Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Side 3
LESBðK MOH(.l \l{l \l)SI\S - MENINEVG IISIII!
31. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR
EFNI
Orkumál heimsins
fram til ársins 2020 og Kyoto-bókunin er
umfjöllunarefni Jakobs Bjömssonar, fyrrv.
orkumálastjóra. Vandamálið er losun koltví-
sýrings sem stafar af brennslu eldsneytis úr
jörðu, kola, olíu og garðgass til orkuvinnslu.
Iðnríkin eiga stærstan hlut að þessu máli og
þau bera ábyrgð á því að hjálpa þróunar-
löndunum með tækni og fjármagn til að iðn-
væðast á „hreinni" hátt en þau gerðu sjálf.
Málið verður aldrei leyst nema með því að
lita á allan heiminn sem eina heild.
Námstími
í Berkeley
I síðustu Lesbók sagði Halldór Þorsteinsson
frá för þriggja norðanstúdenta til náms í
Bandaríkjunum 1941.1 þessari grein riijar
hann upp námsárin f Berkeley-háskólanum í
Kaliforníu, en þá var allfjölmennur hópur
Islendinga á Flóa-svæðinu og í San Frans-
isco. Nefnir Halldór ýmsa þá sem þar voru
samtímis honum, en einnig segir hann frá
nýlegum endurfundum við háskólasvæðið í
Berkeley þar sem nýbyggingar þrengja
mjög að gömlum og glæsilegum húsum.
Harmleikir
virðast hafa óútskýrt aðdráttarafl, segir
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson í grein sem
hann nefnir Titanskar hetjur og á með
þeirri nafngift við Titanic-slysið, sem var
margfaldur harmleikur og hefur sem slíkur
margfalt aðdráttarafl. Það er einkenni
harmrænnar hetju, segir greinarhöfundur,
að í fari hennar eru aðdáunarverðir eigin-
leikar, en jafnframt harmrænir brestir.
Sumarsýning
konunglegu akademíunnar í London vakti
athygli Braga Ásgeirssonar og hann telur
íslendinga mikið geta lært ef heimsborginni
í skipulagi slíkra. Það séu ekki endilega
gæðin sem geri sýniuguna forvitnilega fyrir
okkur Norðurlandabúa, mun frekar sér-
staða hennar og form. Á sýningunni í ár eru
1.202 listaverkj, sem deilast í málverk,
höggmyndir, grafík, teikningar, vatnslita-
myndir og arkitektúr, auk mynda blandaðr-
ar tækni.
J0rgen Nash
skáldið og málarinn, varð heimskunnur árið
1966 þegar honum var kennt um að hafa
sagað höfuðið af Litlu hafmeyjunni við
Löngulínu í Kaupmannahöfn. Hann hefur nú
skrifað ævisögu sína, sem Jóhann Hjálmars-
son hreifst af fyrir frásagnargáfu höfundar
og hreinskilni. I bókinni játar Nash að hafa
sagað höfuðið af Litlu hafmeyjunni á Löngu-
Iínu í Kaupmannahöfn, en Jóhann er á báð-
um áttum um hvort sú játning telst gild.
FORSÍÐUMYNDIN: Forsíðumynd ina tók Bragi Ásgeirsson fyrir framan Konunglegu akademíuna í
London, en hann fjallar um sumarsýningu safnsins ó bls. 12.
BENNY ANDERSEN
GÆSKA
ÚLFUR HJÖRVAR ÞÝDDI
Ég hef alla tíð reynt að vera góður
það er mjög erfitt
ég vil óður og uppvægur
gera eitthvað fyrir einhvern halda yfirhöfnum
hurðum
sætum
koma einhverjum einhversstaðar að
og þvíumlíkt
opna faðminn
leyfa einhverjum að gráta út við barm mér
en þegar færi gefst
stífna ég allur
eflaust einhver feimni
ég ruska við sjálfum mér
breiddu nú út faðminn
en það er eifitt að fórna sér
þegar einhver horfir á
svo erfitt að vera góður
lengi í einu
líkt og að halda niðrísér andanum
en með daglegum æfingum
er ég nú kominn uppí eina klukkustund
efég ekki verð fyrir ónæði
ég sit aleinn
með klukkuna fjrir framan mig
opna faðminn
aftur og aftur
það aftrar mér ekkert
ég erírauninni bestur
þegar ég er aleinn.
Benny Andersen er danskt skáld og mörgum vel kunnur á Islandi, bæði persónulega og til
dæmis einnig af Vísum Swantes. Nýlega er út komið heildarsafn af Ijóðum skáldsins í Don-
marku: „Samlede Digte 1960-199ó." Þetta Ijóðasafn hefur nú þegar selst í 30 þúsund ein-
tökum, sem þykir einstakt. Þýðandinn býr t Danmörku.
HIMNESK
DAGSBRÚN
RABB
Úr djúpum geimsins er dagurinn risinn og slær
dýrðlegum roða á óttuhimininn bláan,
og Iof sé þér blessaða líf og þér himneska sól,
og lof sé þér elskaða jörð að ég fékk að sjá hann.
(Morgunvers eftir Guðmund Böðvarsson.)
AÐ ER mikið undur þegar
nýr dagur heilsar. Fyrsta
merkið er oft að á austurhimni
má greina sjóndeildarhringinn
sem áður rann saman við
dökkan næturhimininn. Sólin
er ennþá langt undir sjónbaug
en sendir geisla upp í gufu-
hvolfið. Þá má sjá dálitla lárétta og ljósa
rönd sem teygir sig til hægri og vinstri frá
sólarátt. Þetta er dagsbrúnin. Hún er því
boðberi nýs tíma, nýrra og heillandi tíðinda
í lífinu. Og rétt fyrir sólarupprás birtist
skammvinnur morgunroðinn. Eg er ekki
viss um að margir hugsi út í þetta þegar
þeir ræða dagsbrúnarsamninga og dags-
brúnarkaup, en þó er víst að það var þetta
dýrðarinnar tákn sem vakti fyrir stofnend-
um Verkamannafélagsins Dagsbrúnar árið
1906 þegar þeir gáfu félagi sínu nafn.
Nú í síðari hluta ágúst lýkur því fjögurra
mánaða tímabili þegar dagsbrúnin hverfur
aldrei og dagur er á lofti allan sólarhring-
inn. Næstu átta mánuði verður því hægt að
fylgjast með hvenær dagurinn rís og sest,
svo framarlega sem aðeins má greina heið-
ríkjubletti í sólarátt. Þetta hef ég stundað
nokkuð undanfarna vetur mér til fróðleiks
og hugarhægðar. Til þess þarf að bregða
blundi á msum tímum nætur og þá kemur
sér vel að svefnþörf minnkar með árunum.
Útsýnið hjá mér er best til austurs og því
er það dögunin sem ég hef aðallega fylgst
með, þó að vaxandi skógar í grenndinni séu
að verða til trafala, einnig götuljós sem
endilega þyrfti að beina meira en gert er
niður á göturnar sjálfar.
En því fer fjarri að þessar bollaleggingar
mínar séu frumlegar því að elstu íslenskar
heimildir um slíkar athuganir eru frá tólftu
öld. Oddi Helgason sem þá var uppi, stund-
um kallaður Stjörnu-Oddi, tiltók nákvæm-
lega hvaða daga ársins dagurinn kæmi upp
í mismunandi áttum, allt frá norðri til aust-
suðausturs, og hvenær dagurinn settist í
áttunum frá norðri til vestsuðvesturs. Þetta
var afar gagnleg vitneskja til þess að fólk
gæti fylgst með hvað deginum liði í skamm-
deginu því að þá er sólin ekki á lofti nema
fáar stundir um miðjan daginn, en hins veg-
ar líða þá minnst 10 tímar frá dögun til
dagseturs.
Oddi Helgason var merkilegur stjarn-
fræðingur, og þó öllu heldur sólai'fræðing-
ur, en um ævi hans er fátt kunnugt. Hann
var á vist með Þórði í Múla í Aðaldal í Þing-
eyjarsýslu. Björn M. Ólsen, fyrsti rektor
háskólans, taldi líklegt að sonur Odda hefði
verið Styrkár Oddason sem var lögsögu-
maður íslenska þjóðveldisins 1171-1180, en
Sigurður sonur Styrkárs bjó í Múla 1187.
Því má ætla að Oddi hafi átt gott frændlið
og getað gefið sér tíma til rannsókna. Það
hefur komið sér vel því að hann er sagður
hafa verið félítill sjálfur og ekki mikill verk-
maður, en einstaklega ráðvandur, eins og
góðum vísindamanni sæmir. Við hann eru
kenndar þrjár kennisetningar. Ein þeirra
er einfölduð en vel nothæf regla um
hvenær sólstöður hafí verið á sumri og
vetri á þessum tíma. Onnur kennisetningin
lýsir því á einfaldan og snjallan hátt hvað
sólarhæð á hádegi breytist mikið í hverri
viku allt árið. Sú regla var nægilega ná-
kvæm fyrir farmenn til að sigla eftir henni
milli landa, ekki síst milli Islands og Nor-
egs, ef þeir höfðu sólhæðarmæli. Þriðja
kenningin greinir frá því í hvaða átt dögun
og dagsetur væru eins og ég gat um. Eins
og hinar reglurnar var hún nógu einfóld til
þess að hægt væri að leggja hana á minnið,
svona rétt eins og eitt eða tvö símanúmer.
Það gæti bent til þess að reglurnar hefðu
verið upprunnar áður en ritöld hófst á land-
inu, ef til vill strax á landnámsöld. Og ná-
kvæmni sólarhæðar hjá Odda var slík að
varla fer hjá því að góð tæki til þeirra mæl-
inga hafi verið þekkt. Oddi var svo útsjón-
arsamur að telja sólarhæðina í þvermálum
sólar, sólarhvelum, en það er eining sem við
höfum enn fyrir augunum og er 32 mínútur.
Mest af sumrinu var skekkjan í vikulegri
breytingu sólarhæðar hjá honum aðeins 0,1
gráða til eða frá. Þetta gæti verið okkur
áminning um að fara gætilega í að rengja
staðhæfíngar í fornbókmenntum okkar.
En það var annars regla Stjörnu-Odda
um dögun og dagsetur sem var tilefni þessa
pistils. Eiríkur Briem sem var fyrsti guð-
fræðiprófessor háskólans var ekki einham-
ur maður því hann var auk þess góður
stærðfræðingur og stjörnufróðiir vel. Hann
reiknaði það út fyrir Björn M. Ólsen að
þessar dögunarathuganir hefðu verið gerð-
ar nænn 66. gráðu norðurbreiddar. Björn
segir að sé gert ráð fyrir að þær hafi verið
gerðar annaðhvort sunnar eða norðar svo
að nokkru nemi, þá fari því fjarri að þær
komi heim, og því íjair sem lengra dregur
frá 66. gráðu. En sú breiddargi-áða er
einmitt norðan til í Þingeyjarsýslu. Út frá
þessu reiknaði Eiríkur að dögun og dagset-
ur Odda hefði verið þegar sól var 14 gráður
undir láréttum sjónbaug. Þeir útreikningar
hafa síðar hlotið staðfestingu, meðal ann-
an-a Þorkels Þorkelssoriar veðurstofu-
stjóra.
Og þá er komið aftur að myi-kraverkum
mínum. Til þess að hægt væri að greina
dögun hefur mér reynst að einmitt þegar
sól er nærri 14 gráður fyrir neðan sjón-
deildarhring í grennd við sólarátt mætti
með naumindum sjá greinarmun himins og
jarðar eða lágra skýja. Aðeins í fjórða hvert
skipti skeikaði meir en um 5 mínútur frá
útreiknuðum tíma. I grein um Ijósfræði
gufuhvolfs segir Neuberger nokkur að
dagsbrún sjáist ekki þegar sól er lægri en
16 gráður fyrir neðan láréttan sjónbaug, en
þá má ætla að sé átt við bestu athugunar-
skilyrði. Og í Sviss komust menn að því að
á stöð í 430 metra hæð í byggð var ekki
hægt að mæla hæð dagsbrúnar þegar sól
var meira en 14 gráður undir sjónhring, en
á háfjallastöð í 3.280 metra hæð mátti að
vísu sjá dagsbrún þegar sól var 15 gráður
undir sjóndeildarhring (Compendium of
Meteorology, bls. 74, Boston 1951). Fjórtán
gráða mörkin eru því ekki ólíkleg í meðal-
skilyrðum á láglendi. Það gefur skýi-a
bendingu um hvað Oddi hafði til marks um
dögun og dagsetur.
En því betur sem rýnt er í athuganir
Stjörnu-Odda því ljósara verður hvað þessi
rímkæni og ráðvandi maður hefur verið
langt kominn í fræðum sinum. Enda sagði
Stephan G. Stephansson: því jafnvel í
fornöld sveif hugur eins hátt...
PÁLL BERGÞÓRSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. ÁGÚST 1998 3