Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Side 8
SAN FRANCISCO, ein fegursta borg Bandaríkjanna stendur á hæðum við flóann sem kenndur er við borgina. Sé farið úr borginni yfir brúna sem sést á AÐ VITJA gömlu háskóla- stöðvanna sinna eftir óra- langan tíma getur vakið í brjósti manns bæði gleði og trega, jafnvel sárustu von- brigði. Ekkert stendur í stað og hin margrómaða íramþróun geysist áfram og tekur á sig sundurleitustu myndir, sem falla mönnum misvel í geð. Öldnum blöskrar tíðum allt þetta brölt í þeim ungu. Auðsætt er t.d. að háskólabærinn Berkeley, og þá einkum há- skólalóðin, hefur ekki farið varhluta af þessu óhemjumikla byggingabrölti á síðustu áratug- um. Kalifornía hefur miklar náttúrugersemar að geyma ekki síður en vor ástkæra ættjörð, Is- land, og nægir t.d. að nefna risafuruskóginn Muir Woods, skammt norðan við Gullinbrú, svo og skóg sömu gerðar en þó með öllu hrika- legra svipmóti í grennd við Josemite-dalinn. Sá dalur er ýkjulaust með þeim töfrafyllstu stöð- um, sem mannleg augu fá litið. Hann er eins og furðulegt sambland af Þórsmörk og Ásbyrgi og þó á hann engan sinn líka í náttúruundranna auðuga safni. Þar fengu indíánar að búa óá- reittir til ársins 1852 þegar hvítir menn héldu fyrstu innreið sína inn í þessa náttúruparadís þeirra, sem var svo langt úr alfaraleið. Háskólabærinn Berkeley stendur einnig á undirfögrum stað við San Francisco-flóa, gegnt sjálfri drottningu Vesturstrandarinnar, San Francisco. Fegurra borgarstæði er naumast hægt að ímynda sér en einmitt þar. Brattar hlíðar á skógivöxnum skaga, með Kyirahafið á aðra hönd og eyjaflóann á hina. Berkeley hefur af engu slíku að státa, enda dreifist byggðin þar um sléttur, lágar hæðir og skógivaxna ása. I kjölfar sívaxandi aðsóknar háskólanema hefur fjöldi nýrra bygginga og mannvirkja ris- ið af grunni á undanförnum áratugum á há- skólalóðinni og við það hefur yndislegum ber- svæðum vitanlega mjög fækkað og er það mið- ur. Nýbyggingar þrengja tíðum svo að gömlum og glæsilegum stórhýsum, að hvorki hið nýja né hið gamla fær lengur notið sín. Frá fagur- fræðilegu sjónarhorni séð er nábýlið beggja bani, ef svo má að orði kveða. Dæmi um slíkt er að finna um víða veröld og er ísland ekki und- anskilið. En þrátt fyrir allar þessar óstöðvandi og ef til vill óhjákvæmilegu byggingarfram- kvæmdir býr „campusinn" eða háskólalóðin enn yfír sínum yndisþokka og fegurð. Ljósleitu og bolfögru ilmviðimir eða tröllatrén (eucalyptus), upphaflega flutt frá Ástralíu og gróðursett í Kaliforníu, standa þama enn óá- reitt og halda því enn sinni reisn og glæsileika. Kólibrífuglamh- vekja jafnan athygli og aðdá- un vegfarenda með litskrúði sínu, ótrúlegri flugfimi og eldhröðum vængjaslætti. Þessar örþyrlur geta nefnilega leikið þá list að vera kyrrar á lofti á meðan langt nefið er á kafi í blómi í leit að hunangslegi og smáskordýmm og ekki nóg með það heldur fljúga þær afturá- bak að loknum snæðingi. Tíst þeitra er hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það var mér óneitanlega mikið gleðiefni að sjá að ekki hafði verið þrengt að gamla og glæsilega klukknaturninum og nýtur hann sín því jafnvel og fyrr á ámm. í daglegu tali manna gengur klukknaturninn undir ítalska heitinu: „Campanile" og má með nokki’u sanni segja að ég sé í vissum skilningi: „campanilista" eins og ítalir segja, en „campanilista" er sá eða sú sem tekið hefur blindu ástfóstri við klukknaturninn í heima- byggð sinni eða í mínu tilfelli við háskóla- byggðina í Berkeley. „Campanilism" getur líka oft haft neikvæða merkingu og því jafngilt nesjamennsku á íslensku. Hverfum nú um stund á vit fortíðar. Skömmu eftir komu okkar Aðalsteins Sigurðs- sonar, Jónasar Jakobssonar og undirritaðs til Berkeley fengum við brátt fregnir af því að fjórir ungir Islendingar væra þama við nám og ÚT f HINN STÓRA HEIM FYRIR 56 ÁRUM - SÍÐARI HLUTI NÁMSTÍMI í BERI OG ENDURFUNDIR VIÐ STAÐINN EFTIR ÓRALANGAN TÍMA EFTIR HALLDÓR ÞORSTEINSSON í síðustu Lesbók sagði Halldór Þorsteinsson fró för þriggja norðanstúdenta með Goðafossi í október 1941, en sl cipið komst naumlega undan jóýzkum kafbátum. Hér rifjar greinarhöfundur upp námsárin í Berkeley-há- s kóla; segir frá íslendingum sem voru þar og á San Francisco-flóasvæðinu, og jafnframt segir hann 1 rá breytingunum sem hann sá nýlegc i á gömlu há- skólastöðvunum sínum. þrír þeirra meira að segja MA-stúdentar. Það er ekki ofmælt að víða liggja leiðir landans. Liggur nú beinast við að kynna íslensku há- skólanemana og verður það gert hér af algjöru handahófi, en námsgreinar og starfsferils getið eftir bestu vitund: Jóhann S. Hannesson, námsgrein: Enska, enskar bókmenntir og mál- vísindi. Hann fékkst við ýmis störf, var t.d. kennari í ensku og bókmenntum og jafnframt bókavörður við Fiske-safnið í Cornell-háskóla 1952-1959. Skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni 1960-1970. Haraldur Ki'öyer, námsgrein: Enska og stjórnmálafræði. Kona hans, Ragna Hallgrímsdóttir, var þarna líka með bónda sínum. Haraldur vann í utanríkis- þjónustunni, lengstum sem sendiheira. Ragn- ar Thorarensen, námsgi-ein: Rafeindaverk- fræði. Hann vann sem yfirverkfræðingur og forstöðumaður í rannsóknastofu Magna Vox co. í Los Angeles 1953-1987 við hönnun fjar- skiptatækja í geimför. Bjarni Jónsson, frændi Bjarna Bjarnasonar læknis. Námsgrein: Stærðfræði. Hann ílentist í Bandaríkjunum eins og Ragnar og starfaði sem stærðfræðipró- fessor við ýmsa háskóla og sakar ekki að geta þess hér að hann nýtur verðskuldaðs álits sem sérstakur algebrufræðingur. Thor Ó. Thors, námsgrein: Viðskiptafræði. Starfsferill: Fram- kvæmdastjóri Sameinaðra verktaka, síðar framkvæmdastjóri íslenskra aðalverktaka. Björn Thors, námsgrein: Byggingarlist. St- arfsferill: Blaðamaður hjá Morgunblaðinu um árabil. Eiginkona hans, Helga Valtýsdóttir, var og með honum. Selma Jónsdóttir, námsgrein: Fagurfræði og listnám. Starfsferill: Forstöðu- kona Listasafns Islands. Sigidður Þ. Valgeirs- dóttir, námsgrein: Líkams- og uppeldisfræði. Starfsferill: Kennari við Kennaraskólann, síðar prófessor við Kennaraháskólann. Ölafur Thorarensen, bróðir Ragnars, námsgrein: Við- skiptafræði. Starfsferill: Hann rak verslun, hótel, síldarsöltun og kvikmyndahús á Siglu- firði í áratugi, en frá árinu 1980 hefur hann verið búsettur á Kanaríeyjum. Einar Eyfells, námsgrein: Vélaverkfræði. Starfsferill: Auk ýmissa annarra starfa, vann hann lengstum hjá Sameinuðum verktökum. Eiginkona hans, Unnur Nikulásdóttir, var þarna líka, bónda sínum til trausts og halds. Einar Kvaran, námsgrein: Vélaverkfræði. Starfsferill: Hann vann sem verkfræðingur hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins frá 1952-1958, en eftir 1959 starf- aði hann á vegum FAO, Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, aðallega í Ceylon, nú Sri Lanka. Bragi Freymóðsson, námsgrein: Rafeindaverkfræði. Starfsferill: Hann veitti rafmagnsdeild Sambandsins for- stöðu um fjöguira ára skeið, síðan fluttist hann vestur um haf. Fyrst vann hann hjá Chicago Transformer Corporation, en svo lengstum sem framkvæmdastjóri hjá Magno Vox co., sama fyrirtæki og skólabróðir hans og náinn vinur, Ragnar Thorarensen. Um Ingólf Aðal- bjarnarson frá Hafnarfirði veit ég lítið, en ég hygg þó að hann hafí annað hvort lagt stund á verkfræði eða stærðfræði. Ungur veiktist hann svo alvarlega að hann varð aldrei vinnufær. Hilmar Kristjánsson, námsgrein: Viðskipta- fræði. Starfsferill: Hann vann sém fram- kvæmdastjóri við síldarverksmiðju á Raufar- höfn, síðar hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði, en lengstum hjá FAO eins og Einar Kvaran. Kona hans, Anna Ólafsdóttir, vai- með honum, en ég hygg að hún hafi ekki verið inn- rituð I háskólann. Jón Löve, námsgrein: Gerla- fræði og síðar læknisfræði. Starfsferill: Lengstum starfaði hann sem barnalæknir við stofnun fyrir sjúk börn í Kaliforníu og hefur sérhæft sig í rannsóknum á arfgengum sjúk- dómum, einkum barnasjúkdómum. Þráinn Löve, bróðir Jóns, námsgrein: Jarðvegsfræði. Starfsferill: Kennari við Ingimarsskólann og síðar við Kennaraháskólann og hér með lýkur þessari upptalningu. í SAMKVÆMI á heimili Sigríðar Benónýsdóttur í Ber Eyfells, Ingólfur Aðalbjarnarson (?), Ragnar Thorare röðinni, frá vinstri: Unnur Eyfells og framan við hane næst eru Kolbrún(?) frænka húsfreyjunnar, Steingrín ýsdóttur, sem næst er í röðinni og við hlið hennar sit en lengst til hægri í röðinni eru Garðar Ólafsson tan ston Hannesson, kona Jóhanns Hannessonar með V stúlka, síðan Kristín Halldórsdóttir listakona og eigin sem síðar varð fegurðe Á GÖMLUM slóðum eftir marga áratugi: Greinarhöfi sinni, Andreu Oddsteins 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. ÁGÚST 1998 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.