Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 11
— r' ■ >> <; |§||ff ■ lSjragLt|fev v'z&jdkr..-* : Á HELLNUM. Stapafell og Snæfellsjökull í baksýn. HELLNAR FYRR OG NÚ EFTIR KRISTIN KRISTJANSSON Nokkur atriði í tilefni greinar Sæbjörns Valdimarssonar, Hellnar í hálfa öld, sem birtist í Lesbók 11. júlí sl. ■ . ■ S-;.r.'' SrSSgí Ljósmynd: Leifur Kristjánsson. LESBÓK Morgunblaðsins 11. júlí sl. birtist grein eftir Sæbjöm Valdi- marsson, sem hann nefnir Hellnar í hálfa öld. Sæbjöm er þekktur fyrir skemmtilega umfjöllun um kvik- myndir í Morgunblaðinu. Hann er góður penni sem á einkar gott með að tjá skoðanir sínar á litríku máli svo eftir er tekið og vel mættu ýmsir, sem við skriftir fást, taka stíl hans sér til fyrirmynd- ar. Það vakti því bæði forvitni og ánægju, þeg- ar ég sá grein hans í blaðinu, þar sem hann fjallar um okkar heimabyggð frá sínum æsku- og unglingsárum. Við frændurnir er- um því sama marki brenndir, að hafa slitið barnsskónum á þessum stað, þótt 19 ár skilji okkur að, auk þess sem ég á heimili þar öllu lengur en hann. Eftir að hafa lesið greinina, verð ég að segja vini mínum og frænda, að betur hefði hann mátt leita sér nánari heimilda um ýmis þau mál sem hann fjallar um. Það er vanda- samt að fara höndum um hina liðnu tíð og gæta þess að raska ekki því sem sannast og best er vitað. Það er líka vandasamt að kveða upp dóma um það sem er að gerast í nútíðinni og nauðsynlegt að fara varfærnislegum hönd- um um menn og málefni, ekki síst ef um er að ræða það sem snertir söguna sjálfa og seinni tíðar menn kunna að leita til sér til fróðleiks og sönnunargagna. Eg mun reyna að fara fljótt yfír sögu og byrja þar á sem S.V. talar um Axlarbjarnar- dys. Hann segir frá jarðarbótum fóður síns og tengir þær síðan við áðurnefnda dys, og segir: „Karlinn (þ.e. faðir hans) sat hins veg- ar sem fastast á dys Axlarbjarnar á Laugar- holtinu meðan jarðýtan böðlaði upp veginum, uns hættan var liðin hjá. Hún stendur enn ..." Hér mun S.V. eitthvað ruglast í ríminu. Hið rétta er: Nokkru áður en vegur komst vestur fyrir Hellnahraun, tókum við nokki’ir Hellnarar til við að ryðja fyrir vegi frá vænt- anlegum þjóðvegi niður að Hellnum. Notuð voru hin hefðbundnu gömlu verkfæri, hakar og skóflur. Jarðýtur höfðu þá aldrei komið vestur fyrir Hellnahraun. Á leið okkar niður Laugarholtið, var austasta dys Axlarbjarnar og vildum við fyrir engan mun hrófla við henni, heldur tókum nokkra beygju á veginn fram hjá dysinni. Valdimar faðir Sæbjarnar var meðal okkar. Hann hafði gjarnan vísur á hraðbergi við hin ýmsu tækifæri. Sem við vorum þama í kaffipásu, kastar hann fram þessari vísu, sem segir til um hverjir voru þar að verid. Vísan hljóðar svo: Bogi sýnir dáð og dug, Diddi og Mansi hljóta lof. Valdi komst í vígahug, veður Leifur jörð í klof. S.V. er trúlega ekki sá eini sem veit ekki hið sanna um staðsetningu Axlarbjarnar- dysja. Þær voru upphaflega þrjár, því ekki þótti verjandi að urða hann í einni dys, svo hættulegur var hann, einnig þótt dauður væri. Umrædd dys var austust, sú næsta beint vestur af henni á miðju holti og sú vest- asta efst á brekkubrúninni fyrir austan Laugarbrekku. Faðir minn, Kristján Brands- son, d. 1966, fór með mér á þessa staði skömmu áður en hann dó og varla var hægt að segja um þann mann, að hann færi með fleipur. Hin forna þjóðleið lá um svokallaða Miðgötu í Hellnahrauni og þaðan þvert yfir Laugarholt að Laugarbrekku. Dysjarnar þrjár voru því samkvæmt fornri siðvenju við þjóðleið. Eftir að ég flyt frá Hellnum, var varanlegri vegur lagður niður Laugarholtið og þá var umrædd dys eyðilögð. Nokkru síð- ar fór fram grjótnám á þessum slóðum til hafnargerðar á Arnai-stapa, þá var miðdysin eyðilögð og eftir stendur sú vestasta. Fyrir nokki-um árum sýndi ég Skúla Alexanders- syni á Hellissandi dysina og gekkst hann fyr- ir því að hún væri tekin inn á þjóðminjaskrá og merkt samkvæmt því. Eg hefi veitt því athygli, að það eni margir sem halda að stór dys skammt frá, fast við þjóðveginn, sé Axlarbjarnai'dys; en þessi dys er nefnd Dreplakolludys. Árni Ola rithöfund- ur minnist á hana í bók sinni Undir Jökli. Næst vil ég minnast á hana vinkonu okkar Jöklara, Oddnýju Pflu. Hún var ekki talin norn eins og S.V. heldur fram og heldur var hún ekki urðuð. Oddný Pfla var unglings- stelpa sem strákar á Hellnum vöktu upp. Gerðist stelpan þá allumfangsmikil og gerði Hellnamönnum ýmsar hremmingar, svo þeir gátu ekki við unað. Fengu þeir þá Latínu- Bjarna, sem þá bjó á Knerri, til að kveða hana niður, en Bjarni hafði það sem einskon- ar aukabúgrein að kveða niður drauga. Fór hann með stelpuna niður í Hellnafjöru og kvað hana þar niður. Þegar Bjarni fór að heimta sitt kaup af Hellnamönnum fyrir við- vikið neituðu þeir að greiða honum kaup það sem upp var sett. Latínu-Bjarni undi því ekki og gerði sér lítið fyrir og vakti Oddnýju upp aftur. Gerist hún nú hin versta fordæða, drap fénað og skaðaði fólk. Hellnamenn sáu þá ekki fram á annað, en að biðja Latínu-Bjarna ásjár og ganga endanlega frá stelpunni. Bjarni lofar því með þeim skilyrðum, að þeir greiddu sér verkið fyrirfram. Neyddust þeir til þess. Fór hann þá með Oddnýju austur í Hellnahraun, miðja vegu milli Hellna og Stapa í gjótu mikla, kvað hana þar niður. Talið er að ekki hafi krælt á þessu kvendi síð- an. Staðurinn er síðan nefnd Draugalág eða Oddnýjargjóta. Mér þykir vænt um að S.V. skuli minnast á Laugarbrekku, þann stað sem ég tel merkastan á Snæfellsnesi á eftir Helgafelli og Ingjaldshóli. Þar hefði ég gjarnan viljað sjá konungs Jöklara, Bárðar Snæfellsáss, minnst á verðugan hátt. Þótt allt gott megi segja um styttu hans á Miðmundarhóli á Arn- arstapa eru sögutengslin röng og villandi fyr- ir nútímamanninn sem ekki þekkir söguna. Vonandi munu menn framtíðarinnar gera honum einhver skil á þeim stað sem sagan skipar honum sess og aldrei mun fyrnast meðan Snæfellsnes er byggt. Það er lofsvert átak sem framkvæmt hefur verið um sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem fædd vai’ á Laugarbrekku. Við þjóðveginn hefur verið sett upp stórt skilti, þar sem saga og ferðalög Guðríðar eru rakin. Textinn er einnig á ensku, sem auðveldar erlendu ferðafólki kynna sér sögu þessarar merku konu. Skag- firðingar voru reyndar fyrri til að minnast hennar á viðeigandi hátt. Vonandi eiga Jöklarar eftir að bæta um betur þegar fram líða stundir. En allt horfir þetta til betri veg- ar. Ég er ekki sáttur við S.V. hve hann af- greiðir Ásgrím Hellnaprest á ódýran hátt. Umfjöllun hans er einföld og skýr. Hann seg- ir: „Síðar var þessi merkisjörð kirkjustaður, sem séra Ásgrímur Hellnaprestur (1758-1829) gerði frægan að endemum, reyndai'.“ Eg hefi alla tíð verið stoltur af þessum klerki sem stóð uppi í hárinu á bæði hinu veraldlega og geistlega valdi þeirrar tíð- ar. Það yrði of langt mál að fara yfir sögu Ás- gríms Vigfússonar Hellnaprests, sem ber sterkan keim af dómum hins merka sagnarit- ara Jóns Espólín. Þeir voru fjandvinir miklir á meðan þeh' voru nágrannar. Sjálfsagt hefur Ásgrímur átt sinn þátt í þeim illdeilum, en varasamt er að trúa heimildum sem skráðar eru af óvildarmanni. Tvisvar sinnum var sr. Ásgrímur dæmdur frá kjóli og kalli fyrir, að talið var, embættisafglöp. I bæði skiptin leggur hann það á sig að sigla til Kaup- mannahafnar til að hnekkja þessum dómum. Það út af fyrir sig er þrekvirki á þeim tímum. Fáir prestar íslenskrai' kirkju hafa verið jafn umdeildir og Ásgrímur Hellnaprestur um sína daga. Hann átti án alls vafa fleiri fjand- menn en vini. Oftar en ekki stóð hann fyrir eigin sök berskjaldaður andspænis gagnrýni og slúðri sóknarbarna sinna og hreppsslúðri. En meira að segja svæsnustu fjandmenn hans hafa ekki komist hjá að fara um hann viðurkenningarorðum og metið verk hans að verðleikum. Hann fékk margar viðurkenningar fyrir jarðabætur og var alh'a manna hagastur á tré og járn og silfursmiður góður. Hann smíðaði timburstofur og báta eftir eigin teikningum. Hann hjó brunn í berg við brekkufótinn í Hellnafjöru, því erfitt var að afla vatns á Hellnum. S.V. minnist á Fjörubrunninn, sem nú sé horfínn. Þetta er sá frægi Ásgríms- brunnur, þar sem lítil lind kemur fram úr berginu. Þessi brunnur stóðst, að mig minnir allan sjógang hér áður fyrr. Á síðari árum hefur fjaran breyst mikið. Nú er samfelld sandíjara frá flæðarmáli að brunninum og á sjór því auðveldari leið að honum. Ég minnist þess nú á síðari árum, að bæði Kristín systir mín, meðan hennar naut við, og Leifur bróðir minn gerðu ítrekaðar tilraunir til að grafa brunninn upp, en allt fór á einn veg. Brunn- urinn varð sandi orpinn eftir hvern vetur. Ég er sammála S.V. að hér þarf að búa svo um hnútana að brunnurinn týnist ekki og gleym- ist líkt og gerðist með ískrabrunn við Gufu- skála. S.V. fjallar nokkuð ýtarlega um Gvendar- brunn eða Lindina og telur að þar hafi verið unnin stórspjöll og er hann bæði sár og gramur vegna þeirra aðgerða sem þar hafa verið gerðai'. Nú ætla ég ekki að gerast dóm- ari í þessu máli en tel þó að þessari lind hafi verið mikill sómi sýndur. Ég hefi orð Finn- boga á Laugarbrekku fyrir því, að texti sá sem komið hefur verið fyrir við Lindina, sé gerður eftir Guðmund Kristjánsson frá Gísla- bæ sem var æskuvinur Finnboga. Guðmund- ur þessi er látinn fyrir nokkrum árum. Hann bjó lengst af á Siglufirði, en þar og víða norð- an lands vora miklar sagnir af Guðmundi góða og ferðum hans um landið, þar sem hann helgaði margan brunninn. Guðmundur Kristjánsson var óvenjulega vandaður maður bæði til orðs og æðis, eins og hann átti kyn til. S.V. vill halda nafninu Gvendarbrannur, en segir þó að áhöld séu um að Guðmundur góði hafi nokkum tímann komið að Hellnum. Hann segir ennfremur að ekkert af sínu fólki langt aftur í ætth- hafi nokkurn tímann talað um helgi þessarar lindar. Annað segir Helga frá Dagverðará í bók sinni Öll erum við menn er kom út 1986. Yfirskrift þessa kafla heitir Lífslind Hellnamanna. Þai- segir Helga m.a.: „Þegar ég var telpa innan við fermingu var hjá foreldram mínum kaupakona sem hét Jósefína Sigurðardóttir. Hún var fædd og uppalin í Breiðavíkurhreppi. Einu sinni vora foreldrar mínir að tala um Helgafell í Helga- fellssveit og þá trú sem fólk hafði á því felli. Þá sagði Jósefína: „Undir Jökli er líka heilag- ur staður sem fólk trúir á.“ „Það er Lindin við Lindarbrekku," svaraði faðh' minn. Þá sagði Jósefína okkur þessa sögu. Eitt vor ferðaðist Guðmundur biskup góði um Snæ- fellsnes. Hann hafði með sér tvo presta. Þetta vor var svo þurrkasamt, að ekki hafði komið dropi úr lofti í mai-gar vikur og gras- vöxtur svo lítill, að til vandræða horfði. Ein- hver veikindi höfðu lagt börn og ungt fólk í rámið og valdið miklum ungbarnadauða. Vatnsleysi bættist ofan á erfiðleika Hellna- manna, þar sem vatn varð að sækja í Bárðar- laug, sem á þeirri tíð þótti óhæft til drykkjar. Guðmundur biskup kemur snemma morguns að Hellnum með prestum sínum. Þeir höfðu gist á Amarstapa. Þar var fólk með sömu veiki og þá sem þjáði Hellnamenn." Og áfram segir: „Hellnamenn sögðu biskupi frá þeim erfiðleikum sem vatnsleysið olli. Biskup bað kunnuga menn að sýna sér þá staði, þar sem vatn þryti síðast í þurrkum.“ Biskupi voru sýndir þeir staðir á Hellnum, þar sem vatn væri helst að fá, og síðast fór hann að Brekku. Hann söng síðan bænamessu að öll- um Hellnabúum viðstöddum. Daginn eftir kom fólkið með prestinum á staðinn og mikil varð undrun þess, þegar það sá silfurtæra lind streyma undan hraunjaðrinum. Frásaga Helgu er ýtarlegii og segir þar frá blessunar- orðum biskups. Eftir þetta var býlið Brekka nefnt Lindarbrekka. Því miður get ég ekki í stuttri blaðagrein, sagt þessa sögu Helgu í heild sinni. Þó vil ég enn gefa Helgu orðið: „Árið 1928 kem ég í fyrsta skipti að Skjaldartröð. Þá var Kristín í Skjaldartröð (afasystir S.V.) gömul kona og alblind, en andlegir ki'aftar hennar og^ LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 22. ÁGÚST 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.