Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 7
EFTIRMÁLI GREININ „ÞETTA EKKERT SEM ER“ eftir Roni Horn birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 6. september 1998, á bls. 26-27. Hér birtist eftírmáli höfundar við þá grein: HÉR er einföld en knýjandi efnahagsleg ástæða sem mælir gegn óvæginni nýtingu hálendisins. Þessi röksemdafærsla byggir á staðreynd sem sannast hefur með tím- anum og felst í því að eftirsóknarverðir hlutir hækka í verði eftir því sem þeir verða sjaldgæfari. Á næstu tveimur ára- tugum eða svo, samhliða því sem nútíma- þjóðfélög um heim allan bókstaflega eyða umhverfí sínu og annarra, á hálendið sem ósnortið land eftir að verða mikiurn mun sjaldgæfara. Þannig mun allur heimurinn taka til þess sem staðar sem stöðugt verð- ur fágætari. Til að tryggja þessa verð- mætaaukningu, verður að vemda það fyr- ir ásækni hvers konar opinberra mann- virkja. Jafnframt, vegna þess hve sjálfs- vitund Islands sem þjóðar og lands er ófrávíkjanlega samtvinnuð þessu ástandi óbyggðanna, á Island sem heild eftir að verða mun eftirsóknarverðara í augum þeirra sem búa við sífellt meira plássleysi, meiri fólksfjölgun, meiri mengun og ómannúðlegra umhverfi. Islendingar, allir sem einn, geta ekki litið framhjá sívaxandi pólitískum og við- skiptalegum þrýstingi um að ráðast óaft- urkallanlega og af harðfylgi á landslagið. Tíminn til þjóðlegrar stefnumörkunar sem leiða mun Island í átt að manneskju- legri, hreinni, lifandi og efnahagslega far- sælli framtíð er runninn upp, nú áður en það er orðið of seint. - Er það rétt að tengsl þín við Dickinson séu hvergi sterkari en á íslandi? „Já, það er rétt. Þegar ég Ies ljóð og bréf hennar kemst ég ekki hjá því að hugsa um Is- land og þörf mína fyrir að koma hingað með reglulegu millibili. Áf manneskju sem fór ekki út fyrir hússins dyr hæfir þessi fjarlægi en ómissandi staður henni fullkomlega. í raun legg ég verk Dickinson og þessa einstöku eyju að jöfnu.“ Var ekki tilbúin - Finnurðu þörf hjá þér til að kynna Island erlendis? Líturðu jafnvel á það sem skyldu þína? „Nei, því fer víðsfjarri. Ég hef engan áhuga á þvi að kynna Island. I minum huga er Is- land enginn valkostur umfram aðra staði. Það vill bara svo til að landið hentar mér í glímunni við tilveruna, heiminn, sjálfa mig. Hér finn ég fyrir ákveðinni samverkan. Það þarf alls ekki að þýða að ísland henti öðrum, ef til vill upplifa þeir þetta annars staðar, lík- lega upplifa þeir þetta annars staðar. Ég skil vel að ferðamennska sé mikilvæg fyrir efna- hag þjóðarinnar en það breytir því ekki að fólk verður að kynnast landinu á eigin for- sendum.“ - Flestar ljósmyndirnar í bókum þínum eru frá síðustu árum. Hverju sætir þctta, varstu ekki tilbúin að taka myndir fyrst þegar þú komst til Islands? „Ég hélt ég væri það. Mér skjátlaðist. Ég reyndi að taka myndir en komst fljótt að raun um að það þjónaði engum tilgangi - ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að mynda. Ég þekkti ekki landið. Árið 1979 lagði ég því myndavélabúnaðinn til hliðar og tók hann ekki upp aftur fyrr en 1988. í millitíðinni gaf ég mér tíma til að kynnast landinu." - Hvað fínnst þér erfíðast að festa á fílmu á íslandi? „Landslag. Ég hef aldrei náð tökum á því. Það kemur aftur á móti ekki að sök því lands- lagsmyndir þjóna engum tilgangi. Fallegt landslag hefur enga þýðingu á ljósmynd - það er hægt að gera allt fallegt á ljósmynd. Það er líka vandasamt verk að einangra ákveðin fyrirbrigði á ljósmynd án þess að slíta þau úr samhengi. Séu þau slitin úr samhengi við „veruleikann" missa þau merkingu sína - tilgang. Þannig þykja mér póstkort með mynd af sólarlagi, svo dæmi sé tekið, hvort sem er á Islandi eða annars staðar, yfirleitt klisjukennd. Mér geðjast ekki að þessu „á vettvangi glæpsins-viðhorfi“. Þess vegna forð- ast ég allt sem er yfirþyrmandi á íslandi, svo sem Gullfoss. Vissulega er Gullfoss merkur staður - fegurð hans fer ekki á milli mála. Það er bara ekki það sem ég þarf til að halda tví- talinu gangandi - ég þarf samsvörun. Þannig hafa margir af þeim stöðum sem heilla mig mest hér á landi enga þýðingu í menningar- sögu þjóðarinnar - þeir eru aukaatriði. En HRAUNGRÝTI úr bókinni Lava. RAUÐFELDSGJÁ úr bókinni Verne's Journey. þannig er einmitt list mín - hún hverfist um aukaatriði." - Er það þess vegna sem þú velur mynda- syrpur? „Já. Ég finn enga hvöt hjá mér til að festa „augnablik" á filmu. Myndasyrpan er mitt form - margar myndir sem mynda eina heild.“ Þýðir ekki að storka náttúrwöllunum - En hvað með biðina. íslenskir Ijósmynd- arar segjast oft þurfa að bíða langa lengi eftir ákjósanlegum sídlyrðum. Kannastu viðþetta? „Heldur betur. Oft hef ég beðið dögum og jafnvel vikum saman eftir „réttu" myndinni, einkum þegar ég var að vinna að bókinni Ver- ne’s Joumey. Dökk ský héngu yfir Snæ- fellsjökli dag eftir dag. Votviðri gefur Ijós- myndum reyndar yfirleitt fallegan blæ en ég þurfti meira - annarskonar yfirbragð. Ef maður ætlar að taka ljósmyndir á Islandi verður maður að temja sér þolinmæði - það þýðir ekkert að storka náttúruöflunum!“ - En þú sérð ekki eftir tímanum sem fer í að bíða? „Svo sannarlega ekki! Þetta er líka partur af ástæðunni fyrir því að ég kem alltaf aftur, það er alltaf eitthvað nýtt að sjá. Eitthvað sem var hulið sýnum síðast vegna veðurs.“ - Tekurðu myndir víðar en á íslandi? „Nei, það geri ég ekki. Áður en ég fór að taka myndir hér á landi hafði ég lítinn sem engan áhuga á þessu formi listarinnar og hef ekki enn - nema þegar ég er á íslandi. Að vísu gerði ég myndasyrpu af svefnherbergi Emily Dickinson um árið og þær voru gefnar út á bók en það er allt og sumt. í raun gæti ég hæglega skilið myndavélina mína eftir á ís- landi þegar ég fer af landi brott. Annars stað- ar þarf ég ekki á henni að halda - ekki enn sem komið er að minnsta kosti.“ - En framtíðin. Hvað ber hún í skauti sér? Verður íslandsheimsóknum fram haldið? „Örugglega. Ég hef meira að segja verið að velta fyrir mér fasteignarkaupum hér á landi. Að vísu er ég tvístígandi í því efni, því sam- band mitt við ísland er svo gott eins og það er. Allt er þó breytingum háð, þannig að kannski kemur að því að ég kaupi mér hús- næði á Islandi. Það þýðir þó ekki að ég ætli mér að setjast hér að, aðeins treysta böndin. Hver veit þó hvað gerist þegar ég eldist og fer að hægja ferðina?*' To Place eftir Roni Horn Bluff Life, 1990. Folds, 1991. Lava, 1992. Pooling Waters, 2 bindi, 1994. Verne’s Journey, 1995. Haraldsdóttir, 1996. Arctic Circles, 1998. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.