Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGLJNBLAÐSINS - MENNING LISTIR 23. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI „Mannkyns menning málum blandar“, segir Stephan G. Stephans- son í kvæði. í síðari grein sinni um bók- hneigða kotunga segir Viðar Hreinsson nánar af Tómasi á Hróarsstöðum, sem fann hug- svölun í leikritum Skakespeares og Holbergs, aðrir eins og Stephan G. voru „út í heim af vinum sendir". Teiur höfundurinn að fróð- leiksfýsn og dálæti á bókum hafí legið í menningarumhverfí bændaþjóðfélagsins. Bærinn við brúna er Selfoss við Ölfusárbrú og það var einmitt tilkoma brúarinnar sem skapaði skilyrði fyrir bæjarmyndun þarna. Gísli Sigurðsson hefur verið með mynda- vélina á Selfossi og kemst að raun um að bærinn og sérstaklega bæj- armiðjan geti tal- izt öðrum bæjum verðug fyrirmynd. Jafnframt er rakin saga þessa verzlunarstaðar frá því Tryggvi Gunnarsson byggði verkfæra- og verkamannaskúr, sem nefndur var Tryggvaskáli og síðar var það einmitt í Tryggvaskála sem Sinion Jónsson setti upp dálitla búðarholu. Helsinki verður ein af níu menn- ingarborgum Evrópu árið 2000 eins og Reykjavík. Undirbún- ingur er þar kominn vel á veg og er lögð áhersla á að hátíðarhöldin skili sér til hins almenna borgara og skilji eitthvað annað eftir sig en menningarlega timburmenn. Þröstur Helgason heimsótti borgina nýlega og sat meðal annars blaða- mannafund með framkvæmdastjóra menn- ingarársins 2000, Georg Dolivo. Siglingar íslendinga og landafundir á þjóðveldisöld, er heiti á grein eftir Guðmund Hansen, fyrrverandi skólastjóra. Þar andmælir hann þeirri skoðun Gunnars Karlssonar prófessors, að norrænir menn hafi fyrstir Evrópumanna kannað strendur Norður-Ameríku. Telur höfundurinn að ekki sé vitað til þess að aðrir en íslendingar hafi kannað og byggt Grænland og tekið þátt í landaleit í fram- haldi af því. Doktorsritgerð Charlotte Kaiser við nor- rænudeild Kielarháskóla ljallar um sjúkdóma í Is- lendingasögunum og hvemig þeir vom með- höndlaðir. í samtali við Hildi Einarsdóttur segir hún, hvers vegna hún ákvað að rannsaka þetta efni og að ein mikilvægasta niðurstaðan hafi verið að hægt sé að sjá það að höfund- ur eða höfundar Islendingasagnanna þekktu kenningar Hippokratesar sem nefndur hefur verið faðir læknisfræðimiar. FORSÍÐUMYNDIN: Á forsíðunni er hluti verksins „Lockerroom" eftir Roni Horn, unnið úr Ijósmyndum, sem hún tók í Sundhöll Reykjavíkur. Samtal við listamanninn er ó bls. 6 og 7. ARTHUR RIMBAUD SOFANDINN í DALNUM SÖLVI BJÖRN SIGURÐARSON ÞÝDDI Með grónum bökkum byltist á um dalinn og breiðii' ótt sinn silfun'ef á blómin; frá hreyknum hæðum sólin gyllir salinn: þar sindrar geislum dalasólarljóminn. Og ungur dáti drejnnnu höfði lygnir í daggarlyngið blátt og hnakka laugar; hann sefur þar sem silfurbirtu rignir ísælum faðmi lands og himinbaugar. í fjallalyngi fætur hvílir, sefur ífriði barns er bros í draum sinn vefur. Og lífið allt skai finna honum frið. Að ilmi loft ei sést á svipnum bjarta, í sól hann hvílu• vært með hönd á hjarta og dimmrauð skotsár tvö á hægri hlið. Arthur Rimbaud, 1854-91, var franskt Ijóðskóld, óhrifamikill symbólisti og einn af brautryðjendum nútímaljóðogerðar, en hætti að yrkja 19 óra gamall. Þýðandinn er við nóm i frakklandi BORGARLlF RABB S EG HEF stundum verið að velta því fyrir mér af hverju það sé svona mikið stress og spenna í Reykjavík, þrátt fyrir smæðina. Ég bjó einu sinni í London, borg sem er 60 sinnum fjölmennari en Reykjavík, en fannst hún af- slappaðri og heimilislegri stað- ur, þrátt fyrir mannmergðina og ysinn. Ég gizka á að munurinn liggi í því að London á sér tvö þúsund ára sögu en Reykjavík aðeins rúmlega 200 ára - og þar af hefur varla verið hægt að kalla Reykjavik borg nema í fáeina áratugi. Reykvíkingar eru einfaldlega ennþá flestir sveitamenn - með sveitalífið í blóðinu, en ekki borgarlífið. Flestir íbúar Reykjavík- ur eru bara af annarri eða kannski þriðju kynslóð borgarbúa. Við höfum enn ekki lært að temja okkur þann aga og tillitssemi við náungann, sem fylgir því þegar margt fólk þarf að búa saman á litlu svæði og neyðist til að reyna að forðast árekstra. Margir Reykvíkingar hafa alizt upp í borginni en eru samt efins um að það passi alveg að búa þar og hafa hálfgerða Arna í Hraunkoti-afstöðu til borgarlífsins: það má lifa þetta af, en sveitin er nú samt alltaf betri. Reykvíkingar hafa auðvitað barizt dyggi- lega gegn því að borgin verði það, sem aðr- ar borgir eru flestar; margt fólk á litlu svæði. Við höfum dreift borginni um holt, mýrar, mela og fell og kallað göturnar eða hverfin Holt, Mýrar, Mela og Fell eftir að við urðum uppiskroppa með nöfn ása og fornkappa einhvern tímann á þriðja ára- tugnum; reynt að halda í tengslin við hin ósnortnu víðerni. Reykjavík er einhver dreifðasta borg í heimi miðað við mann- fjölda (enn ein tilraunin til að slá heimsmet miðað við höfðatötu) og áreiðanlega sú eina þar sem þessi furðulega jurta- og jarðfræði- rómantík er ríkjandi í nafngiftum gatna. En vegna þess hvað Reykvíkingai' búa dreift þurfa þeir líka að keyra heil ósköp á bílun- um sínum til að komast leiðar sinnai'. Og umferðin í Reykjavík sýnir einna bezt að Reykvíkingar kunna ekki að búa í borg. A hverjum morgni, þegar ég er á leiðinni í vinnuna á fjölskyldubílnum, mæti ég hund- ruðurn eða þúsundum annarra ökumanna sem eru flestir æfir yfir því að aðrir skuli vera að þvælast á veginum á meðan þeir eru á leiðinni í vinnuna. Þess vegna keyra þeir líka eins og aðrir séu ekki þarna; þeir gefa ekki stefnuljós þegar þeir þurfa að beygja og gá þar af leiðandi aldrei að því hvort ein- hverjir aðrir séu að gefa stefnuljós til merk- is um að þeir þurfi t.d. að skipta um akrein og komast inn í bílaröðina á Miklubrautinni. Sumh' keyra á tvöfóldum hámarkshraða og flauta á þá, sem eru að þvælast fyrh' á lög- legum hraða. Aðrir eru bara að horfa á Esj- una og fara ekki af stað á ljósum fyrr en það er aftur komið gult; fara þá einir, eða við annan mann, yfir gatnamótin og skilja hina eftir. Ef fylgja á umferðarreglum þarf stöðugt að minna fólk á þær með merkjum. Þar af leiðandi er hægri rétturinn ýmist ekki virtur og svínað fyrir náungann eða þá að fólk situr eins og sauðir í bílunum sínum á gatnamótum, þegar það á réttinn, og velt- ir því fyrir sér af hverju þessi lúði í hinum bílnum haldi ekki sínu striki eins og það myndi sjálft gera ef það væri í hans sporum. Notagildi alþjóðlegra reglna um að sá, sem er ekki að flýta sér, eigi að halda sig á ytri akreininni þar sem tvær akreinar eru í hvora átt þannig að aðrir komist framúr, hafa greinilega aldrei mætt skilningi í Reykjavík; sumum virðist það jafnmikið metnaðarmál að aka á fjörutíu á vinstri akreininni og að taka tvö bílastæði við Ikea. Allt er þetta hluti af sjálfstæðisbaráttu ein- yi'kjans, sem er öðrum óháður á heiðabýlinu í Seljahverfinu eða úti á Nesi. Þetta með lullið á vinstri akreininni á ekki bara við um umferð ökutækja. I öllum sið- menntuðum löndum læra borgarbúar í bai'n- æsku að standa hægra megin í rúllustiga þannig að þeh', sem eru á hraðferð, komist fram úr þeim vinsti'a megin. Kannski er það vegna þess hvað rúllustigar eru fáir í Re.ykjavík, sem okkur hefur enn ekki tekizt að ná tökum á þessari tækni. Svo mikið er víst að Reykvíkingar standa hvar sem er í rúllustiganum og helzt sem flesth' í sama þrepinu. I Kringlunni eru fólki beinlínis gefnar vitlausar leiðbeiningai' utn það, hvern- ig eigi að ferðast í nállustiga; þai’ eru skilti við stigana sem gefa til kynna að fólk eigi að standa hlið við hlið í þrepunum. Englending- ar væru mjög sennilega búnir að stinga for- ráðamönnum verzlunarmiðstöðvarinnai' í steininn fyrir að raska almannaft'iði. Aðra uppfinningu, sem ætluð er fyrir mannmarga staði, hafa Reykvíkingar enn ekki lært að nota. Þetta er hurðarlæsingin, sem sýnir að dyr séu læstar, til dæmis með rauðum punkti eða orðinu „upptekið“, og er einkum notuð á salernishurðir. Reykvíking- ar gera aldrei ráð fyrir að neinn annar geti verið á salerninu og gá þess vegna aldrei að merkinu, heldur rífa þeir bara í hurðina og verða alltaf jafnhissa þegar hún er læst. Þetta er ein meginástæðan fyi-ir því að karlaklósett í Reykjavík eru jafnsubbuleg og raun ber vitni. Auðvitað bregður mönn- um þegar rifið er í hurðina; þeir kippast við og spræna upp á miðja veggi. Það, sem er kallað almenn kurteisi víða erlendis, er ekki bai-a lítt þekkt í Reykjavík heldur stundum beinlínis talið óæskilegt. í London var venjan að fólk opnaði dyr hvert fyrir öðru, ekki sízt ef náunginn var með báðar hendur fullar af innkaupapokum eða börnum. Þá var algilt að fá bros og þakkir fyrir. í Reykjavik reyni ég stundum að opna dyr fyi'ir ókunnugu fólki, einkum kvenfólki, en er sjaldnast svo mikið sem sagt að hafa skömm fyi'ir; yfirleitt horfir fólk bara á mig í forundran. Þá er ónefnt hið séríslenzka fyi-irbæri biðþvagan, sem kemur í stað útlends fyi'h'- bæris, sem kallað er biðröð. Nokkur fyi'ir- tæki í Reykjavík hafa gert tilraunir með biðraðir og flest gefizt upp. Einstaka skemmtistaður hefur þó komið sér upp girð- ingu, sem heldur fólki nokkm'n veginn í röð. Önnur erlend uppfinning hefur hins vegar að nokkru leyti leyst vandann; það er númera- kerfið. Fólk tekur þá miða með númeri þegar það kemur inn í verzlun eða þjónustufyrirtæki og síðan eru númerin kölluð upp. Þannig eru menn afgreiddir í réttri röð, þótt þeir fái að njóta þess réttar síns að standa í þvögu. Til að undirstrika það hversu framandlegt fyrirbæri númerakerfið er, þrátt fyrir að það komi skipulagi á tilveruna og komi í veg fyrir slags- mál og líkamsmeiðingar, stóð til skamms tíma á flestum númeratöflunum, sem gáfu tii kynna hver yrði afgreiddur næstur: „nu betjenes" á máli gömlu herraþjóðarinnar. Ekki seinna vænna að við lærðum eitthvað af því dæma- laust milda nýlenduveldi. I flestum borgum er lagt upp úr samræmi og heildarsvip í skipulagi og byggingarlist. I Reykjavík hafa menn ævinlega fyrirlitið allt sem heitir skipulag og byggingarnefnd er ekki til annars en að leyfa fáránlegar breyt- ingar á húsum, sem litu kannski sæmilega út í upphafi. I Reykjavík má (í alvöru) finna tveggja hæða hús með fimm mismunandi gluggagerðum vegna þess að eigendurnir hafa ekki haft samráð um það hvernig ætti að standa að endurnýjun á gluggunum og engum hefur dottið í hug að skipta sér af því. Þrátt fyrir allt þetta hefur borgarlífið í Reykjavík mai'ga kosti. Sveitalífið er líka ynd- islegt eins og flestir þekkja, svo lengi sem það fer fram í sveitinni. Hvor lífsmátinn um sig á að fá að vera í friði fyrir hinum; það tekur áreiðanlega jafnlangan tíma að breyta borgar- börnum í sveitamenn og öfugt. Og ekki má gleyma því að þeir, sem líklegastir eru til að efla borgarlífið í Reykjavík, eru landsbyggð- armennimir, sem fylla meirihluta þingsæta á Alþingi. Með því að „stöðva fólksflóttann af landsbyggðinni til Reykjavíkur" stuðla þeir að sjálfsögðu að því að Reykvíkingar geti ein- beitt sér að því að gera almennilega borgar- búa úr ungviðinu, í stað þess að eyða tíma og orku í að taka á móti þessum endalausa straumi sveitamanna, sem tekur margar kyn- lóðir að aðlaga borgarlífinu. ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.