Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Kristinn LISTIN BORIN Á TORG MENNINGARNÓTT í Reykjavík verður sett þriðja sinni við Hall- grímskirkju klukkan 17 í dag og þá m.a. verður torgið við kirkjuna, sem Ijósmyndin er af, opnað og þvf gefið nafn. Vökum af list heitir Menningarnóttin að þessu sinni og stendur fólki til boða að njóta lista með mjög margvíslegum hætti, eins og kynnt hefur verið í Morgunblaðinu undanfarna daga. HEIMILDA- MYND UM GÖGGU LUND SAGA Film hefur lokið við gerð heimild- armyndar um líf og störf dansk-íslensku söngkonunnar Engel Lund. Höfundur handrits er Frank Ponzi. Myndin er að mestu tekin upp árið 1977 og hefur, að sögn Franks, að geyma einu mynd- bandsupptökumar sem til eru af Engel, sem jafnan var köll- uð Gagga, en hún lést fyrir tveimur ár- um. Auk mynda og viðtala við söngkon- una sjálfa er rætt við nokkra erlenda samferðamenn hennar en, sem kunngt er, gerði Gagga garðinn frægan víða um lönd áður en hún settist að á lslandi árið 1960. „Gagga Lund var einstök kona - goð- sögn,“ segir Frank. „Hún var heimsfræg söngkona sem söng á 21 tungumáli. Eigi að síður gleymdi Gagga aldrei rótum sín- um og lyfti grettistaki í íslensku tónlistar- lífi eftir að hún sneri heim.“ Göggu og Frank var vel til vina. Kveðst hann eigi að síður hafa þurft að beita hana fortölum til að gera myndina. „Gagga var hógvær kona og hafði lítinn áhuga á gerð myndarinnar þegar ég færði þetta í tal við hana. Ég útskýrði aftur á móti fyrir henni að ef ég myndi ekki gera heimÖdarmynd um hana myndi bara einhver annar gera það síðar og þá væri ekki víst að hún fengi að hafa hönd í bagga með gerð hennar. Hún hugsaði sig um en sagði síðan: „Jæja, Frank. Það er best að þú gerir þessa mynd!“ Frank segir ekki enn liggja fyrir hvenær myndin komi almenningi fyrir sjónir en bæði Ríkissjónvarpið og Stöð 2 hafi sýnt henni áhuga. Segir hann mynd- ina verða þýdda á ensku, þýsku og jafnvel dönsku enda standi hugur aðstandenda til þess að flytja hana út. „Skárra væri það nú. Gagga Lund var alþjóðleg stjama og myndin því alþjóðlegt viðfangsefni." Gagga Lund IBSEN OG STRINDBERGHÁTÍÐIR NORÐMENN og Svíar heiðra minningu tveggja sinna mestu leikskálda með veglegum hátíðum í höfuð- borgum landanna í lok ágúst og byrjun september. Eru báðar hátíðamar orðn- ar að árvissum viðburðum og draga að fjölda gesta, innlendra sem erlendra. Leiklistarhátíðin til- einkuð Henrik Ibsen hefst í Osló þann 27. ágúst og stendur til 5. september. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin. Þarna er stefnt saman ólíkum upp- færslum á verkum Ibsens sem komið hafa fram síð- asta árið. Auk norskra sýn- inga verður boðið upp á sýningar frá Grikklandi, Svíþjóð, og Bandaríkjunum, auk rómaðrar sýningar frá Litháen á Hamlet eftir Shakespeare í leik- stjóm Eimuntas Nekrosious, sem sagt er frá á bls.6. Af öðmm sýningum sem verða í boði má nefna sýningu Dramaten í Stokkhólmi á Þjóð- níðingi í leikstjóm norðmannsins Stein Winge og aðra sýningu sama leikstjóra fyrir Norska þjóðleikhúsið á Brandi. Gint er sýning The Theatre for the New York City á Pétri Gaut. Norska þjóðleikhúsið frumsýnir Austurríki, nýtt leikrit eftir Ceceliu Löveid og Lille Eyjolf & Co er nýstárleg sýning Torshovleikhússins norska á verki Ibsens. Ein dansýning er í boði, Peer Pressure eftir Jo Strömgren í flutningi Black Box dansflokksins. Þá er boðið upp á alls kyns uppákomur í tengslum við hátíðina alla dagana sem hún stendur yfir. Slrindberg i Stokkhólmi Strindberghátíðin er orðinn árviss viðburður í Stokkhólmi og nú segjast aðstandendur hátíð- arinnar bjóða upp á 400 dagskráratriði dagana 22. ágúst til 12. september. Atriðin em af fjöl- breyttum toga, leiksýningar, tónleikar, mynd- listarsýningar, gjörningar, upplestur og dans. Sérstök áhersla í ár er að sögn lögð á sögu- og kóngaleikrit Strindbergs og koma sýningar víða að úr veröldinni. Má nefna uppfærslu á Draumleik frá Luxemburg og tvær uppfærslur á Fröken Júlíu, önnur frá Tirana í Albaníu og hin frá Tampere í Finnlandi. Einnig tvær ólík- ar sýningar á Föðumum, önnur frá Los Angel- es og hin frá Vilnius í Litháen. Af söguleikjun- um verða sýndir Eiríkur XIV sem birtist í rússneskri uppfærslu og þýsk sýning á Gústaf Adolf. Master Olof verður fluttur í dómkirkj- unni í Stokkhólmi í leikstjórn Mathias Lafolie og hátíðinni lýkur með Ingar con Fuego, sýn- ingu Chileanska þjóðleikhússins í leikstjórn Svíans Staffan Valdemar Holm. Þá verður dansflokkur Pinu Baush með tvær nýjar sýn- ingar í Stokkhólmi meðan á hátíðinni stendur, The Window Cleaner og Café Muller and the Rite of Spring. Einnig verða sýningar í La Cel- estina eftir spánska 15. aldarskáldið Femando de Rojas í leikstjóm canadíska leikstjórans Robert Lepage, en hann hefur vakið alþjóðlega athygli á undanfórnum ámm fyrir sýningar sínar. KRISTJÁN OG KUNDERA Skáldsagnahöfundurinn tékkneski Milan Kund- era hefur tekið sérstöku ástfóstri við málverk Kristjáns Davíðssonar. Að ósk Kundera birtist málverk eftir Kristján á kápu íslenskrar Mljuút- gáfu Bókarinnar um hlátur og gleymsku sem kom út hjá íslenska Mljuklúbbnum í fyrra. Sama ár var málverk eftir Kristján á kápu La lenteur (Með hægð) sem Gallimard í Frakk- Kiinrfcia Lalcntcur MÁLVERK eftir Kristján Davíðsson prýða bókakápur skáldsagna Kundera. Cappelen í Noregi kápumynd. landi gaf út. Nýlega kom ensk þýðing (Identity) á skáldsögunni Oljós mörk, eins og hún nefnist í ísienskri þýðingu Frið- riks Rafnssonar, út hjá bandarísku útgáfunni Harper Collins, einnig með mynd af málverM eftir Kristján Davíðsson. Norsk útgáfa sömu bókar sem er væntanleg hjá í haust verður með sömu MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 Ljósmyndasýning Wayne Guðmundsson og Guðmundar Ingólfssoanr. Til. 23. ágúst. Fálkaiiúsið, Hafnarstræti 1 Greipar Ægis sýnir sandskúlptúra. Til áramóta. Gallerígeymsla Kárastíg 13 Logi Leó sýnir til 28. ágúst. Gallerí Geysir, Aðalstræti 2 Jónas Hallgrímsson til 23. ágúst. Gallerí 20 fermetrar, Vesturgötu lOa Helgi Hjaltalín Eyjólfsson sýnir. Galierí Handverks & hönnunar Anita Hedin textillistamaður frá Svíþjóð sýnir til 22. ágúst. Gallerí Hornið Ljósmyndasýning Einars Sebastians. Til 9. sept. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 Elanor Symms sýnir til 22. ágúst. Gallerí Ofeigs, Skólavörðustíg 5 Isa Ohman sýnir til 22. ágúst. Gallerí Stöðlakot við Bókhlöðustíg Ásdís Guðjónsdóttir sýnir til 30. ágúst. Gallerí Sævars Karls við Bankastræti Kristján Steingrímur sýnir til 2. sept. Gallerí Svartfugl, Akureyri Jónas Viðar Sveinsson sýnir. Kjarvalsstaðir Stiklað í straumnum. Úrval verka úr eigu Lista- safns Reykjavíkur. Til 30. ágúst. Listagallerí, Engjateig 17 Helgi Björgviysson sýnir til 22. ágúst. Listasafn ASÍ Guðmundur Ingólfsson og Wayne Guðmunds- son sýna til 23. ágúst. Listasafn Árnesinga, Selfossi „Agústþrenna" ti! 30. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar Opið alla daga nema mánudaga ki. 13-16. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Kristín Guðjónsdóttir sýnir til 30. ágúst. Listasafn lleykjavíkur, Hafnarhúsinu Konur, úrval úr Errósafni Reykjavíkurborgar. Til 23. ágúst. Listasafn Sigurjóns Óiafssonar Guðmunda Andrésdóttir, Jóhannes Jóhannes- son, Kristján Davíðsson og Þorvaldur Skúlason. Safnið opið alla daga nema mánudaga kl. 14-17 til 1. sept. Mokkakaffi, Skólavörðustlg Valgerður Guðlaugsdóttir sýnir til 9. sept Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b Daníel Þ. Magnússon, Hrafnhildur Amardóttir, Juan Geuer og Finnur Amar. Til 6. september. Norræna húsið við Hringbraut „Þeirra mál ei talar tunga“ - íslandsdætur í myndlist til 23. ágúst. Hafnarborg, Hafnarfirði Fimm listamenn frá Slésvík-Holtsetlandi. Ásta Árnadóttir í Sverrissal. Til 24. ágúst. Ingólfsstræti 8 Hægt að skoða verk Rögnu Róbertsdóttur, Bryndísar Snæbjömsdóttur og Sólveigar Aðal- steinsdóttur f gegnum gluggann til 17. sept. Ketilhús, Akureyri Samsýn: Sólveigar Baldursdóttur, Guðrúnar Pálínu og Hrefnu Harðardóttur. Listaskálinn, Hveragerði Projekthópurinn sýnir til 30. ágúst. Safn Ásgríms Jónss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjómiqjasafn fslands, Hafnarfirði Sumarsýning á (jósmyndum Helga Arasonar. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suð- urgötu Handritasýningin Þorlákstíðir og önnur Skál- holtshandrit. Til 31. ágúst. Safnasafnið, Svalbarðsströnd Anna Líndal sýnir til 28. ágúst. SPRON, W[jódd Harpa Björnsdóttir sýnir til 24. okt. TÓNLIST Laugardagur Hallgríinskirkja: Douglas A. Brotschie org- anisti. Kl. 12. Sunnnudagur Hveragerðiskirkja: Eva Mjöll Ingólfsdóttir og Andrea Kristinsdóttir fiðluleikarar. Kl. 17. Hafnarborg: Píanótónleikar Valgerðar Andrés- dóttur. Kl. 20.30. Hallgrímskirkja:Hörður Áskelsson organisti. Kl. 20.30. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kristjana Helgadóttir flautuleikari og Dario Macaluso gít- arleikari. Kl. 20.30. LEIKLIST Borgarleikhúsið Grease, lau. 22., sun. 23., fim. 27., fos. 28. ágúst. fslenska óperan Camien negra. Rokk-, salza-, poppsöngleikur, lau. 22. ágúst. Hellisbúinn, lau. 22., fim. 27. ágúst. Iðnd Þjónn í súpunni, sun. 23., fim. 27. ágúst. fslenska óperan Hellisbúinn Iau. 15. ágúst, fim., fös. Kaffileikhúsið Líf manns eftir Leonid Andrejev. Frums. laug- ard. 22. ág. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bróflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 1 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. ÁGÚST 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.