Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 14
BOKHNEIGÐIR KOTUNGAR OG MANNKYNS MENNING - SIÐARI HLUTI HRIPLEK BÆJARHUSIN VORU MENNINGARSETUR EFTIR VIÐAR HREINSSON ÞEGAR leið á sumarið 1873 var Tómas að vanda mikið á ferð, vann viðvik hér og þar, fór aust- ur í Mývatnssveit og inn í Eyja- fjörð. Grasspretta var allgóð og gróska í fjölskyldunni að sama skapi. Björg Emilía átti von á sér hvenær sem var. Um þær mundir virðist Tómas leggja nokkra áherslu á að hann hafði lofað Guðnýju velgjörðakonu sinni á Eyjardalsá kvæðiskomi, því í dagbók hans stendur „Kveðjan" við 15. júlí. Miðviku- daginn 16. fæddist Helga dóttir hans. Ekki er ólíklegt að Guðný hafi litið til með Björgu á Hlíðarenda þessa daga og þá hafi Tómas full- ort og kennt Guðnýju þetta kvæði sem hún að öllum líkindum hefur flutt ferðbúnum vestur- fórum á leið norður Bárðardal. Vist er að samkvæmt dagbókum Jóns í Mjóadal lögðu vesturfaramir upp frá Mjóadal mánudaginn 13. júlí, gistu að Mýri næstu nótt, héldu þá að Eyjardalsá, gistu og dvöldu þar allan næsta dag, þriðjudaginn 15. júlí.14 Þann dag hlýtur annaðhvort Tómas eða Guðný að hafa flutt þeim kvæðið. Oft hafa vesturfarar fengið kaldari kveðjur í veganesti. Kvæðið er 6 er- indi, hér em 1. og 6. erindi: Frændur og rinir! við fSrum að sidlja fáorða kveðju eg ber ykkur þá; harraanna tölur ei tjáir að þylja tökum því vel er ei sneitt verður hjí Afram til sigurs, um ókomnar brautir ástkæru systkin! farið nú vel, sigríð með guðs aðstoð sérhverjar þrautir sælli hans varðveizlu ykkur eg fel. Áfram til sigurs hinn framgjarni ilokkur fríðar og hagsælda gangið þið slóð; Skapastund segir nú skilið með okkur, skarðið er höggvið í íslenska þjóð! Hann einn er mannanna hlutfollum ræður, hamingju krýni ykkur ætíð og nú. Áfram ti! sigurs, þið brottfarar bræður! brynjist æ hugrekki manndáð og trú. Annað kvæði ort 44 áram síðar kallast nokk- uð á við þessa kveðju. Það kvað Stephan í Is- landsferð sinni árið 1917. Það heitir „Heim- koman“ og er ort tU Guðnýjar á Eyjardalsá, sem þá var löngu komin undir græna torfu. Fyrst er kveðjustundinni lýst en í lokakafla kvæðisins er vikið að þeim skörðum sem höggvin era í þjóð og ætt og lagt út af því: Núí fortíð - fyrst á seinni fardögum í Vesturheim þjóðar, sem var eitt sinn einni íshaf fært, sem vannst ei neinni við að fmna vegað beinni vistaskiptum vítt um heim. Þar sem bjó í bændaranni byggðardrottning, honum tengd, kveðjur sagði sveinninn granni ■ sá var h'till fyrir manni, fluttist brott í fararbanni fæstra vona í bráð og lengd. Stúrlynd kvaddi ei ferðaflokkinn freyja hússins, þel var gott -: ,JZríiðast verður, yngsti hnokkinn! að eiga þig frændi úr landi stokkinn, “ sagði hún, „þegar ég sit við rokkinn þyngist hann við, að þú vékst brott!“ Honum itora sera hviríilbylur kveðja shk - og henni frá. Djúpvarmur er undir-ylur ástar, sem að fátt um þylur. Langbezt æskuskynjun skilur orðin hálfu, hlý en fá. Göngumaður gamall stóð við gróið leiði hennar asviaidri síðar, yfir moldum sinnar tíðar. Þú hefðir ekki, þar sem hvdir, þekkt hann lengur, tríí>rí'f>. TÓMAS á Hróarsstöðum leitaði leiða út úr lokuðum heimi fræðanna og fann hugsvölun í leikrit- um Shakespeares og Holbergs. Myndlýsing: Freydís Kristjánsdóttir. Tómas ó Hróarsstöðum er dæmi um nómfúsan alþýðu- mann. Einnig mætti nefna Arngrím mólara Gíslason sem var í Þingeyjarsýslum á | þessum árum og hefur ef- laust þekkt Tómas. Við báða loðir nokkur bóhemímynd sem bendir til þess að | þeir hafi verið baldnir í æsku, rétt eins og Stephan G. HLÍÐARENDI í Bárðardal. Bókamaðurinn Tómas Jónasson kvæntist heimasætunni þar og bjó þar um tíma. Þannig lítur bærinn út núna. hálfur ennþá heimalningur, hálfur skiptur útlendingur. Svona er það sem mannkyns menning málum blandar: Hann sem aldrei aftur vendir, útí heim frá vinum sendk. Þar á að vinna haukur hver, að heiman sendur, nýja vini, nýja Ijendur, nýjan vanda á báðar hendur. Kyn hans situr eftir eitt, með ættarskörðin. Svo skal s mábyggð fjalls og fjarðar fóstra landnám víðrarjarðar. Unz þar hefur, reit af reit, sér rutt til vegar yfirjörðu, einn ogfagur, allra þjóða mannabragur. Eflaust fannst þér frænka, oft um farinn veginn þér hafi týnzt í þjóðasæginn þínir frændur margan daginn. Hefði samt þitt lundarbg því langsízt kunnað, hefðu þín orðið hinum minni hlutagjöld af ættleifð þinni. Þér hefur stundum orðið - ei við aiit þó sættist - týnslurþærítómibættar trúnni á mannskap þinnai• ættar. Hún hefur líkahonum langbezt haldið uppi, sem af auðnu oft var sleppinn - aldrei dæmdur samt á hreppinn! Kveðjan þín - og fleirí, er fram úr fylgsnum skjótast, vóru á götu guU hans mætast, gæfa sem ei brást að rætast! Mannkyn blandar málum undarlega, og þau brot sem heimildir láta okkur eftir má tengja á margan hátt. Nú víkur sögunni til sumarsins 1881, í Norður-Dakota, þar sem vesturfaramir svo virðulega kvaddir bjuggu nú flestir. Stefán heitir nú Stephan og orðinn stöndugur bóndi, vel metinn meðal fólks, ann- álaður fyrir gáfur og hafði meira að segja haldið úti blaði veturinn áður ásamt félögum sínum. Þetta sumar var „4. júlí haldinn hátíðlegur að Garðar, og var nefnd kosin til þess að undirbúa skemmtiskrá. Stephan G. Stephansson var kjörinn til þess að semja leikrit fyrir daginn. Stephan segir þannig frá þessu atviki: „A mér var nauðað að semja leikrit. Eg skoraðist undan, en ekkert dugði. Eg var kúgaður. Eg vann á hverjum degi, en nóttin var björt og lagðist eg á kvöld- in í brekku fyrir ofan kofann minn og ribbaði þetta rugl saman um nætur, svo fljótt, að lært varð og æft fyrir daginn. Eg vakti alla nóttina fyrir hátíðina, uppi allan hátíðisdaginn og nóttina á eftir, vann næsta dag, en valt út af sofandi með hesta og sláttuvél í slægju um kvöldið, þó skaðlaust yrði.“ Leikritið hefír gengið undir ýmsum nöfnum, „Vesturfaram- ir“, „Teitur", ,gkmtmaðurinn“ o.s.frv. Á meðal þeirra sem tóku þátt í leiknum á Garðar, voru Baldvin Helgason (lék Amtmanninn), Jakob Líndal (lék Teit stúdent), Ingunn systir Jak- obs Líndal (lék konuefni Teits), Karólína Dal- mann (lék kerlingu, sem mikið var hlegið að, sem misskildi allt, einkum ensku.)"15 Stephan skrifaði fleiri leikrit á þessum áram, sem aðeins era til í brotum. Hann hafði ekki tekið út fullan skáldþroska, en augljós er til- hneiging hans til að takast á við veraleika sam- tímans af einurð. Ljóst er af því sem hér hefur verið tekið saman að leiðir hans og Tómasar Jónassonar hafa legið saman. Tómas kom í Mjóadal og átti mikil samskipti við frændfólk Stephans á Eyjardalsá og Mýri. Hvort þeir hafi ræðst við um bókmenntir eða annað er ómögulegt að segja, en ekki er ólíklegt að Tómas hafi sáð fræjum sem síðar bára ávöxt. Ekki er hægt að leiða getum að því hvort leik- sýningin í stofunni á Stóravöllum tíu áram á undan sýningunni í Garðar hafi haft varanleg áhrif á Stephan, en ekki hefur hún spillt fyrir. Víst er að Stephan þekkti leikrit Tómasar, því hann getur þess í bréfi til Jónasar Hall, systur- sonar Tómasar, að „Ebeneser og annríkið," önnur Holberg-stæling Tómasar, hafi verið leikið í Markerville á gamlárskvöld 1897.16 Hvað sem því líður, sýning Tómasar var að öll- um líkindum hin fyrsta í dreifbýli á íslandi, fyrir utan sýningar Briembræðra á Grund og leikrit Stephans er hið fyrsta sem vitað er til að hafi verið samið í Vesturheimi. Því era báðir framherjar í leikritagerð. Þegar Konrad Maurer ferðaðist um ísland 1858 skrapp hann fram í Saurbæ í Eyjafirði að finna séra Einar Thorlacius sem var talinn með lærðustu mönnum í landinu. Lærdómur séra Einars var þó ekki staðgóður sem skyldi: Þrátt fyrir alla alúð og kurteisi fólksins var dvölin í Saurbæ mér engan veginn eins lær- dómsrík og ég hafði búist við. Mér fór reynd- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.