Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 13
AUSTAN UM HEIÐI LJÓÐRÝNI UTAN HRINGSINS STEINN STEINARR Ég geng í hring í kringum allt sem er. Og innan þessa hrings er veröld þín. Minn skuggi féll um stund á gluggans gler. Ég geng í hring í kringum allt, sem er. Og utan þessa hrings er veröld mín. Maður hafði grunnskóla- og jafnvel menntaskólakennara sína grunaða um að lenda í svolitlum vandræðum þegar kom að því að svara spurningunni hvað þetta ljóð þýddi. Tja, jú, sjáið til, krakkar mínir, hóstuðu þeir og urðu áreynslumiklir á svip, hér er hann Steinn á gangi í kringum hús stúlkunnar sem hann elskar. Hann þorir ekki að banka upp á enda er hann ekki viss um að hún elski hann. I hans huga er hún eins og af öðrum heimi, - og hún er heimurinn hans, allt sem er. En hann nær ekki til hennar, það næsta sem hann kemst er þegar skugginn hans fellur á gler glugga hennar. Þetta ljóð fjallar því um ástina. Jammogjá, krakkar mínir, þannig er nú það. Vitanlega sló þögn á bekkinn. Hvernig gat skáldinu dottið þetta í hug? Og hvernig fór kennarinn að því að átta sig á þessu? Þetta var göldrum líkast. Algjörlega óskiljanleg orð lifnuðu við og fengu langþráða merkingu, eitthvert hald í veruleikanum. Auðvitað var þetta ástarsaga! Stelpan situr þarna inni, örugglega soltið merkileg með sig, þykist vera eitthvað, vill ekkert með hann hafa. A meðan er skáldið auðvitað í hrikalegi’i kröm fyrir utan, pottþétt blautur og kaldur. Þetta er afskaplega hugnæm túlkun og ber ekki síst vott um sköpunargáfu kennaranna. Kannski þeir hafi brugðið á það ráð að tengja þetta torræða ijóð ástinni til þess að vekja áhuga sinnulausra nemendanna. Þeir hafa sjálfsagt talið tilgangslaust að velta upp tilvistarlegum spurningum og tala um firringu mannsins í framandi og fjandsamlegum heimi; um einangrun mannsins, einsemd og sambandsleysið við heiminn, en einhverjar slíkar hugsanir hefur ljóðið yfirleitt vakið hjá túlkendum. Bygging þess er einföld og rökleg. Síðasta erindið er breytt endurtekning á fyrsta erindinu. Saman di’aga þessi tvö erindi upp afar skýra mynd sem lýsir manni og tveimur heimum, öðrum kunnum, hinum ókunnum, einum aðgengilegum, öðrum óaðgengilegum. Ut úr þessu hafa túlkendur lesið boðskap um stöðu eða hlutskipti mannsins; hann er einn og sambandslaus við umhvei’fi sitt, hann er firrtur, skynjar sig ekki í samhengi við það sem er í kringum hann, hann er útlagi. Miðerindið hefur þá verið eins konar árétting eða umorðun á þessari hugsun um manninn fyrir utan, manninn sem utanveltu, hann er úti, utangarðs, í vissum skilningi út úr heiminum. Miðerindið er sennilega líka lykillinn að ástarsögunni sem kennararnir sáu í ljóðinu forðum daga, gluggar hafa löngum verið þýðingarmiklir í ástarsögum. Annars er hægt að leika sér með túlkun á orðum eins og „inni“ og „úti“ í ljóðinu. Þannig gæti falist ákveðinn miðjuhugsun í ljóðinu, valdmiðjuhugsun. Það væri þá hægt að túlka ljóðið sem lýsingu á vonlausri stöðu einstaklingsins í valdaformgerð samfélagsins, frammi fyrir samfélagsstofnuninni; þar inni eruð þið sem hafið valdið, vald til að segja hvernig heimurinn er, hvernig allt er en hér fyrir utan er ég, valdlaust viðfang kerfisins; skugginn er þá tákn áhrifaleysisins. Þetta ljóð er úr bókinni Ferð án fyi-irheits sem kom út árið 1942. Flest ljóða Steins eru opin og auðskiljanleg en mörg þau skemmtilegustu eru einmitt rík af þessu margræði sem gefur lesaandanum rými. Steinn Steinarr hefði orðið níutíu ára 13. október síðastliðinn en hann lést árið 1958, fimmtugur að aldri. ÞRÖSTUR HELGASON UMBURÐARLYNDI EFTIR HEIMI STEINSSON NYLEGA birti Jóhannes Páll páfi annar um- burðarbréf, er nefnist Fides et ratio eða Trú og skynsemi. Morgunblaðið gi-einir frá þessu. I frétt blaðsins segir meðal annars: „Nú þeg- ar þriðja árþúsundið nálgast, telur páfí einnig mikilvægt, að kristnir menn, trúleysingjar og fylgismenn annan-a trúarbragða hefji „skýrt og heiðarlegt samstarf‘. Það myndi auðvelda mannkyninu að ná árangri í lífsnauðsynlegri umræðu um „brýnustu úrlausnarefni mann- kynsins - vistfræði, frið og sambúð ólíkra kynþátta og menningarsamfélaga“.“ Hugmyndin um samræður trúarbragðanna er ekki ný. Reyndar rekur hún rætur aldir um öxl. En ævinlega er hún jafn þörf. Um- ræðan seilist víða. Ekki kemur á óvart, að hún teljist varða vistfræði, frið og sambúð þjóða. Átök milli trúarbragða hafa í senn haft róttækar og víðfeðmar afleiðingar á heims- byggðina og umhverfi manna. Friðsamleg sambúð þeirra mun leiða til margháttaðra breytinga á tilveru okkar í heild. Þegar páfinn í Róm tekur svo til orða, sem að ofan greinh', munar um átakið. Ætla verð- ur, að fjölmennasta kirkja veraldar fylgi með nokkrum hætti í fótspor þessa fyrirliða síns og leitist við að auka jákvæð samskipti trú- aðra og annarra hugsandi manna um alla heimskringluna. Sambúð kristinna kirkna hefur gengið vel hér á landi alla öldina og lengur. I stjórnar- skránni frá 1874 er kveðið á um trúfrelsi á ís- landi. Við svo búið hafa landsmenn unað æ síðan. Landnám framandi trúarbragða, er standa utan kristninnar, á sér hins vegar einkum stað síðari áratugina. Segja má, að við tilkomu þeirra reyni fyrst að marki á um- burðarlyndi Islendinga. Um og eftir aldamótin 1900 ríkti víða með- al mótmælenda svonefnd „frjálslynd guð- fræði“. Henni verður ekki lýst hér, né heldur hinu sem eftir rann. En þess skal getið til, að við þau aldamót, sem nú ganga í garð, muni veröldin eiga kost á eins konar „nýfrjáls- lyndri guðfræði", þ.e.a.s. kristilegri hugsun, sem að því miðar að efla samræður milli trú- arbragða og milli trúaðra manna annars veg- ai’ og þeirra, sem setja spurningarmerki við allan átrúnað hins vegar eða afneita honum, en gjöra það meðvitað og af áhuga á viðfangs- efninu. Þetta viðhorf mætti nefna „samræð- uguðfræði“, meðan beðið er eftir betra heiti. Það birtist m.a. í bréfi páfa. Miklu varðar, að skoðanaskipti af þessu tagi einkennist af hóf- semi í orði og athöfn. Timamótaræða Fyrir skemmstu kom út á vegum Guð- fræðistofnunar Háskóla Islands 12. bindið í ritröðinni „Islenskar guðfræðirannsóknir". Ritið er helgað 150 ára afmæli Prestaskólans, en það var heilagt haldið fyrir einu ári. Titill bókarinnar er „Guðfræði, kirkja og samfé- lag“. I riti þessu er m.a. að finna erindi, sem rektor Háskólans, dr. Páll Skúlason prófess- or í heimspeki, flutti á afmælishátíð Presta- skólans. Erindið nefnist: „Trúin og tilgangur vísinda". Undirtitill er „Kenning um stöðu guðfræðinnar í heimi fræðanna“. - Sú var tíð, að Sigurður Nordal skrifaði af vinsemd og vísdómi um trúmál og kristinn dóm og tók íslenskum samtíðai-mönnum sín- um úr hópi leikmanna fram um gjörhygli í því efni. Um alllangt skeið hefur Páll Skúlason fetað í fótspor Nordals og raunar sótt til muna fram á sama vettvangi. Mér virðist Páll með erindi sínu um „Trúna og tilgang vís- inda“ gjöra betur en nokkur íslenskur leik- maður annar um langt skeið. Við prestar og aðrir guðfræðingar erum ekki ofhaldnir af slíku góðmeti úr garði hinna, sem eigi leggja stund á okkar fræði. Þess vegna verða þakkir efstar í huga. - Að sjálfsögðu verður ekki reynt að rekja kenningu rektors hér í stuttri blaðagrein. En ég hendi á lofti nokkrar tilvitnanir nær lokum erindisins og vona, að engum gremjist það at- ferli: „Sjálfur er ég þeiiTar skoðunar að drif- kraftur allrar þekkingar- og sannleiksleitar sé huglæg vissa um að hið sanna sé til og muni að endingu koma í ljós, þótt öll rök bresti til að geta sýnt fram á það. I þessum skilningi lifum við í trú, en ekki í vísindum. Ég vil jafnvel ganga svo langt að segja að vísindin séu ekki annað en tiltekin ALTARISTAFLA úr Blönduóskirkju eftir Jó- hannes S. Kjarval. leið til að lifa í trú - þeirri trú að vísindin færi okkur æ dýpri og umfangsmeiri skilning á heiminum og sjálfum okkur. Sjálfur er ég þessarar trúar, þótt ég eigi marga félaga sem eru fullir efasemda um vísindin og telja þau á villigötum í mörgum efnum.“ „Hinn sögulegi greinarmunur tveggja heima sem ég vék að í upphafi - heims skyn- semi og fræða annars vegar, trúar og til- beiðslu hins vegar - er í reynd sögulegur til- búningur sem er löngu tímabært að fella úr gildi.“ „Hér sé ég fyrir mér nauðsyn náinnar sam- vinnu guðfræði og heimspeki - og sérstakt erindi þeirra við öll önnur fræði og vísindi." - Þessi orð heimspekiprófessorsins á rekt- orsstóli Háskólans og önnur, sem þarna er að finna, marka að mínu viti tímamót í umræðu um dýpri rök tilverunnar á Islandi. Ef drengilega verður við þeim ummælum brugð- ist vita þau á nýja öld guðfræðilegrar og ann- arrar vísindalegi’ai' hugsunar í heimkynnum okkar hér við ysta haf. Ég dreg ekki í efa, að hugsun Páls Skúlasonar endurspegli með nokkrum hætti það sem nú á sér stað í heimi vísinda og fræða erlendis. Þar af leiðir, að ég leyfi mér að vitna í fræg orð eins af húman- istum endurreisnaraldai’ og víkja þeim til í litlu einu: „Nú er gaman að lifa.“ - Hugsandi Irú Norski heimspekingurinn Egil A. Wyller hefur um langt skeið í'itað margt þarflegt um hugsun og trú: Árið 1968 gaf Wyller út bók- ina „Fra tankens og troens mötested", þ.e. „Af samfundastað hugsunar og trúar“. Árið 1981 birtist verk hans „enhet og annethet“ eða „eining og annarleiki" (raunar er þýðing- in álitamál), en það rit er að mínum dómi ein- staklega nýtileg lesning hverjum manni, sem iðka vill hugsandi ti'ú, - var í’eyndar að ég hygg endui’útgefið nýverið. Wyller er þannig lýsandi dæmi um það, að framangreind stefna hefur verið lifandi meðal granna okkar um sinn. - Hugsandi trú er viðfangsefni alh-a krist- inna manna. „Ég ti’úi til þess að skilja.“ - „Ég skil til þess að trúa.“ - Bæði þessi um- mæli eru kunn úr kirkjusögunni. Sérhver maður tjáir trú sína í orðum. Orð eru í senn afkvæmi og farartæki hugsunar. Kristin hugsun mótaði reyndar vitsmunalíf Evrópu í þúsund ár. Vísindaleg og heimspekileg hugs- un nútímans er ki’istnum mönnum jafn skilj- anleg og öðrum. Sjálfir eiga þeir erindi með eigin hugsun við samtímafólk upp til hópa. Vinsamleg skoðanaskipti ki’istinna manna sín á milli og við fulltrúa annarra trúarbi’agða og handhafa framandi heimspekilegrar hugs- unar og vísinda munu auðga alla þá, sem hlut eiga að máli. „Líf án íhugunar er lítils vert“ var eitt sinn sagt. Viti bornar samræður karla og kvenna með andstæð sjónannið eru uppbyggilegar og gefa lífinu x-íkulegt gildi. Þar fyrir utan eru þær líklegar til að efla um- bui’ðarlyndi manna á meðal, en þess þörfn- umst við mest á öld fjölhyggju og sundui’leit- ustu sjónarmiða. - Höfundurinn er preslur og þjóðgarðsvörður á Þing- völlum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. NÓVEMBER 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.