Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 4
DRAUMURINIS UM EIMREIÐ AUSTUR I SVEITIR EFTIR PÁLMA EYJÓLFSSON HESTURINN var eina samgöngutækið á landi og vegir voru ekki til. Eðlilegt var að menn litu vonaraugum til gufuknúinna eimreiða og jámbrauta sem vom orðin að veruleika í nágrannalöndunum. Á árunum eftir aldamótin var farið að tala um sjálfrennireiðar eða mótorvaqna, en stóri draumurinn var járnbraut oq fvær eimreiðir til að draqa 20 opna 6 smálesta vaqna, en þar að auki yrðu 10 lokaðir vagn- ar og 5 ferðamannavagnar. Dr. Valtýr Guðmundsson vildi veita ensk-íslensku félaqi ley i\ oq 1 :|árstyrk til iárn- brautarlaqninqar oq umræðurnar á Dinqi 1894 urðu svo miklar, að þær fylltu 345 dálka í þinqtíðindum. ✓ AAUKAÞINGI sem haldið var í ágústmánuði árið 1894 var lagt fyrir Alþingi frum- varp, sem nefndist: „Frum- varp til laga um löggildingu félags með takmarkaðri hluthafaábyrgð til að halda uppi siglingum milli íslands og útlanda og í kringum strendur íslands og leggja jámbrautir á íslandi m.fl.“ Flutnings- menn voru þeir séra Jens Pálsson, sóknar- prestur á Utskálum, alþingismaður Dalamanna og Jón Þórarinsson, skólastjóri Flensborgar- skólans og þingmaður Guilbringu- og Kjósar- sýslu. En það var einmitt á þessu sama ári 1894 sem fyrsta véiknúna millilandaskipið komst í eigu íslendinga; Ásgeirsverslun á ísa- fírði átti það. Potturinn og pannan í stóra málinu, sem kom á borð alþingismanna á þessu sumarþingi var Sigtryggur Jónasson, umboðsmaður í Winnipeg. Sigtryggur var þá á fimmtugsaldri. Hann hafði verið skrifari Péturs Havsteens, amtmanns, og húskennari. Þegar Sigtryggur hafði starfað í átta ár hjá Pétri var amtmanni vikið úr embætti. Sigtryggur flutti þá vestur um haf og varð meðal fyrstu landnámsmanna í Kanada. Hann efnaðist á viðarhöggi við járn- brautarfélög og var duglegur að bjarga sér og hneykslaðist á framtaksleysi heimaþjóðarinn- ar. Hann reisti sér myndarlegt býli og nefndi það Möðruvelli eins og höfuðból amtmanns við Eyjafjörð. Hér er stuðst við bók Þorsteins Thorarensen, Vaskir menn, sem út kom árið 1971. Og hvert átti svo að verða hlutverk þessa mikla félags? Það var rakið í mörgum greinum frumvarpsins og verður hér aðeins drepið á það, sem varðar Suðurlandið. „Félagið hefur fullt leyfí og vald til að ákveða legustað fyrir einsporðar eða tvísporð- ar stál- eða járnbrautar, sem liggi: a) frá Reykjavík suður og austur gegnum Kjósar- og Gullbringusýslu, Arnessýslu og Rangárvalla- sýslu. í frumvarpinu var einnig greint frá öðr- um sýslum, sem njóta eiga samgöngubóta með járnbrautum, allt norður í Eyjaíjörð. Þetta fyr- irhugaða félag átti að eiga öll hús við enda- stöðvar á jámbrautunum svo og gistihús. Á jámbrautarstöðvunum átti að selja mat, tóbak, vín og ölföng. Hvað er nú stóriðjan á íslandi í dag á móti því, sem framkvæma átti eftir fmm- varpinu, sem lagt var á borð alþingismanna þjóðarinnar í lok nítjándu aldarinnar? VORT FERÐALAG GENGUR SVO GRÁTUGA SEINT í tímariti dr. Valtýs Guðmundssonar, Eim- reiðinni, var og farið að skrifa um bifreiðar, sem menn nefndu sjálfhreyfivagna, sjálfrenni- reiðar, eða mótorvagna þegar árið 1905. Þor- steinn Erlingsson orti Brautina, sem ávarps- kvæði Eimreiðarinnar. í Ijóðir.u em þessi er- indi: En efvið nú reyndum að brjótast það beint, þó brekkumar verði ekki hærri? Vort ferðalag gengur svo grátiega seint, oggaufið og krókana höfum við reynt og fram tíðarlan dið er fjarri. Hvatningarijóðið er tuttugu erindi. Sautj- ánda erindið er svohljóðandi: Og þó að ég komist ei hálfa leið heim, og hvað sem á veginum bíður, þá held ég nú samt á inn hrjóstuga geim ogheilsa með fognuði vagninum þeim, sem eitthvað í áttina líður. Það þarf átta milljónir króna á næstu tíu ár- um til að koma atvinnuvegum íslands til góða og til að bæta samgöngur og verslun landsins. Stærsti pósturinn í þessari nýsköpun var jám- brautin því með „telgraf-þræði“ var áætlun 6 milljónir króna. Þannig skrifaði áðumefndur Sigtryggur í ársbyrjun árið 1889. Þetta var nefnt „Stóra málið“. Fimm ámm síðar efndi Sigtryggur til fundar í Góðtemplarahúsinu gamla, sunnan við alþingishúsið, þar sem al- þingismenn geyma nú farartæki sín. Enn er gripið í bók Þorsteins Thorarensen, Vaskir menn, og þar segir svo: „Til þess er ætlast, að hinni fyrirhuguðu jámbraut austur í Ámes- sýslu fýlgi 20 opnir vagnar, er taki sex smá- lestir hver og 10 lokaðir vagnar, jafnstórir. Ennfremur eiga þar að vera sex ferðamanna- vagnar, III. flokks handa 32 farþegum hver, en tveir I. flokks handa 18 hver og tveir far- þegavagnar. Til dráttar em áætlaðar tvær eimreiðar. Getur hver eimreið dregið 20 vagna með 25 enskra mílna hraða á klukkustundinni, þar sem hallalaust er eða því nær 10 vagna upp halla 1:25.“ Of langt mál er að greina frá umræðum og blaðaskrifum um jámbrautar- málið. EINN AF STÓRU FUNDUNUM f ÞJÓRSÁRTÚNI Það var hinn 30. júh' árið 1905 sem einn af þessum stóra fundum var haldinn í Þjórsár- túni. Bogi Th. Melsteð var fyrirlesarinn eins og ræðumenn voru þá kallaðir. Hann nefndi erindi sitt „Verslun íslendinga og samvinnufélags- skapur". Svona eins og í framhjáhlaupi segir hann í erindi sínu: „Ég heyri menn nefna járbraut hingað úr Reýkjavík. Ég minntist á jámbraut í bæklingi mínum. Framtíðarmálum, fyrir fjórtán áram en vil nú leiða athygli manna að sporbraut fýrir „elektriska“ vagna. Slík braut er talin þrisvar sinnum ódýrari en jám- braut þótt báðar séu reknar með gufu. Tveir „elektriskir" „sporvagnar geta flutt 150 manns í einu eða áburð af 150 hestum. Þeir geta hæg- lega farið á dag fram og aftur jafnlanga leið og héðan til Reykjavíkur. Orkuna til að knýja vagnana mætti fá rétt hjá fundarstaðnum úr Búðafossi í Þjórsá.“ Ræðumaðurinn var nánast á heimaslóðum því hann var frá Klausturhólum í Grímsnesi. Bogi var einn af frumkvöðlum samvinnufélags- skapar og sláturhúsa. Þó að hann hafí á sínum tíma verið þekktastur fyrir sagnfræðirit sitt, hafði hann áhuga á samgöngum með járn- brautum, síma og hitaveitu. En ekki tókst málafylgjumanninum að hrífa þingheim með sér í jámbrautarmálinu. Daufu eyran vora of mörg. Um aldamótin var talað um jámbrautar- ferðir frá Reykjavík austur að Þjórsá og var þá höfð í huga samvinna við breska aðila. Dr. Val- týr Guðmundsson var kosinn á þing í Vest- mannaeyjum í júnímánuði 1894, en þá um sum- arið var aukaþing. Var hann þá helsti forystu- maður þess að veita fýrirhuguðu ensk-íslensku félagi^ leyfi og fjárstyrk til jámbrautarlagning- ar á Islandi og til að halda uppi beinum gufu- skipaferðum milli Reykjavíkur og Englands, ásamt strandferðum umhverfís landið. Innan sjö ára skyldi félagið hafa lagt mjóspora jám- braut frá Reykjavík austur að Þjórsá. Aðalfor- göngumaður málsins var áðumefndur Sig- tryggur Jónasson, sem staddur var í Reykjavík um þingtímann og taldi sig hafa 900 þúsund króna loforð frá væntanlegum félagsmönnum, ef alþingi samþykkti það tillag úr landssjóði, sem farið var fram á. Þetta var mesta nýmæli um verklegar framkvæmdir, sem nokkum tíma hafði komið fyrir alþingi. Umræðumar á þingi fýlltu 345 dálka í þingtíðindum 1894. Um jámbrautina var mest deilt, en flestir voru samþykkir gufuskipaferðum enda voru þær miklu betri eftir framvarpi dr. Valtýs, en þær sem Sameinuða gufuskipafélagið hélt uppi. Framvarpið um jámbrauta- og siglingafélagið var samþykkt í neðri deild, en til efri deildar kom það svo seint, að ekki var tími til að ljúka málinu og féll það þar með úr sögunni. HEIMSBORGARHUÓÐ STUNDVÍSINNAR Það var hinn 17. apríl árið 1913 að fyrsta og eina jámbrautin á íslandi var tekin í notkun. Jámbrautarteinar lágu frá Öskjuhlíðinni í Reykjavík, sem þá var enn óbyggð, og niður að Reykjavíkurhöfn, sem nú er hin eldri Reykja- víkurhöfn. Grjótflutningamir vora miklir í þetta stóra mannvirki. Sagt er frá því í blöðum að hinn 10. nóvember 1913 hafi farþegar verið fluttir í fýrsta og eina skipið með jámbrautar- lest. Verktakar við Reykjavíkurhöfn breyttu vöruflutningavögnum til að geta flutt blaða- menn og fleiri frá höfninni upp í Öskjuhlíð þar sem grjótnáman var þá. Það mun hafa komið fyrir að Reykvíkingar fengju sér sunnudags- skemmtiferð með Pioneer-eimreiðinni upp í Skólavörðuholt og Öskjuhlíð. Meðan á hafnar- gerðinni stóð var jámbrautin talsvert notuð til vöraflutninga. Olíubirgðastöð var þá komin í Örfírisey og þangað flutti jámbrautin olíu á tunnum, en á þeim áram var steinolía enn mik- ið notuð í Reykjavik. Saltað kindakjöt í tunn- um, sem þá var góð útflutningsvara, var flutt frá húsi Sláturfélags Suðurlands við Skúla- götu, en skammt þaðan var hið virta fyrirtæki, Völundur og þangað flutti jámbrautin timbur frá skipshlið. Þá var og steypumöl í Landspít- alann flutt með jámbrautinni. Margir muna enn í dag eftir þungum slögum frá eimreiðinni, jámbrautarteinum og hinum reglubundna hvini. Eimreiðarstjórinn flautaði svo undir tók þegar farið var yfir Hverfisgöt- una og Laugaveginn, vestan við gömlu gasstöð- ina og á þeim slóðum þar sem lögreglustöðin var síðar reist. Einnig var flautað hátt og hressilega þegar farið var yfir Hafnarfjarðar- veginn gamla. Heimsborgarhljóðin glumdu yfir höfuðborginni, hljóð stundvísinnar, sem ein- kennir jámbrautarferðir út í hinum stóra heimi. Hafnarsmiðjur, rauðmáluð lágreist hús með svörtu þaki, voru á þeim slóðum þar sem síðar kom Miklatorg, austan við Landspítal- ann. Hafnarsmiðjan var birgðastöð og skýli yfir eimreiðamar. Ekki var hægt að snúa eimreið- unum við eða breyta stefnu þeirra að Öskjuhlíð- inni þannig að þær drógu ýmist farmvagnana eða ýttu þeim á undan sér. Þann 9. mars árið 1913 varpaði gufuskipið Edvard Grieg akkeram þar sem síðar varð hafharmynni Reykjavíkur- hafnar, en þetta skip kom með verkfæri til hafn- argerðarinnar og N.P. Kirk yfirverkfræðing. Hálfum mánuði síðar höfðu hundrað manns haf- ið vinnu við að leggja jámbrautarteina úr Öskjuhlíðinni yfir Melana og vestur á Granda og var því verki lokið um miðjan apríl. Síðan var önnur braut lögð úr Öskjuhlíð yfir Skólavörðu- holt og Amarhólstún og niður á Batterí, á þeim slóðum, sem Seðlabankinn er í dag. Með áður- nefndu skipi kom ein eimreið, nefnd Minör, og sama sumar kom svo önnur eimreið, nefnd Pioneer. í árbók Verkfræðingafélags íslands árið 1914 skrifar Jón Þorláksson, landverkfræðingur, síð- ar forsætisráðherra, borgarstjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, grein sem hann nefndi: 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 22. ÁGÚST 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.