Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 16
PICASSO-SAFNIÐ í AAÁLAGA Fyrir skömmu var opnuð sýning á húsinu þar sem Picasso fæddist í Málaga- borg. ÖRNÓLFUR ÁRNASON segir frá sýn- ingunni og hinu nýja Picasso-safni sem verður hið stærsta á Spáni. FYRIR skömmu vígðu spænsku konungshjónin safn í nýuppgerðu húsinu sem Pablo Ruiz Picasso fæddist í við Plaza de la Merced í Málaga. í þessu fallega 19. aldar húsi eru nú sýnd verk sem Picasso gerði á síðustu tveimur áratugum ævinnar. Brátt verða þar hengd upp fjölmörg önnur verk sem Christine, tengdadóttir listamannsins, og Bemard, son- ur hennar, hafa gefíð Málaga-safninu af ein- stökum rausnarskap. Auk þess geta gestir skoðað endurgerð af heimili foreldra Picassos á þriðju hæð hússins, eins og það er talið hafa litið út um það leyti sem Pablo litli kom í heiminn árið 1881. Reyndar verður Picasso-safnið í Málaga brátt stærra, því verið er að gera upp höll, mikla og fagra, næstum samliggjandi húsinu, þar sem áður var setur aðalsættarinnar Bu- enavista, til að hafa þar aðalsýningarsali safnsins. Það er mikill hugur í Málaga-búum að gera Picasso-safn sitt sem best úr garði. Christine og Bemard Ruiz Picasso hafa þegar gefið yfír 182 verk sem metin eru á 12 millj- arða íslenskra króna, öll gerð á tímabilinu frá 1940-1970. Með því verður safnið á fæðingar- stað listamannsins orðið langstærsta og myndarlegasta Picasso-safnið á Spáni. Auk framlaga frá Málagaborg og Málagahéraði hefur fylkisstjóm Andalúsíu lagt fram jafn- virði 650 milljóna ísl. kr. til safnsins og spænska menningarmálaráðuneytið lofar að leggja hönd á plóginn í framtíðinni. Picasso er vafalaust frægasti sonur Málaga, líklega nafntogaðasti og áhrifamesti myndlist- armaður 20. aldarinnar. Að vísu fluttist Pablo litli burt frá Máiaga tveggja ára gamall, ólst að mestu upp í Barcelona og eyddi fullorðins- ámm sínum í Frakklandi, en hann leit ævin- lega á sig sem Andalúsíumann, enda var föð- urætt hans, Ruiz, frá Málaga. Merced-torgið í Málaga er ferhymt svæði í gömlu miðborginni, ekki langt frá dómkirkj- unni, rómverska leikhúsinu og máravirkjun- um, umkringt myndarlegum 4-5 hæða húsum frá miðri nítjándu öld. Á torginu miðju er ■ minnismerki sem borgaryfirvöld reistu árið 1848 um þá 49 borgara sem teknir vom af lífi fyrir frelsisbaráttu sína gegn harðstjóminni 1831, fórnarlömbum hugsjóna sinna, eins og svo mörg dæmi era til um í sögu Spánar. Menning og stjórnmólamenn Verk Picassos sem sýnd eru nú í þessari opnunarsýningu em reyndar næstum öll gjaf- ir frá Christine Ruiz Picasso til safnsins eða Safns Soffíu drottningar í Madrid. Er Christine kom til Málaga í lok júní til að líta á endurbætur hússins sem faðir hennar fæddist í og undirbúa flutning listaverkanna, sem hún og Bernard sonur hennar hafa gefið safninu í Málaga, lét hún hvað eftir annað í ljós undmn sína og hneykslan yfir að hafa ekki verið boð- ið að vera viðstödd athöfnina er konungshjón- in vígðu safnið. Þess er heldur ekki getið í sýningarskrám hver hafi gefið Málaga-safn- inu öll verkin sem sýnd eru. Borgarstýran í Málaga, Cecilia Villalobos, hefur fengið á baukinn hjá fjölmiðlum fyrir þennan klaufa- og dónaskap. Það er reyndar mjög áberandi I menningar- lífi Andalúsíu hvað stjómmálamenn em seigir við að leggja undir sig þær athafnir sem hljóta athygli fjölmiðla og nota sem blóm í hnappagatið. Listamenn, fræðimenn og safn- verðir mega þakka fyrir að fá að standa ein- hvers staðar úti í homi, hneigja sig og klappa. Ávinningurinn er aftur á móti sá að yfirvöld eru um þessar mundir örlát á fé til menning- - armála. í Andalúsíu em margar listahátíðir árlega, sumar alþjóðlegar, og listasöfn, hljóm- leikahallir og önnur slík menningarhús starf- rækt í næstum hverjum bæ. Það virðist í tísku að varðveita fæðingarhús ,KRJUPANDI fyrirsæta, bakhluti af höggmynd og skeggjað höfuð, ætimynd eftir Picasso 1933. (Suite Vollard No. 71). MYNDHÖGGVARI með skál og krjúpandi fyrirsæta, Picasso 1933. (Suite Vollard No. 44). Ljósmynd/Ömólfur Ámason FRÁ vígslu Picasso-safnsins í Málaga. Frá vinstri: Konungshjónin Sofía og Juan Carlos, Celia Villalobos, borgarstjóri Málaga, og Antonio Garrido, ferðamálafulltrúi Málaga-borgar. Ljós- myndirnar af Picasso í baksýn eru eftir Douglas Duncan, vin og nágranna iistamannsins. Konungurinn gat þess í vígsluræðunni að bæði hann og drottningin, sem er grísk konungs- dóttir, ættu bernskumyndir af sér teknar af Duncan. LISTAMAÐURINN og fyrirsætan, Picasso 1970. frægra listamanna sem söfn, með sameigin- legu átaki viðkomandi bæjarfélags og fylkis- stjórnar Andalúsíu. Skammt er síðan því var lýst yfir í Sanlúcar de Barrameida við ósa Gu- adalquivir-fljóts að viðstöddum konungshjón- unum að æskuheimili skáldsins Rafaels Ai- berti þar í bæ yrði gert að safni. Alberti er sá eini sem enn lifir af þeim hópi rithöfunda sem kallast „kynslóðir 27“ og var áhrifamesta aflið í spænskum bókmenntum á 20. öldinni. I Fuente Vaqueros skammt frá Granada er varðveitt og rekið sem safn húsið sem Feder- ico García Lorca fæddist í fyrir einni öld. í næsta húsi var svo nýverið vígð Rannsóknar- stofnun í Lorca-fræðum að viðstöddum öllum helstu stjórnmálamönnum Andalúsíu. Og í Granada-borg er eitt Lorca-safnið enn, Huer- te de San Vincente, sumarhús fjölskyldunnar þar sem skáldið skrifaði ýmis helstu verk sín. Af þessu má sjá að Andalúsíumenn eru ósínk- ir á fé til að heiðra minningu sinna fremstu sona. Myndraðir Picassos Á sýningunni í nýja Picasso-safninu í Má- laga em fyrirferðarmestar tvær grafik- myndraðir. Ónnur þeirra er eign Málaga- safnsins, gjöf frá Christine árið 1992, og nefn- ist „Tuttugu ljóð eftir Góngorra", 41 ætimynd sem Picasso gerði fyrir bókaforlag í París í febrúar og mars árið 1947. Picasso skrifaði einnig upp með eigin hendi sonnetturnar tutt- ugu og prýddi hverja síðu með smáteikning- um af ýmsu tagi. Skáldið Luix de Góngorra y Auguste var uppi í Córodoba 1561-1627, samtímamaður Cervantes, Lope de Vega, Shakespeares og Johns Donne. „Kynslóðin ‘27“ hóf verk Góngorra úr gleymsku til virðingar og kallaði hann „foður nútímaljóðlistar". Góngorra var í ljóðum sínum gjarn á hugmyndarlkar líkingar sem stönguðust á við venjulega rökfræði, einmitt það sem skáld um allan heim á fyrri parti þessarar aldar leyfðu sér að gera í kveð- skap sínum. Einn af ‘27 kynslóðinni, Federico García Lorca, flutti frægan fyrirlestur um Góngorra, sem birtur var í bókmenntatímarit- um um fyrirlestur um Góngorra, sem birtur var í bókmenntatímaritum um víða veröld á þriðja áratug aldarinnar og gerði Góngorra að eins konar gömlum gunnfána fyrir sveit vaskra ungra manna. Fjmir enda salarins trónir portrett af Góngorra, þungbúnum, fúlum og angistarfull- um. Hann er í útfærslu Picassos brúnamikill, nefstór og varaþykkur. Það er auðvelt að trúa því að bakvið þetta rúnum rista, þreytulega viðkvæma andlit, búi hugsanir sem brjóti viðj- ar hversdagslegrar rökfræði. Hin myndröðin er úr Safni Soffíu drottn- * 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.