Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 17
VERIÐ er að gera endurbætur á tónlistarhúsi Helsinki, sem kennt er við Finlandiu, fyrir hátíð- arhöldin árið 2000 eins og svo mörgu öðru í borginni. beliusar, Finlandia, er eitt af megintáknunum í sjálfsmynd Finna en því má halda fram að hjá þeim hafi tónlistin skipað sama sess í sjálf- stæðisbaráttunni og bókmenntirnar hjá Is- lendingum. Nú eiga Finnar magnað lið tónlist- armanna, bæði tónskálda, tónlistarflytjenda og ekki síst hljómsveitarstjóra en þeirra á meðal má nefna Esa-Pekka Salonen, Sakari Oramo, Jukka-Pekka Saraste, Leif Segerstam, Osmo Vánská og Petri Sakari en tveir hinir síðast- nefndu eru íslendingum að góðu kunnir. Tæknin er Finnum og ofarlega í huga. Áð- urnefnd Glerhöll í miðborg Helsinki á að verða miðstöð hins tæknivædda upplýsinga- samfélags sem Finnar eru sannarlega gott dæmi um. Par verða undir sama þaki fjöl- miðlafyrirtæki, sjónvarpsstúdíó, sýningarsalir fyrir myndlist, kaffi- og veitingahús. Borgar- bókasafn Helsinki mun bjóða þar upp á að- stöðu fyrir almenning til þess að fara inn á netið ókeypis en miðstöðin verður í beinlínu- sambandi á netinu við hinar menningarborg- irnar átta árið 2000. Kvikmyndahús verður í byggingunni þar sem sýndar verða finnskar og aðrar evrópskar kvikmyndir. Öll söfn í Helsinki verða búin fullkomnum tölvubúnaði sem gestir hafa aðgang að og auðveldar upp- lýsingaöflun og unnið er að því að Helsinki verði íyrsta borg heims sem hægt verði að skoða í sýndarveruleika. Byggingarlið Eins og áður sagði eru byggingarfram- kvæmdir gríðarlegar í Helsinki og raunar segj- ast borgarbúar nú aðeins tala um tvær árstíðir: Veturinn og byggingartíðina. Samtímalista- safnið, Kiasma, á vafalaust eftir að vekja mikla athygli en frá því það var tekið í notkun 1. júní síðastliðinn hafa um 200.000 gestir heimsótt það, eða um 2.000 gestir á dag. Arkitektúr Bandaríkjamannsins Stevens Holls vekur kannski ekki síður athygli en listin sem bygg- ingin inniheldur, að minnsta kosti svona fyrst um sinn. Sömuleiðis vekur athygli að Finnar hræðast ekki að reka safnið og sýningar í því að nokkrum hluta með hjálp kostunaraðila úr einkageiranum. Meðal annarra framkvæmda á menningarsviðinu í Helsinki má nefna lagfær- ingar á hinu fræga tónlistarhúsi Helsinki, Fin- landiu, sem Aalvar Alto teiknaði. Nýtt sér- hannað óperuhús var vígt fyrir fimm árum og svo er verið að breyta fyrrverandi kapalverk- smiðju Nokia fyrirtækisins í menningarmið- stöð en byggingin er um 60 þúsund fermetrar að flatarmáli og er nærri miðborginni. Að sögn Dolivo eru það samt ekki þessar framkvæmdir sem skipta mestu máli í undir- búningnum fyrir menningarárið 2000 heldur að það takist að skapa rétt hugarfar í borg- inni,- „Við leggjum mest upp úr því að fólk skynji ekki aðeins breytingar í umhverfinu heldur einnig í andrúmsloftinu, við vonumst til að geta smitað borgai-búa af þeim krafti sem birtist í ytri umbreytingu borgarinnar." Hvað með Reykjavík? Ljóst má vera að Finnar ætla að nýta tæki- færið sem þeir fá árið 2000 til þess að kynna land sitt og menningu af miklum myndarskap. Ætlun þeirra er að koma sér vel fyrir á menn- ingarkorti Evrópu. Sjálfsagt gætu Islending- ar lært sitthvað af þeirri markvissu vinnu sem Helsinki hefur lagt í undirbúning hátíðarhald- anna árið 2000. Hér hefur reyndar fátt verið gert til þess að kynna þær áætlanir eða hug- myndir sem uppi eru um markmið og tilgang Reykjavíkurborgar árið 2000. Og einhvern veginn læðist að manni sá gnmur að jafnvel enn minna hafi verið gert til þess að kynna Reykjavík sem menningarborg Evrópu á er- lendri grund. Sé svo getur það orðið borginni dýrkeypt því ekki getum við vænst þess að fólk sæki hingað norður á hjara veraldar þetta viðburðaríka ár ef við kynnum okkur ekki og bjóðum gesti velkomna. Við vitum með öðrum orðum hvað Helsinki ætlar sér með árinu 2000 en hvað með Reykjavík? „Hátíðarhöldin í Helsinki árið 2000 eiga ekki fyrst ogfremst að vera fyrir einhverja út- valda menningarelítu heldur fyrir alla borgar- búa og alla sem sækja borgina heim. Ætlunin er að færa listirnar og menninguna út á stræti borgarinnar; allir eiga að geta tekið þátt í sköpun- • • (C inm. RANNSAKAÐI SJÚKDÓMA ÍSLENDINGA- ✓ / • • SOGUNUM. Doktorsritqerð Charlotte Kaiser við norrænudeild Kielarháskóla fjallar um sjúkdóma í íslendinga-~ sögunum og hvernig þeir voru meðhöndlaðir. Hér segir hún HILDI EINARSDÓTTUR frá helstu niður- stöðum sínum og hvers vegna hún ákvað að rannsaka þetta efni. Astæðumar fyrir því að ég valdi þetta efni til doktorsritgerðar eru margþættar,“ segii' Charlotte Ka- iser, sem hefur dvalið hér í nokkrar vikur ásamt manni sínum Erhard. „Upphaf- lega er ég menntuð í líffiæði, efnafræði og landafræði frá háskólanum í Erlangen í Þýskalandi. Ég gerði hlé á námi mínu um skeið, átti þrjú böm og fluttist til Danmerk- ur og bjó þar í nokkur ár. Ég ferðaðist tölu- vert um Norðurlöndin, þar á meðal til ís- lands.“ Það má geta þess að þau hjón voru hér í sitt sjöunda skipti. „Frá Danmörku fluttist ég svo til Kielar. Við heimkomuna ákvað ég að innrita mig í háskólann þar og lagði stund meðal annars á líf- fræði, landafræði og málfræði við norrænudeildina þar. I upphafi var ég gestanemandi við deildina. Hugmyndin að verkefninu varð til þegar ég var að lesa Ála flekks sögu sem er ævin- týrasaga en þar koma fyrir veikindi sem vöktu áhuga minn. Ég var einnig að lesa Islendingasögumar en þar er ýmsum sjúkdómum og öðrum krankleika lýst. Við lestur þeirra vöknuðu spurn- ingar eins og hvers konar veikindi hrjáðu fólkið í sög- unum, hvernig var sjúkdóm- um lýst og hvernig voru þeir læknaðir. Hver voru viðhorf- in til sjúkdóma á því skeiði sem Islendingasögurnar eru skrifaðar og hvernig var læknisfræðiþekk- ing manna á þessu tímaskeiði háttað, hvað- an kom þekkingin og hverjir voru það sem stunduðu lækningar? Að tillögu Dr. Gert Kreutzers, sem nú er prófessor við norrænudeildina í Köln en hann var þá dósent við Kielarháskóla og er mikill íslandsvinur, ákvað ég að hella mér út í fullt nám í norrænudeildinni. í upphafi ætl- aði ég að vinna verkefnið til meistaraprófs en dr. Kreutzer sagði að það væri það viðamikið að það dygði til doktorsgráðu. Það varð úr að ég lauk doktorsnámi árið 1997 en þá var ég orðin 59 ára gömul,“ segir hún. Charlotte segir að ein mikilvægasta nið- urstaðan sem hún hafi komist að við vinnslu þessa verkefnis hafi verið að hægt sé að sjá það að höfundur eða höfundar Islendinga- sagnanna þekktu kenningar Hippokratesar sem nefndur hefur verið faðir læknisfræð- innai'. „Sjúkdómafræði Hippokratesai' gengur út á það að vessar eða vökvar líkam- ans ráði því hvort hann er heilbrigður eða sjúkur, en það fer eftir því hvort jafnvægi sé á milli þeirra eða ekki,“ útskýrir hún. „Aðal- vökvai'nh' eru fjórir, blóð, slím, gult gall og svart gall. Hver þessara vökva hefur sitt sérstæða eðli. Blóðið er rakt og heitt, slímið er kalt og rakt, gula gallið er heitt og þurrt en svarta gallið er kalt og þurrt. Heilbrigðið veltur á því að sambland þessara vessa eða vökva sé í jafnvægi og blöndunin rétt. Rösk- un á blöndunni veldur sjúkdómum. í sög- unni um sonarmissi Egils Skallagrímssonar, svo dæmi sé teldð, er Ijóst að höfundurinn hefur þekkingu á sjúkdómafræði Hip- pokratesar. Sagan greinir frá því hvemig sorg Egils braust út. Hann gengur til loki'ekkju sinnar og vill hvorki borða né drekka. Enginn má ónáða hann. Að nokkr- um sólarhringum liðnum er náð í dóttur hans Þorgerði. Hún áttar sig á því að faðir hennai' er haldinn þunglyndi. Samkvæmt kenningum Hippoki'atesar þjáðust menn af of miklu svartagalli ef þeh' voru þunglyndir. Þorgerður platar Egil til þess að neyta fæðu sem er heit og rök til að koma líkam- anum í jafnvægi aftur. En þegar hún loks- ins kemst inn í lokrekkju fóður síns er hún að tyggja söl en salt er heitt efni samkvæmt skilgreiningum Hippokratesar. Egill fær sér af sölunum. Fljótlega verður hann Ljósmyndari/Júííus. DR. Charlotte Kaiser ásamt eiginmanni sínum, Erhard sem studdi hana með ráðum og dáð í doktorsnáminu. þyrstur af saltinu og þá gefur hún honum mjólk, þ.e. tvö efni til mótvægis við svarta- gallið sem var kalt og þurrt. Við vitum svo hvert framhaldið var, Egill hresstist og samdi hið fallega kvæði Sonartorrek.“ I Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar sem gerist á 13. öld og er því yngri en hinar Is- lendingasögurnar má sjá að höfundur hafði þekkingu á arabískri læknisfræði sem fólst í því meðal annars að skera meinið í burtu. En talið er að víkingarnir hafi dvalið í Býs- ans, þar sem Istanbúl er nú, og komist þar í kynni við fræðin. Þótt þessar sögur séu skrásettar á sama tíma er athyglisvert að læknisfræðilegar aðferðir eru mismunandi. Finnst mér það vitna um að frásagnir Is- lendingasagnanna hafi varðveist afar vel í munnlegri geymd.“ Charlotte segir að það sé ótal margt í þessum fræðum sem hafi viðhaldið áhuga hennar á verkefninu. Það hafi til dæmis ver- ið athyglisvert að skoða hver munurinn var á viðhorfum heiðinna og kristinna manna tál þess hvers vegna menn verða veikir. „í heiðni var litið svo á að maðurinn hefði gert eitthvað af sér sem verðskuldaði það að hann veiktist en það var guðinn Þór sem sendi mönnum sjúkdómana. Til þess að batna urðu þeir að fara í einu og öllu eftir því sem hann sagði. I kristni var litið á sjúkdóma sem próf- raun. Til þess að öðlast heilbrigði þurfti að trúa á Guð og hans kenningar sem þáru með sér miklu jákvæðari sýn á lífið.“ Ritgerð Charlotte sem heitir á frummál- inu Krankheit und Krankheitsbewáltigung in den Islándersagas var gefin út á þessu ári af bókaforlaginu Seltmann & Hein. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.