Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 2
RÚSSNESK RÓMANTÍK Morgunblaðiö/Ámi Sæberg PÍANÓLEIKARINN Gerritt Schuil og Alina Dubik mezzosópran koma fram á Ijóðatónleikum í Gerðubergi á sunnudag. SUNNUDAGINN 8. nóvember nk. kl. 17 verða Ljóðatónleikar í Gerðubergi. Flytjend- ur eru Alina Dubik, mezzosópran, og Gerrit Schuil, píanóleikari. A efnisskránni verða verk eftir Fauré, Tsjajkovskí, Rimskí-Korsa- kov, Borodín og Glinka. Alina Dubik er pólsk að ætt og uppruna. Hún útskrifaðist frá Tónlistarakademíunni í Gdansk í Póllandi árið 1985 og lauk masters- prófí í Póllandi með Magister of AA degree eftir að hafa stundað nám hjá prófessor Bar- böru Iglikowsku. Með námi sínu söng hún einnig í óperunni í Kraká. Alina Dubik hefur komið fram sem einsöngvari í Þýskalandi, Lúxemborg, Ítalíu, Sviss og hér á landi. Hún hefur sungið bæði í pólska og íslenska útvarp- inu. Hún hefur nýverið sungið með Kammer- sveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Alina Dubik fluttist hingað til lands fyrir nokkrum árum og er nú kennari við Nýja tónlistarskólann í Reykjavík. „Þetta eru sönglög eftir rússnesk 19. aldar tónskáld að Fauré undanskildum. Þetta eru lög sem sjaldan hafa heyrst hér á landi, sum kannski aldrei, og því gaman að flytja þau,“ sagði Alina Dubik í samtali við Morgunblaðið. „Glinka er stundum nefndur „faðir rússnesks ljóðasöngs" og hann er elstur þessara tón- skálda en það er ekki hægt að segja að þeir séu líkir innbyrðis, þó rússneskir séu. Þetta eru rómantísk lög, samin við mjög falleg ást- arljóð, og ég syng þau á rússnesku." Alina segir að ekki hafi verið hlaupið að því að ná í nótur að sönglögunum. „Þau voru ekki fáanleg hjá stóru forlögunum í London eða New York. Ég bað vinkonu mína að leita að nótum í Moskvu en það bar engan árangur heldur. Loks tókst mér að fínna gamlar nótnaútgáfur á bókasafni í Poznan í Póllandi og fékk að Ijósrita eftir þeim,“ segir Alina Du- bik mezzosópran. Gerrit Schuil er hollenskur píanóleikari, hljómsveitar- og óperustjóri. Hann nam pí- anóleik við Tónlistarháskólann í Rotterdam og hélt þaðan til framhaldsnáms; fyrst í Lundúnum og síðan í París. Gerrit Schuil hef- ur komið fram víða um heim, og leikið með þekktum söngvurum og stjómað fjölmörgum hljómsveitum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið virkan þátt í íslensku tón- listarlífí, stjórnað Sinfóníuhljómsveit íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og komið fram með mörgum íslenskum tónlistarmönn- um. Morgunblaðið/Ámi Sæberg PETER, Martial og Guðrún æfa lögin sem flutt verða í Fella- og Hólakirkju á sunnudag. FELLA- OG HÓLAKIRKJA TVÆR FLAUTUR OG PÍANÓ AÐRIR tónleikar í kammertónleikaröð, sem í Fella- og Hólakirkja stendur fyrir verða sunnudaginn 8. nóvember kl. 17. Á tónleikun- um leikur Tríó Romance, sem skipað er þver- flautuleikurunum Martial Nardeau og Guð- rúnu Birgisdóttur og Peter Máté píanóleikara. Að sögn Peters verður dagskráin frekar stutt, með léttum brag og til þess fallin að lokka nýja hlustendur á tónleika. Flutt verða fímm verk. Þrjú lög eftir Atla Heimi Sveins- son, sem hann útsetti fyrir tríóið, Búðarvísur eftir Emil Thoroddsen, Þú ert eftir Þórarin Guðmundsson og Lokasöngur eftir Atla Heimi sjálfan. Einnig verður flutt kammer- verkið Grand Trio eftir Gaspard Cummer, Fantasía um lögin í óperunni Rigoletto eftir Verdi, sem þeir bræður Karl og Franz Dpppler útsettu fyrir tvær flautur og píanó. Fluttar verða tvær sígildar sónötur úr flautu- bókmenntunum; sónata eftir Paul Hindemith og Dúó fyrir flautu og píanó eftir Aron Copland. Áðgangseyrir er 1.000 kr. og veittur verður afsláttur til nemenda og eldri borgara. LISTASKÁLINN í HVERAGERÐI MINNINGARVAKA OG HAUSTSÝNING NOKKRIR vinir og velunnarar Jóns Óskars skálds munu votta honum virðingu sína með minningarvöku í Listaskálanum í Hveragerði, sunnudaginn 8. nóvemer kl. 14, en Jón Oskar lést fyrir skömmu. Minningarvakan hefur yfir- skriftina „Nóttin á herðum okkar“. Þar mun Jón frá Pálmholti flytja erindi um Jón Óskar og leikaramir Baldvin Halldórsson og Karl Guðmundsson lesa úr ljóðum hans, bæði frumortum og þýðingum. Tónlistarmennimir Carl Möller og Guðmundur Steingrímsson flytja lög þess fyrmefnda við Ijóð Jóns Óskars, en Una Margrét Jónsdóttir les ljóðin við tón- listina. Einnig verður lesin smásaga eftir skáldið, svo og kafli úr endurminningum þess. HAUSTSÝNING '98 Haustsýning Listaskálans verður opnuð í dag, laugardag, kl. 15. Þetta er í annað sinn sem sýning með þessu nafni er opnuð í skál- anum. Stefnt er að því að sýningin verði ár- legur viðburður í starfsemi skálans og er hún til þess fallin að almenningi gefist kostur á að sjá hvað er að gerast meðal þeirra, sem iðka myndlist, segir í fréttatilkynningu og til að gefa myndlistarmönnum tækifæri til að kveðja sér hljóðs á þessum vettvangi. SIGURÐUR Vilhjálmsson og Sigurður Magnússon vinna að uppsetningu sýningarinnar. Jón Óskar Að þessu sinni valdi sýn- ingarnefndin, sem í áttu sæti Einar Hákonarson, Þóra Hreinsdóttir og Haukur Dór, yfír 60 verk á sýninguna úr töluverðum fjölda innsendra verka. Listaskálinn í Hvera- gerði er opinn fímmtudaga til sunnudaga kl. 11.30-22. Sýningunni lýkur 13. des- ember. NORRÆNA HÚSIÐ UÓSMYNDIR UJUUKU- LOOQS SÝNING á Ijósmyndum, sem sýna mannlíf í Qaqortoq (Julianeháb) á Grænlandi á árunum 1920-1945, hefur verið sett upp i anddyri Norræna hússins. Allar ljósmyndimar tók John Hpegh - á grænlensku nefndur Ujuukulooq. Hann var sjálflærður ljósmyndari sern sinnti þessu áhugamáli sínu í tæplega þrjá áratugi. Ljós- myndirnar eru einstakur vitnisburður um sögu og uppgang í Qaqortoq á tímum þegar efnahagurinn fór batnandi og félagslegar framfarir hófust í Suður-Grænlandi í kjölfar aukins sjávarútvegs og sauðfjárræktar. Safnið í Qaqortoq hefur safnað saman og skráð alls 370 myndir frá tímabilinu 1910- Ljósmynd John Hoegh KONUBÁTUR leggur að í Narsaq, um 1910. 1945. Þessi sýning, Ljósmyndir Ujuukulooqs, var fyrst opnuð í Qaqortoq í mars 1997 og hef- ur síðan farið víða um Norðurlönd og Þýska- land og hefur hún alls staðar vakið athygli, segir í fréttatilkynningu. John Hpegh (1890-1966) var járnsmíða- meistari í Qaqortoq. Hann var formaður bæj- arstjómar í 35 ár og var í forsvari fyrir mörg- um merkum framkvæmdum til hagsbóta fyrir bæjarfélagið meðan hann sat í bæjarstjórn. Sýningin stendur út nóvember. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigl úni Yfirlitss. á verkum Asmundar Sveinssonar. Fálkahúsið, Hafnarstræti 1 Greipar Ægis: Sandskúlptúrar. Til áramóta. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Zhang Hong. Til 22. nóv. Gallerí Horn Gerður Gunnarsdóttir. Til 8. nóv. Gallerí Listakot Hrönn Vilhelmsdóttir og Charlotta R. Magnús- dóttir. Til 28. nóv. Gallerí Stöðlakot Steinþór Marinó Gunnarsson. Til 15. nóv. Gallerí Sævars Karls Sjónþing Hannesar Lárussonar. Til 25. nóv. Hafnarborg Urval verka Sigurjóns Ólafssonar. Til 23. des. Hallgrímskirkja Benedikt Gunnarsson. Til 1. des. Ingólfsstræti 8 Elmgreen & Dragset: „Powerless structures“. Til 8. nóv. Kjarvalsstaðir Austursalur: „Framsýning: Foroysk nútíðar- list“. Vestursalur: Nýjar kynslóðir í norrænum arkitektúr. Miðsalur: Myndlist og tónlist: Hall- dór Ásgeirsson og Snorri Sigfús Birgisson. Til 20. des. Listasafn ASÍ Ásmundarsalur: Katrín Sigurðardóttir. Gryfjan: Guðrún Einarsdóttir. Arinstofa: Kristinn Pét- ursson. Til 15. nóv. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Sæmundur Valdimarsson. Til 13. des. Listasafn íslands 80/90. Speglar samtímans. Til 31. jan. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sigurjón Ólafsson _ Ævi og list. Til 1. des. Listaskálinn í Hveragerði: Haustsýning. Til 13. des. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg Alice Olivia Clarke, mosaikverk. Til 15. nóv. Menningarmiðstöðin Gerðubergi Sjónþing Hannesar Lárussonar. Til 31. des. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Ljósmyndasýning Hörpu Björnsdóttur. Til 19. nóv. Norræna húsið, Hringbraut Margrét Reykdal. Til 8. nóv. Anddyri: Ljósmyndir Ujuukulooqs. Til 1. des. Nýlistasafnið „Hvorki né“: Henry Bond, Juan Cruz, Graham Gussin, Ritsuko Hidaka, Joao Penalva frá London, Christina Dimitriadis frá Aþenu, Tracy Mackenna & Edwin Janssen frá Rotterdam, Felix Conzalez Torres frá New York og Hanna Styrmisdóttir. Miðhæð: Bjargey Ólafdóttir, Ijós- og kvikmyndir. Súmsal: Ánna Wilenius, ljósmyndir, skúlptúra og myndband. Nathalie van de Burg, Ijósmyndaskúlptúra. Til. 8. nóv. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suð- urgötu. Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14. maí. SPRON, Mjódd Jón Axel. Til 19. feb. TÓNLIST Laugardagur Viðistaðakirkja: Karlakórinn Þrestir, Karlakór Rangæinga og Karlakór Selfoss. Kl. 17. Sunnudagur Fella- og Hólakirkja: Tríó Romance. Kl. 17. Gerðubcrg: Aiina Dubik, mezzósópran og Ger- rit Schuil, píanó. Kl. 17. Bústaðakirkja: Tékknesk kammertónlist. Kl. 20.30. Mánudagur Norræna húsið: Mike Mower, flautuleikari og Tim Carey, píanóleikari. Kl. 20.30. Miðvikudagur Norræna liúsið: Háskólatónleikar. Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari. Kl. 12.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Maður í mislitum sokkum, lau. 7., mið. 11., fos. 13. nóv. Solveig, lau. 7. nóv. Bróðir minn ljóns- hjarta, sun. 8. nóv. Gamansami harmleikurinn, lau. 7. nóv. Tveir tvöfaldir, fos. 13. nóv. Borgarleikhúsið Grease, lau. 7. nóv. Sex í sveit, lau. 7., sun. 8., fim. 12. nóv. Ofanljós, lau. 7. nóv. Sumarið ‘37, sun. 8., fös. 13. nóv. Iðnó Dimmalimm, lau. 7. nóv. Rommí, lau. 7., sun. 8., fim. 12., fos. 13. nóv. íslenska óperan Ávaxtakarfan, sun. 8. nóv. Heliisbúinn Iau. 7., sun. 8., sun. 8., fim. 12. nóv. Loftkastalinn Fjögur hjörtu, sun. 8. nóv. Listaverkið, lau. 7. nóv. Hafnarfjarðarleikhúsið Síðari bærinn í Dalnum, sun. 8. okt. Við feðgamir, íos. 6., iau. 8. nóv. Vírus, frums. fim. 1. nóv. Fös. 13. nóv. Kaffileikhúsið Barbar og Úlfar. Sun. 8. nóv. Svikamyllan, lau. 7., fijs. 13. nóv. Skemintihúsið, Laufásvegi 22 Ferðir Guðríðar, lau. 7. nóv. Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11 Brúðubíllinn, sun. 8. nóv. Möguleikhúsið við Hlemm Snuðra og tuðra, lau. 7. nóv. Einar Áskell, sun. 8. nóv. Leikfélag Akureyrar Rummungur ræningi, lau. 7., sun. 8. nóv. Norræna húsið Tveir einþáttungar, Orðið sun. 8. nóv. Lífskraft- ur, þrið. 10 nóv. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.