Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 16
HELSINKI MENNINGARBORG EVROPU ARIÐ 2000 MENNINGARLEG FLUGELDASÝNING NÍU borgir munu bera titö- inn menningarborg Evr- ópu árið 2000 en hingað til hefur einungis ein borg gert það ár hvert, frá 1985. Aþena reið á vaðið sem fyrsta menningar- borg Evrópu en síðan hafa borgir eins og Amsterdam, Berlín, París, Ma- dríd, Glasgow og Kaupmannahöfn borið þenn- an titil en í ár er það Stokkhólmur sem býður til menningarveislu. Á næsta ári mun svo hin fornfræga mennta- og menningarborg Weim- _ ar halda merkinu á loft. Borgimar níu eru því í góðum félagsskap en innbyrðis er einnig óhætt að fullyrða að þær myndi fjölbreytta og óvenjulega heild. Segja má að þær myndi þversnið af Evrópu, menningarlega og land- fræðilega, en á meðal þeirra eru bæði smáar þorgir og stórar, borgir í norðri og suðri, austri og vestri. Hér nyrst eru það Reykjavík, Björgvin og Helsinki sem mynda þríeina heild en þegar hefur verið ákveðið að koma á sér- stöku samstarfí á milli þeirra. Fulltrúar Mið- Evrópu eru Brussel í Belgíu, Kraká í Póllandi og Prag í Tékklandi og fulltiúar Suður-Evr- ópu eru Avignon í Frakklandi, Santiago de Compostela á Spáni og Bologna á Italíu. Væntanlega eru borgirnar níu komnar mis; langt í undirbúningi fyrir hátíðarhöldin. I Helsinki hófst hann fyrir alvöru árið 1996 og nú starfa 28 manns á skrifstofu undirbúnings- nefnarinnar undir stjóm Georgs Dolivo, fram- kvæmdastjóra verkefnisins. Helsinkibúar fagna 450 ára afmæli borgarinnar árið 2000 og hafa því undanfarið unnið hörðum höndum að því að gera upp gömul hús í miðbænum og reisa ný. I sumar var tekið í notkun nýtt sam- tímalistasafn, Kiasma, sem vakið hefur at- hygli fyrir frumlegan arkitektúr. Verið er að reisa nýtt þjóðminjasafn og breyta hinni svokölluðu Glerhöll borgarinnar í miðstöð fyr- ir fjölmiðlun af ýmsu tagi. í heild eru um 500 menningarleg verkefni í undirbúningi fyrir hátíðarhöldin árið 2000. Pað stefnir því allt í að nóg verði við að vera í borginni en samt lýsir Dolivo yfír ákveðnum áhyggjum sem hann segir reyndar að allar borgirnar níu eigi sameiginlegar. „Borgimar sem bera titilinn menningarborg Evrópu árið 2000 eru auðvit- að ekki þær einu sem eru að undirbúa hátíð- arhöld fyrir aldamótaárið, að minnsta kosti allar stærstu borgir hverrar þjóðar era að leggja drög að dagskrá, London er til að mynda að skipuleggja dagskrá sem fáir munu geta skákað sé tekið mið af kostnaðinum. All- ar þessar borgir stefna vitanlega að því að laða til sín ferðamenn eins og við og því gæti slagurinn orðið ansi harður. Reyndar hafa sumir spámenn í ferðamannabransanum sagt að það verði svo mikið um að vera í hverju landi, í hverri borg þetta ár að það muni eng- inn fara neitt, fólk muni bara halda sig heima við. Vonandi verður það ekki raunin.“ Ný ímynd Myndin sem við höfum haft af Finnum þessa öld hefur markast af nálægðinni við risann í austri. Sjálfstæðisbaráttan við rússneska bjöminn í byrjun aldarinnar, sem lauk með fullu sjálfstæði árið 1917, og Vetrarstríðið við Sovétmenn árið 1939 eru sögulegir burðarbitar í þeirri ímynd sem mörg okkar hafa af Finn- um: Hið hugrakka litla Finnland í skugga ris- ans. Á kaldastríðsáranum skynjuðum við spennu þama á milli en einnig ákveðin tengsl. í reyfuram og njósnasögum þessa tíma var Finnland iðulega hið dularfulla eða dulmagn- aða land á mörkum austurs og vesturs og Helsinki var eins konar hlið að Sovétblokkinni þar sem alþjóðleg njósnastarfsemi blómstraði. Pólitískt landslag hefur líka mótað ímynd okk- ar af Finnum. Olíkt nágrannalöndum sínum í Helsinki verður ein af níu menningarborgum Evrópu ár- ið 2000 eins og Reykjavík. Undirbúningur er þar kom- inn vel á veg og er lögð áhersla á að hátíðarhöldin skili sér til hins almenna borgara og skilji eitthvað ann- að eftir sig en menningarlega timburmenn. ÞROSTUR HELGASON heimsótti borgina og sat meðal annars blaðamannafund með framkvæmdastjóra menningar- ársins 2000, Georg Dolivo. Morgunblaðið/Þröstur Helgason SAMTÍMALISTASAFNIÐ, Kiasma, á vafalaust eftir að vekja mikla athygli en frá því það var tekið í notkun 1. júní síðastliðinn hafa um 200.000 gestir heimsótt það, eða um 2.000 gestir á dag. Myndin er tekin í anddyri safnsins. Skandinavíu hafa Finnar ekki haft þingmeiri- hluta af vinstri væng stjórnmálanna nema í skamman tíma eftir seinna stríð en þeir áttu hins vegar langlífan kommúnistaflokk. Fá merki um þessa nálægð Finna við ris- ann í austri sjást í Helsinki nú. Dæmi er einna helst að finna í arkitektúr og ýmsum öðrum menningaráhrifum og svo í mjög miklum stuðningi almennings við inngöngu Finna í Evrópusambandið árið 1995, mun meiri en að- EKKI BARA GEORG Dolivo, framkvæmdastjóri Helsinki 2000 verkefnisins. ildin hlaut í nágrannalöndunum í Skandinav- íu. ímynd Finna nú er annars fyrst og fremst ímynd þróaðs nútímalegs vestræns ríkis. Tæknistig er með því hæsta í heiminum og nálgast hreina og beina dellu. Finnar eru til dæmis mestu GSM-símanotendur og netnot- endur í Evrópu. Mikil áhersla er lögð á að samfélagið sé opið fyrir erlendum gestum og áhrifum. Sömuleiðis leggja Finnar mikið upp úr útflutningi á finnskri menningu og hafa öfl- uga sveit manna í utanríkisráðuneytinu til að aðstoða og skipuleggja slíka starfsemi. Hátíð- arhöldin í Helsinki árið 2000 eiga að styrkja þessa nýju ímynd Finnlands sem nútímalegs, tæknivædds og opins samfélags. Fjárfesting, nýsköpun, alþjóðleiki og þátttaka almennings Georg Dolivo segir að þótt vissulega muni mikil áhersla verða á fagurlistir á menningar- árinu 2000 með fjölbreyttum listviðburðum þá sé hugmyndin sú að íbúar, stofnanir og fyrir- tæki í Helsinki skynji ákveðna áherslubreyt- ingu í andrúmsloftinu og fínni sig knúna til að taka þátt. „Hátíðarhöldin í Helsinki árið 2000 eiga ekki fyrst og fremst að vera fyrir ein- hverja útvalda menningarelítu heldur fyrir alla borgarbúa og alla sem sækja borgina heim. Ætlunin er að færa listirnar og menn- inguna út á stræti borgarinnar, allir eiga að geta tekið þátt í sköpuninni." Þessi hugmyndafræði endurspeglast í vinnubrögðum hópsins sem undirbýr hátíðar- höldin, að sögn Dolivo. „Það eru engir sér- fræðingar eða gerendur í okkar röðum, þeir koma allir utan frá, þeir era úti á götum Helsinkiborgar. Við erum bara hér til að gera allt klárt, til að undirbúa jarðveginn fyrir þátttakendurna, hina raunveralegu gerendur, listamenn á menningarárinu.“ Helsinki hefur fjögur einkunnarorð sem unnið er út frá við skipulagningu hátíðarhald- anna árið 2000: Fjárfesting, nýsköpun, alþjóð- leiki og þátttaka almennings. Dolivo segir mikilvægt að fjármagn sem lagt er í verkefnið fuðri ekki upp á einu ári í menningarlegum flugeldasýningum heldur að það verði lagt í hluti sem standa undir því að vera varanleg fjárfesting. „Við verðum að hugsa lengra en til ársins 2000 við skipulagningu verkefnisins, þessi hátíð verður að færa Helsinki varanleg gæði, það verður að skapa eitthvað nýtt og varanlegt. Þetta ár gæti til að mynda skilað Helsinki betur inn á kortið, Evrópukortið, heimskortið. Allt eru þetta markmið sem við verðum að stefna að.“ Finnar leggja 300 milljónir fínnskra marka í undirbúninginn fyrir árið 2000 sem samsvar- ar um 3,9 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar verða um 900 milljónir íslenskra króna lagðar til verkefnisins í Björgvin. Helsinki kemst þó aðeins í hálfkvisti við Kaupmannahöfn sem var menningarborg Evrópu á síðasta ári en þar runnu sjö millj- arðar til hátíðarhaldanna. Segir Dolivo að Kaupmannahöfn þjáist nú af erfiðum timbur- mönnum eftir allt húllumhæið sem Helsinki muni reyna að forðast með meiri áherslu á að verkefnið taki ekki skyndilegan enda í lok árs 2000. „Það er mikilvægt að við skiljum eitt- hvað eftir, eitthvað annað en nístandi höfuð- verk.“ Raunar segja Finnar að líta megi á há- tíðarhöldin árið 2000 sem nokkurs konar und- anfara eða prófraun fyrir umsókn þeirra um að halda vetrarólympíuleikana árið 2006 ásamt Norðmönnum. Tónlisl og tækni Þótt dagskráin árið 2000 í Helsinki sé ekki fullmótuð segir Dolivo að það megi gera ráð fyrir því að mikil áhersla verði lögð á tónlist og tækni. Tónlistin hefur verið rauði þráðurinn í menningu Finna. Hin stórfenglega sinfónía Si- 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.