Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 15
„SÁ DÝRLEGI MAÐUR" * LOKAKAFLA Búnaðarbálks Eggerts Ólafssonar stendur þetta erindi: Vér höfum ótal varða vegi, vér höfum ótal gæða-kyn, og þá líður af lífsins degi liggur fyrir oss sælan hin, uppá hæðum, sem aldrei þver, í guði, hvaðan komum vér. FAEIN ORÐ UM EGGERT OG JÓNAS EFTIR DICK RINGLER og margbreyttu líkami sem lífsaflið myndar og yfirgefur af nýju á sinni huldu og eilífu rás gegnum náttúruna." En nú er kominn dagur, í kvæðalok, og all- ir svipir næturinnar eru horfnir - allar skuggamyndir þessa sýnilega heims - skáldið sjálft innifalið, og „Smali“ birtist, kannski tákn um Jesú Krist og komu hins ósýnilega heims - og Smalinn segir okkur að Eggert sé hvorki að sofa í sjónum né að reika um fjör- urnar á Islandi: Minnisvarðinn um Eggert Ólafsson, kirkjan á Ingjaldshóli og Dick Ringler. Undirstöðuhugmynd næsta erindis á eftir er það sem kallað er Eggerts al- menna opinberun, þ.e.a.s. hug- mynd um að skoðun náttúrunnar geti leitt menn til höfundar henn- ar. Látum oss ei sem gyltur grúfa, gæta þær aldrei neitt á svig, akam við rætur eikar stúfa, umhyggjulausar fylla sig; en uppá tréð þær aldrei sjá, akamið hvaðan kemur fri Um þetta erindi Eggerts segir Jónas Hallgrímsson svo; „einmitt þetta erindi er kjarninn úr öllum skáldskap og úr allri skaphöfn Eggerts Ölafssonar, mesta mannsins sem ég held að ísland hafi átt á seinni öldum.“ Þeim Jónasi var margt sameig- inlegt fyrir utan guðstrú; heit ætt- jarðarást; djúp virðing iyrir ís- lensku máli; áhugi á að semja náttúrukveðskap; áhugi á öllum vísindagreinum sem gætu mögu- lega snert ísland; fyrirætlun um að semja ýtarlega landlýsingu. Jónas hafði miklar mætur á Egg- erti sem fyrirrennara - náttúru- skoðara og skáldi - og bar lfka persónulega hlýju í hans garð. Mæturnar og hlýjan koma mjög greinilega fram í bréfi Jónasar til dansks vinar og samstarfsmanns, Japetus Steenstrups, sem skrifað var í júlí 1841. „Með þessu bréfi, minn kæri Steenstrup! færðu glas sem í eiga að vera fá- einir lifandi landsniglar frá Núpshlíð. í fyrra- dag var ég svo veikur af völdum brennisteins- gufu og vonds vatns í Krýsuvík að það hvarfl- aði að mér að ég myndi deyja háðulegum dauða í (tjaldi mínu). Skyndilega áset ég mér að fremja hreystiverk og ríða „lifandi eða dauður“ til Núpshlíðar, á því var enginn dráttur. Þú getur rétt ímyndað þér að þessi spotti - til enda vestari Móhálsins - var mér þungur því í upphafi ferðarinnar varð ég að fá hjálp við að stíga á bak; þó komst ég þrátt fyrir það í Núpshlíð, fleygi mér í grasið - yndislegt sem það var - og með því fyrsta sem ég kem auga á er sprellfjörug Helix nemoralis (?) sem skríður á lyngi einmitt á sama stað og Eggert minn segist hafa fundið hann fyrir 86 árum. Sá dýrlegi maður sem ég þori að treysta svo algjörlega þegar maður loks skilur hann! Ég varð að minnsta kosti svo hress að ég fann ekki fyrir veikindum mínum, en hóf ákafa leit og fann allar þær tegundir landsnigla sem ég hafði áður fundið á öllu íslandi og ef til vill eina til viðbótar.“ Við erum komin hingað í dag í þeim erind- um að afhjúpa minnisvarða um Eggert Ólafs- son. En Jónas reisti líka eins konar minnis- varða um Eggert: Hulduljóð, lengsta kvæðið sem hann orti, en það var ófullgert þegar hann féll frá árið 1845. í þessu kvæði - sem ég geri ráð fyrir að flestir hér þekki að nokkru leyti - sitja saman skáldið og vinkon- an Hulda (hún er eins konar allegórísk fígúra sem táknar í senn íslenska náttúru og al- heimssál Platóns): lífsaflið yfirleitt - þau sitja saman og horfa á svip Eggerts stfga fram úr bárum Breiðafjarðar. Sólfagra mey! eg sé - nú leit minn andi þann seglið vatt í bymum undan Skor og aldrei síðan aftur bar að landi - Bggert! ó hyggstu þá að leita vor? Marblæju votri varpar sér af herðum vandlætishetjan, sterkum búin gerðum. Hvað er í heimi, Hulda! líf og andi? hugsanir drottins sálum gær og nær, þar sem að bárur bijóta hval á sandi, í brekku þar sem fjallapsið grær; þar sem að háleit hugmynd leið sér brýtur, hann vissi það, er andi vor nú lítur. 0, Eggert! hversu er þinn gangur fagur! útivist þín er orðin löng og hörð; kær er mér, faðir! komu þinnar dagur; hann kyssir, Hulda! þína fósturjörð; sólfagra mey! hann svipast um með tárum, saltdrifin hetja, stiginn upp af bárum. Hann b'ður yfir Ijósan jarðargróða, Utfógur blóm úr værum næturblund smábti upp að gleðja skáldið góða, gleymir hann öðru og skoðar þau um stund: nú hittir vinur vin á grænu engi; „Velkominn, Eggert! dvelstu með oss lengi.“ Eggert svarar blómunum á þessa leið (og náttúrlega heyrum við hér ekki aðeins rödd Eggerts, heldur Jónasar líka): „Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það sem bfandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alstaðar fyllir þarfir manns. Vissi ég áður voruð þér, vabarstjömur um breiða grund, fegurstu leiðarljósin mér, lék ég að yður marga stund; Nú hef ég sjóinn séð um hríð ogsílalætinsmáogtíð,- Munurinn raunar enginn er, því allt um lífið vitni ber. En bráðum hverfur Eggert á braut og nú kemur dagrenning og Hulda hverfur líka og skáldið segir: Vertu nú sæl! því sólin hálsa gyllir og sjónfr mínar hugarmyndin flýr; ó, Hulda kær! er fjöll og dab fyllir Tjölbreyttu smíði, hvar sem bfið býr og dauðinn, sem að svo þig löngum kabar sá, er þig aldrei leit um stundir allar. Ástæðan fyrir þessu er ekki síst sú að hann hefur gefið henni nafnið „Hulda“ og hefur aldrei litið hana lifandi augum - því hún er al- heimssálin, eða eins og Jónas skrifar í grein sinni; „Um eðli og uppruna jarðarinnar", þar sem hann talar um;, jörðina allra móður“. „allt sem lifir og hrærist, allt sem grær og fölnar og á sér aldur leiðir hún fram af sínu skauti og ljær án afláts efnið í hina óteljandi „Það var hann Eggert Ólafsson, albr lofa þann snbldarmann. Island hefur ei eignast son, öflugri stoð né betri en hann; Þegar hann sigldi sjóinn á, söknuður vætti marga brá; Nú er hann kominn á bfsins láð og bfir þar sæb fyrir drottins náð.“ Þar með lýkur þessum stór- kostlegu Hulduljóðum, sem sýna augljóslega þær víðtæku og fjöl- breyttu mætur sem Jónas hafði á Eggerti sem manni og skáldi. Sumarið 1841 var Jónas í rann- sóknarferð hér á Snæfellsnesi. Hann skoðaði Sönghelli 7. ágúst; næsta dag fór hann kringum Jökulinn andsælis og kom við hérna á Ingjaldshóli. Hann heim- sótti kirkjugarðinn þar og skoð- aði leiði Jóns Þorlákssonar Kjærnesteds. Jón var fornvinur Jónasar sem hafði að öllum lík- indum kennt honum sund, sum- arið 1821 eða 1822 í Skagafirði. Um þennan vin sinn látinn orti hann kvæðið; „Á gömlu leiði 1841“, kannski seinna sama dag, 8. ágúst, á hestbaki á leið til Ólafsvíkur. Eftir að hann lagði af stað héðan frá Ingjaldshóli, reið hann forvaðann undir Enni. A hægri hönd honum gnæfði hinn mikli svarti hamar, krökkur af huldufólksbyggðum, hinum meg- in var fjörðurinn sem hafði gleypt Eggert Ólafsson. Það var glatt sólskin og honum leið vel. Rúmum þremur árum seinna - veturinn 1844-1845 - var hann í Kaupmannahöfn og mundi eftir þessari sumarferð. Nú hagaði öllu á annan veg. Honum fannst hann vera einsamall og yfirgefinn. Hann var lasinn. Dauðinn var á næstu grösum. Hann hafði les- ið of mikið í ritum þýska heimspekingsins Ludwigs Feuerbacks og var hættur að trúa á himnaríki og ódauðleika sálarinnar. Við þess- ar kringumstæður, kannski að vetrinum til, þegar skammdegisþunglyndið sótti sem fast- ast að honum, „hypokondri", eða eins og hann orðaði það „bringsmalaskotta“ eða hvað hann nú heitir, draugurinn sem ásækir svo margan íslendinginn. í þessum kringum- stæðum mundi hann eftir sumarreiðinni frá Ingjaldshóli til Ólafsvíkur. í Hulduljóðum hafði honum fundist hann eiga margt sameig- inlegt með Eggerti. Nú var það ekkert annað en dauðinn: Ríúum við fram um flæði flúðar á mbli og gráðs, fyrir Ólafsvíkurenni, utan við kjálka láðs. Fjörðurinn bjartur og breiður bbkar á aðra hbð, tólf vikur fubar að tölu, - tvær álnir hina við. Hvort á nú heldur að halda íhamarinnsvartaninn, ellegar út betur - til þín, Eggert, kunningi minn? Dick (Richard) Ringler er fæddur í Milwaukee, Wisconsin í Bandaríkjunum, árið 1934. Hann lauk B.A.- og Ph.D.-gráðum frá Hai-vard-háskóla í Massachusetts. Hann stundaði nám við Háskóla íslands veturinn 1965-1966 og hefur oft dvalið á íslandi síðan. Hann er prófessor í ensku og skandinavískum fræðutn við Wisconsin-háskóla í Madison. Hann hefur þýtt á ensku mikinn fjölda ljóða eftir Jónas Hallgrímsson og hefur hann nýlega birt á veraldarvefnum ýtarlega síðu um Jónas og verk hans. http://library.wisc.edu/et- ext/Jonas/. Til stendur að gefa þýðingar hans út í Bandaríkjunum. Ræðuna sem hér birtist flutti hann á Ingjaldshóli 12. júlí sl. við afhjúpun minnisvarðans um Eggert Ólafsson. Dmitry Shostakovich HREIN OPINBERUN lÓM.IST Sígildir diskar SHOSTAKOVICH Dmitri Shostakovich: Prelúdíur og fúgur op. 87 nr. 1-8, 12, 13 og 14. Einleikari: Dmitri Shostakovich. Upptaka: 5. febrúar 1952. Útgáfa: Revelation Records RV 70001. Lengd: 61:15. Verð: kr. 1.800 - (12 tónar) ÞEGAR hulunni var svipt af skjala- safni Sovétríkjanna fýrir nokkrum árum fundust þar m.a. 400.000(!!) segulbands- spólur með tónlistarefni. Fæstar af þessum upptökum hafa náð eyrum hlustenda og á sumum þeirra stendur jafnvel að þær sé bannað að leika opin- berlega. Elstu upptökumar eru um 70 ára gamlar og þær yngstu eru frá síð- k asta áratug. A þeim koma fram margir helstu tónlistarmenn aldarinnar svo sem Sviatoslav Richter, Arthur Rubinstein, Yehudi Menuhin, David Oistrakh, Emil Gilels, Paul Robeson, Leonid Kogan, Yevgeni Mravinski, Herbert von Karaj- an og svo mætti lengi telja. Þar má finna tónlist frá flestum skeiðum tónlistarsög- unnar auk frumflutnings á verkum tón- skálda 20. aldarinnar og þá jafnvel í flutningi og undir stjóm tónskáldanna sjálfra. Enska REVELATION - útgáfan hef- ur áætlanir um að gefa þetta efni út og w nú þegar hafa á annað hundrað geisla- diskar með þessum upptökum litið dags- ins Ijós. Þykir verkefnið hafa tekist ákaf- lega vel og hefur hlotið mikið lof gagn- rýnenda víða um heim. Einn þessara diska er hér til umfjöll- unar: framflutningur Dmitris Shosta- kovich á 11 af prelúdíunum og fúgunum op. 87. Upptakan var gerð í febrúar árið 1952, ári áður en verkið birtist í prent- aðri útgáfú. Tatyana Nikolayeva flutti verkið svo opinberlega í fyrsta sinn í desember sama ár. Hún hljóðritaði verkið svo tvisvar og hlaut mikið lof fyr- ir, árið 1987 (BMG/Melodiya 74321 19849-2) og árið 1990 (Hyperion CDA66441/3). Það er að sjálfsögðu ómetanlegt að * vera í aðstöðu til að hlusta á eitt merkasta tónskáld allra tíma leika eigið verk í fyrsta sinn. Og upplifúnin er að sönnu hrífandi og sterk og lætur varla nokkurn mann ósnortinn. Það er sama hvar borið er niður, mögnuð túlkun og nærvera Shostakovich heldur hlustand- anum hugfongnum. í því sambandi má nefna prelúdíuna nr. 14, sem í senn er ógnvekjandi og átakanleg í meðförum tónskáldsins. Shostakovich gaf sig aldrei út fyrir að vera stórsnillingur við hljóm- borðið og vel má rökstyðja það að aðrir píanóleikarar hafi spilað verkið með meiri „bravúr“ en hann. Undirritaður hefur um árabil lifað með og verið full- komlega ánægður með leik Keith Jarretts á Prelúdíunum og fúgunum op. V 87 (ECM 437 189-2) enda sýnir hann hreint óviðjafnanlega tæknilega snilld og fágun í þessum verkum. Reyndar finnst mér Jarrett fara talsvert betur með hina undurfallegu Prelúdíu nr. 5, sem er næstum flausturslega leikin af Shostakovich og missir svolítið af sjarma sínum. En á heildina litið er svo augljóst að tónskáldið sjálft hefur svo margt til málanna að leggja sem aðrir kunna ekki að segja frá. Stjórnendur þessa útgáfúfyrirtækis taka ansi stórt upp í sig þegar þeir nefna fyrirtæki sitt Revelation sem jú þýðir „opinberun". En ef marka má þennan V disk hafa þeir ekkert að óttast. Það er hrein opinberan að hlusta á Dmitri Shostakovich spila eigin tónlist. Valdemar Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 22. ÁGÚST 1998 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.