Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 5
 EIMREIÐIN Pionér gekk eftir þeirri einu járnbraut sem lögð var á íslandi frá Öskjuhlíð að Reykjavíkurhöfn vegna hafnarframkvæmda 1913. Eimreiðin er nú varðveitt í Árbæjarsafni. ÍSLENDINGAR kynntust „járnveginum" þegar vesturferðir hófust og sumir fengu þá vinnu við lagningu járnbrautar. Myndina tók Sigfús Eymundsson 1893 þegar hann fór til Vesturheims og ferðaðist um íslendingaslóðir. HUGMYND um legu jámbrautar út frá Reykjavík, annarsvegar til Keflavíkur, en hinsvegar upp í Mosfellssveit og austur yfir Hellisheiði til Þorlákshafnar, Eyrar- bakka, Selfoss og austur að Þjórsá. „ÁÆTLUNARFERÐIR MEÐ EIMREIÐ AUSTUR Í SVEITIR" Hér skal gerð stuttlega grein fyrir aðalatrið- um úr áætlun um þessa járnbraut, sem minnst er á í riti þessu á öðrum stað: Lega brautarinn- ar er ráðgerð frá Reykjavík um Þingvelli og Selfoss til Þjórsár, að lengd alls 112 km. Einnig er gert ráð fyrir hliðarálmu frá Selfossi til Eyrarbakka, að lengd 11 km. Hæð yfir sjáv- armál mest 275 m. á þessari leið. Gerð brautar- innar: Breidd undirbyggingar er áætluð 4 m. og fylgt þeirri reglu, að gera brautina allstaðar upphækkaða, en hvergi niðurgrafna, til þess að koma í veg fyrir hindranir af snjóalögum.“ Þar lét Guðjón í Laxnesi, sem þá var vegaverk- stjóri mæla snjóþykktina árin 1912-1918 og aftur 1924-1926, af þessum snjómælingum var ályktað að járnbrautarlest gæti komist yfir Mosfellsheiði alla daga ársins. Guðjón var eins og kunnugt er faðir Halldórs nóbelsskálds. Stöðvar eru áætlaðar í Reykjavík, við Selfoss og við Þjórsá og auk þess 16 smástöðvar, sem mjög litlu sé til kostað. Fullkomin rannsókn á brautarstæðinu liggur ekki fyrir ennþá, segir í greininni, heldur aðeins bráðabirgðarannsókn, sem þó er byggð á hallamælingum á mestum hluta leiðarinnar. Eftir áætluninni er jarðrask 7.400 tenm. á hverjum km. aðallínunnar. Kostnaður til bráðabirgða er áætlaður þannig: Aðalbrautin 112 km, krónur 3,5 milljónir. Álma niður á Eyrarbakka 11 km, kr. 300 þúsund. í þessum kostnaði er borgun fyrir landsspjöll ekki meðtalin. Fólksfjöldi á braut- arsvæðinu er nú sem stendur full 25.000 manns. Þórarinn Kristjánsson, byggingaverk- fræðingur vann á skrifstofu landverkfræðings árið 1912, þá nýútskrifaður frá Kaupmanna- höfn, og mældi hann iyrir jámbrautarstæðinu frá Reykjavík um Þingvöll að Selfossi. Þórar- inn varð síðar hafnarstjóri í Reykjavík. Arið 1920 skrifar svo Jón Isleifsson verkfræðingur í Tímarit Verkfræðingafélags íslands og bendir á aðrar leiðfr, sem hann nefnir Reykjanesleið- ir. Þær leiðir áttu að liggja frá Reykjavík inn að Elliðaám suður í Hafnarfjörð um Vífilstaði. Fyrir sunnan Hafnarfjörð á móts við Hvaleyri áttu leiðimar að skiptast og átti önnur að stefna í hásuður, miUi Núpshlíðarháls og Sveifluháls, um Vigdísarvelli og ofan á Krísu- víkurbjarg vestanvert. Þaðan meðfram sjó yfir Vogsós og Ölfusárós að Eyrarbakka. Frá Eyr- arbakka átti leiðin að liggja upp Flóa að Ölf- ursárbrú og þaðan að Þjórsárbrú. Hin leiðin átti að Uggja frá Hvaleyri í vestur, meðfram sjó suður í Voga og beygja þar til hásuðurs með- fram Sandakravegi, yffr Dalahraun niður að Hraunsvík hjá ísólfsskála, og þaðan meðfram sjó að Krisuvíkurbjargi, þar átti þessi vestri Reykjanesleið að mæta hinni fyrrnefndu leið. Eystri-Reykjanesleiðin var talin 126 km löng, en hin vestri 146 km. Þessar leiðir áttu að komu öllum íbúum Reykjanesskagans að not- um og vera snjóléttar. Við Reykjanesleiðina voru þá 2872, íbúar en við Þingvallaleiðina 827 íbúar. JÁRNBRAUTARMÁLIÐ OG SAMGÖNGUMÁL SUÐURLANDSUNDIRLENDISINS Þannig hljóðaði yfiskriftin á tveimur erind- um, sem Geir G. Zoéga, vegamálastjóri flutti í mars og apríl árið 1924. Fyrra erindið byrjar þannig: „Jámbrautarmálið er óefað langstærsta samgöngumáUð, sem hjá oss hefur verið á dagskrá. Öllum hlýtur að vera það ljóst, að Suðurlandsundirlendið verður að fá sam- göngubót, er veitir því greiða og ömgga leið tU Reykjavíkur jafnt vetur sem sumar ef þess á að vera nokkur von, að fé það allt, sem þar hef- ur verið lagt í ræktun beri tUætlaðan ávöxt. Þessi samgöngubót hlýtur að verða annað tveggja jámbraut eða fullkominn akvegur tU bifreiðaflutninga.“ I greinargerð vegamálastjóra kemur fram að Stóra málið hafði um árabil legið í þagnar- gildi, en á alþingi 1921 vom samþykkt lög sem heimiluðu landstjóminni að láta framkvæma fuUnaðarrannsóknir jámbrautarstæðis frá Reykjavík og austur um Suðurlandsundirlendi. Snéri landstjómin sér til stjómar norsku ríkis- brautanna með beiðni um að fá vel hæfan starfsmann þeirra til rannsókna. Var málinu vel tekið og bent á Sv. Möller, jámbrautar- verkfræðing. í janúarmánuði árið 1924 sendir þessi „baneinspektör“ landsstjórninni langa og nákvæma skýrslu með áætlun um stofnkostnað upp á kr. 6.925.000 og er þá miðað við að verka- mannakaup sé kr. 1.00-1.10 á klst. Með Sverre Möller vann Valgeir Björnsson verkfræðingur, sem þá starfaði á skrifstofu vegamálastjóra, við mælingarnar og áætlunargerðina. Valgeir varð síðar bæjarverkfræðingur og hafnarstjóri í Reykjavík. Um járnbrautarstöð í Reykjavík segir norski verkfræðingurinn: „Þar sem hér er aðalstöð og endastöð verður að áætla tUtölulega mikil húsakynni, enda em stöðvarhúsin, vöruskáli, eimreiðarskáli og smiðja áætluð að kosti um 200 þúsund krónur. Stöðvarstæðið austan við Tjörnina neðst í Laufástúni, neðan við Fjólu- götuna, þótti áhugavert en dýrt. Lítum á legu jámbrautarinnar: Járnbrautarstöðin er staðsett austan við Tjörnina og liggur leiðin þaðan tU suðurs, en því næst í suðaustur yfir Vatnsmýri, vestan við Eskihlíð yfir Hafnar- fjarðarveginn í Fossvogi. A þessari leið er hallinn lítill og bugður vel greið- ar. Öll leiðin norðan í Fossvogi er mjög hag- kvæm, mestur halh 12% vestan við Bústaði, en þar er stuttur láréttur kafli, þar sem stétt verði sett síðar. Því næst er brautin lögð norðan í Breiðholtshálsi að efri Veiðimannahúsum og er þar farið yfir Elliðaárn- ar. Þá er beygt suður fyrir hálsinn milli Elliða- áanna og Rauðavatns, því næst farið yfir Hólmsá nálægt Baldurshaga, síðan meðfram Rauðhólum um túnið á Hólmi og er þar ráð- gerð fyrsta stöðin.“ Önnur áætlun var og gerð um stöð í Amar- hólstúni austan við Ingólfsstræti, niður undir sjó en það stöðvarsvæði er af ýmsum ástæðum ekki eins heppilegt, sérstaklega kostar miklu meira að jafna svæðið og enn meira tiltölu- lega, þegar kemur að því að stækka stöðina. Jafnvel þó stöðin verði sett svo austarlega, að gatan meðfram sjón- um (meðfram Nýborg og Völundi) verði tekin af, mun kosta 165. þús- und krónum meira að jafna þetta stöðvar- svæði og gera nothæft en stöðvarsvæðið aust- an við Tjömina, og enn meiri verður munurinn er kemur að því að færa úr kvíarnar. Leiðin frá hafnarstöðinni inn að Elliðaám er heldur ekki eins heppileg og frá Tjamarstöðinni." Nokkru síðar í skýrslu norska jámbrautar- verkfræðingsins er þess getið að Hólmsstöð liggi haganlega með tilliti til Þingvallaumferð- ar. Eimreiðin verður að staðnæmast hér, segir í skýrslunni, og bæta vatni á ketilinn. Við Kol- viðarhólsstöð áttu eimreiðarnar að mætast og enn þarf þar að bæta vatni á ketilinn. Vatns- veitan að Kolviðarhóli er nokkuð dýr eftir áætluninni og eru nefndar 50 þúsund krónur. Kolviðarhóll var á þessum árum þýðingarmikill og vinsæll áfangastaður og rausnargarður. Eftir þessari áætlun átti Ölfusárbrúarstöð að vera fyrst um sinn endastöð austanfjalls. Þar þarf að vera eimreiðarskáli, segir í skýrsl- unni, - fjölskyldubústaður stöðvarstjóra og herbergi fyrir annað starfsfólk. Verkfræðing- urinn telur að 40 km. hraði á klukkustund sé vel fullnægjandi á ekki lengri leið. I Þrengslun- um er brautin hæst yfir sjávarmál, 283 metrar. Framhaldsskýrsla um járnbrautarmálið var lögð fyrir alþingi 1926. Við þá endurskoðun lækkaði stofnkostnaður verulega. Eftir nýju skýrslunni átti að byggja Reykjavíkurstöðina á svonefnt „Skell“ tún austan við Hringbraut, en sunnan við Laugaveg. Þótti sá staður hag- kvæmari en neðst í Laufástúninu fyrir neðan Fjólugötu. í hinni nýju áætlun var gert ráð fyr- ir sérstöku spori frá Reykjavíkurstöðinni eins og hún er nefnd og niður að höfn og mætti koma fyrir stétt þar, til dæmis við Ingólfs- stræti, og nota sem endastöð lesta, ef aðalstöð; in þætti vera nokkuð langt frá miðbænum. í þessari endurskoðuðu áætlun var gert ráð fyrir að Ölfusárstöðin, sem fyrirhuguð var undir brekkunni vestan árinnar gegnt Selfossi, yrði austan Ölfusár og gerir nú járnbrautarverk- fræðingurinn ráð fyrir eimreiðarbrú, sem kosta myndi 200 þúsund krónur. Verkfræðing- arnir telja að mótorvagnar geti sparað tals- verða upphæð með því að nota slík farartæki að einhverju leyti, en segja að sér hafi ekki tekist að gera áætlun þar um. Telur skýrsluhöfundur, að aðalókostur mót- orvagna sé, að dráttarafl þeirra upp brekkur sé frekar lítið. Þá kemur greinargerð um raf- magn til rekstrar brautarinnar, en það telur skýrsluhöfundur ekki koma til greina nema að það fáist á mjög vægu verði, enda sé raforku- veitan meðfram brautinni mjög kostnaðarsöm. Reynsla Norðmanna benti þó í þá átt, að litlar horfur væru á, að rafvirkjun með svo lítilli um- ferð mundi gerleg. Rekstrarkostnaður bifreiðanna er áætlaður meiri en jámbrautar og munar þar mestu um eldneytiseyðsluna, sem óhætt er að telja að minnsta kosti tvöfalt meiri. Annar liður sem um munar er gúmmí. Þegar hér er komið í skýrslunni er hætt að tala um mótorvagna eins og algengt var í upphafi bílaaldar. Árið 1918 var mikill mjólkurskortur í Reykjavík. Blöðin fjölluðu um mjólkurskortinn og Guðmundur Bjömsson landlæknir og alþingismaður, sem hafði setið í bæjarstjórn Reykjavíkur, taldi að mjólkurskorturinn stafaði af því að hér vantaði járnbrautir. Hermann Jónasson búfræðikandi- dat, sem verið hafði ritstjóri BúnaðaiTÍtsins, taldi og að veigamesta lausnin á mjólkurskort- inum væri að flytja hey austan úr sveiðum að sumarlagi með járnbraut til Reykjavíkur. Geir G. Zoéga varð vegamálastjóri árið 1917 og 1922 varð hann ráðunautur ríkistjórna í málum er snertu notkun bifreiða og í járnbrauta. I skýrslu hans, sem hann flutti á fundi Verk- fræðingafélags íslahds í febrúarmánuði árið 1926, má lesa: „Hvernig sem á málið er litið verður rekstr- arafkoma bifreiðanna miklu lakari en Járn- brautarinnar. En mest gætir þó hins, að þær jafhast alls eigi á við járnbraut um að full- nægja þörfum vaxandi umferðar. Nú verður að gera ráð fyrir því, að ræktun Suðurlandsundir- lendisins vaxi til muna jafnvel í náinni fram- tíð“. I samanburði á jámbrautinni og bifreið- unum er talið að jámbrautin verði tvær og hálfa klukkustund milli Reykjavíkur og Ölfu- sár en fólksbifreið yrði þrjár og hálfa klukku- stund á leiðinni. Endastöð brautarinnar var eins og það er orðað, fyrst um sinn áætluð við Ölfusá. „Jafnframt verður til frekari trygging- ar að banna reglubundnar bifreiðaferðir til al- mennra vöru- og fólksflutninga á þeirri leið. Flutningsgjöldin fyrir vörur með járnbrautinni em að vísu áætluð svo lág (20 kr. fyrir 1000 kg. milli Reykjavíkur og Ölfusár, sem nú kostar minnst 60 kr.)“ Eftir áætluninni átti fargjald með járnbrautinni að kosta kr. 6.50, en kostaði 10 krónur með bílum árið 1926. Hér hefur ver- ið stiklað á fóm og aðeins gripið ofaní skýrslur Geirs Zoéga, vegamálastjóra frá árunum 1924 og 1926. En víkjum nú sögunni austur í Rangárvalla- sýslu: Það var á útmánuðum árið 1922, að sýslu- nefndarmenn í Rangárvallasýslu voru búnir að koma sér fyrir í kringum stóra fundarborðið á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, að oddviti sýslunefnd- arinnar, Björgvin Vigfiísson, las nefhdarmönn- um bréf frá stjómarráði íslands þar sem það tjáir sig bresta heimild til að veita kaupgjalds- rétt á landsspildu þeirri úr Kálfholtslandi i Ásahreppi sem sýslunefndin hefur tekið á leigu í 100 ár. Jafnframt fjáir stjórnarráð íslands sýslunefndinni í Rangárvallasýslu, að það finni ekki næga ástæðu til að útvega heimild tilÞ E'% Á ÁRUNUM fyrír aldamótin vom eimreiðar tákn nýrra tíma og þegar dr. Valtýr Guð- mundsson stofnaði blað sitt 1895, nefndi hann það eftir þessu nýja tækniundrí. I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 22. ÁGÚST 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.