Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 12
minni óskert. Afi minn hafði róið margar ver- tíðii hjá föður hennar, og þar sem hann hafði rláio mörgum árum áður en ég fæddist, lang- aði mig að vita um þau kynni, sem Kristín íaiði haft af honum og öðrum vermönnum. Sg spurði líka um lífslind Hellnamanna.“ Afram heldur frásaga Kristínar um þessa ífslind Hellnamanna og vil ég aðeins vitna til þessarar frásagnar, sem er á bls. 366-368 í nefndri bók. Stundum finnst mér S.V. tala í véfréttastíl. T.d. segir hann: „Síðan kemur aðkomumaður ið Hellnum og sér með gestsaugum breyt- ingarnar sem halda linnulaust áfram. Eitt vorið á áttunda áratugnum lá eitthvað í loft- inu.“ Eg finn ekki samhengið í þessum orðum og því sem á eftir kemur. Þar talar hann um að jarðir fari í eyði hver af annarri og útræðið sé að fiytjast að Stapa. Hann nefnir líka kaup LIU á Skjaldartröð, „og var það vel,“ segir hann. Því miður næ ég þessu ekki. Eg var einn af þeim, þó burtfluttur væri, sem var ánægður með þessi kaup, en það verð ég að segja að ekkj hafa þeir staðið undir mínum væntingum. Eg trúði því að þessi öflugu sam- tök létu eitthvað að sér kveða til að bæta þennan sað, t.d. með skógrækt, þar sem þeir hafa yfir að ráða miklu kjörlendi til slíkra hluta. Mér finnst að „óðalsbændurnir" í Skjaldartröð mættu taka leiguliðann Bjarna í Hraunborg sér til fyrirmyndar. S.V. gerir landbúnaðinn að umræðuefnu og segir þar að hver jörðin af annarri hafi farið í eyði og nú sé aðeins búskapur stundaður á einum stað, þ.e. Laugarbrekku. Ekki er ég viss um að Olína frænka mín á Okrum sé sátt við þessa fullyrðingu hans og hefði hann lítið þurft að hafa fyrir að afla sér réttra upplýs- inga um þessi mál. Það er öllum ljóst sem vilja vita, að þróunin í landbúnaði hefur ekki verið hagstæð ýms- um jaðarbyggðum landsins og átt undir högg að sækja. Því er nú komið sem komið er. Aft- ur á móti hefir gengi sjávarútvegs verið já- kvætt fyrir þessa byggð þótt útræði hafi lagst af á Hellnum, a.m.k. í bili, vegna þess að loksins var gerð sú aðstaða við Arnarstapa- höfn að sæmilega er viðunandi. Sjómenn selja nú afla sinn samdægurs á fiskmarkaði. Eg er viss um að hvorki ég né S.V. vildum hverfa til þess fyrirkomulags sem ríkti í þess- um efnum á okkar uppvaxtarárum. Það er engu líkara en það hafi legið illa á mínum frænda, þegar hann heimsótti sínar æskustöðvar. Undir einni myndinni sem fylg- ir texta hans, stendur: „Öllu hefur heldur hnignað öðru en Stapafellinu." Það er heldur ónotalegur tónn sem hann sendir hinum nýju íbúum á Hellnum, sem breytt hafa ásýnd staðarins svo um munar og eftir er tekið. Ekki ætla ég að standa í vöm fyrir þetta fólk. Það er örugglega fært um það sjólft. Eitt vil ég þó leyfa mér að nefna, en það eru jákvæð afskipti þess af framfaramálum í hinu unga bæjarfélagi Snæfellsbæ. Hugmyndin um vist- vænt sveitarfélag er frá því komin og væri vel ef takast mætti að verða fyrst sveitarfélaga til að ná fram þessu þarfa verkefni. Okkar kyn- slóð er skuldug við landið langt aftur í aldir og kominn tími til að við hyggjum að okkar eigin skinni og færum loks að vinna í okkur sjálf- um, því upphafið er í eigin ranni. Það er kom- inn timi til að hamla gegn hinni köldu og hörðu efnishyggju, sem er að tröllríða heims- byggðinni. Eg ber miklar og góðar væntingar til Bergmannshjónanna og allra hinna. Frá öllu þessu fólki hefur stafað velvild og bjart- sýni, sem ekki veitir af. Þetta fólk hefur sýnt að það hugsar lengra en út að sínum eigin túngarði. Hellnar eru ekki lengur eyland, heldur einn hlekkur í þeirri keðju sem tengir saman allar byggðir Snæfellsbæjar. Að lokum vil ég minnast á nýjan atvinnu- veg, ferðaþjónustuna landsbyggðarinnar. Þetta verður ört vaxandi atvinnugrein eftir því sem samgöngur batna. S.V. hefur því miður víst ekki tekið eftir að hið 60 ára gamla fiskhús við fjöruna er orðið að vinalegu og vinsælu kaffihúsi. Það er ánægjulegt þegar ungt fólk á staðnum fær góðar hugmyndir og framfylgir þeim eins og hér hefur verið gert. Eg hefí sem betur fer haft möguleika á að dvelja í minni fomu heimabyggð á sumrin og hefi óspart notið þess að sitja þama úti á ver- öndinni yfir kaffibolla og koníakstári og hlustað á hina glaðværu sinfóníu bjargfugls- ins innan frá Baðstofu eða horfa á iðandi mannlífið á góðviðrisdögum. Þetta em mikil forréttindi. Ég vildi ráðleggja vini mínum og frænda að koma hér við næst, ef hann kynni að eiga leið um að huga að fótsporam ungs drengs sem var á leið út á Skerið með færið sitt. Eg er viss um að hann færi til baka með ljós í hjarta og góðar minningar úr fjarskanum. Höfundurinn er fyrrum kaupmaður á Hellnum og síð- ar grunnskólakennari á Hellissandi. YFIR borginni, 1914-18, olía á léreft, 141x198 cm, Tretjakov safnið, Moskvu. ÁST OG LEIKSVIÐ Meðal merkra listviðburða sumarins í Lundúnum er sýninq allnokkurra verka Marcs Chaqalls á Royal Academy of Art oq stendur hún til 4. október. Flest eru frá árunum 1914-20 oq hið afmarkaða myndefni tenqt ást oq leiksviði. Koma að meginhluta frá Moskvu og Pétursborg, en einnig frá söfnum í París, New York, Munchen oq London. Máluð á umbrotasömu tímabili á ferli listamannsins, áður en hann yfirgaf Rússland fyrir fullt oq allt 1922. Margar myndanna hafa aldrei verið sýndar á Vesturlöndum fyrr, og bykir BRAGA ÁSGEIRSSYNI tilefni að vekja athygli hér á. FJÖLLISTAMAÐUR, 1918, blek á pappír, 32,4 x 22,4 cm. Nútímalistasafnið í París. MARGUR mun minnast Marcs Chagalls, sem vinalega gamla bros- leita mannsins, er mál- aði svo yfirmáta elsku- leg og himnesk mynd- verk í bland við bernska lífshamingju, hugsýnir og drauma. Hann varð háaldraður, fæddur 1887 og lifði til 1985, skorti einungis tvö ár á hundraðið, þannig að ljósmyndir sem birtust af honum eftir miðbik aldarinnar, sýndu mann á efri áram. Þá var hann þegar orðinn einn af lykilmönnum málverksins á þessari öld, og myndir hans eins og samlagast tímunum. En allt á sér bakgrann og sögu, málarinn eitt sinn ungur og fátækur, átti naumast í sig og á. Gat skeð á fyrri Parísaráranum 1910-14, að ein síld, hárnákvæmt skorinn í sundur um miðju, deildist á tvo daga, ásamt nokkram til- fallandi brauðskorpum. Var þó sæll og ánægð- ur með lífið, þótt ástandið vekti stundum upp þá frómu ósk að vin hans, skáldið Blaise Cendrars, bæri að garði og byði til dögurðar. Þá var fólki fyrirlagt að bíða áður en það gekk inn í vinnustofu hans, málarinn þurfti ráðrúm til að klæða sig þar sem hann vann alltaf nak- inn. I það heila líkaði honum ekki að vera í föt- um og var gróflega hirðulaus í klæðaburði. Og enginn keypti myndir af listamanninum, sem í sköpunarákafa sínum hugleiddi yfirhöfuð ekki hvort sala verkanna væri raunhæfur mögu- leiki. Þetta er engin þjóðsaga, málarinn sjálfur heimildarmaðurinn í ágripskenndri lífssögu sinni, Ma vie, Líf mitt, sem hann skrifaði á móðurmáli sínu í Moskvu 1921-22, þá haldinn nokkra þunglyndi og óvissu um framtíðina. Bella Chagall, fyrri kona hans, þýddi hana á frönsku, sú sama íðilfagra Bella, ímynd ástar- innar, sem bregður svo oft fyrir í dúkum hans. Tímarnir fyrir heimsstríðið og byltinguna bára í sér mikla óvissu í Rússlandi, í Péturs- borg fundaði Dúman stíft. „Ég mála dúka mína. Mamma leiðbeinir mér þegar ég mála. Henni finnst til dæmis að á myndinni Fæðing ætti magi hinnar ófrísku konu að vera meira áberandi, spenntari. Ég verð á augabragði við ósk hennar. Það reynist rétt. Kroppurinn öðl- ast líf. Bella kemur með blá blóm tíl mín með grænum greinum inni á milli. Hún er alveg hvítklædd með svarta glófa. Ég mála mynd af henni..." Þegar þau Bella Rosenfeld vora að draga sig saman var móðir hennar fullkomlega á móti ráðhagnum og sagði við dóttur sína: „Heyrðu mig, mér virðist hann ofan í kaupið setja rauðan lit á kinnamar. Hvað verður hann sem eiginmaður, þessi pjatti, sem er hvítur og rauður eins og ung stúlka? Hann kemur aldrei til með að geta séð fyrir sér. Með honum munt þú fara í hundana, stúlka mín góð, þú ferð í hundana fyrir lítið. Og svo er hann að auki listamaður. Hvað er nú það?... Hvað mun fólk segja?...“ Bella var mikla og stóra ástin í lífi Chagalls, músa og heilladís listar hans, allar götur til andláts hennar 1944, þá átti málarinn bágt og gat ekki snert pentskúf í 10 mánuði. Margt misjafnt upplifði Chagall á fyrstu ár- um ferils síns í Vitebsk og Pétursborg. Eitt sinn eftirgerði hann mjmd eftir málarann Levitan og sýndi glermeistara nokkram sem honum til mikillar undranar galt 10 rúblur fyrir. Nokkram dögum seinna átti hann leið framhjá verslun mannsins og sá þá mynd sína í glugganum með áritun Levitans (!), fór inn og spurði hverju það sætti. Meistarinn brosti og bað hann um að gera fleiri. Nokkra seinna kom Chagall með bunka af eigin verkum í þeirri von að kannski gæti hann selt eitthvað af þeim. En litlu seinna, þegar Chagall kom til að athuga hvort það hefði gengið eftir, rak meistarinn upp stór augu og spurði „afsakaðu, herra, en hver ert þú?, ég þekki þig ekki. A þann veg missti listspíran unga fimmtíu mynd- ir. Og sem fleiri rak hann sig á þau fornu sannindi, að vinir era fjandmenn í dulargervi, læðast inn í hús þitt, éta mat þinn, drekka vín þitt og reka hníf í bak þér. „Ég hugleiði vini mína, vora þetta virkilega vinir? Fyrsti æsku- vinur minn, sem ég unni svo heitt yfirgaf mig, losaði sig við mig líkt og grisja skilur sig frá sári. Og hvers vegna? Meðan hann var enn nemandi við listakademíuna, eignaði hann sér 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. ÁGÚST1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.