Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 7
Morgunblaðið/RAX ,VIÐ þurfum að mæta breyttum heimi, landamæralausum heimi, og það gerum við ekki með því að einangra okkur, heldur eingöngu með því að efla okkar stoðir í menningarlífinu," segir Hjálmar H. Ragnarsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna. þeir sem sjá eingöngu gróðann í listunum muni eflast og ná enn sterkari tökum en þeg- ar er orðið, sérstaklega á æskufólki. Eg hef reynslu af því að fara á milli skóla og kynna tónlist fyrir börnum og unglingum. Okkur var alls staðar tekið með kostum og kynjum og eftir á að hyggja hugsar maður til þess með eftirsjá hversu sjaldgæft það er að lista- menn komi í eigin persónu með list sína til barnanna. Það eru alltaf einhverjir milliliðir, útvarpsstöð eða sölumenn af einhverju tagi. Eg tel þetta eitt mikilvægasta málið í menn- ingarstefnu til framtíðar að yfirvöld mennta- mála opni skólana fyrir listamönnum svo þeir geti unnið með börnunum í návígi. Þegar ver- ið er að ræða um menntun og eflingu skóla- kerfisins þá á að hafa það að leiðarljósi að efla skapandi og gagnrýna hugsun hjá börn- unum. Það litla sem hefur verið gert á þessu sviði hefur skilað ótrúlegum árangri og við ættum að gera miklu meira af slíku.“ Er þetta ekki sjónarmið sem á undir högg að sækja einmitt nú þegar öll áhersla er lögð á að efla raungreinakennsluna? „Jú, og eflaust er pottur brotinn í því efni. En það þarf líka að kenna börnunum að tveir plús tveir geta hugsanlega verið fimm! Þá skilja þau enn betur að það er af hagkvæmnis ástæðum betra að tveir plús tveir séu fjórir. Það er þetta sem er svo mikilvægt og hefur því miður orðið undir í umræðunni." Þú nefndir áðan menningarlega stétta- skiptingu. Geturðu skýrt þetta betur? „Hún lýsir sér þannig að í þjóðfélaginu hafa skapast margs konar hópar sem hafa ekki lengur skírskotun til sameiginlegs menningarlegs bakgrunns. Aðstæður hafa gjörbreyst frá því sem áður var þegar hér var bara ein útvarpsrás og ein sjónvarpsrás. Menningarstefna ríkisútvarpsins á þeim ár- um var með þeirri reisn að landsmenn gengu þar að sameiginlegum þekkingargrunni. Nú er að alast upp fólk í landinu sem þekkir ekk- ert annað úr fjölmiðlum heldur en þvaður um popptónlist og kvikmyndastjömur. Það veit ekki hvað er að gerast í landinu og veit hvorki hverjir eru ráðamenn landsins né hvaða mál eru í brennidepli hverju sinni. Unglingar og börn geta orðið svo menningar- lega afskipt að þau komast til fullorðinsára án þess að vita nokkuð af þessu tagi. Eg er líka sannfærður um að þetta tengist þeim erf- iðleikum sem margir unglingar eiga í við að fóta sig í samfélaginu. Þeir standa utan við þennan sameiginlega grunn þekkingar og menningar, verða utanvelta." Eru ekki ákveðin tengsl á milli hinnar menningarlegu stéttaskiptingar sem þú lýsir og þess að pólitískar andstæður í þjóðfélaginu virðast orðnar mun óljósari en áður var? „Það er einkenni okkar tíma að skiptingin er ekki lengur á milli félagshýggju og einka- hyggju, ekki á milli vinstri og hægri, heldur er þjóðfélagið að skiptast menningarlega á milli þeirra sem ráða og eiga peninga og hinna sem standa utan við, fylgjast ekki með og láta hverjum degi nægja sína þjáningu í þeim skilningi. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að menningin snertir öll svið þjóðfélagsins. Það er ekki hægt að skilja efnahagsmál, umhverfismál, menntunarmál og mannréttindamál frá menningarmálun- um. Menning er ekki bara listir, heldur starfsemi manna í víðustum skilningi. Á síð- ustu árum eru sjónarmið menningarinnar að koma inn í ákvarðanatökur á öllum sviðum. Ég get nefnt sem dæmi að Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn stendur nú fyrir ráðstefnu um þátt menningarinnar við ákvarðanatöku í lánafyrirgreiðslu sjóðsins. Um allan heim eru menningarsjónarmið að verða eitt af mikilvægustu atriðunum í þjóðmálaumræðu. Hér á Islandi erum við mjög stutt á veg komin og gott dæmi um fornaldarlegan hugsunarhátt okkar er að við höfum hér þrjú sérstök atvinnuvegaráðuneyti sem eru eins konar umboðsskrifstofur fyrir ákveðna þætti atvinnulífsins, en við höfum ekkert menning- armálaráðuneyti. I öllum löndum þar sem stjórnvöld láta sig menningarmál einhverju varða er verið að stokka upp stjórnsýsluna í menningarmál- um. Hér á Islandi þarf að gera uppskurð á stjórnsýslu menningar, ekki bara hjá ríkinu heldur líka hjá listastofnunum sjálfum og hjá sveitarfélögunum. Núverandi meirihluti í Reykjavíkurborg hafði upp fögur fyrirheit á sínum tíma. Því miður hefur lítið orðið úr efndunum. Á hinn bóginn hafa listamenn verið mjög hikandi og tregir til að fallast á breytingar vegna innbyggðs ótta um að til standi að taka eitthvað af þeim. Afstaða listamann- anna mótast of mikið af þeirri slæmu reynslu að sífellt sé reynt að rífa af þeim alla hluti, skera framlög til lista niður, þannig að þegar fram koma hugmyndir frá stjórnvöldum eða öðrum utanaðkomandi um breytingar eru fyrsta viðbrögð listamanna alltof oft að tor- tryggja þær.“ Finnst þér að í viðhorfum stjörnvalda komi fram tilhneiging til að einangra listimar frá öðrum þáttum þjóðlífsins? „Þetta sjónarmið er á undanhaldi. Mér finnst síaukinn skilningur vera fyrir því að listirnar í landinu séu ekki sérstakur akur sem borið er á á vorin og uppskeran sett í hlöðu að hausti. Listirnar eru alls staðar, snerta allt og eiga erindi við alla. Þetta er kannski það mál sem við höfum lagt hvað mesta áherslu á undanfarin ár, að stjórnvöld mótuðu raunverulega menningarstefnu sem tæki tillit til allra þátta. Við þurfum að mæta breyttum heimi, landamæralausum heimi, og það gerum við ekki með því að einangra okk- ur, ekki með boðum og bönnum, heldur ein- göngu með því efla okkar stoðir í menningar- lífinu. Við eigum líka að vera þátttakendur í þeirri vinnu sem fer fram í mótun menning- arstefnu Evrópu sem heildar. Því miður höf- um við hingað til verið í hlutverki áhorfend- anna hvað það varðar en það virðist vera að vakna skilningur fyrir því að við þurfum að koma að þessu starfi með beinni og virkari hætti.“ Hvað á Bandalag íslenskra listamanna við þegar það krefur stjórnvöld um menningar- stefnu? „Við viljum menningarsýn til framtíðar, þar sem við sjáum fyrir okkur hvers konar þjóðfélag við viljum byggja upp. Ég sé fyrir mér fijálst og fullvalda ríki þar sem töluð er íslenska, þar sem hinn skapandi vilji fólksins fær einhveiju ráðið og að hér ríki velferð meðal fólksins. Þetta geta líklega flestir tekið undir en þetta gerist ekki af sjálfu sér. Til þess að þetta megi verða verðum við að brjót- ast úr forsjá staðnaðrar peningahyggju og taka í auknum mæli mið af sjónarmiðum og forsendum sem eiga rætur sínar í menning- arlegum bakgrunni okkar. Sem dæmi um þetta má nefna tvö heitustu málin sem eru til umræðu hjá okkur í dag, gagnagrunnsmálið og virkjunaráætlanh- á hálendinu. Bæði þessi mál fela í sér menningarlegar forsendur sem ekki verður horft framhjá. Það er ákveðin menningarstefna ef ákveðið verður að leggja stór hálendisvæði undir vatnsaflslón fyrir virkjanh'. I mínum huga felst í slíkri ákvörð- un vísbending um menningarstig, sem lýsir sér í hugsun um að það sé ekkert framhald og engin forsaga. Á því menningarstigi er engin virðing borin fyrir forfeðrunum og ekk- ert er hugsað til þess að framtíðarkynslóðirn- ar eigi einhverju að ráða um það í hvernig umhverfi þær búa. Þetta er vissulega menn- ingarstig en sú menningarstefna sem BIL hefur óskað eftir af stjórnvöldum leitar ofar en þetta.“ Við verðum að gera okkur grein fyrirpví að menn- ingin snertir öll svið þjóðfélagsins. Það er ekki hœgt að skilja efnahags- mály umhverfismál, menntunarmál og mann- réttindamálfrá menning- armálunum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. SEPTEMBER 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.