Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 8
+ COPLEY-TORGIÐ í Boston í Bandaríkjunum. Nútíma skýjakljúfar með ívafi frá gömlu Evrópu, kirkju í rómönskum stíl frá 1880. VIÐ ALDAHVÖRF 1. HLUTI FYRIRMYNDARBORGIN ASEINNI hluta 19. aldar áttu gífurlegar þjóðfélagsbreying- ar sér stað í flestum löndum beggja vegna Atlantsála. Áhrif iðnbyltingar voru farin að setja verulega mark sitt á byggð og umhverfí á Vestur- löndum, bæði vegna þrengsla og mengunar. Gífurlegur flutningur var af fólki til borganna tii að vinna við verksmiðjur, en allar aðstæður verkamanna og fjölskyldna þeira voru mjög bágbornar. Leiguhúsnæði verkafólks lé- legt, kolareykur grúfði yfir borgunum og heilsu- far íbúanna því slæmt. Á þessum tíma voru tvö megin sjónarmið ríkj- andi meðal fræðimanna: 1) Að bæta mætti aðstæður fólks með því að bæta og fegra umhverfi þeirra „Environmental Determenism" 2) Að ráðast að rótum vandans með því að ná fram jafnri skiptingu gæðanna þ.e. Marxismi. Báðar stefnumar höfðu mikil áhrif sérstak- lega, sú síðarnefnda, en í þessum greinum verður eingöngu fjallað um kenningar tengdar fyrri stefnunni. Ein mikilvægasta tækninýjung 19. aldar hvað varðar hollustu og hreinlæti í borgum var upp- finning vatssalerna og fráveitukerfa í Frakklandi um 1840. Á miðöldum voru borgir í Evrópu hin mestu pestarbæli. Seinustu áratugi 19. aldar voru stærstu skipulagsverkefni í stórborgum lagning fráveitukerfa. Nú í lok 20. aldar er verið að kom fráveitukerfi höfðuborgarsvæðisins í við- unandi form. Nú rúmum 100 árum síðar eru um- hverfismálin aftur aðalþungamiðjan í hugmynd- um um betra líf í borgum. Þróun í samgöngutækni hefur haft mikil áhrif á þróun borga.Skipta má þróun samgöngumála í bandarískum borgum í fjögur skeið : 1) Hesta- kerrur til 1880 2) Sporvagnar 1880-1920 3) Einkabílar og strætisvagnar 1920 - 1950 4) Einkabílar og hraðbrautir frá 1950. Hver sam- göngutækni hefur haldið velli í nokkra áratugi, þar til hagkvæmari og ódýrari kostur tók við (sjá línurit). Einkabíllinn hefur haldið velli lengur en aðrir samgöngukostir og ekki er í augsýn tæki EFTIR BJARNA REYNARSSON Hér og í tveimur næstu blöðum fjallar greinarhöfundurinn um þróun skipulags-, umhverfis- og umferðarmála í vestrænum borgum á 20. öld. Stiklað verður á stóru í svo viðamiklu efni. Um síðustu aldamót ríkti mikil bjartsýni og framkvæmdagleði og fræðimenn settu fram margar stórfenglegar hugmyndir um betra samfélag í borgum á Vesturlöndum. I þessum greinum verður fjallað um nokkrar þessara hugmynda og þróun hugmyndafræðinnar út öldina. Nú í aldarlok bregður svo við að minna fer fyrir slíkri hugmyndafræði en í aldarbyrjun. sem veltir honum úr sessi.Greinilega má sjá hvemig þróun í samgöngutækni hefur haft áhrif á form stórborga eins og Chicago. í þriðju grein- inni verður fjallað nánar um samgöngur í borg- um. Hinar þéttbyggðu miðaldaborgir Evrópu voru yfirleitt ekki stærri að ummáli en svo að hægt var að ganga á hálftíma frá miðborg að jaðri byggðarinnar. Þannig var Reykjavík fram til 1940. Upp úr miðri þessari öld urðu flestar borg- ir á Vesturlöndum fjölkjama þar sem stórar verslunarmiðstöðvar hafa verið byggar í úthverf- um sem hafa veitt miðborgunum harða sam- keppni hvað varðar verslunarþjónustu og at- vinnustarfsemi. Áhrifamesta skipulagsverkefni síðari hluta 19. aldar í Evrópu var unnið þegar Napóleon 4 fékk verkfræðinginn Haussmann til að endur- skipuleggja gatnakerfið í París, en hann braut leið fyrir kerfi breiðgatna „boulewarda" í gegn- um innri hluta borgarinnar. Um leið var vatns- og fráveitukerfi borgarinnar endurnýjað. Verk- ið var unnið á árunum 1850- 1870. Sjónarmið Napóleons 4 var að geta komið betur að her- gönguliði ef aftur kæmi til uppreisnar í borg- innni eins og 1848. Haussmann sá aftur á móti fyrir sér greiðfærara gatnakerfi og meira birtu og andrými í borginni, en hluti af verkefninu var að skipuleggja almenningsgarða svipað og í miðborg Lundúna. Flestar stórborgir í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum fylgdu fordæmi Parísar m.a. var skipulag Washington D.C. mjög í frönskum anda með torgum og breiðgöt- um. Einhverjir bestu hlutar bandarískra borga eru garðsvæðin. Árið 1857 vann landslagsarkitektinn Fredric L. Olmsted skipulagssamkeppni um um skipulag „Central Park“ á Manhattan. Garðurinn var strax mjög vinsæll og á næstu áratugum létu flestar stórborgir skipuleggja skemmtigarða í innri hluta borganna. Olmsted og sonur hans og alnafni skipulögðu á næstu 70 árum mikinn fjölda borgargarða og úthverfa og hönnuðu umferðar- götur um opin svæði s.k. „Park Drive“. Án efa voru þeir feðgar með bestu borgarhönnuðum í Bandaríkjunum á sínum tíma. Mikil bjarsýni um betri tíð var ríkjandi í lok 19.aldar, eftir erfitt veðurfarstímabil síðustu tvo áratugi aldarinnar. Garðborgarslefnan Allt frá þvi er Plato skrifaði Ríkið og Thomas Moore bókina Utópia á 16. öld hafa evrópskir menntamenn sett fram útopiskar hugmyndir um æskilegt samfélag í þéttbýli n.k drauma- eða fyr- irmyndaborgir. Áhrifamesta bók sem skrifuð hefur verið í þeim anda um skipulag borga er án efa bókin „Garden Cities of Tomorrow’eftir Ebeneser Howard, hún var fyrst gefin út 1898 undir heitinu „Tomorrow. A Peacful Path to Soci- al Reform“. Howard rann til rifja bágt ástand í umhverfismálum í breskum borgum. Hann hafði ferðast til Bandarikjanna, m.a. til Chicago og blöskraði skipulagslaus útþensla borgarinnar Eins og margar snjallar hugmyndir var hug- mynd Howards einföld. Þ.e. að taka það besta úr menningu og umhverfi dreifbýlis og þéttbýl- is til að mynda grundvöll fyrir nýju samfélagi, garðborg. Howard var ekki menntaður í skipu- lagsfræðum, en í bók hans eru nokkrar skematískar myndir að fyrirmyndar garðborg. Garðborgir átti að byggja í útjaðri stórborga eins og London til að létta á þrengslum í innri hluta borganna. Garðborgirnar áttu að vera sjálfum sér nógar í atvinnulegu tilliti, 30 þús- und manna samfélag þar sem landbúnaðarland og garðar tækju yfir 4/5 hluta af landrýminu. Járnbrautalína lá hringinn í kringum borgina og tengdi hana stórborginni.(Sjá skýringar- mynd) Ibúarnir leigðu gegn vægu verði það land sem þeir nýttu, og rann afraksturinn í sameiginlegan sjóð sem greiddi stofn og rekstrarkostnað af uppbyggingunni. Uppbyggingunni yrði stjórnað af þróunarráði (Developmental council). Howard fékk auðuga vini sína til að byggja til- rauna garðborg Letcher árið 1902 norðan við London. I megin atriðum er skipulag Letcher samkvæmt hugmyndum Howards. Kenningar LÍNURITIÐ sýnir hvernig ein samgöngutækni tók við af annari í vestrænum borgum frá miðri 19. öld með því að hún varð ódýrari og hagkvæmari en fyrri tækni. Einkabíllinn hefur haldið velli sem ríkjandi samgöngumáti í meir en hálfa öld. IÐNAÐARBORGIN Preston í Englandi var byggð um 1880 og íbúðarhúsahverfin næst á mynd- inni minna helst á vinnubúðir, þar sem byggt er ótrúlega þétt og án nokkurra garðsvæða. Lífskeið mismunandi samgöngutækja Fjöldi farþega Einkabíll Strætisvagnar Rafmagns- sporvagn 1860 1893 1923 1948 Tími Sporvagn á kapli Hestvagnar EBENEZER Howard og teikning sem sýnir hluta af garðborgarhugmynd hans. ARKITEKTINN Le Courbusier og tillaga hans að endurskipulagningu Parísar 1925. Þessi háhýsi voru þó aldrei byggð. MIÐBORG Chicago á þriðja áratugnum. Michigan Avenue-brúin yfir Chicago ána var gerð samkvæmt skipulagi Burnhams. FAGURBORGASTEFNAN eins og hún var sýnd undir nafninu Hvíta borgin á heimssýningunni í Chicago 1893. Höfundur hennar var arkitektinn Daniel Burnham sem hér er á mynd frá 1910. Howards leiddu til nýborgarstefnu Breta á fyrri hluta aldarinnar Sjálfstæðra borga utan stór- borgarsvæða sem byggðu hver á nýjustu hug- myndum í skipulagsmálum á hverjum tíma. Borgirnar urðu sífellt stærri, eins og t.d. Milton Keynes sem byggð var upp um 1970 með yfir 500 þúsund íbúa. Garðborgir urðu mjög vinsæl- ar á fyrri hluta aldarinnar og voru byggðar víða t.d. í Bandaríkjunum, Hollandi (á landfyllingum) og ísrael. En megin áhrifa af kenningum Ebenesar Howards er að finna í byggingu út- hverfa um öll Vesturlönd. Eitt afbrigðið af nýborgum voru svonefndar iðnborgir eða fyrirtækjaborgir. í lok 19. aldar var algengt að fyrirtæki byggðu heil hverfi eða bæi með leiguíbúðum fyrir verkafólk sitt. Einn þekktasti bærinn er Pullmann, sunnan við Chicago, sem auðjöfurinn Pullmann lét skipu- leggja og byggja í kring um jórnbrautavagna- verksmiðju sína árið 1880. Pullmann þótti í byrjun fyrirmynd annarra slíkra iðnborga, en þar sem íbúarnir fengu engu ráðið um framgang bæjarins þar sem hann var í eign fyrirtækisins, leystist þetta bæjarsamfélag upp í byrjun 20. ald- ar . Annar svipaður fyrirtækjabær var Preston í Englandi (sjá mynd) „Fagurborgastefnan" og skipulag Burnham fyrir Chicago 1909" Vorið 1893 var Kólumbusar heimssýningin opnuð í Jacksons garðinum í Chicago. Þessi sýn- ing vakti gífurlega athygli og dró að sér mikinn fjölda gesta. í fyrsta sinn sáu íbúar Chicago og annarra stórborga Bandaríkjanna, glæsilega borgarhönnun í klassískum stfl. Borgir þyrftu ekki að vera óhreinar,og gjörsneyddar listrænum skreytingum. „Hvíta borgin" eins og sýningar- svæðið var kallað með glæsilegum sýningarhöll- um vakti aðdáun bæði almennings, embættis- manna og aðila viðskiptalífsins.( sjá mynd). Sýn- ingin hratt af stað hreyfingu sem kölluð var „City beautiful", en hún átti rætur meðal listamanna í New York sem árin á undan höfðu barist fyrir því að við opinberar byggingar og á torgum og opnum svæðum væri komið fyrir listaverkum. Byggingarnar á sýningarsvæðinu voru ekki byggðar úr varnalegum byggingarefnum og voru þær flestar rifnar fljótlega. Ekki voru allir hrifn- ir af arkitektúr sýningarinnar m.a. ekki L.H. Sullivan einn af frumkvöðlum skýjakljúfabygg- inga í Chicago. Honum fannst þetta afturhvarf til fortíðar sem hægði á þróun byggingalistar. Framkvæmdastjóri Columbusar sýningarinn- ar í Chicago var arkitektinn Daniel H. Burnham og Olmsted sá um landslagsmótun á sýningar- svæðinu. Burnham varð eftir sýninguna eftirsótt- ur sem ráðgjafi borga sem vildu taka sýningar- svæðið til fyrirmyndar við fegrun og skipulag. Ái'ið 1901 gerðu Burnhaham og Olmsted nýtt skipulag fyrir Washington D.C. Verslunarráð Chicagoborgar réð Bumham til að gera skipulag að Chicago og nágrannabyggð- um árið 1906. Ekkert skyldi til sparað. Burnham tók til óspilltra málanna ogí júni 1909 gaf versl- unarráðið út skipulag Burnhams fyrir Chicago. Borgarstjórn Chicago gerði í skipulagsáætlun Burnhams og Verslunarráðsins að sinni árið 1911. Motto Burnhams var „make no little plans“ og þetta skipulag var stórt í sniðum, áhrifamesta skipulagsáælun sem gefin hefur verið út í Banda- ríkjunum. Þekktasti hluti áætlunarinnar er garðasvæðið út frá miðborg Chicago, sem mynd- að var með uppfyllingum út í Michigan vatn. Þessir garðar og glæsilegir skýjakljúfar mið- borgar Chicago gera hana að glæsilegustu stór- borg Bandaríkjanna. Að áliti bandarísku arki- tektasamtakanna eru í Chicago meiri fjöldi glæsilegra bygginga en í nokkurri bandarískri borg. Otrúlega miklu af áætlunum skipulagsins var hrint í framkvæmd á næstu árum og það er ekki fyrir neina tilviljun. Af frumkvæði Charles H. Wacker einum af leiðtogum Verslunarráðsins var ráðinn sérstakur framkvæmdastjóri til að fylgja áætlunum skipulagsins eftir. Fyrir valinu var eldhuginn Walter D. Moody. Hann byrjaði á því að breyta heiti skipulagsins úr „City Beautiful" í „City Practical", ‘því margir töldu þetta stóra sldpulag vera skýjaborgir einar sem aldrei kæmust til framkvæmda. Moody lét prenta að- gengilega bæklinga um skipulagið sem sendir voru inn á öll heimili. Einnig lét hann útbúa kennsluefni fyrir nemendur gagnfræðaskóla borgarinna til að kynna þeim skipulagið. Þá nýtti hann sér hina nýju kvikmyndatækni og mynd sem skýrði skipulagið var sýnt í flestum kvik- myndahúsum borgarinnar við mikla aðsókn. Til að kynna fyrirmyndar borgai-umhverfi lét Moddy útbúa 200 litskyggnur frá Evrópskum borgum sem sýndar voru á 400 fyrirlestrum sem 175 þús- und manns sóttu. Þar með vann Moody stuðning bæði almenn- ings og atvinnulífs fyrh- skipulaginu. Aldrei hefur nein skipulagsáætlun verið jafn vel kynnt í Bandaríkjunu, raunar höfðu borgaryfirvöld yfir- leitt ekki haft fyrir því að kynna skipulgsáætlanir fyrir borgarbúum fyrir þennan tíma. Eftir aðK 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. ÁGÚST 1998 + LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. ÁGÚST 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.