Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 11
/ /t úí;; SUÐURIANDS-VIDEO GAMLA Landsbankahúsið við Austurveginn er enn notað, en það er eitt af elztu húsunum á Selfossi og var flutt þangað 1919 frá Búðardal. MYNDIN af Agli Gr. Thorarensen framan við verzlunarhús KÁ er vel við hæfi, en því miður alltof smá. í baksýn er Kaffi Krús með litskrúðugri veggmynd. Ljósmyndir :Lesbók/Gísli VERZLUNARHÚS KÁ með merkinu góða sem nú hefur fengið tignarsess á forhiiðinni. landi, hefur í seinni tíð verið hafið til vegs og virðingar að nýju og skreytir nú nýja húsið. Enginn veit lengur með vissu hver teiknaði merkið, en það gæti þó hafa verið Tryggvi Magnússon. Austan við eldra kaupfélagshúsið, þar sem nú er ráðhús bæjarins, Héraðsskjalasafn, svo og Bæjar og héraðsbókasafn, hefur risið annað hús, sem einnig hefur tekizt vel og styður þann prýðilega miðbæjarkjarna sem þarna er orðinn að veruleika. Þetta hús er nefnt Miðgarður og er höfundur þess Guðmundur Karl Guðjónsson tæknifræðingur og forstöðumaður Verkfræði- stofu Suðurlands. Hann hefur tekið þann kost að láta það ríma í útliti við eldra kaupfélagshús- ið. Það er án ýmissa þeirra einkenna sem bund- in eru við tízku allra síðustu ára í byggingarlist, en ekki verra fyrir það. Þar fyrir sunnan sést í Sigtún, íbúðarhús kaupfélagstjórans, sem Sig- mundur Halldórsson arkitekt teiknaði 1934. Það hefur til að bera afbragðs góð stærðarhlut- föll og tímalausa fegurð. Meira en mannhæðar- há víggirðing kringum húsið að sunnan og vest- an er hinsvegar sízt til prýði og hávaxin tré skyggja að mínu mati of mikið á það. Húsið naut sín betur fyrr á árum eins og sést af mynd sem hér fylgir. Þeir sem aka um Austurveg á austur- eða vesturleið sjá hinsvegar ekki Fjölbrautaskól- ann, sem dr. Maggi Jónsson arkitekt hefur teiknað og hefur ekki sízt vakið athygli fyrir glugga sem að líkindum er sá stærsti á landi hér. Þarna er glæsilegt dæmi um nútímalegan arkitektúr og er í rauninni miður að þetta hús, ein af lykilbyggingum í bænum, skuli ekki sjást frá alfaraleiðinni. Ekki ber heldur mikið á Listasafni Árnesinga, en safnið á góð listaverk og af því sem safninu hefur áskotnast munar ugglaust mest um listaverkagjöf Bjarnveigar Bjamadóttur, en hún átti álitlegt safn mynda AUSTURVEGUR, aðalgata bæjarins. Þar sem rykmökkurinn reis áður undan umferð þungra bíla þegar þornaði er nú komin falleg umferðargata, prýdd stæðilegum trjám. ir ekki aðeins stóra og glæsilega verzlun kaup- félagsins, heldur einnig nokkrar verzlanir sem kaupmenn standa að, svo og fleiri fyrirtæki. Fyrir nokkrum áratugum hefði það verið óhugsandi. Það er vel við hæfi að höfuðmynd brautryðj- andans, Egils Gr. Thorarensen, hefur verið komið fyrir á háum stalli framan við bygging- una, en þeir sem að því stóðu hafa ekki vitað að mannamyndir utan dyra verða alltaf að vera í yfirstærð. Að reisa Agli einskonar títuprjóns- haus var sízt við hæfi. Verzlunarmiðstöðin er vel teiknað og glæsi- legt hús á nótum módernismans en stendur engu að síður vel sem meginstoð á móti eldra kaupfélagshúsinu, þar sem meira var tekið mið af klassískri hefð. Skemmtilegt er að sjá, að gamalt firmamerki Kaupfélags Ái'nesinga sem mér hefur lengi fundizt að sé eitt bezta firmamerki sem enn hefur verið teiknað á ís- eftir Ásgn'm Jónsson, sem hún gaf Árnesingum og varðveittar eru í safninu. Fleiri kunnir arkitektar hafa lagt sitt af mörkum til uppbyggingar á Selfossi. Fremst- an meðal jafningja má þar telja Guðjón Samú- elsson, húsameistara ríkisins, sem á heiðurinn af hinni upprunalegu byggingu Mjólkurbús Flóamanna, svo og Landsbankahúsinu með samskonar nýklassískum einkennum og aðal- bækistöð bankans við Austurstræti í Reykja- vík. Mjólkurbúið var endurbyggt á árunum 1953-59 eftir teikningum Skarphéðins Jó- hannssonar, sem fórnaði burstunum frá fyrra mjólkurbúinu og hannaði hús í takt við tím- ann. Gunnlaugur Halldórsson arkitekt teiknaði á sínum tíma Selfossbíó ásamt gildaskála; hús sem brotið var niður 1986 og síðan teiknaði Sig- urður Thoroddsen arkitekt stóra hótelbygg- ingu á sama stað. Lítið eitt vestar, á stað sem blasir við af Ölfusárbrú, stendur Selfosskirkja, eitt stærsta og bezta verk Bjarna Pálssonar, tæknifræðings frá Hlíð í Gnúpverjahreppi. Bjarni var snjall stærðfræðingur eins og þeir Hlíðarmenn, en auk þess var hann gæddur list- rænni tilflnningu og hann gegndi lykilhlutverki sem skólastjóri Iðnskólans á Selfossi og bygg- ingarfulltrúi bæjarins um árabil. Sjálfur teikn- aði hann þar fjölmörg hús. Á Selfossi gat hæglega farið eins og víða annarsstaðar, að myndast hefði tiltölulega mjó umferðargata í miðju bæjarins. En það voru framsýnir menn sem skipulögðu breiðgötu þarna, svo nú má líta svo á að hún sé hluti af torginu í miðju bæjarins og þar að auki nægi- lega breið til þess að hávaxin tré skipta henni nú í tvennt. Tryggvagarður og skrúðgarðurinn við Sunnuhvol eru nú ekki lengur einu skógarlund- irnir á Selfossi, heldur gnæfir trjágróðurinn yf- ir bæinn hvar sem farið er. íþróttavöllurinn sem var á berangri fyrir 40 árum hefur nú skjól af skógi og í næsta nágrenni við hann er fallegt og hlýlegt tjaldstæði þar sem Þjórsárhraun gægist uppúr sverðinum og einnig þar er skóg- ur. Þetta skiptir verulegu máli þarna, því ekki er beint hægt að tala um veðursæld á Selfossi og sérstaklega þótti norðanáttin nöpur á meðan fátt var um skjólmyndun. Það sem eftir stendur þegar þetta dæmi er gert upp, er að Selfoss er nú orðinn bær með eftirtektarverðan menningarsvip og þar að auki mun meiri borgarbrag en venjulega verð- ur í fjögur þúsund manna bæjum. Selfoss nýtur þeirrar sérstöðu að vera verzlunar- og sam- göngumiðstöð fyrir stórt svæði. Þar eru sem fyrr, margir á ferðinni, og einungis það að um 2000 sumarbústaðir eru í Árnessýslu, hefur haft í för með sér geysilega aukningu fyrir verzlun og veitingasölu á Selfossi. Nú verða ferðamenn að leita sér að einhverju í gogginn annarsstaðar en í Tryggvaskála þar sem fyrr á árum var boðið uppá rammíslenzka ketsúpu og annað eftir því. Nú leita menn að hamborgurum og öðru venjulegu túristafæði og finna það til dæmis í grillskálanum Fossnesti, en vilji menn hafa það veglegra er hvað sem er í boði á Inghóli eða Hótel Selfoss. I golfskálan- um við Svarfhólsvöll eru ágætar veitingar og völlurinn, sem hefur verið í uppbyggingu, er nú nánast tilbúinn í endanlegri mynd. Uppáhaldsveitingahús mitt á Selfossi er hinsvegar Kaffi Krús í gömlu bárujárnsklæddu timburhúsi við Austui-veginn, næsta hús við nýju verzlunarmiðstöðina. Þar fæst afburða gott kaffi og tertubúskapur nær óvíða öðrum eins hátindum. Þetta er ekki ósvipað og Kaffi Lefolii á Eyrarbakka; ber með sér andrúm lið- ins tíma og svo hengja staðarmálarar upp myndir í Kaffi Krús, ýmist til hrellingar eða gleði eins og gengur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.