformað
að leysa bókfestukenninguna af hólmi, gefur
þessi bók ekkert tilefni til þess að ætla að nokk-
ur sameiginleg stefnumið séu fyrir hendi.
Það eru einkum tveir menn sem öðrum frem-
ur gnæfa hátt i þessari bók. Einar Ólafur
Sveinsson og Halldór Laxness og eiga aðdáun
höfundar óskipta. Svo er hún mikil, að sjálf
Njála er svo gott sem leyst upp og hverfur í
skuggann. Eftir þeirri kenningu mun Njála
framtíðar birtast í götunöfnum, myndum á pen-
ingaseðlum og myndum greyptum í stein. Og
höfundurinn 13. aldar maður dreginn fram í
dagsljós 20. aldar og birtist þar í mynd fræði-
mannsins Einars Ólafs Sveinssonar eða jafnvel
skáldsins Halldórs Kiljans Laxness. Hvað
mundi nú Einar Ólafur segja um slíkar kenn-
ingar ef hann liti upp úr gröf sinni? Báðir voru
þessir nefndu menn talsmenn bókfestukenning-
ar sem leyst hafði sagnfestuna af hólmi, hvor á
sinn hátt.
Það verður að álíta að höf. geri hlut Halldórs
Laxness of mikinn varðandi bókfestukenningu.
Hún hafði þá þegar verið staðfest er hann kom
til skjalanna. Hann hafði lýst því fjálglega hvað
hetjuhugsjón sagnanna hefði verið þjóðinni.
Hún hefði beinlínis verið líf hennar. Vald bók-
festunnar var í algleymingi þegar hér var kom-
ið og höfundar sagnanna leyst hetjurnar af
hólmi. Það má því kalla það kaldhæðni örlag-
anna að ákafasti talsmaður hennar, Halldór
Laxness, skyldi eiga stærstan þátt í því
„valdaráni" (orð bókarhöf.) sem átti sér stað
„því að með vissum hætti hefði skáldið frá Lax-
nesi tekið þá stöðu sem hetjan Gunnar á Hlíð-
arenda hafði áður í ímynd þjóðarinnar". En sú
ályktun höf. að nú muni bækur Laxness skipa
stærra rúm í bókaskápum landsmanna en fom-
sögur, er út í bláinn. Til þess þyrfti skoðana-
könnun. En minna mætti líka á það, að á þeim
vettvangi mætir Laxness öðrum keppinaut, fyr-
irrennara sínum sagnaskáldi því sem nefndur
var Jón Trausti, sem sjálfur Halldór Laxness
hafði þau orð um, að hefði verið mestur undra-
maður í skáldskap bæði fyrr og síðar.
Viðfangsefni Halldórs Laxness merkti ekki
Njálu fremur en aðrar fomsögur, hann verður
því ekki með Njálufræðingum talinn. Hann
réðst aldrei í það að kryfja hana og sjóða upp úr
henni aðra sögu á sama hátt og Fóstbræðra-
sögu með Gerplu. En að mati Jóns Karls
Helgasonar er rithöfundurinn knúinn til, eins
og Laxness með aðfór sinni að fornsögunum, að
brjóta sér leið upp á hæma svið, allt að bók-
menntaverðlaunum Nóbels.
Annar kafli bókarinnar „Réttarhöldin yfir
Hallgerði langbrók" - verður lítt ræddur hér.
Deilur um hana stöfuðu fyrst og fremst af því
að um hana var rætt sem sagnfræðilega per-
sónu en ekki verður betur séð en að hún hafi
verið skálduð inn í Njálu. Hún er kynnt í Lax-
dælu sem dóttir Höskulds Dalakollssonar en
engin frásögn af henni er þar meir. Gunnars á
Hlíðarenda er getið í nokkmm öðrum sögum en
hvergi minnst á Hallgerði sem eiginkonu hans.
- En minna mætti Jón Karl Helgason á það, að
honum hefur láðst að geta um eitt merkasta rit-
ið varðandi Hallgerði, skáldsöguna Drottninga-
kyn eftir Friðrik Á. Brekkan - og þá líka annað
skáldverk hans úr Njálu Bróður Ylfing. Bæði
þessi verk má telja að hafi bókmenntalegt gildi.
Ennfremur leikritið Lyga-Mörður eftir Jóhann
Sigurjónsson.
Höfundur getur þess aftarlega í bókinni að
viðhorf Helgu Kress prófessors hafi fylgt ritinu
eftir. Það mætti fremur segja að hann (höf.)
hafi verið bundinn í viðjar þessarar óbilgjörnu
uppreisnar og kvenréttindakonu. (Það hefur
verið talin nægjanleg skilgreining kynjanna
„maður og kona“ en hér er það alltaf karlmað-
ur.) Það er jafnvel ástæða til að geta hér um
ályktun Spánverjans Enriques Bernardez um
fornkonur, þess manns sem fyrstur þýddi
Njálssögu á spænska tungu. Að hans dómi voru
konurnar ekki vondar í sjálfu sér, heldur var
ástæðan sú, að blóðhefndin var viðbragð
kvenna, sem síður en menn bundust breyting-
um þess þjóðfélags sem ríkti á dögum þeirra. í
miklu stæiTÍ mæli en karlar, héldu þær uppi
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. ÁGÚST 1998