Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 13
ÖLFUSÁRBRÚIN og Tryggvaskáli, að líkindum 1917. Þá var Þorfinnur gestgjafi búinn að byggja geymsluskúr og „íbúðarútbyggingu". En önnur hús voru þá ekki við brúna. þar verzlun. Hún var smá í sniðum, en af aug- lýsingu sem birtist í bundnu máli í jólablaði Þjóðólfs 1919 má sjá að vöruúrvalið hefur verið talsvert: „sitróndropar, sveskjur, spil/ og sii-sin hvergi betri til.“ Orð fór af því að kaupmaður- inn í Sigtúnum ætti fleira í fljótandi formi en sítrónudropa, en brjóstbirtan væri höfð á bak við búðardiskinn. Fljótlega byggði Egill sér- staka sölubúð, sem áfóst var við Sigtún og 1924 hóf hann innflutning á timbri með skipum til Eyrarbakka, enda var mikil spurn eftir timbri vegna Flóaáveitunnar sem þá var unnið að. Það hefur löngum verið nokkur ráðgáta hversvegna Egill bauð bændum í Amessýslu að yfirtaka verzlunina og stofna kaupfélag, og þá með því skilyrði að hann stýrði því sjálfur. Að þessu var gengið 1930 og Kaupfélag Ár- nesinga stofnað. Mjólkurbú Flóamanna tók til starfa í nóvember 1929, en lenti í gífurlegum erfíðleikum við að koma mjólkinni til neyt- enda í Reykjavík vegna ófærðar. Varð stund- um að draga hana á sleðum. Egill Thoraren- sen var kjörinn í stjóm mjólkurbúsins 1931 og fyrsta verk hans var að láta kaupfélagið yfir- taka alla flutninga Mjólkurbús Flóamanna. Lengst af var Egill stjórnarformaður í Mjólk- urbúi Flóamanna og stýrði því og Kaupfélagi Arnesinga eins og einni heild. Jónas Jónsson frá Hriflu, sem var vinur Egils og aðdáandi, taldi að hann hefði séð í hendi sér að öflugt kaupfélag hlyti að rísa í þessu héraði eins og öðmm og að í þeirri sam- keppni yrði hann undir. Egill var í hjarta sínu einkaframtaksmaður og umfram allt var hann athafnaskáld. Honum var í mun að hafa völd og geta stýrt uppbyggingu og þróun á Selfossi. Hinsvegar rakst hann alltaf illa með Fram- sóknarflokknum og samvinnuforkólfunum. Svo farið sé fljótt yfir sögu lét Egill byggja glæsilegt verzlunarhús fyrir KÁ 1945, sem enn stendur og hefur alltaf verið staðarprýði. Síðan í desember á síðasta ári er það ráðhús bæjarins, en að auki er Héraðsskjalasafn Ár- nesinga til húsa þar, svo og Bæjar-og héraðs- bókasafnið. Mjólkurbúið hafði Guðjón Samú- elsson upphaflega teiknað, en síðar var það hús brotið niður og nýtt byggt sem enn stend- ur í góðu gildi. Byggt var yfir smiðjur og verkstæði KÁ á svæðinu þar sem nýja verzl- unarhúsið er nú, en þær voru réttilega færðar síðar meir austast í bæinn. Með hitaveitunni frá Laugardælum þótti Egill taka mikla áhættu, en allt heppnaðist það. Egill hefur verið nefndur „Faðir Þorlákshafnar" og upp- bygging þar var honum hjartans mál. Þá varð kapp hans full mikið og er óskiljanlegt að þessi gáfaði og menningarlega sinnaði maður skyldi standa fyrir því, að verzlunarhús Lefolii á Eyrarbakka voru rifin og efnið úr þeim notað í Þorlákshöfn. Verzlunin Höfn og húsið fró Búðardal Kaupfélag Árnesinga var ekki alveg eitt um hituna á Selfossi. Samkeppni var frá nokkrum smærri kaupmönnum eins og Hildiþór Lofts- syni sem var ógleymanlegur karakter, en um- fram allt frá Verzluninni Höfn, sem var í rauninni hinn póilinn í samkeppni milli kaup- félags- og einkarekinnar verzlunar á Selfossi. Raunar hafði Höfn eitt umfram kaupfélagið í þjónustu við bændur: Þar var rekið sláturhús. Egill gat aftur á móti ekki farið í samkeppni við Sláturfélag Suðurlands, annað samvinnu- félag sem auk þess var á staðnum. Höfn var beint á móti syðri brúarsporðinum, þar sem nú er verzlunin Kjarval og er ömurleg lág- kúra að snúa útúr nafni þessa ástsæla lista- manns og nota það með þessum hætti. Lefolii-verzlun á Eyrarbakka hafði í langan tíma setið ein að allri verzlun á Suðurlandi, en mjög tók að halla undan fæti hjá henni á fýrstu tveim áratugum aldarinnar og svo fór að hún hrundi. Upp reis kaupfélag með bæki- stöð á Eyrarbakka, kennt við Árnesinga og Rangæinga, en ekki varð það langlíft og sama var að segja um Kaupfélagið Heklu, sem keypti eignir Eyrarbakkaverzlunar og náði rífandi uppgangi um tíma. Með Ölfusárbrúnni var kippt gi-undvellinum undan Eyrarbakka sem verzlunarstað. Rætt var um að flytja starfsemi Heklu að Ölfusárbrú 1925, en úr því varð ekki og svo fór að félaginu var slitið. Stjórnarmenn í Heklu ákváðu þvínæst að stofna verzlun við Ölfusárbrú og hús á Eyrar- bakka, sem hét Höfn, var flutt og sett niður á landspildu sem keypt var af Selfossbændum, beint á móti Ölfusárbrúnni. Guðmundur Guð- EGILL Gr. Thorarensen frá Kirkjubæ bauð Árnesingum að yfirtaka verzlun sína í Sigtún- um og frá 1930 stýrði hann Kaupfélagi Ár- nesinga og raunar Mjólkurbúi Flóamanna einnig. I stjórnunartíð hans varð geysileg uppbygging á Selfossi og Egill hefur verið nefndur faðir kauptúnsins. mundsson frá Eyrarbakka, fæddur 1876, hafði stýrt Heklu, en varð sú máttarstoð sem verzlunin Höfn byggði á. Guðmundur fluttist með fjölskyldu sína frá Eyrarbakka að Sel- fossi vorið 1927. Tengdasonur Guðmundar, Sigurður Óli Ólafsson, síðar alþingismaður, fluttist þá einnig að Selfossi og tók síðar við stjóm í verzluninni sem eftir það var nefnd Verzlun S. Ó. Ólafssonar & Co. Útibú frá Landsbanka íslands starfaði fyrst í Ti-yggvaskála, en útibússtjóri var Ei- ríkur Einarsson skáld og síðar alþingsmaður frá Hæli. Tryggvaskáli var ekki vel einangrað hús og þótti vistin þar köld frostaveturinn 1918. Um það orti Eiríkur: Þetta hús er þrotlaus göng þytgátt norðanbála. Koma munu köld og löng kvöld í Tryggvaskála. Húsnæðismál bankans voru leyst með sér- kennilegum hætti. Bankinn hafði eignast stórt verzlunarhús vestur í Búðardal og hafði húsið komið tilhöggið frá Noregi 1899. Sumarið 1919 var ákveðið að rífa húsið og flytja það austur að Selfossi og reisa það að nýju fyrir útibúið. Einar Einarsson smiður, sem byggði mörg stórhýsi í Reykjavík, þar á meðal Hótel Borg, var fenginn til verksins. Flutti hann timbrið úr húsinu á mótorbáti suður til Eyr- arbakka, en þaðan var það flutt landleiðina á Selfoss. Um haustið var húsið komið upp, talsvert austar við Austurveginn en önnur hús á þeim tíma og í kjallara þess fékk prent- smiðja Þjóðólfs aðstöðu. Gamla bankahúsið stendur enn í góðu gildi, beint á móti Landsbankahúsinu sem tók við hlutverkinu vorið 1953. Á þeim tíma starfaði greinarhöfundurinn í bankanum, nýsloppinn úr skóla, og var eftirminnilegt að kynnast vinnuaðferðum í gamla húsinu, þar sem menn stóðu við púlt og skrifuðu innlagnir og úttekt- ir með penna í þykka doðranta. GÍSLI SIGURÐSSON ERLENDAR BÆKUR SAXO GRAMMA- TICUS SAXO Grammaticus: The History of the Danes. Books I-IX. Edited by Hilda Ellis Davidson - Translated by Peter Fisher. D.S. Brewer 1998. Þetta er önnur útgáfa þýðingar Pet- ers Fishers, 1979 og 1980. Þýðingin hef- ur hlotið mikið lof og er mikið vanda- verk, því að eins og kunnugt er er lat- neskur texti Saxos frábær, svo vandað- ur að rit Saxos Gesta Danorum var ekki mikið lesið á þeim tímum sem mai-kaðist í ritum af „múnkalatínu". Saxo hóf samantekt sögu Dana fyrir áeggjan Absalons, en það var ekki ótítt að biskupar eða hefðarklerkar hvettu fróða menn til þess að skrifa sögu þjóð- ar sinnar. Tilgangurinn með riti Saxo var að frægja „fóðurlandið“. Margir miðaldahöfundar skráðu sögu þjóða sinna á latínu. Saxo nefnir tvo, Beda hinn fróða og Dudo frá Saint Quentin, sem skráði sögu Normanna, í fyrstu bók rits síns. Saxo mun hafa þekkt rit Jorda- nesar, Gregoríusar frá Tour, Widykinds og Giraldusar Cambrensis o.fl. Allir þessir höfundar leituðust við að rekja forsögu þjóða sinna. Fyrirmynd þessara höfunda og ekki síst Saxo var Ene- asarkviða Virgilíusar. Stofnun Rómar og sigurvinningar voru hliðstæða í sigrum Valdimars I og Abasalons með Dönum. Saxo nefnir ýms- ai’ heimildir. í síðari hluta ritsins er Absalon heimildarmaður og í þeim fyrri fróðir menn íslenskir, en Saxo segir að Islendingai’ búi yfir miklum fróðleik um sögm’ Dana. Island verður honum hug- stætt þótt hann hafi aldrei komið þar, heimildir hans um þetta furðuland eru ferðamenn sem hafa komið þar og ekki síst íslenskir menn sem hann hafði kynni af. Hann lýsir furðum landsins, eldfjöll- um, jöklum, goshverum og miklum víð- ernum, hraunum og öðrum fyrirbrigðum sem hafa vakið furðu höfunda og ferða- manna. íslensk víðerni og náttúruperlur eru ekki neitt nýtt fyrirbrigði í umfjöllun um þessa norðlægu eyju, sem er og hefur aUtaf verið sérstæðasta land Evrópu. Saxo skrifaði formálann að ritinu, eft- ir að hann lauk þvi, líkast tU á árunum 1208-1218. Saga Dana eða Afrekssaga Dana, sem er réttari þýðing á Gesta Danorum er merkasta sögurit um Dani frá fyrri hluta 13. aldar. Fyrsta útgáfa var í tveimur bindum. Þessi útgáfa er í einu bindi en tveim hlutum með sér blaðsíðutali. Fyrri hlut- inn er þýddur texti Saxos en síðari hlut- inn skýringar, athugagreinar, landabréf, ættartölur og manna- og staðaskrár auk bibliografíu. Skýringar Hildu Ellis Davidson eru mjög ítarlegar og sóttar í goðaíræði, þjóðfræði og þjóðsögur viðkomandi landa ásamt sagnfræðilegum útskýring- um á sögu Danmerkur á 12. öld. Skýi’- ingarhlutinn er ákaflega vel unninn og lýsir upp fi’ásögn Saxa. Útgáfa þessi er dæmi um ágæta fræðimennsku og sögulegan skilning á tímum ritsins og viðhorfum Saxos til eigin viðfangsefnis. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON. LEIÐRÉTÍING í síðari grein Halldórs Þorsteinssonar um námstíma í Berkeley-háskóla, sem birtist í Lesbók 15. ágúst sl. stóð í myndatexta Kol- brún Þorleifsdóttir, en það rétta er að Kol- brún var Jónsdóttir (Þorleifssonar listmál- ara). Leiðréttist það hér með. Þá hefur Halldór Þorsteinsson beðið Lesbók að geta þess að hann fékk fékk bréf frá Sören Langvad verkfræðingi í Kaupmannahöfn, syni Kay Langvad. Greindi Sören frá því að faðir hans hefði verið sendur ásamt þeim Tómasi Jónssyni borgarritara og Vaigeiri Björnssyni hafnarstjóra til að festa kaup á rörum fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, en auk þeirra hafði Guðmundur Hlíðdal póst- og símamálastjóri verið farþegi með Goðafossi í október 1941. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.