Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Page 2
UOÐAMARAÞON A MENNINGARNÓTT í REYKJAVÍK Táknræn gróður- setning ALÞJÓÐLEGA Bjernson-bókmenntahá- tíðin í Molde hófst sunnudaginn 9. ágúst með setningarræðu Vigdísar Finnboga- dóttur, fyrrv. forseta. Þetta er sjötta há- tíðin og hefur Knut 0degárd skáld verið forseti hennar frá upphafi. Margir kunnir rithöfundar hafa komið fram á hátíðinni, lesið úr verkum sinum og spjallað við gesti. Kunnasti rithöfundurinn nú er Nó- belsskáldið írska Seamus Heaney, en meðal annarra má nefna Riehard Ford frá Bandaríkjunum, íinnsku skáldkonuna Tuu Forsström, Svíann Göran Tunström og Steinunni Sigurðardóttur sem er full- trúi íslenskra rithöfunda á hátiðinni. Vigdís Finnbogadóttir og Seamus Hea- ney gróðursettu hvort sitt eikartré í svokölluðum Friðarlundi 1 Molde á mánu- daginn. Trén eru tákn um frið og líf í anda Bjomsterne Bjornsons sem var bar- áttumaður fyrir friði, málfrelsi og prent- frelsi um sína daga. Að kvöldi setningardagsins var Vigdís Finnbogadóttir heiðursgestur í hátíðar- kvöldverði á Hótel Alexandra, en gest- gjafar voru Knut 0degárd og Eiður Guðnason sendiherra Islands. Boðið var upp á sex rétta kvöldverð með íslenskum Morgunblaöið/Bjorn Brunvoll VIGDÍS Finnbogadóttir og Seamus Heaney gróðursettu hvort sitt eikartré í Friðariundi. Með þeim er Knut Odegárd forseti Molde- bókmenntahátíðarinnar. mat. Hátíðinni lýkur á morgun, sunnu- daginn 16. ágúst, en hún er viðurkennd sem ein stærsta og áhrifamesta norræna bókmenntahátíðin. MENNINGARNÓTT í miðborg Reykjavík- ur verður verður sett í þriðja skipti næsta laugardag,. 22. ágúst. Setningarathöfnin fer fram við Hallgrímskirkju kl. 17.00. Borgar- stjóri flytur ávarp, söngkonurnar Ingveldur Yr Jónsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir syngja og Matthías Johannessen, skáld, les ljóð. Blásaraflokkurinn Serpent sér um tón- listina og Götuleikhúsið kemur fram. lítils. Margt er á seyði í söfnum, leik- og listhús- um borgarinnar, sem kemur inn í dagskrá menningamætur, en sérstakar sýningar verða líka og tónleikar innanhúss og utan; m.a. syngur Davíð Ólafsson bassabariton, óperuaríur og íslenzk sönglög í Listasafni íslands við undirleik Esterar Ólafsdóttur. Útitónleikar verða á Ingólfstorgi, þar sem verður leikinn djass, elektrónisk tónlist og Magga Stína ásamt hljómsveit. í Hallgríms- kirkju verða orgel- og kórtónleikar, þar sem Hörður Áskelsson og Mótettukórinn koma fram. Upplestrar verða úr bókum og m.a. verður menningardagskrá með lestri og tón- um hjá Máli og menningu Laugavegi 18. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis býð- ur upp á ljóðamaraþon („Nótt hinna löngu Ijóða“) í umsjón skáldanna Lindu Vilhjálms- dóttur, Sjóns og Andra Snæs Magnasonar; sýning verður á verkum Dieter Roth í Ráð- húsinu; dagskrá á vegum Norræna hússins með gestum og frændum okkar frá Norður- löndum, og teiknisamkeppni fyrii- böm, 12 ára og yngri, verður í Gallerí Fold. Þá verð- ur ljóðagerð fyrir almenning í Borgarbóka- safninu. Boðið verður upp á línudans, kvikmynda- sýningar, fyrirlestra og pallborðsumræður. Allir 6 röltið! Hátíðahöldin verða sem fyrr miðuð við alla fjölskylduna og er þess vænst að sem flestir notfæri sér ókeypis bílastæði og bíla- stæðahús og notist við tvo jafnfljóta. Akveð- ið hefur verið að Laugavegur frá Barónstíg og niður, Skólavörðustígur frá Bergstaða- stræti og gönguhluti Austurstrætis verði lokaðir frá kl. 18.00 fram til kl. 1.00 eftir miðnætti. Flugeldasýningu verður við Tjörnina á miðnætti í boði Hitaveitu Reykjavíkur og í þessu formlega lokaatriði menningarnætur mun Blásaraflokkurinn Serpent blása lífi í glæðurnar sem gallharðir menningarvitar geta omað sér við fram undir morgun, lofi guð og gott veður. Morgunblaðiö/Arnaldur „TILGANGUFt verðlaunanna ekki síst að laða fram nýja höfunda," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri við afhendingu Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar til Bjarna Bjarnasonar. GÓÐUR MEÐBYR FYRIR UNGAN RITHÖFUND UNGUR rithöfundur, Bjami Bjarnason, hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir skáldsöguna Borgina bak við orðin sem að mati Soffíu Auðar Birg- isdóttur, formanns dómnefndar, er „áleitin saga, ljóðræn, táknræn og stílfögur". Soffía Auður sagði við athöfn í Höfða á vegum Reykjavíkurborgar að borist hefði mikið af frambærilegum handritum, alls 33, og hefði nefndin kosið að verðlauna að minnsta kosti fjögur þeirra, en verið einhuga um að skáld- saga Bjama skaraði fram úr. Bjami Bjamason hefur áður vakið athygli, einkum fyrir skáldsöguna Enclurkomu Maríu sem tilnefnd var til Islensku bókmenntaverð- launanna. Hann sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hann liti á verðlaunin sem „góðan meðbyr, verðlaun væru góður byr“. Hann var spurður að því hvort hugur hans líkt og í Endurkomu Maríu snerist í vaxandi mæli um Biblíuefni eins og formaður dóm- nefndar lét skína í í lýsingu sinni á nýju sög- unni, og svaraði hann því til að hann væri að halda enn lengra á þær brautir. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmunds- sonar eru 300.000 krónur og munu jafnframt tryggja höfundinum útgáfúsamning. I dóm- nefndinni eru auk Sofííu Auðar rithöfundarn- ir Steinunn Jóhannesdóttir og Helgi Ingólfs- son. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfírlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Stiklað í straumnum. Úrval verka úr eigu Lista- safns Reykjavíkur. Til 30. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið alla dagá nema mánudaga kl. 13-16. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Þriðja gestasýning sumarsins: Vinafundur, verk eftir Guðmundu Andrésdóttur, Jóhannes Jóhannes- son, Kristján Davíðsson og Þorvald Skúlason. Safn- ið opið alla daga nema mánudaga milli kl. 14-17 til 1. sept. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b Samsýning 13 þýskra og íslenskra myndlistar- manna til 16. ágúst. Norræna húsið við Hringbraut, „Þeirra mál ei talar tunga“ - Islandsdætur í mynd- list til 23. ágúst. Gallerí 20 fermetrar, Vesturgötu lOa Helgi Hjaltalín Eyjólfsson sýnir. Perlan Ríkey Ingimundardóttir sýnir. Gallerí Fiskur, Skólavörðustíg 22c Þorvaldur Þorsteinsson og Jóní Jónsdóttir sýna. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu Konur, úrval úr Errósafni Reykjavíkurborgar. Til 23. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Kristín Guðjónsdóttir sýnir til 30. ágúst. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 Elanor Symms sýnir til 22. ágúst. Mokkakaffí, Skólavörðustíg Valgerður Guðlaugsdóttir sýnir til 9. sept. Safn Ásgríms Jónss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjóminjasafn íslands, Hafnarfírði Sumarsýning á Ijósmyndum Helga Arasonar. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suður- götu Handritasýningin Þorlákstíðir og önnur Skálholts- handrit. Til 31. ágúst. Listagallerí, Engjateig 17 Helgi Björgvinsson sýnir til 22. ágúst. Gallerí Sævars Karls við Bankastræti Kristján Steingrímur sýnir til 2. sept. Gallery Ófeigs, Skólavörðustíg 5 Isa Ohman sýnir til 22. ágúst. Ingólfsstræti 8, Ingólfsstræti 8 Hægt að skoða verk Rögnu Róbertsdóttur, Bryn- dísar Snæbjörnsdóttur og Sólveigar Aðalsteinsdótt- ur í gegnum gluggann til 17. sept. Listasafn ASI Guðmundur Ingólfsson og Wayne Guðmundsson * sýna til 23. ágúst. Gallerí Handverks & hönnunar Anita Hedin textfllistamaður frá Svíþjóð sýnir til 22. ágúst. Gallerí Geysir, Aðalstræti 2 Jónas Hallgrímsson til 23. ágúst. Gallerí Stöðlakot við Bókhlöðustíg Ásdís Guðjónsdóttir sýnir til 30. ágúst. SPRON ^jódd Harpa Björnsdóttir sýnir til 24. okt. Ilótel Edda, Laugarvatni Elín Rebekka sýnir til 20. ágúst. Listasafn Árnesinga, Selfossi „Ágústþrenna“ til 30. ágúst. Eden Hveragerði Hannes Scheving sýnir til 23. ágúst. Ketilshús, Akureyri Samsýn: Sólveigar Baldursdóttur, Guðrúnar Pálínu og Hrefnu Harðardóttur. Hafnarborg, Hafnarfírði Fimm listamenn frá Slésvík-Holtsetlandi. Ásta Árnadóttir í Sverrissal. Til 24. ágúst. Listaskálinn Hveragerði Projekthópurinn sýnir til 30. ágúst. Gallerí Svartfugl, Akureyri Jónas Viðar Sveinsson sýnir. Ljósmyndakompan, Akureyri Guðbrandur Sigurlaugsson sýnir. Safnasafnið, Svalbarðsströnd Anna Líndal sýnir til 28. ágúst. TONLIST Laugardagur Oktettinn Omar heldur tónleika í Olafsvíkurkirkju kl. 17. Tríó Óskars Guðjónssonar á Jómfrúnni kl. 16-18. Hádegistónleikar: Franski orgelleikarinn Odile Pierre í Hallgrímskirkju kl. 12. Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari og Andrea Kristinsdóttir fiðluieikari ásamt Peter Maté píanóleikara í Stykk- ishólmskirkju kl. 17. Sunnudagur Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Havard Öieroset gítarleikari halda tónleika í húsi Karlakórs Akur- eyrar/Geysis kl. 17. Howard Klug heldur tónleika í Listasafni Kópavogs kl. 20.30. Franski orgelleikar- inn Odile Pierre í Hallgrímskirkju kl. 20.30. Marta Guðrún Haildórsdóttir sópran og Örn Magnússon píanóleikari í Stykkishólmskirkju kl. 17. Þriðjudagur Tónlist fyrír fiðlu og píanó í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar; Elisabeth Zeuthen Schneider og Hall- dór Haraidsson. Söngtónleikar í Gerðarsafni í Kópavogi; Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Sigríður Aðalsteinsdóttir inezzo-sópran, meðleikari Kristinn Örn Kristinsson kl. 20.30. Tónleikaröð Iðnó; Frank Sinatra, í flutningi leikara og söngvara. Miðvikudagur Söngtónleikar í Reykholtskirkju, Borgarfirði; Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Sigríður Að- alsteinsdóttir mezzo-sópran, meðleikari Kristinn Örn Kristinsson kl. 20.30. „Bláa kirkjan Sumartón- leikar": Ethelwyn (Muff) Worden kontraalt og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó í kirkjunni á Seyðisfirði kl. 20.30. Tónleikar í Hveragerðiskirkju; Elisabeth Zeuthen Schneider fiðluleikari og Hall- dór Haraldsson píanóleikari kl. 20.30. Strokkvar- tettinn Anima heldur tónleika í ÍR húsinu við Landakot kl. 20.30. Föstudagur Söngtónleikar í Deiglunni, Akureyri; Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzo-sópran, meðleikari Kristinn Örn Kristinsson kl. 20.30. Tríó Jóels Pálssonar á Jómfrúnni kl. 16- 18. LEIKLIST Borgarleikhúsið Grease, sun. 16. ágúst, fos., lau. íslenska ópcran Carmen negra. Rokk-, salza-, poppsöngleikur, lau. 16. ágúst. Iðnó Þjónn í súpunni lau. 15. ágúst, sun., fim., fös. íslenska óperan Hellisbúinn lau. 16. ágúst, fim., íos. 'Ijarnarbíó, leikhósið Light NighLs, leiknir þættir úr íslendinga sögum og þjóðsögum á ensku lau. 15. ágúst., fim., fos., lau. íslenska dperan Hellisbúinn laug. 15. ágúst, fim., fos. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menn- ing@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. ÁGÚST 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.