Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Þorkell INNSETNING Margrétar Blöndal kallast á við málverk Guðmundu Andrésdóttur. FRÁ rými með verkum Þórodds Bjarnasonar. KYNSLÓÐABILIÐ í sýningunni á Kjarvalsstöðum er áberandi. Að minnsta kosti í yfirskrift sýningarinnar - 30/60 +. Ald- urstakmörk sýnenda miðast nefnilega við það að hafa ekki dag um þrítugt eða að öðrum kosti að vera kominn yfir sex- tugt. Hugmyndin er þó ekki að staðfesta kyn- slóðabil, i merkingunni skilningsleysi, heldur að skoða hvort aldur hafí eitthvað að segja þegar myndlist er annars vegar. Parna gefst færi á að kanna tengsl milli tveggja kynslóða *iistamanna, greinilega aðskildar, hvort þau séu yfírleitt fyrir hendi og hversu mikil. í formála sýningarskrár leggur Halldór Bjöm Runólfsson listfræðingur fram athygl- isverða en kannski dálítið harkalega skýringu, gagnvart okkur sem erum á miðjum aldri, á „kynslóðabilinu" í sýningunni. Hann setur kynslóðirnar inn í líkingu um landrekskenn- ingar Wegeners. „Svona gerist framvindan innan við þrítugt og eftir sextugt: allt eins og möttulkraftarnir sem færa til meginlöndin. Allt þar á milli ,^stendur í stað eins og allsráð- andi hlass. [...] Annar hópur- inn - hinir ungu - hafa allt að vinna. Hinir - þeir rosknu - hafa engu að tapa. Er það ekki þetta sem kemur fastalandinu á hreyfingu?" Ekki nóg með þetta heldur er „sameiginleg- ur óvinur“ kynslóðanna tveggja „millikynslóðin með öll sín völd og allt sitt olnboga- rými - fyrverandi ungir og verðandi aldnir.“ Hvað sem líður skemmtileg- um vangaveltum um líkindi og andstæður hópanna tveggja er víst að þeir geta fráleitt talist „skólar“ í listastefnum enda augljóst að listamennirnir í hvorum um sig _eru ólíkir og kenndir við ýmsar stefnur og strauma. En þessi staðreynd gerir saman- burðinn milli þeirra yngri og eldri ef til vill enn forvitnilegri. Ávextir og verkfæri Nína Magnúsdóttir er ung myndlistarkona sem útskrifaðist úr Myndlista- og handíða- skólanum árið 1995 og fer núna í haust til náms í Goldsmiths-listaskólanum í London. Henni finnst „ekkert andstætt við það að vera þrjátíu eða sextíu ára. Talan er bara helmingi hærri. Eg held ekki að verkið mitt falli eitt- hvað sérstaklega inn í einhverja sérstaka hug- mynd um sýninguna. Enda hefur það ekkert með aldur að gera hvað þú ert frjór eða ungur í hugsun.“ Nína segist hafa unnið mikið með ávexti og verkfæri í sinum verkum. „Ég byrjaði á ýmiss "Yonar ávöxtum og einfaldaði það svo niður í epli. Ég hef verið með gjörninga þar sem ég borðaði epli í stórum stfl, þangað til ég hrein- lega gat ekki meira og kastaði upp. I öðrum gjömingi var rými fullt af eplum og ég beit í hvert einasta þeirra.“ í verkinu á Kjarvalsstöðum, sem myndað er af eplum og hnífum, segist Nína vera að skoða hvernig við hneigjumst til að „skipta hugsuninni alltaf í tvennt til að einfalda hana. Þetta er kvenlegt, þetta er karllegt. Þetta er mjúkt, þetta er hart. Þetta er skynsamlegt en þetta ekki. En svo er ég líka að velta fyrir mér hræðslunni við snertinguna. En þetta eru .;*bara mínar pælingar. Helst vil ég auðvitað að verkið tali sjálft. Það er ekki mitt að segja fólki hvað það á að hugsa.“ Erling Þ.V. Klingenberg útskrifaðist úr MHÍ 1994 og var eftir það tvö ár í Þýskalandi. UNGIR OG ALDNIR HAFA ORÐIÐ A K|arvalsstöðunn hefur verið opnuð sýning þar sem tvær kynslóðir myndlistarmanna setja upp verk sín í sama rými. Þegar GEIR SVANSSON leit inn í sýningar- sali voru listamenn í óða önn gera klárt fyrir opnun daginn eftir en gáfu sér tíma til að eiga við hann orð. NÍNA Magnúsdóttir með epli og hnífa. Þaðan fór hann til Kanada og lauk tveggja ára MA-námi í listum. Hann segist hafa verið í málverkinu í MHÍ en hafa horfið frá því. „Þó að ég sé ungur fannst mér ég vera bú- inn að mála nóg. Fannst það eiginlega of auðvelt og of erfítt, á sama tíma. Eftir það fór ég meira að skoða stöðu mína sem listamaður, í þjóðfé- laginu og hvað það þýðir að vera listamaður. Fór að vinna með staðlaðar manngerðir listamannsins. Um efni og vinnubrögð má segja að ég vinni í þá miðla sem henta hverju sinni. Verkið mitt hér er eiginlega lokaverkefnið mitt úr MHÍ með breyttum áherslum. Þar tók ég fyrir málarann sem listamann. Hérna er ég meira að fjalla um mig sem hugmynda- listamann. Svona konseptual-minimalista. Verkin eru auðvitað að vissu leyti írónisk." Verkið samanstendur af kössum sem skipt er í fernt og geymir hver hluti persónulega muni sem tengjast persónuleika listamanns- ins. „Sumir úr eldri hópnum sem eru hérna á sýningunni komu nálægt kennslu í MHÍ og fyrstu skrefin eru kannski í gegnum þá að ýmsu leyti. Ég nefni Kristján Davíðsson sem var kannski áhrifavaldur þegar maður var í málverkinu. Svo eru menn eins og Jóhann Eyfells og Magnús Pálsson sem að vissu leyti opnuðu nýjar leiðir fyrir manni. Fyrst þegar ég heyrði hugmyndina að sýningunni fannst mér hún dálítið skrítin. En ég held að það sé að mörgu leyti spennandi að sýna með eldri hópnum. Utkoman kemur í ljós á morgun þegar sýningin verður opnuð. MAGNÚS Pálsson við „tónlistarverk" sitt. ERLING Þ.V. Klingenberg hengir sig upp. Samsvörun og mótvægi Hlynur Hallsson (MHÍ 1993) býr í Hannover í Þýskalandi og útskrifaðist þar úr skóla fyrir tveimur árum. Honum finnst hug- myndin að sýningunni „fyndin. Að stilla sam- an þessum kynslóðum sem eiga ekki margt sameiginlegt, á yfírborðinu. Það er einna helst Magnús Pálsson sem hefur verið beinn áhrifavaldur fyrir mörg okkar. Ég er annars í plássi með Kristjáni Daviðssyni og er mjög ánægður með það. Hann er með splunkuný verk, frá þessu ári, svona einfaldar línuteikn- ingar. Mér finnst verkin hans vera bæði sam- svörun og mótvægi við mínar sem eru líka línuteikningar en af allt öðrum toga.“ Teikningar Hlyns eru í raun uppdrættir af landamærum ríkja og eru allar á A-4 blöðum en myndband og viðhorfskönnun er einnig hluti af verkinu. „Þetta eru tuttugu myndir af löndunum sem ég hef komið til. Útlínurnar eru bara af landamærum en ekki þar sem land liggur að sjó eða vatni.“ í öðru verki get- ur að líta „portrett eða langsnið af götum sem hafa skipt máli í lífi mínu. Þetta er í raun mjög afstrakt, eins og Kristján, en svo fylgja þessu líka persónulegar lýsingar. I báðum verkum eru sýningargestir krafðir um per- sónuleg svör af ýmsum toga.“ Tilviljun og hverfulleiki Margréti Blöndal útskrifaðist úr listaskóla í Bandaríkjunum fyrir einu ári og hefur verið hér heima síðan. Hún er með rýmisinnsetn- ingar í sal þar sem Guðmunda Andrésdóttir sýnir málverk. Henni líst vel á þema sýning- arinnar. „Mér finnst skemmtilegt ef hægt er að ná fram samspili á milli verkanna. Ég veit ekki alveg hvemig það hefur tekist almennt. Ég reyni að vinna það þannig að það sé sam- spil á milli okkar Guðmundu." Innsetningar eða skúlptúrar Mai-grétar hafa greinilega samsvörun við málverkin á veggjun- um og sjálf segist hún helst vilja að verk sín líkt og „poppi“ úr úr myndun- um. „Verkin mín byggjast mik- ið upp á tilviljunum og ég veit aldrei hvemig þau koma til með að virka. Eins og formin stígi út úr myndinni. I stað þess að horfa á eitthvað uppi á vegg stígur það niður. Verkin mín era annars þess eðlis að þau lifa ekki að eilífu heldur era hverfulleiki.“ Ruddskúlptúr og hljóöaljód Magnús Pálsson er sá eini úr eldri hópnum sem náðist í en hinir era Ásgerður Búadóttir, Emó, Guðmunda Andrésdótt- ir, Jóhann Eyfells og Kristján Davíðsson. „Mér finnst ágætt að vera tekinn með í þennan eldri hóp og finnst fínt að taka þátt í sýningunni. En ég er auðvitað skítnervus við hvernig tekst til.“ Magnús býr í London og hefur gert í ellefu ár. „Ég kem til íslands til að hressa mig við. Þó að margt sé auðvitað að gerast úti í London ríkir þar hálfgerð lognmolla miðað við hér. Listin er svo „karríertengd" annars staðar, ekki hér. Þetta ljóta orð sem á svo illa við list. Ég kem til að skoða verkin þeirra Kristins Harðarsonar og Kristjáns Guðmundssonar. Fyrir mér eru þetta bestu listamenn í heimi,“ segir Magnús og hlær. Magnús er í þann mund að ljúka við upp- setninguna á verki sínu, undarlegum bronslit- um skúlptúr, járnstöngum og kassa sem hang- ir niður úr loftinu. Verkinu er ætlað að fram- kalla „tónlist“ a.m.k. við opnunina þegar radd- gjörningur mun fara fram í tengslum við það. Verkið tengist pælingum Magnúsar um þessar mundir. „Það sem ég er að gera þessi árin er allt af einhverjum ritlistar og raddlistar toga. Ég sla-ifa texta eða klippi saman fundna texta og fæ fólk til að flytja þetta. Stundum flyt ég þá sjálfur. Þetta kalla ég raddskúlptúra. Þetta er allt eitt fyrir mig. Það skiptir ekki máli hvort maður er með fast efni eða loftkennda hugmynd ef maður hefur þrívítt form. Sumir hafa viljað kalla þetta „sound poetry“ (hljóðaljóð) og það finnst mér voða flott orð!“ segir Magnús og hlær. „Ég er að reyna að nálgast tónlistareðli talmálsins. Músík er grundvallarlega bara hljóð og tími, timasetning sem kölluð er rytmi. Hljóðgjafinn skiptir ekki máli, hvort það kemur úr manns- barka eða fiðlu, frá bíl, flugvél. Eða járni sem slær saman, eins og ég er með núna. Bara ef það hefur grundvallar eiginleika tónlistar. Þess vegna voga ég mér að kalla þetta tónlist. Eða að segja að ég sé að klóra utan í jaðarinn á tónlistinni.“ 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.