Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 2
FELLA- OG HÓLAKIRKJA TÓNLEIKA- ÞRENNA TRÍÓS REYKJAVÍKUR TRÍÓ Reykjavíkur heldur þrenna tón- leika í Fella- og Hólakirkju í vetur. Fyrstu tónleikamir í þessari tónleikaröð verða sunnudaginn 20. september kl. 17. Flutt verður Tríó op. 1 nr. 1 eftir Beet- hoven og Tríó Dumky eftir Dvorák. Aðrir tónleikar vetrarins verða 8. nóv- ember en þá leika með tríóinu flautuleik- aramir Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau. Þriðju og síðustu tónleikar Tríós Reykjavíkur verða 7. mars. Þá verður þeim til fulltingis Alin Dubik mezzósópransöngkona. Aðgangur að tónleikunum kostar 1.000 kr. og veittur verður afsláttur til nem- enda og eldri borgara. ÍSLAND í SKÁLDSKAP 03 VERULEIKA BÓKASTEFNAN í Gautaborg verður að þessu sinni haldin dagana 22. - 25. október og á sama tíma Norræna safnastefnan. Að sögn verður bókastefnan hin umfangsmesta til þessa, 300 dagskrár og 500 þátt- takendur í dagskránum. Aðalþemu ársis em Börn og unglingar og Menning- ararfurinn. Meðal þess sem verður í sviðsljósi á safnastefnunni er hið nýja Heimsmenningarsafn í Gautaborg. 50 islendingar fró upphafi í kynningu frá bóka- stefnunni segir að frá byrjun hennar hafi 50 Is- lendingar verið þátttak- endur í dagskránum og frá Ámi Bergmann Ólafur Gunnarsson Matthías Johannessen Hallgrímur Helgason upphafi hafi tengslin við ísland verið í höndum Önnu Einarsdóttur hjá Máli og menningu. Fjórir íslenskir rithöf- undar verða meðal þátt- takenda að þessu sinni. Matthías Johannessen og Arni Bergmann ræða saman um „Island í skáld- skap og veruleika" og Ólafur Gunnarsson og Hallgrímur Helgason, sem báðir hafa samið Reykjavíkurskáldsögur, fjalla um borgina sem spegilmynd „framfara og neyslu". Meðal þekktra rithöf- unda sem koma til stefn- unnar má nefna reyfara- drottninguna Mary Higg- ins Clark og bandaríska skáldið Louis Simpson, fulltrúa frásöguljóðsins. TATE YFIR THAMES FRAMKVÆMDUM við nýlistasafn Tate-safnsins í London miðar örugglega áfram. Á myndinni horfa framkvæmdastjóri nýlistasafnsins, Art Lars Nittve, og framkvæmdastjóri Tate- safnsins, Nicholas Serota, út um glerþak safnahússins og norður yfír Thames, þar sem Pálskirkjuna ber hæst. Nýlistasafnið verður í endurbyggðu rafstöðvarhúsi og tekur tii starfa í maímánuði árið 2000. Smíðuð verður göngubrú yfir Thames; sú fyrsta í 100 ár. NORRÆN TÓNLIST Á VARSJÁRHAUSTI TVÖ ÍSLENSK VERK FRUMFLUTT VARSJÁRHAUSTIÐ, „Warszawska ,Jesien“, er með þekktustu nútímatón- listarhátíðum í heiminum og hefur verið haldin á hverju ári síðan 1958. Að þessu sinni verður norræn tónlist í brennidepli. Á morgun, sunnudag, heldur CAPUT, ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur, tónleika á hátíðinni. Á efnisskránni eru Fiðlukonsert Hauks Tómassonar, saminn íyr- ir Sigrúnu og CAPUT og frumfluttur var á Listahátíð síðast liðið vor; La Metrique du Cri, eftir Atla Ingólfsson; frumflutn- ingur á lagi Atla Heimis Sveinssonar: Islenskt Rapp; Chant Chains, eftir fínnska tónskáldið Veli- Matti Puumala og Marchenbilder, eftir danska tónskáldið Hans Abrahamsen. Stjómandi er Guðmundur Óli Gunnars- son. Þá mun Sænska Útvarpshljómsveitin frum- flytja hljómsveitarverk eftir Hauk Tómasson. SJONLEIKUR í TJARNARBÍÓI SJÓNLEIKUR er nýstofnað leikfélag sem ætlar að sýna leikritið Svartklæddu konuna, breskt leikverk, eftir Stephen Mallatratt. Leikritið er byggt á hroll- vekju Susan Hill. í West End hefur sýn- ingin gengið samfellt í tíu ár. Leikgerðin fer á fjalimar í Tjarnarbíói í byrjun október. Að uppsetningu verks- ins stendur hópur atvinnuleikhúsfólks undir nafninu Sjónleikur. í aðalhlutverk- um eru Arnar Jónsson, sem leikur eldri manninn og Vilhjálmur Hjálmarsson, sem leikur þann yngri. Leikstjóri er Guð- jón Sigvaldason og aðstoðarleikstjóri Bryndís Petra Bragadóttir. Atli Heimir Sveinsson Haukur Tómasson MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Fálkahúsið, Hafnarstræti 1 Greipar Ægis: Sandskúlptúrar. Til áramóta. Gallerí Art Hún, Stangarhyl 7 Toshiko Takaezu. Leirlistaverk. Til 4. okt. Gallerí 20 fermetrar, Vesturgata lOa Helgi Hjaltalín Eyjólfsson. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Gunnar Bjamason. Til 4. október. Gallerí Fold, Kringlan Samsýningin Hvalir. Gallerí Kambur, Holta- og Landsveit Ólafur Elíasson. Til. 4. okt. Gallerí Listakot Samsýning 13 listakvenna. Til 26. sept. Galleríkeðjan Sýnirími Sýnibox v. Vatnsstíg: Almee Simons. Gallerí Barmur: Gunnar Magnús Andrésson. Gallerí Hlust, simi: 551 4348: Story, cftir Ja- net Passehl. Út sept. Sjónþing Kiástins G. Harðarsonar. Tii 30. sept. Gerðuberg: Sjónþing Kristins G. Harðarson- ar. Til 24. okt. Hafnarborg Apótekið: Ljósmyndasýning Bernts Schlus- selburg. Sverrissalur: Margrét Guðmunds- dóttir, olíumyndir. Aðalsalur: Anna Sigríður Siguijónsdótir, skúlptúrar. Til 5. okt. Hallgrimskirkja Ti-yggvi Ólafsson. Til septemberloka. Kjarvalsstaðir -30 / 60+, samsýning tveggja kynslóða. Listasafn ASÍ Gryfjan: Jun Kawaguehi. Ásmundarsalur: Þóra Sigurðardóttir. Til 4. okt. Listasafn Einars Jdnssonar, Skólavörðuholti Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Kdpavogs, Gerðarsafn Sigrún Eldjám. Bridget Woods. Margrét Sveinsdóttir. Til 27. sept. Listasafn íslands íslensk abstraktlist 1950-60. Til 25. okt. Listaskálinn, Hveragerði Ljósmyndasýning Mats Wibe Lund. Til 20. sept. Listhús Ófeigs, Skdlavörðustíg 5 Sveinbjörg Hallgrímsdóttir. Til 19. sept. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Orri Jónsson sýnir ljósmyndir. Til 10. okt. Norræna húsið, Hringbraut Roj Friberg. Til 27. sept. Andy Homer. Ljósmyndir írá Álandseyjum. Til 30. sept. Nýlistasafnið Sýning í umsjá Harm Lux. Sýnendur eru frá Sviss, Ungverjalandi og Islandi. Safnasýning. Til 27. sept. Safn Ásgríms Jdnss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjdmipjasafn íslands, Hafnarfirði Sumarsýning á ljósmyndum Helga Arasonar. Stofnun Áma Magndssonar, Ámagarði v. Suðurgötu Handritasýning. Til 14. maí. SPRON, Wjjddd Harpa Bjömsdóttir sýnir til 24. okt. TÓNLIST Laugardagur Listasafn Kdpavogs: Boris Guslitser. Kl. 20.30. Kirkjuhvolur við Vídalínskirkju: Finnur Bjamason barítónsöngvarinn Gei+its Schuil píanóleikari. Kl. 17. Sunnudagur Fella- og Hólakirkja: Tríó Reykjavíkur. Kl. •17. Norræna húsið: Wout Oosterkamp, bass- bariton og Jan Willem Nelleke, píanóleikari. Kl. 17. Listasafn Kópavogs: íslenska tríóið: Sigur- björn Bemharðsson, fiðla, Sigurður Gunnars- son, selló og Nína Margrét Grímsdóttir, píanó. Kl. 20.30. Fimmludagur Kaffiieikhúsið: Ingveldur Ýr, mezzósópran og Gerrit Schuil, píanóleikari. Kl. 21. LEIKLiST Þjdðleikhúsið Bróðir minn ljónshjarta, frums. lau. 19. sept. Sun. 20. sep. Borgarleikhúsið Grease, lau. 19„ sun. 20., fös. 25. sept. Sex í sveit, lau. 19., fim. 24. sept. Iðnd Rommí, lau. 19., sun. 20., mið. 23., fim. 24. sept. Dimmalimm, frums. 20. sept. íslenska óperan Ávaxlakarfan, sun. 20. sept. Helli8búinn lau. 19., fim. 24., fös. 25. sept. Loftkastalinn Bugsy Malone, sun. 20. sept. Hafnarfjarðarleikhúsið Við feðgamir, lau. 19. sept. Síðasti bærinn í dalnum, sun. 20. sept. Kaffileikhúsið Svikamylla, fos. 25. sept. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eft- ir að birtar verði f þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1,103 Rvík. Mynd- sendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.Ls. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 19. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.