Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Qupperneq 12
SyMAR- SYNING ROYAL ACADEMY ■. ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Nokkrar í hæsta máta áhugaverðar listsýningar bar f/rir augu BRAGA ASGEIRSSONAR í Lundúnum nýlega. Hann telur Islendinga mikið geta lært ef heims- borginni í skipulagi slíkra og á einkum við árlega sumarsýningu konunglegu akademíunnar, sem þessi grein hans fjallar r™ DÖGUNUM varð rýnir- inn áþreifanlega var við, að samskipti við um- heiminn gerast til muna einfaldari eftir að hinar svonefndu pakkaferðir komust á. Þannig geta menn til að mynda af til valið milli helg- arferða til ýmissa stórborga austan hafs og vestan eða tíu daga dvalar. Hængur- inn er sá, að séu þetta ekki innkaupa- eða skemmtiferðir er tíminn full stuttur 1 fyrra fallinu en helst til langur yfir há- sumarið í því seinna, þá hver góður dag- ur á íslandi telst ígildi marga sólardaga í útlandinu. Þetta er þróunin víða um heim, risaþotur orðnar að almennings- vögnum háloftanna, og gott að vita að þessi ferðamáti skuli loks hafa náð ein- angraða landinu á Dumbshafí, utanferðir þarmeð til muna minna og sjálfsagðara mál. Það hafði ekki komið fyrir rýninn áður, að lagt væri af stað frá Keflavík klukkan níu að morgni og hann búinn að koma sér fyrir á hót- eli, skoða eina stórsýningu á British Museum og gott betur, er dyr lokuðu klukkan fimm síð- degis. En þetta er framtíðin og ekki eru það svo lítil og hressandi umskipti, að komast á þann veg í návígi við púls listaheimsins. Hefði eins getað verið búinn að reika um sali Þjóð- listasafnsins, sem er opið klukkustund lengur, virða fyrir mér verk meistara aldanna, doka að venju góða stund í herberginu undursamlega, með verkum eftir Vermeer, Pietro de Hoch, Saenredam og fleiri hollenska snillinga. Áður hefur þó auðvitað komið fyrir, að tækifæri hafa gefist til að skoða söfn og sýningar samdægurs, einkum á dögum kvöldlokunar á miðri viku, en nú er þetta að verða sjálfsagður hlutur, sem er helst- ur ávinningur. Það verður þó að bíða um stund að herma af magnaðri list Maori, frum- byggja Nýja Sjálands og Pólýnesíu á British Museum, en sýningin stendur til 1. nóvember. Þeim mun meira aðkallandi er sumarsýning Royal Akademy í Bur- lington-húsi við Piccadilly Street, sem lýk- ur 16. ágúst. Megintilgangur fararinnar til Lundúna var einmitt að skoða hana ásamt sýningum á Þjóðlistasafninu, National Gall- ery og Andlitsmyndasafhinu, National Portrait Gallery, í sömu byggingu, allt annað skyldi mæta afgangi að þessu sinni, tíminn naumur. Það eru ekki endilega gæðin sem gera sum- arsýninguna forvitnilega fyrir okkur Norður- landabúa, mun írekar sérstaða hennar og form sem einkum íslendingar mættu draga dám af. Hún er um margt skyld svonefndum Salon- sýningum Parísarborgar, sem eru uppstokkan- ir á því helsta sem á döfinni er í myndlist frá ári til árs, en telst mun opnari og altækari. Sá mikli möguleiki til samanburðar á innlendri list sem skoðandinn fær upp í hendumar, hefur aflað henni ómældra vinsælda, og enginn kipp- VATNSSKULPTUR Jonatans Froud, Að hlusta og læra, vakti mikla athygli sýningar- gesta, en hvorki vatnið né hljóðið koma fram á myndinni. LÍKAN af aldamótahvelfingunni eftir Richard Rogers og félaga. MÁLVERKIÐ stóra, Breytilegur sjór, olía á léreft 102x144 tommur, eftir Söndru Blow hlaut sómann „málverk ársins" og 10.000 punda verðlaun. ir sér upp við þótt aðgangseyririnn sé í hærra lagi, eða heil sjö pund, eða rúmar 800 krónur. Er þó hvorki sýningarskrá né sérstök verkaskrá innfalin. Á móti kemur hinn stóri skammtur listaverka, í ár eru þau 1.202, sem deilast í málverk, höggmyndir, grafík, teikningar, vatnslitamyndir og arkitektúr, auk mynda blandaðrar tækni. Eðlilega er ekki um sérinnsetningar af neinu tagi að ræða, heldur reynist kraða- kið á veggjunum yfirgengilegt og hanga þar hinir ólíkustu myndstílar hlið við hlið. Upphengingin í sjálfri sér fengi því réttilega afleita dóma, en er þar fýrir styrkur sýning- arinnar, gerir ótæpar kröfur til skoðenda, einnig líkast hressandi gusti öllum þeim sem eru mikið til ofurseldir meinlæti, sýndar- mennsku, hugmyndafræði og fjöltækni í heimahögum. Sýnu yfirgengilegast í einum salnum, þar sem tíðkast að hengja smærri verk frá hnéhæð og svo til upp í rjáfur, en þá skeður hið merkilega, að fólk dvelur þar iðu- lega lengst og skoðar af mestri athygli! Og hér var þanþol athyglisgáfunnar mikið ásamt fjörugri orðræðu um verkin manna á millum. Áður en lengra er haldið, er rétt að fram komi, að hér er á ferð árleg sýning viður- kenndra atvinnulistamanna, að stórum hluta meðlima konunglegu akademíunnar, Royal Academy. Einangrast alfarið við málara, teikn- ara, grafíklistamenn, myndhöggvara og arki- tekta, alla sígilda höfuðgeira sjónlista. Til að forða nærtækum miskilningi, þurfa þeir þó MÁLVERK eftir Victor Pasmore (1918-1998). engan veginn að hafa stundað nám við sam- nefndan listaskóla í sömu byggingu. Getur tek- ið langan tíma og mörg ár að ná svo langt að komast í samtökin og/eða fá myndir á sumar- sýninguna, telst hvorutveggja drjúgur heiður. Einstaka bógurinn virðist þc lengi vel ekki hafa kært sig um að fylla hópinn og þeirra á meðal hinn nýlátni Victor Pasmore (f. 1908), sem varð meðlimur svo seint sem 1983, en sér- stök upphenging er tileinkuð þeim gáfaða, fjöl- hæfa, hugmyndaríka og sjálflærða málara. Sumarsýningamar hafa verið lengi við lýði, eða frá 1769. Fylgdu upprunalega stofnun kon- unglegu listakademíunnar ári áður, og mynd- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. ÁGÚST 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.