Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 6
sölunnar með sérstökum lögum. Kálfholt var prestssetursjörð um hundrað ára skeið. Petta er víðlend kirkjujörð, með land að Þjórsá. Þjórsártún og Lækjartún, sem áður hét Kálf- holtshjáleiga, era byggð úr Kálfholtslandi. Ar- ið 1926 bjó í Kálfholtshjáleigu Jón Jónsson, og kona hans Rósa Runólfsdóttir síðar búandi að Herríðarhóli í sömu sveit. 1. mars árið 1926 skrifar Jón sýslunefndinni í Rangárvallasýslu bréf og óskar eftir meðmælum með því, að hann fái keypta jörðina Kálfholtshjáleigu sem var eign Kirkjujarðasjóðs eins og fjölmargar jarðir í Rangárþingi eru. Eftir sýslufundinn sendi sýslumaður Jóni bónda svarbréf þar sem í meginmáli er skráð: „Meirihluti sýslu- nefndarinnar telur varhugaverða sölu á Kálf- holtshjáleigu, vegna væntanlegrar vatns- virkjunar Urriðafoss og járnbrautarlagning- ar austur yfir Þjórsá.“ Urriðafoss er skammt fyrir neðan Þjórsárbrú. Það var mikið talað og skrifað um járnbrautarmálið á öðrum og þriðja áratug þessar aldar. Hinn 20. mars 1919 sótti fossafélagið Títan um sérleyfí til virkjunar Þjórsár allrar. Hafði norskur verk- fræðingur, G. Sætersmoen, athugað rennsli hennar um tveggja ára skeið á árunum 1916- 1917. Títanfélagið dró umsókn sína síðar til baka. Ekkert skeði svo í virkjunarmálunum við Þjórsá fyrr en en Búrfellsstöðin var byggð eftir lögum um Landsvirkjun árið 1964. Enn er málið vakið upp á Alþingi eftir að hljótt hafði verið um það í áratugi. Arið 1980 er borin fram tillaga til þingsályktunar um raf- knúna járnbraut. Flutningsmenn era: Þórar- inn Sigurjónsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Jóhann Einvarðsson. Upphaf tillögurnar er þannig: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram könnun á hagnýtu gildi þeiiTa hugmynda, sem upp hafa komið um rafknúna jámbraut til notkunar á mestu þéttbýlisstöð- um Suðvesturlands og austur yfír fjall.“ í greinargerð með þingsályktunartillögunni er rætt um orkukreppu, gjaldeyrissparnað með meira. Svo og telja flutningsmenn að járnbraut auki öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar. Flutn- ingsmenn tillögunar telja eðlilegt að gaum- gæfilega verði athugað hvort ekki sé hag- kvæmt að koma upp rafknúnum farartækjum og rafknúinni jámbraut um þau svæði sunnan- og suðvesturlands þar sem flutningar eru mestir. I þingskjölum kemur fram, að Þórarinn Sig- urjónsson bóndi og alþingismaður í Laugar- dælum hefur leitað til Hinriks Guðmundsson- ar, verkfræðings, sem svo aftur leitaði til ráð- gjafaverka í járnbrautarmálum í Þýskalandi. Einnig leitar verkfræðingurinn til Almennu verkfræðistofunnar hf. í Reykjavík. Bæði þessi fyrirtæki lýsa sig fús til að vinna saman að þessu verkefni. Þýska fyrirtækið telur að at- hugun muni taka 6 mánuði og kosta um 450 þús. D.M., um 18,1 milljón krónur. Þórarinn Sigurjónsson segir m.a. í þingræðu 27. janúar 1981: „Með flutningi þessarar tillögu viljum við flutningsmenn fá úr því skorið, hvort ekki sé tímabært að koma upp rafknúinni járnbraut um þéttbýlustu svæði landsins til vöruflutninga og e.t.v. mannflutninga. Meðal annara þjóða er járnbraut talin ódýrasta og afkastamesta flutn- ingatæki á landi sem hægt er að fá, þar sem hún hentar. Og með það í huga, að stöðugt hækkar verð á erlendum orkugjöfum. „Við eig- um að nota okkar innlendu orkugjafa og spara þannig erlendan gjaldeyri," sagði Þórarinn í þingræðu, þegar hann lagði áherslu á að ræki- leg athugun færi fram á hagkvæmni á rekstri jámbrautar um Suðurland og Suðurnes. í um það bil heila öld hafa umræður um járnbrautarlagnir á Islandi skotið upp kollin- um annað kastið þó með hléum allt til Alþingis- hátíðarársins 1930, en það ár era 800 bílar í eigu Reykvíkinga og þörfin á betri vegum á allri landsbyggðinni orðin brýn, en hægt mið- aði með hestvögnum á vegum sem ruddir voru með hökum og skóflum. Draumurinn um eim- reiðina rættist ekki þó að erlendu sérfræðing- arnir, sem hingað komu og athuguðu aðstæður sæju engin vandkvæði á því að leggja jám- braut fyrir eimreið austur í sveit. I dag eigum við raforkuna og virkjunarmöguleikana, en fátt bendir til þess að innlend orka eigi eftir að knýja hraðlestir um Suðurlandsundirlendið í á nými öld. Ný verkmenning við vegagerð hófst hér á landi með tilkomu þungavinnuvéla í seinni heimsstyrjöldinni og bifreiðar og flug- vélar hafa í áratugi sannað ágæti sitt sem góð og örugg samgöngutæki. Heimildir: Vaskir menn. Þorsteinn Thorarensen, útg. 1971. Tímarit verkfræðingafélagsins 1920, 1924 og 1926. Alþingistíðindi: 1980 og 1981. Sýslufundargerðir Rangárvallasýslu. Eimreiðin. Dr. Valtýr Guðmundsson. Járnbrautin í Reykjavík: Árbæjarsafn 1982. íslenskir búfræðikandidatar, Guðm. Jónsson, skólastj. Þyrnar: Þorsteinn Erlingsson. Höfundurinn býr ó Hvolsvellí. TRYLLTUR HAMLET OG ÆFÐUR SPUNI sýning verður ekki hrist fram úr erminni, en hún ber það einnig með sér að leikstjórinn hefur ráðið ferðinni því þetta er leikstjómar- leg útfærsla á verkinu, Hamlet sjálfur minn- ir á strengjabrúðu, bæði innan verksins og einnig frammistaða leikarans/pönkrokkar- ans Andrius Mamontovas. Hvorutveggja goðsögnin um leikstjórann og að hann fór þá leið að velja þekktustu rokkstjömu Litháen í aðalhlutverkið varð til þess að mikil eftirvænting ríkti fyrir frum- sýningu og i kjölfar hennar urðu gríðarlegar umræður þar sem heimamönnum sýndist sitt hverjum um árangurinn. Andrius Mamontovas er söngvari í rokksveitinni Foye sem nýtur mikilla vinsælda í heima- landinu. Hann verður ekki sérlega minnis- stæður fyrir hlutverkið en fellur vel að heild- armyndinni með sterkri líkamlegri tjáningu og kröftugri raddbeitingu. Nekrosius hefur sagt um valið á aðalleikaranum að hann skorti vissulega þjálfun hins skólaða leikara en um leið sé hann laus við allar klisjuhug- myndimar um hvernig eigi að túlka Hamlet og fara með textann. „Mamontovas er full- trúi fjöldamenningarinnar sem er trúverð- ugri en hámenning hinna útvöldu. Ef einhver segir að sýning mín á Hamlet sé ætluð fjöld- anum þá tek ég því sem meðmælum," segir Nekrosius. Hamlet Nekrosiusar er ungur og hefur tekið geðveikina í arf, hann á sér aldrei neina von, hann hefur engu að tapa en ekki heldur neitt að vinna. Það er aldrei spuming um hvort heldur einfaldlega hvernig, Hamlet verður ekki bjargað frá örlögum sínum. „Harmleikurinn felst í því að Hamlet fórnar ástinni fyrir hefndina," segir leikstjórinn. Eitt af fallegri atriðum sýningarinnar er einmitt þegar Ofelía leitar eftir ástum Ham- lets og hann getur ekki, vill ekki eða langar ekki. Leikkonan Gabriele Kuodyte er stór- kostleg Ofelía, viðkvæm og brothætt, barns- leg og ör, kemur sífellt á óvart. Krónborgar- kastali verður í meðfórum Nekrosiusar og leikmyndarhöfundarins Nadezdu Gultiajevu að átakasvæði án sögulegi'ar eða raunveru- legrar skírskotunar, eins konar kaótískt sál- arlandslag þar sem ís bráðnar, vatn rennur og eldur brennur til ösku án afláts og án nokkurs sjáanlegs tilgangs. Sá áhorfandi sem leitar að táknrænum vísunum og skil- greinanlegum túlkunarleiðum lendir á villi- götum, myndskynjun höfunda sýningarinn- ar virðist ekki þjóna þess háttar rökhugs- un heldur elta tilfinningar, hverfast um sjálfa sig, vísa inn fremur en út. Á stundum er áhorfandinn skil- inn eftir án kennileita, Mest eftirvænting á hátíðinni var bundin við litháíska sýningu á Hamlet í leikstjóm Eimuntas Nekrosious. Sýningin hefur farið sigurför um leiklistarhátíðir í Evrópu og Kanada á undanfórnum mánuðum - var frumsýnd í maí í fyrra - og stendur að flestu leyti undir þeim gríðarlegu hrósyrð- um sem um hana hafa fallið, þó ýmsar vangaveltur kvikni og hægt sé að vera mis- jafnlega upprifinn yfir einhverjum þeirra ótalmörgu hugmynda og útfærsluleiðum sem farnar eru. Þetta er einnig merkilegt í ljósi þess að nánast enginn þeirra sem séð hefur sýninguna utan Litháen er í aðstöðu til að meta textameðferð og gera sér ein- hverja nothæfa grein fyrir því hvernig hann er meðhöndlaður, fyrst af leikstjóra og síð- an af leikurum. Fjölmörgu er breytt og ýmsu sleppt, enn öðru er greinilega snúið við og fært til innan verksins og þó stærstu breytingarnar fari tæplega fram- hjá þeim sem er sæmilega kunnugur verk- inu þá eru ótal atriði sem (örugglega!) sleppa í gegn. Þrátt fyrir þetta heldur sýn- ingin athygli (flestra) áhorfenda í fjóra klukkutíma með gífurlega sterku myndmáli, mikilli líkamstjáningu leikaranna og hráum leik þar sem öllu er sleppt lausu og engu haldið eftir. Sumir hafa sagt að einmitt af þessum ástæðum sé þetta sýning sem henti vel til útflutnings og á alþjóðlegar leiklistar- hátíðir; aðferðin sé mjög þakklát því ekki reynir á skilning áhorfenda á tungumálinu sem leikið er á. Fjölmargar merkar upp- færslur á klassískum leikritum standi fastari fótum í textanum og séu HAMLET frá Litháen með frystan rýting í höndunum. Norrænir leiklistardagar og árleg alþjóðleg leiklist- arhátíð voru haldin sam- tímis í Tampere í Finnlandi í liðinni viku. Hátíðin hófst þriðjudaginn 11. ágúst og lauk á sunndag. Hávar Sigurjónsson var í Tampere og sá það helsta sem í boði var. ÞETTA er 30. árið sem alþjóð- lega leiklistarhátíðin er haldin í Tampere. Hátíðin hefur á þeim tíma vaxið að umfangi og orðstír en Tampere hefur um langt skeið verið kölluð leikhús- borg Finnlands enda eru þar um tuttugu starfandi atvinnu- leikhús auk alls kyns leikhópa, þó íbúafjöld- inn sé ekki nema um 180 þúsund. Á Tampere- hátíðinni er reynt að bjóða upp á það mark- verðasta sem komið hefur á fjalimar í finnskum leikhúsum undangengið leikár auk erlendra sýninga af ýmsum toga. Norrænir leiklistardagar hafa verið haldn- ir á tveggja ára fresti frá 1992 og hafa Norð- urlöndin tekið að sér framkvæmdina hvert á eftir öðru. Nú var komið að Finnunum og til- valið að halda leiklistardagana samhliða Tamperehátíðinni því fyrir vikið urðu sýn- ingamar fleiri og fjölbreyttari. Hamlet frá Litháen ekki síðri leikhúsupplifun en nái ekki al- þjóðlegri athygli vegna þessa. Vafalaust hefur einnig sitt að segja að leik- stjórinn, Nekrosious, hefur náð þeirri eftir- sóknarverðu stöðu að verða hálfgerð goð- sögn í leikhúsheiminum, hann er sagður ólík- indatól hið mesta, sjúklega þunglyndur og loki sig af langtímum saman, hann krefjist ótrúlegrar hollustu af leikurum sínum, þeir verða að æfa mánuðum saman, oftar en ekki fyrir litla eða enga borgun og við erfiðar að- stæður. Sýningin á Hamlet ber það með sér að æfingatíminn hefur verið langur því svona 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. ÁGÚST 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.