Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Side 11
SANDY Bar, Ijósmynd Guðmundar Ingólfssonar af öðrum tveggja staða í Manitobafylki þar sem vesturfararnir hugðust í fyrstu setjast að. MEÐ FRANUM GESTSAUGUM Tveir heimar mætast á Ijósmyndasýningu Guðmundar Ingólfssonar og Wayne Gudmundson í Listasafni aljDýðu, Asmundarsal, við Freyjugötu sem opnuð verður í dag, laugardaginn 8. ágúst, kl. 15. Ljósmynd- ararnir tveir sögðu HULDU STEFANSDOTTUR frá heimsóknum hvors á annars heimaslóðir en eitt megin-einkenni myndanna er hlutlaus og hversdagsleg _______nálgun við viðfangsefnið._ LJÓSMYND eftir Wayne Gudmundson frá eyðilegu tjaldstæðinu í Drekagili. VIÐ nálgumst viðfangsefnið með þeim hætti að við reyn- um að lýsa heimahögum hvors annars á eins hvers- daglegan hátt og mögulegt er, og án allrar upphafningar á landslaginu. Tilgangurinn er sá að gefa fólki sem raunasæjasta mynd af því hvemig þessir staðir líta út,“ segir Guðmundur sem staddur er í Listasafni Alþýðu við uppsetningu á 105 ljós- myndum sem annars vegar eru teknar á slóð- um Vestur-íslendinga í Kanada og Bandaríkj- unum og hins vegar á Islandi, á slóðum ís- lenskra forfeðra Waynes Gudmundsonar. „Það er mjög erfítt að taka hlutlausar ljósmyndir í eigin heimahögum vegna þess hversu skýra mynd maður hefur af landinu og hefur fyrir- fram mótað með sér ákveðnar skoðanir á ýms- um fyrirbrigðum þess, hvað sé áhugavert og hvað ekki,“ bendir Wayne á í gegnum símtólið þar sem hann er í óða önn að ferðbúast til Is- lands. „Það hefur því bæði verið mjög spenn- andi að upplifa áður ókunnugt umhverfi og eins að fá nýja sýn á staði sem standa manni svo nærri í gegnum augu gestsins." Sýningin er skipulögð af pARTs-Photographic Arts í Minneapolis, Minnesota þai- sem hún stóð yfir fyrr á árinu. Verkefnið er þannig tilkomið að fyrir um fimm árum kom Wayne hingað til lands i þeim tilgangi að taka ljósmyndir af heimaslóðum Vestur-Islendingsins K.N. Júlíus fyi-h- væntan- lega útgáfu bókar með ferskeytlum skáldsins ásamt þýðingum sem er enn í smíðum. Hingað kominn datt Wayne í hug að setja sig í sam- band við íslenskan ljósmyndara sem gæti hugs- anlega verið honum innan handar með vinnuað- stöðu. „Ég mundi eftir sýningarski’á sem ég Morgunblaöiö/Jim Smart „VIÐ reynum að lýsa heimahögum hvor annars á eins hversdaglegan hátt og mögulegt er,“ segir Guðmundur Ingólfsson Ijósmyndari um samsýningu sína og Waynes Gudmundsonar sem opnuð verður í dag í Listasafni alþýðu. átti í fórum mínum frá Ijósmyndasýn- ingu íslenskra Ijósmyndara á Scandinav- ia Today í Minneapolis iyrir 15 árum og fletti þar upp á samtímaljósmyndaran- um Guðmundi Ingólfssyni,“ segir Way- ne. „Ég hafði síðan samband við Guð- mund og með okkur tókst vinskapur sem síðan leiddi til þess að við ákváðum að ráðast í þetta verkefni saman.“ 1 bókinni Heimahagar/Homeplaces sem gefin var út í tilefni sýninganna fjallar David Arnason um verkefni Guð- mundar og Waynes. Bendir hann m.a. á að eftir því sem tíminn leið frá landnámi íslendinga í Vesturheimi hafi persónu- leg tengsl íslands og Ameriku smám saman rofnað og að hugmyndir Islend- inga annars vegar og Bandaríkjamanna hins vegar um hina framandi heima, Is- land og Ameríku, byggist nú fyrst og fremst á ímyndum kvikmynda og tíma- rita, og listrænum myndabókum en séu í fremur litlum tengslum við raunveru- leikann. „Það gefur sýningunni sérstætt yfirbragð, að þeir skuli báðir hafa kosið sér að skilgreina á heimilislegan hátt hinn ókunna raunveruleika, því hið ókunna er þannig vanið á hús og eðli frændseminnar þannig könnuð, að til verður eins konai- framhald sérstæðra bréfaskrifta, er hófust við aðskilnað fyiúr meira en hundrað ár- um.“ „Meiri flatneskja en hsegt er að imynda sér" „Það dettur ekki nokkrum manni í hug að til sé staður svo flatur og auður sem landslagið í Vestur-Kanada er,“ segir Guðmundur aðspurð- ur hvað hafi komið honum mest á óvart á ferð sinni um ókunnar slóðir íslendingabyggða í Kanada og Bandaríkjunum. „En það er greini- legt að íslensku landnemarnir hafa reynt að bæta sér upp landslagsleysið með stórfengleg- um staðarnöfnum." Hann bendir á ljósmyndir sem teknar eru í borginni Mountain í Norður- Dakóta. Augljóslega er ekki um mikilfenglegra landslag að ræða en litla hæð þó að landnem- arnir hafi í gleði sinni yfir þessu óvænta jarð- risi á miðri sléttunni ákveðið að kenna þessa einstæðu hæð við fjall. „Og sjáðu svo þennan stað,“ segir Guðmundur og bendir á aðra Ijós- mynd. „Þennan stað fann ég á korti undir heit- inu Reykjavík." Höfuðborgarbragurinn var þó ekki meiri en það að við blasti stór beljuhópur í drullusvaði. Og annars ekkert. Ljósmyndar- arnir hafa báðir glöggt auga fyrir slíkum smá- atriðum og undirtónn myndverkanna er góð- látlegur húmor fyrir viðfangsefninu. Það vekur annars athygli, þegar myndirnar eru skoðaðar, sú tilhneiging hjá báðum ljós- myndurunum að leita uppi kunnugleg mótíf í hinu ókunnuga umhverfi. í ljósmynd Waynes af sjávarlendum í drunga og þoku út af Gríms- ey kann að búa löngun til að endurvekja tilfinn- ingu fyrir tilbreytingarsnauðu og eyðilegu landslagi sléttunnar í Norður-Dakóta. Guð- mundur Ijósmyndai’ þráðbeinan þjóðveginn of- an af lítilli hæð þaðan sem vegurinn líður enda- laust áfram uns hann sameinast himni við sjón- deildarrönd og neðan við hæðina blasir víðátt- an við. í samanburði við hinai’ ljósmyndirnar má gera ráð fyi’ir að Guðmundur hafi lagt tals- vert á sig við að hafa uppi á hæðinni a’tarna. „Landslagið ekki eins framandi og við var að búast" „Það kann að vera nokkuð til í þvi að við leit- um til þess umhverfis sem okkur er tamt að skoða þegar við erum staddh’ á ókunnum slóð- um,“ segir Wayne. „Annars kom það mér eig- inlega meira á óvai’t hversu margt er líkt í um- hverfi landanna tveggja. Landslagið er vissu- lega dramatískara en það býr yfir sama gróf- leika og sterkum andstæðum eins og í Kanada. Heimsókn mín til Islands var eins konar leit að upprunanum og það var mjög sérstök tilfinn- ing sem fylgdi því að vera allt í einu staddur í landslagi forfeðra sinna og hugsa með sér: „Þetta höfðu þeir íyi’h’ augunum“.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. ÁGÚST 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.