Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 13
teikningar mínar, strokaði burt áritanir mínar og lét líta svo út sem þær væru eftir sig. Ég ásakaði hann ekki, en eigi að síður hlaut hann ákúrur skólayfirvalda fyrir. Seinna, meðan ég var í París, ákvað hann að stela unnustu minni með því að leggja tálsnörur fyrir hana með fullyrðingum um viðkvæmar tilfinningar. Og að lokum, þegar hann sá nýjustu myndir mín- ar og skildi mig ekki lengur, varð hann af- brýðisamur eins og allir hinir. Á þann hátt leystist æskuvinátta okkar upp við umskiptin yfir til illrar tilveru hinna fullorðnu. Ég verð ekki lengur undrandi þegar menn yfirgefa mig, eða ég er svikinn, gleðst ekki lengur yfir nýjum vinum. Ég er tortrygginn. Ég á enga vini. Annar hefur einnig yfirgefið mig, hann er ekki lengur fátækur, meira að segja frægur. En heimurinn er fullur af vinum. Þegar snjó- ar, opna ég munninn til að gleypa flyksumar. Næ ég þeim? Það er svipað með vinina. Hjálpa þú mér góði guð að fella raunsönn tár fyrir framan dúka mína. Þar eiga hrukkur mínar og fölvi að vera, þar skal ólgandi sál mín marka spor sín um daga alla. Talsmátinn er svo opinskár, sjálfsprottinn og elskulegur, að allt hlýtur að vera satt og rétt. Tímamir fyrir stríðið voru erfiðir í Rúss- landi, ógnþmngin spenna í loftinu, listamaður- inn í eðli sínu hrekklaus mannvinur, og slíkir verða auðveldlega bráð óprúttinna í kald- hömmðum heimi. Chagall kom til heimsborgarinnar við Signu árið 1910, frá litlu einangruðu þorpi í nágrenni Vitebsk, hverfi þar sem bjuggu fátækir rétt- trúnaðargyðingar, og var með framandi þjóð- sögur í farteskinu. Er til frásagnar, að í þann mund er hann kom í heiminn braust út eldur í hverfinu sem varð brátt alelda, og logarnir teygðu sig til himinsins. Framsæknir lista- menn Parísar tóku honum opnum örmum, ef ekki fagnandi, myndefni hans, hinar rússnesk- gyðinglegu duldir og alþýðuævintýri höfðuðu sterkt til þeima. Einkum þó dýrkendur fram- úrstefnu sem vom heillaðir af negraskúlptúr- um og fmmstæðum þjóðum eins og þeir upp- lifðu þær á mannfræðisafninu, Musée de l’Homme. Rithöfundar módernismans sáu í verkum Chagalls, afturkomu skáldskaparlistarinnar í málverkið, þau virkuðu fersk, frjó og ögrandi, komu í opna skjöldu. Hann rauf viðteknar hefðir, hin almennu vísindi listarinnar, felldi þyngdarlögmálið úr gildi. Gerðist þar með ósjálfrátt og óafvitandi einn af upphafsmönn- um hjástefnunnar, surrealismans. Þannig fæð- ast liststílamir, líkt og komi þeir fljótandi á fjöl um elfu tímans, rökrétt og fyrirhafnar- laust, gerðu það í öllu falh. Chagall var mynd- skáld sem yfirfærði hugsanir sínar, tilfinning- ar drauma og hugsýnir í liti og form, verk hans tjá sársaukafulla þrá og djúpt þunglyndi eða glóa af tilfinningaþrungnum ofsa, ljóma af óheftri sköpunargleði. I París kom Chagall sér fyrir í vinnustofuhúsi er nefndist la Ruche, í nágrenni sláturhúsanna við Vaugirard. Það lá falið í nokkurs konar einskismannslandi milli borgarinnar og sveitarinnar, felustaður lista- manna, sem voru hálfgerðir útigangsmenn, clochardar, en áttu seinna eftir að verða við- frægir, sumir heimskunnir. Hann kynnist rit- listarmönnum sem voru eitmig alteknir ævin- týraþrá, svo sem Blaise Céndrars, Ca- nudo, Apollinaire, Max Jacob og Ándré Salomon, ennfremur málurum líkt og Delaunay, Léger, Lohte, ballettmeist- aranum Serge Diaghilev, dansaranum Nijinskij og leikritahöfundinum og byltingarmanninum Lunatsjarskij, sem seinna varð kennslu- og menningar- málaráðherra Rússlands, 1917-29. Þrátt fyrir allt voru það einungis hin- ar miklu vegalengdir sem skildu París og heimaslóðir sem komu í veg fyrir að Chagall sneri fljótlega aftur til Rúss- lands, sem hann elskaði öllu ofar. En Louvre-safnið varð til að binda enda á þessar vangaveltur og efahyggju, og eftir að hafa skoðað salina með Manet, Delacroix og Courbet voru málin ráðin. Rússnesk list missti flugið í saman- burði við þessa jöfra. Honum fannst að jafnvel þótt rússneskir málarar væru dæmdir til að vera lærlingar og þiggj- endur vestur-evrópskrar listar, væru þeir að upplagi lítt trúir lærimeisturun- um. Bestu rússnesku raunsæismálamir stæðust ekki samanburð og væm móðgun við raunsæi Courbets. Nú voru það söfnin og sýningamar sem skiptu máli og Chagall áleit seinna, að ekkert listaakademí hefði getað komið í stað- inn fyrir allt sem hann uppgötvaði á söfnum, sýningum og sýningarglugg- um. Þegar, daginn eftir komu sína til SKEMMTIGANGA, 1917-18, olía á léreft, 170 x 163,5 cm, Ríkislistasafnið, Pétursborg. MYNDBYGGING með sirkli og geit, 1920, olía á pappa, 38 x 49,5 cm, einkaeign. ELSKENDUR í svörtu, eftir 1910, indverskt blek og blýantur á pappír 23 x 18 cm, Sögusafn myndlistar og byggingarlistar, Pskov. Parísar, skoðaði hann sýningu hinna óháðu, Salon des Indépedants, risaframkvæmd sem honum var sagt að tæki allt að tvo daga að komast í gegnum! Hins vegar vora einkasýn- ingar enn sem komið var fágæti, helst hvað Matisse og Bonnard snerti, teljast þannig af- kvæmi aldarinnar. Allt eru þetta mikilsverðar upplýsingar, einkum í ljósi þess að Chagall lagði gi-unninn að list sinni á tímabilinu, og þessi frjóu ár hafði málarinn í blóðinu og heilakirnunni er hann hélt til Rússlands 1914. Aðdragandinn var að í maí 1914 fór málarinn til Berlínar til að vera við opnun sýningar á verkum sínum í ELSKENDUR, 1916, olía á pappa, 70,7 x 50 cm, eikaeign. Sturm-listhúsinu, og 15. júní tók hann stefn- una á Rússland til að vera viðstaddur brúð- kaup systur sinnar og hitta Bellu sína, sem hann giftist litlu síðar. Hrekklaus eins og hann var í eðli sínu og grunlaus um hildarleikinn sem í vændum var, skildi hann myndir sínar eftir í Þýskalandi, Hollandi og París, nær fjög- ur hundruð talsins. Drjúgan hluta lykilverka T höndum Herwai-th Waldens, stofnanda og höf- uðs Sturm-hreyfingarinnar 1 Berlín. Árin sem fylgdu reyndust Chagall mótdræg, en hann kynnist fljótlega helstu skáldum þjóðarinnar svo sem Blok, Jesenín, Majakovskí og Pasternak ásamt því að hann heimsækir Maxím Gorki, allt þetta var líkast því að fá sjálfa sál rússnesku þjóðarinnar í æð. Stærsti atburðurinn var þó fæðing dótturinnar Idu' 1916, einkalíf hans er umvafið ást og ham- ingju, sem hann yfirfærir á dúka sína, Bella og ástin til hennar urðu ytra og innra byrði listar Chagalls sem málaði sig frá stríðinu og and- streyminu. Eftir nokkrar sýningar í Moskvu og Pétursborg snýr hann í kjölfar októberbylt- ingarinnar, sem hann var hlynntur, aftur til Vitebsk, allt sem hann vissi um marasmann var þó einungis að höfundur hans væri júði með mikið hvítt skegg. Af vini sínum Luna- tjarskji er hann skipaður, kommisar, lista- skóla sem þar var komið á fót og á svipuðum tíma eru verk hans sýnd í sérsal á sýningu í Vetrarhöllinni og ríkið kaupir tólf verka hans.. I öllum glundroða tímanna, fátækt og upp- lausn var mikil eftirsókn eftir kennarastöðum við skólann og fast sótt að Chagall úr öllum áttum, sem í gæsku sinni var ekki að fara í manngreinarálit. En fljótlega fóru einsýnir og róttækir marxistar að misnota sér hrekkleysi og góðsemi hans, grafa undan velunnara sín- um, sem þeir töldu fulltrúa úreltrar og úrkynj- aðrar listar. Á meðan Chagall var á ferðalagi til að útvega vistir liti og peninga, gerði sam- anlagt kennaraliðið uppreisn og fékk nemend- uma í lið með sér. Svo fór að hann kaus frekar að láta af stjórn skólans en standa í vegi fyrir viðhorfum og nýstefnum manna eins og Ma- levitsch og E1 Lissitskys. Kannski fyrsti vísir og kímið að dólgamarxisma og útilokunar- stefnu seinni tíma, sem hefur verið svo áber- andi í list Vesturlanda allar götur síðan. Þeim marxisma götunnar, er hafnaði öllum fyrri' gildum úr sögu Rússlands af því offorsi og nið- urrifi, að er tímar liðu olli það mörgum bylt- ingarsinnum slíkum vonbrigðum og fyllti þá slíkri örvætningu að bæði Majakovskí og Jes- enín lögðu höld á sig. Chagall hafði miklar mætur á Jesenin, sem hafði bros og tennur sem létu hjörtu bráðna. Sagði hann hrópanda, ölvaðan af guði en ekki áfengi. Með tárin í augunum slái hann ekki á borðið heldur brjóst sér, hrækti ekki á annað fólk, heldur andlitið á sjálfum sér. Chagall hins vegar hélt aftur til Évrópu og naut hér trúlega fulltingi vina sinna, skáldsins Demjan Bedny, sem bjó í' Kreml og sat í herráðinu, og Lunatjarskíjs. Var orðinn leiður á því að vera prófessor og skólastjóri og þráði vinnustofu sína í París og endurheimt verkanna sem hann skildi eftir. Vinur Chagalls, skáldið Rubiner, hafði skrifaði honum frá Þýskalandi, var að grennslast eftir hvort málarinn væri á lífi. „Menn segja þig dauðan í stríðinu. Veistu að þú ert orðinn frægur hér? Myndir þínar hafa skapað ex- pressjónismann. Seljast á háu verði. En reikn- aðu ekki með peningunum sem Walden skuld- ar þér. Hann mun ekki borga þér því að hann álítur að heiðurinn dugi.“ Trúlega hefur sagan um dauða Chagalls verið sett á svið af Walden og öðram kaupahéðnum til að hækka verð myndverkanna, slíkt gerist. Chagall hélt til Berlínar með Bellu og Idu, þar sem hann reyndi árangurs-^ laust að endurheimta myndir sínar, en Herwarth Walden orðinn ríkur. Og ekki fann hann heldur aðrar myndir, allt horfið, en vera má að hann hafi fundið eitthvað af frumdrögum á vinnu- stofunni í París, en þangað hélt hann eftir nokkurra mánaða dvöl í Berlín. Þetta var málaranum mikið áfall, en stundum felst lán í óláni því fyrir vikið tekur hann upp þráðinn þar sem frá var horfið 1914, málar fortíðina til sín, er þó ferskur og nútímalegur sem aldrei fyrr. Hinn hrifnæmi málari var farinn að vinna á súprematískum nótum eins og fleiri landar hans og kom það einkum fram í leikmyndum sem hann gerði er hann starfaði fyrir Byltingarsinnaða leikhúsið í Vitebsk og Gyðingaleikhúsið í Moskvu. En af slíkum átti Rússlancif nóg, en einungis einn Chagall og þannig snerist ólán málarans í gæfu hans og heimnsins, því enginn veit hvert framhaldið hefði annars orðið. Hins vegar varð málarinn nú meiri Chagall en nokkru sinni fyrr og stíl- brögðum sínum trúr allt lífið. Hreinn expressjónisti var hann þó naumast, byggði á erfðavenjunni frá Cézanne, varð fyrir sterkum áhrifum frá kúbisma, fauvisma og orphisma. En það var sama í hverra smiðju hann sótti, það endurtók sig sem skeði fyrrum er hann reyndi að eftirgera Courbet og aðra franska meist- ara, úr varð jafnan Chagall. Heimslist, sótt í' erfðavenju Vestur-Evrópu, auðguð óráðþægu táknsæi, með æskuárin í Vitebsk og rússnesk- ar hefðfr í bagrunninum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. ÁGÚST 1998 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.