Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Side 15
MARAÞON-
DJASS í KÖBEN
EFTIR VERNHARÐ LINNET
Djasshátíðin í Kaupmannahöfn var haldin í tuttugasta
sinn þriðja til tólfta júlí sl. Fimm hundruð tónleikar
voru víðsvegar um borgina og hér er ófram
haldið að re kja helstu atburðina, þar sem fró var
horfið í síðustu Lesbók.
NIELS Jörgen Steen stjórnar The A-Team f Kóngsins garði.
Morgunblaðið/Anna Bryndís Kristinsdóttir
BOB Rockweli og Jacob Fischer á Grébræðratorgi.
SKRÚÐGANGA John Tchicai gerði stuttan stans á Amakurstorgi.
PHIL Collins sat rétt hjá okkur á
tónleikum Tonys Bennetts í
Sirkusnum á fimmta degi djasshá-
tíðarinnar í Kaupmannahöfn.
Klukkutíma síðar var hann kom-
inn á sviðið á Plænen í Tívolí
ásamt stórsveit sinni. Pað hefur
verið draumur margra breskra
rokkara að spila djass og tveimur þeirra hefur
tekist að koma á fót stórsveitum; Rollingnum
Charlie Watts og Phil Collins. Sveit Collins
djassaði gömlu Genesis-lögin í upphafi og fór
saxófónleikarinn Gerald Albright þar á kost-
um. Síðan kom söngkonan Oleta Adams til
sögunnar og ýmis klassísk lög af efnisskrá
djassins. Það voru aftur á móti færri sem
stigu á svið í Þjóðminjasafninu danska á mið-
nætti næsta dag. Þar stóð Niels-Henning 0r-
sted Pedersen einn og bassinn hans góði.
Þetta eru fyrstu einleikstónleikar Niels og
hefur hann alltaf verið heldur mótfallinn því
að halda slíka tónleika. En hann kom, sá og
sigraði og þótt flest lögin hafí verið á efnis-
skrá tríós hans síðustu áratugi var ótrúleg
reynsla að heyra hann túlka þau einan. Meðal
þeirra voru klassísk djassverk eins og St.
Thomas og Autumn Leaves, norræn lög á
borð við Jeg gik mig ud en sommerdag og
Den storste sorg i verden og nýrri verk eftir
hann sjálfan - þar á meðal With Respect, sem
mér fannst njóta sín mun betur í einleik hans
en tríótúlkun. Allt var þetta spilað tandur-
hreint og af þeim rytmíska krafti og hug-
myndaauðgi sem einkennir bassaleik Niels
flestum framar.
Finn Ziegler fíðlaði á Axelstorgi og John
Tchicai var sérstakur gestur hátíðarinnar.
Það þótti mörgum undarlegt að Dani skyldi
verða heiðursgestur hátíðarinnar, en þótt
John sé eini danski djassleikarinn sem er á
ævilöngum heiðurslaunum frá danska þinginu
býr hann í Kaliforníu og hefur gert um árabil.
Ætli Danir eigi ekki svona átta alþjóðlegar
djassstjörnur um þessar mundir og kannski
er Tchicai þeirra sérstökust. Hann varð fyrst
frægur sem einn hinna ungu framúrstefnu-
manna í New York ásamt Archie Shepps, Bill
Dixon og félögum, en heima í Danmörku var
hann lengst af hrópandinn í eyðimörkinni. Nú
brá svo við að fullt var á öllum tónleikum hans
og einna sérstökust var skrúðganga hans og
félaga, m.a. Karstens Trandbergs trompet-
leikara sem hingað kom með Frumskógar-
sveit Dorges, frá Kolatorgi til Amákurstorgs
og síðan í portið við Copenhagen JazzHouse.
Orion-brassbandið marseraði á hverjum degi
með klassíska New Orleans-efnisskrá og í far-
arbroddi Fessor, Finn Otto Hansen og
Jorgen Svare. En þetta var dálítið öðruvísi.
Lars Thorborg, stjórnandi Copenhagen
JazzHouse, hló við dátt af gleði og sagði við
mig: „Svona hefur maður aldrei upplifað áð-
ur.“ Og tónlistin var einhvers staðar mitt á
milli Dirty Dozen-brassbandsins frá New Or-
leans og Frumskógarsveitar Dorges, en yfír
öllu gnæfði hinn einstaki persónuleiki meist-
ara Tchicais.
Annar danskur saxófónleikari og dálítið
öðruvísi var mjög áberandi á hátíðinni - bí-
boppmeistarinn Bent Jædig, sem hefur leikið
á Islandi í þrígang og lærði hér á saxófón hjá
Gunnari Ormslev. Ben Beisakow og Ole
Strindberg léku með honum á píanó og bassa
þau tvö skipti sem ég hlustaði á kvartett hans,
en tveir íslandsfarar voru á bassann. Lennart
Ginman í fyrra skiptið í Soffíukjallara, en
Jesper Lundgaard í það seina við Vandkunst-
en. Þarna var blásið af þeim þroska sem að-
eins næst í áranna rás og eins og Bent segir:
„Ungu strákarnir blása alltaf eins margar
nótur og þeir geta, en ég hef lært að sleppa
þeim sem ekki skipta máli.“ Ágætur gestur
blés nokkra ópusa með Bent í Soffíukjallaran-
um, Brent Rosengren, einn helsti djassleikari
Svía. Hann var að vísu í fríi í Kapmannahöfn
með fjölskyldunni, en stóðst stundum ekki
mátið að blása með gömlum vinum. Bent
Jædig komst sjaldan í rúmið þessa tíu daga.
Hann byrjaði á útitónleikum um miðjan dag
og hætti undir morgun að djamma á La
Fountain. „Svo verður Kaupmannahöfn aftur
draugaborg þegar hátíðinni lýkur og maður
verður að fara til íslands eða Hollands til að
fá að leika djass,“ sagði hann í forsíðuviðtali í
menningarblaði Politiken er hátíðin stóð sem
hæst.
Bent var líka höfuðsólisti í einni skemmti-
legustu hljómsveit hátíðarinnar, ellefu manna
sveit undir stjórn Niels Jorgens Steens: The
A-Team. Það var Niels Jorgen sem samdi
Pink tenor sem Gunnar Ormslev hljóðritaði
með Radioens Big Band 1978. Félagarnir í
The A-Team koma ekki oft saman, enda flest-
ir eftirsóttustu djassleikarar Danaveldis í
sveitinni, en guðirnir sýndu þeim og okkur
velþóknun á þessum lokadegi hátíðarinnar er
sveitin lék í Kóngsins garði. Þá var glampandi
sólskin.
Bo Stief sló bassann en Jesper Lundgaard
hafði verið auglýstur. Hann kom í hléinu til
að hlusta á sveitina. Hafði verið að leika á
Jótlandi. Jesper Thilo söng með tilþrifum
Black and blue og hafði næstum náð sömu
Armstrong-tilfinningu og Theis Jensen, sem
hefur hana best á valdi sínu allra Evrópubúa
síðan Nat Gonella lést. Það sýndi hann og
sannaði í lögum eins og On The Sunny Side
Of The Street og My Bucket Got A Hole In It
á útitónleikum sínum í Nýhöfninni á hátíð-
inni.
Þeir félagar í The A-Team léku Louis Jord-
an, Basie og Ellington og allt þar á milli og
eitt sinn þegar stjórnandinn kynnti Bent
Jædig í einleikshlutverki sagði hann söguna
um danska djassleikarann sem dó og hélt til
himna. Sánkti-Pétri þótti nógu slæmt að sá
dauði væri djassleikari og ekki skánaði það
þegar upp komst að hann væri danskur. Þá
hristi Pétur höfuðið mæðulega og sagði: „Æ
og ó, hann þekkir þá Bent Jædig.“
Síðustu tónleikamir er ég sótti á hátíðinni
hófust klukkan hálfsex sunnudaginn 12. júlí
og lék þar hljómsveit kongótrommarans og
söngvarans Rays Barrettos. Tónleikarnir
voru haldnir í Konsitorium-garðinum bak við
aðalbyggingu Hafnai'háskóla - þar sem hið
elsta hús Kaupmannahafnar stendur og það
eina í háskólahvei'fínu sem stóð af sér brun-
ann mikla 1728. Þarna hljómaði bíboppsalsa
eins og hún gerist best, - Ray Barretto með
Kúbu og Ghana í arf - fyrrverandi félagi
Charlies Parkers og Titos Puentes.
Þetta voru glæsileg lok á glæsilegri hátíð
og sorglegt til þess að vita að þar með var
djassinn fluttur frá Kaupmannahöfn til Árósa,
þar sem ný djasshátíð var að hefja göngu
sína.
Hátíðir geta verið hættulegar þegar þess er
ekki gætt að listin þarf líka að þrífast í amstri
hversdagsins. Þó mátti lesa gleðilega frétt í
Hafnarblöðum meðan á hátíðinni stóð. For-
stjórar nokkurra helstu stórfyrii-tækja Dan-
merkur höfðu tekið saman höndum og stofnað
vinafélag Copenhagen JazzHouse, svo það
mætti fá sem flesta djasssnillinga til borgar-
innar, sem þekkt hefur verið sem ein helsta
djassborg Evrópu um langt árabil. í staðinn
fá þeir að taka frá borð í JazzHouse, það hef-
ur ekki verið hægt áður. Nú þarf bara að efla
litlu djassklúbbana þar sem tónlistarmenn
geta komið saman og leikið fram á nótt. Það
er bara hægt einu sinni í viku á La Fountain
og Finn Zieglers hjorne. „Það er varla ætlun-
in með hátíðinni að djassinn blómstri bara í
tvær vikur árlega í Kaupmannahöfn," segir
Bent Jædig og hefur að venju á réttu að
standa, því að í Kaupmannahöfn er sægur
djassleikara sem vilja spila eftir vinnu eins og
kollegar þeirra í Bandaríkjunum á gullöld
svíngsins.
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. ÁGÚST 1998 1 5