Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 15
SIGRID Undset á heimili sínu um líkt leyti og hún skrifaði trilogíuna um Kristínu Lavranzdóttur. unni. Þá varð hún heiðursdoktor við hinn fræga kvennaháskóla Smith College í Massachusetts í Bandaríkjunum. Tordis 0rjesæter nefnir mörg smáatriði og marga hluti í umhverfinu til að lýsa Sigrid Undset og færa frásögnina í skáldlegan bún- ing. I lokakaflanum yfirgefur lesandinn Bjerkebæk í síðasta sinn með Sigrid, lítur yfir sviðið. Yfir rúminu er silfurkross sem Sigrid keypti í fyrstu ferð sinni til Rómar. Hann er tvö hundruð ára gamall. Við hiiðina á rúminu er skemill þar sem hún biðst fyrir. A veggjum í stofunni hanga málverk eftir Svarstad, á skrifborðinu, sem hún erfði eftir fóður sinn, er árituð mynd af Hákoni konungi VII, stríðs- medalía sem Anders hafði fengið, myndir af Anders og Mosse. A borðinu er ritvélin henn- ar, í henni er blaðsíða skrifuð til hálfs, ritgerð um Edmund Burke. Á veggnum eru myndir af skáldinu Wergeland og grasafræðingnum Linné í Samabúningi með blómvönd í hendi o.s.frv. Sigrid Undset lést á sjúkrahúsinu í Lillehammer 10. júní 1949, 67 ára að aldri. Út- för hennar var gerð frá St. Torfinns-kirkjunni í Hamar. Höfundwr og lesendwr Á æskuárum mínum í Reykjavík heyrði ég talað um Sigrid Undset og verk hennar. Talað var um gáfur hennar og þekkingu á miðöld- um, en mest þótti mönnum til þess koma að hún hafði orðið fyrir áhrifum af stíl Islend- ingasagna. Eg sá mynd af henni; augun og svipurinn alvarleg, hárið tekið saman í hnút í hnakkann, svartklædd með brjóstnælu. Um líf hennar vissi ég ekkert, en hún var alltaf fá- orð um einkahagi sína. Á menntaskólaárunum las ég Frú Mörtu Oulie og síðan Kristínu La- vranzdóttur í íslenskri þýðingu, þótti hún stórkostleg en dapurleg þegar á leið. Svo liðu árin. Sumarið 1969 fór ég í fyrsta sinn til Noregs og heimsótti þá Lillehammer og Hamar. Þá sá ég hús Sigrid Undset, stórt bjálkahús um- girt stórum garði. Síðan þá hef ég oft komið til Lillehammer. Veturinn 1986-87 kynntist ég frönskum jarðfræðingi í París, konu, sem var í doktors- námi og hafði valið sér verkefni í Lil- lehammer. Hún talaði ágætlega norsku og var málkunnug Hans Undset sem bjó í Bjerkebæk með konu sinni. Hún sagði mér að hann væri einkennilegur maður. Hún vildi lána mér bók og rétti mér Hamingjudagar heima í Noregi, bók sem Sigrid Undset ritaði í Ameríku að tilstuðlan Elenor Roosevelt for- setafrúar. Jarðfræðingurinn lét þau orð falla að Sigrid hefði átt mjög fatlaða dóttur. Það hafði ég aldrei heyrt um. Svo var það nokkrum árum síðar að önnur kona, Sylvía Guðmundsdóttir, vildi lána mér aðra bók og það reyndist vera Hjörtu mann- anna. Bókin heillaði mig mjög. Það sem kom mér mest á óvart er að Sigrid Undset brýtur í bága við allar hefðbundnar hugmyndir um hinn eigingjarna listamann. Þegar ég átti þess kost að sækja sumarnámskeið í Noregi 1996 á vegum Nordspák um ritun ævisagna og sá að Tordis 0rjesæter átti að ræða um Hjörtu mannanna hugsaði ég mig ekki tvisvar um heldur ákvað að fara. Það var skemmtilegt og fróðlegt að hlýða á Tordis greina frá verki sínu, áhuginn og ástin á viðfangsefninu var augljós. „I fimm ár lifði ég með Sigrid Undset,“ sagði hún. Ástæðan fyrir því að hún ákvað að skrifa um ævi Sigrid Úndset var aðdáun hennar á Kristínu Lavr- anzdóttur, áhugi hennar á Mosse - en sjálf á Tordis einhverfan son - og að lokum vensl við Sigrid. Hún var að sönnu ánægð með þær móttökur sem verkið hafði fengið, sagði að út- gefandinn hefði ekki haft mikla trú á því, talið að bókin seldist í 3.000 eintökun en reyndist ekki sannspár. Bókin hafði selst í 60.000 ein- tökum í Noregi. Tordis ætlaði því að halda áfram að skiifa um Sigrid Undset og Róm. Fyrirspurnir komu mér á óvart: Spurt var um drykkjuskap Sigrid og um Hans son hennar. Ljóst er af bókinni að Tordis átti í erfiðleikum með að greina frá honum og sambandi þeiiTa mæðgina. Af frásögninni má ráða að Sigrid hafi ekki haft mikla krafta til að sinna þessu yngsta barni sínu og hann verið vanræktur. Tordis fullyrti að frásagnir af drykkju Sigrid væru orðum auknar. Hún hefði notað vín með mat en það hefði hún lært í Róm. - Á nám- skeiðinu horfðum við á kvikmynd um Kristínu Lafranzdóttur í leikstjórn Liv Ullmann sem þá var alveg ný af nálinni, en síðan hefur hún verið sýnd í sjónvarpi hér. Einnig í þetta skipti var farið til Lil- lehammer og rátan stoppaði um stund við Bjerkebæk. Húsið var mannlaust, Hans Und- set látinn og ekkjan á sjúkrahúsi. Þau höfðu ekki eignast neina afkomendur. Ættleggur Sigrid Undset, konunnar sem taldi móður- hlutverkið æðst hlutverka, dó út með börnum hennar. Þannig eru hinar bitru staðreyndir lífsins. Vonandi verður Bjerkebæk gert að safni til minningar um þessa mestu skáldkonu Noregs Höfundurinn er cand.mag. í íslensku. Sigrid Undset var örlát kona. Til marks um þad er að hún gaf Nóbels- verðlaunin, sem voru 156.000 n.kr. Hún stofn- aði sjóð sem bar nafn dóttur hennar og lagði rúmlega helming verð- launafjárins í hann. Til- gangur sjóðsins var að styrkja foreldra vangef- inna barna til að geta haftpau heima í staðpess að senda pau á stofnun. KÆRLEIKSSTJARNAN ÖRSAGA EFTIR ÁSDÍSI J. ÁSTRÁÐSDÓTTUR OG HEIMI H. KARLSSON / IHAUST þegar fór að dimma á kvöldin, tók ég eftir skærri stjörnu sem ljómaði á himninum þegar heiðríkt var úti. Þegar ég lá á bakinu í rúminu mínu var hún eins og falleg perla, sem lýsti inn um gluggann minn. Mér var farið að þykja svo vænt um stjörnuna, að ég saknaði hennar þegar himinninn var skýjaður. Og ég varð hrædd um að hún kæmi ekki aftur þótt birti til. En hún kom og hún er þarna enn þegar allt er stjörnubjart. Eg hugsaði oft um stjörnuna á daginn og fann að hún var stjarnan mín og hún gerði mig glaða. Eina nóttina dreymdi mig að ég var komin til stjömunnar minnar. Eg horfði með henni, heim til mín inn um gluggann á herberginu mínu og sá rúmið mitt autt. - Ég verð að flýta mér heim í rúmið mitt, sagði ég við stjörnuna. .- Ég þarf fyrst að segja þér dálítið, sagði stjaman. Ég varð forvitin og horfði á stjörnuna sem var svo undur björt að mér vöknaði um augu. - Hann afi þinn, sem er á himnum, bað mig að lýsa inn um gluggann til þín á hverju kvöldi þegar heiðskírt er í vetur. Ég er kærleiksstjarnan og um leið og ég skín svo skært að þú sérð mig þar sem þú liggur í rúminu, er ég að færa þér kærleik frá honum afa þínum, sem hann ætlaði að gefa þér ef þið yrðuð saman á jörðinni. Honum þótti svo undur vænt um þig. - Má ég sjá hann afa minn, sagði ég við stjörnuna. - Það getur þú ekki, sagði stjarnan. - Þú getur bara séð hann í huganum. Mig dreymdi ekki meira, af því ég vaknaði. Það var enn dimmt og ég sá stjörnuna mína greinilega. Kærleiksstjarnan, hugsaði ég og mér leið svo vel af því nú fannst mér við afi eiga þessa stjörnu saman. Samið í apríl 1988. Höfundarnir eru nómsfólk í Reykjavík. GUÐJÓN SVEINSSON ÚR FJARSKA I eftirvænting beið ég þá dúnlétt dalalæðan dali græna fyllti og kyssti unga grein. Þá hljóp ég léttum sporum til fundar við þig vina - við vorum saman ein. Nóttin leið í sælu við hjartslátt heitra kossa húmdökk augu brostu sem stjörnublik um nátt. Er sólin reis úr ægi mig brenndu brjóstin ungu og blóð mitt dundi hátt. Fyrir óra löngu okkar leiðir skildu leifturmyndir stakar hugann grípa um stund. Þegar strokur næturstormsins væla við minn glugga vík ég á þinn fund. Höfundurinn er skáld á Breiðdalsvík. MERGUR MÁtSINS 30 BLÓTA OG RAGNA EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON AÐ ER gömul saga að með nýjum herrum koma nýir siðir. Þetta á einnig við um merkingu og notkun orða. Heiðnir menn blótuðu goð „dýrkuðu goð og færðu þeim fórnir" og í þeirri merkingu stýrir sögnin blóta oftast þolfalli í fornu máli auk þess sem beyging hennar var jafnan sterk [blóta-blét-blét- um-blótinn]. Sögnin var einnig notuð í merkingunni „fórnfæra" og þá stýrir hún þágufalli, t.d.: blóta mönnum og fé. Þegar í elsta máli er sögnin blóta kunn í kristi- legri merkingu „bölva“ t.d.: eigi kvíði eg við því þótt biskup blóti mér eður banni „bölvi mér eða bannsetji/bannfæri" og úr Hómilíubókinni er dæmið: Bið þú fyrir þeim, er þér blóta (sbr. Matt. 5, 44). í fyrra dæminu kemur fyrir sögnin að banna í merkingunni „bölva, bannfæra“ en hún mun ekki notuð í síðari alda máli og af sama meiði er fornyrðið bannsettur „settur í bann kirkju“ sem algengt er í síðari alda máli í merkingunni „bölvaður". Sögnin blóta er hins vegar algeng í síðari alda máli í merkingunni „bölva“ og beyg- ist hún alltaf veikt [blóta- blótaði-blótað] og tekur með sér þágufall. Breytingarnar eru því umtalsverðar og þær taka til merkingar [dýrka>bölva], beygingar [sterk beyging>veik beyging] og notkun- ar [þolfall>þágufall]. Merkingarbreyting- in er auðskilin. Kristnum mönnum hefur þótt dýrkun goða með tilheyrandi munn- söfnuði ófógur og því var leiðin gi-eið fyrir nýja og neikvæða merkingu. Hin nýja merking fellur saman við merkingu forn- málssagnarinnar bölva sem stýrði þágu- falli og breytta fallstjórn so. blóta kann því einnig að mega rekja til so. bölva. Sögnin blóta er oft notuð í föstum orðasamböndum, t.d. ragna og bJóta og blóta, ragna og bölva, en í nútímamáli er myndin blóta og ragna algengust. Sagn- orðið ragna merkir í fornu máli „töfra; kalla fram“ sbr. eftirfarandi dæmi: eg hygg, að þú hafir ragnað að mér svo rammar vættir, að eg varð að falla fyrir. Bein merking er nánast „kalla fram rögn/regin“ og hún er augljóslega frá- brugðin siðari alda merkingunni „bölva“. Rögn eða regin vísa til heiðinna goð- magna eins og segir í fornu máli: regin heitu goð heiðin, bönd og rögn. Sagnorð- ið ragna og nafnorðið ragn eiga sér því heiðnar rætur og merking þeirra og notkun hefur breyst með breyttum sið- um á svipaðan hátt og notkun og merk- ing sagnarinnar blóta breyttist. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. SEPTEMBER 1998 1 5'.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.