Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 12
JÓHANN HJÁLMARSSON MARLÍÐENDUR Og er rnjög leið á kveldið, mælti Geirríður við Gunnlaug: „Það vildi ég, að þú færir eigi heim í kveld, því að margir eru marlíðendur; eru og oft flögð undir fögru skinni (Eyrbyggja saga) Ég hef hugsað daga og nætur um setningu úr bókinni. „Margir eru marlíðendur.“ Eg átta mig á merkingunni, en óttast að éggerist of fomlegur og orðin taki af mér ráðin. Eg er ekki kominn að því versta; það eru verri staðir eftir, grimmari orð, líkari mínu eigin kyni. Fróðá sýndist friðsæl þótt hún virtist afskekkt þegar ég sá hana bam að aldri út um glugga rútunnar. Eftir lestur bókarinnar er Fróðá öðmvísi og benregnið skelfír mig. Selshöfuð þekki égnú og veit að selurinn verður aldrei lostinn og mun sífellt skekja höfuðið og litast um. Ég sé ættfoðurinn Snorra goða ríða um hémð í fylgd margra manna sitja að drykkju við langelda heima á Helgafelli og skrafa við Guðrúnu. Ég sé Gunnlaug með hold hlaupið af beinum fyrir þá sök að vilja ekki þóknast Geirríði og ég sé gálgann þar sem Oddur Kötluson hangir og Kötlu barða grjóti undir höfðanum. Við marlíðendur sjáum þetta allt, hugum að ástinni, fínnum gimdina vaxa. Hún vekur okkur svo að við líðum um veröld hinna þróttlausu, heim þeirra daga sem ekki er okkar heimur, sem er athvarf þar sem við morknum að lokum sælir undir mold að kirkju sem við höfum sjálfír látið gera. Horfín ástriða okkar og blóð, órólegt, staðfestulaust, óendanlegt og úfíð haf. Ljóðið er hluti verksins Námur þar sem orðlist, tónlist og myndlist túlka tiltekinn atburð eða atburði á jafnmörgum öld- um Islandssögunnar, frá landnámi til okkar tíma. I KOLKISTU- STRAUMI Þorsteinn tók útsynning hvassan ... (Laxdæla saga) Við búum ferð okkar til Hrappsstaða, en Nesið vill ekki skilja við okkur. Það birtist okkur í haffletinum og á botni hugsana okkar. Fjallið opnast draumspökum. Helgi steins oggrass verður ekki flúin. Það er hér sem okkur ber að vera, bægjast við frændur og vini, vakna til fjarðarins ogfínna stormana í blóðinu. Þar sem straumarnir eru mestir í Kolkistustraum siglum við. Selur meiri en aðrir og ekki fítjaskammur gefur okkur gætur. Hvem rekur á land með viðum veit enginn né hvað eyjamar heita. Ljóðin eru úr nýrri ijóðabók Jóhanns Hjólmarssonar, Marlíðendum. Útgefandi er Hörpuútgófan. William Hudson Harper er bandarísld tónskóld sem samið hefur tónlist við Ijóð Jóhanns. Hann er einnig Ijósmyndari og hefur tekið Ijós- myndir ó Islandi, einkum ó Snæfellsnesi. Heiti ó stórum myndaflokki eftir hann er sólt í Ijóð Jóhanns, MaHíðendur. Þar ó meðal er myndin sem hér fyfgir með og heitir Þórólfur Mostrarskegg. komast inn. Skömmu eftir að ég var einu sinni nýsloppinn inn um miðja nótt, var dyrabjöll- unni hringt með miklum hávaða og látum. Þama var nefnilega lögreglan komin á vett- vang vegna þess að árvökull nágranni hafði hringt í hana og tilkynnt henni um grunsam- legar mannaferðir og hugsanlegt innbrot. Eftir að lögregluþjónninn hafði talað við húsráðend- ur og sannfærst um að hér væri ekki um neitt refsivert athæfi að ræða, beindi hann eftirfar- andi orðum til nágrannans, sem stóð í nátt- slopp fyrir framan húsið sitt: „Þetta er einhver furðufugl sem kann betur við að nota glugga en útidyr til að komast inn í húsið.“ Ekki dró til frekari tíðinda þá nótt. A þessum árum var Örlygur Sigurðsson, skólabróðir minn og vinur, í listaskóla í Los Angeles og var hann alllengi leigjandi í húsi í Hooverstræti. I sama húsi bjó einnig húsamál- ari nokkur, sem Örlygur var málkunnugur. Dag nokkurn þegar þeir voru að spjalla saman komst hann að því að vinnuveitanda húsamál- ai-ans vantaði tilfinnanlega færa menn í vinnu. Það var eins og við manninn mælt, Örlygur hnngir í mig í hvelli og segir nokkuð óðamála: „Eg er búinn að ráða okkur í vinnu sem húsa- málara. Við byrjum strax kl. 8 í fyrramálið.“ Eg reyndi eitthvað að malda í móinn og bar við algjörri vanhæfni á þessu verksviði en það þýddi ekki neitt. „Láttu ekki svona, Halldór! Ekkert bull né vesaldóm! Við erum nú í landi tækifæranna, ertu búinn að gleyma því? Við höfum ekki efni á því að láta þetta gullna tæki- færi okkur úr greipum ganga.“ Og svona lét hann dæluna ganga langa hríð og það var slík- ur kynngikraftur í fortölum hans að ég lét loks tilleiðast. Árla næsta morgun vorúm við mætt- ir tilbúnir til að takast á við dagsverkið, sem fólgið var í því að mála heilt hús við þriðja mann. Jafnskjótt og vinnuveitandinn eða verk- takinn var farinn, var hafist handa við að mála og aldrei slegið slöku við. Um sexleytið þegar hann var kominn til að h'ta yfir afköst okkar og vinnubrögð, vindur Örlygur sér glaðklakkaleg- ur og gleiður að honum og spyr: „Jæja, hvaða hús eigum við að mála á morgun?" „Ætli þið málið nokkuð fleiri hús fyrir mig,“ var svarið sem við fengum. Örlygur hafði nefnilega látið hendur standa heldur betur fram úr ermum og í vinnugleði sinni höfðu honum orðið á þau ljótu mistök að nota ekki réttan pensil á múr- verkið og sá sem hann hafði málað með var af dýrustu gerð og var hann nú gjörónýtur. Þessi yfirsjón kostaði okkur þannig vinnuna. En hvað gerist ekki næsta dag þegar við vorum á gangi í blettóttum málningargöllunum okkar í leit að vinnu? Nú, miðaldra blökkukona stöðvar okkur og spyr hvort við séum húsamál- arar. Við héldum það nú og bárum okkur bara mannalega. Það skipti svo engum togum, við vorum samstundis ráðnir til að mála hús henn- ar bæði að utan og innan. Allt gekk eins og í sögu í þetta skiptið, engin alvarleg afglöp né skakkafóll. Vinnuveitandi okkar var vænsta kona, létt í lund eins og flestir af hennar kyn- stofni og ákaflega skrafhreifin og opinská. Hún trúði okkur meira að segja fyrir ýmsum einka- málum sínum og kvartaði t.d. sáran undan karlinum, sem eyddi meiri tíma á veðreiða- brautinrii en vinnustaðnum og sólundaði þannig öllu kaupinu sínu í tóma vitleysu. Okk- ur brá illa við að heyra þetta og héldum kannski að hún væri ekki borgunarmaður fyrir málningarvinnunni, en annað kom á daginn, allt stóð eins og um var samið. Undir niðri hygg ég að þessari gæðakonu hafi ekki þótt það ónýtt að hafa tvo hvíta menn í vinnu hjá sér. Með þessu verki lauk sögulegum húsa- málningarferli okkar Örlygs í henni Ameríku. Um nokkurra mánaða skeið leigðum við Ör- lygur saman litla og laglega íbúð. Við skiptum með okkur verkum, elduðum t.d. sinn daginn hvor og hældum að jafnaði hvor öðrum fyrir eldamennskuna, þótt hún væri ef til vill ekki alltaf upp á marga fiska. Samkomulagið var snurðulaust að kalla, þótt stöku sinnum slettist eitthvað upp á vinskapinn. Dag nokkum lenti okkur saman í langri og hatrammri orðasennu út af löngu gleymdu tileftii og það að Guð- mundi Jónssyni áheyrandi. Guðmundur, sem hefur gott auga og eyra fyrir öllu skrýtnu og skoplegu, sagði síðan öðrum frá þessu hörkurifríldi okkar Örlygs og kvað það hafa að- allega snúist um það hvor okkar væri leiðin- legri. í beinu framhaldi af þessu langar mig til að skjóta hér inn svolitlu, sem kemur ekki beinlín- is þessu efni við, en varðar þó Guðmund Jóns- son söngvara sem ég hef alltaf jafnmikla ánægju að eiga orðaskipti við. Fyrir þó nokkr- um árum hitti ég hann nefnilega neðarlega í Bankastræti og tókum við tal saman. Við ræddum um hitt og þetta eins og gengur. Er talið barst að tónlist, greip mig allt í einu ill- skiljanleg löngun til að leggja dáh'tið óvænta og kerskniblandna spumingu fyrir hann og hljóð- aði hún svona: „Hver er munurinn á Rögnvaldi Sigurjónssyni og þér?“ „Það veit ég ekki,“ svaraði hann að bragði. „Þá skal ég segja þér það,“ sagði ég „hann er sá að Rögnvaldur hætti við að verða heimsfrægur, en þú nenntir því ekki“. „Hver sagði þetta?" spurði hann, iðandi í skinninu af forvitni. „Ég gerði það,“ svaraði ég. Hvað varðar rótgróinn Vesturbæing og sannan íslending eiginlega um frægð og frama í óp- eruhúsum á erlendri grund, óperuhúsum á borð við Stokkhólms- og Vínaróperuna? Það er stóra heimspekilega spumingin. Ég ætla ekki að hafa þessa grein miklu lengri, en vil þó að endingu nefna nokkra Vest- ur-Islendinga í Los Angeles, sem tóku okkur ungu íslensku námsmönnunum með kostum og kynjum. Að öðrum ólöstuðum hygg ég að Gunnar Matthíasson og Guðný, kona hans, hafi verið þar fremst í flokki. Gunnar var sonur Matthíasar Jochumssonar, kennimannsins og þjóðskáldsins góða. Hann hafði hleypt heim- draganum innan við tvítugt og sótti ekki ætt- land sitt aftur heim fyrr en hann var kominn á gamals aldur og orðinn ekkjumaður. Hann var bæði greindur og vel lesinn og hið mesta ljúf- menni. Við vorum oft og iðulega boðin heim til þeirra hjóna, Gunnars og Guðnýjar. Við vorum einnig tíðir gestir hjá Skúla Bjarnasyni og konu hans. Þau voru jafnan boðin og búin að liðsinna okkur ef eitthvað bjátaði á. Loks má geta listakonunnar nafntoguðu, Nínu Sæmundsdóttur, sem búsett var í Hollywood. Vel á minnst, hér væri ef til vill ekki úr vegi að leiðrétta allútbreiddan mis- skilning, Holiywood er ekki sjálfstætt eða sér- stakt sveitarfélag, heldur hluti eða réttar sagt borgarhluti af Los Angeles, alveg eins og Vest- ur- og Austurbær, Breiðholt og Grafarvogur eru hlutar af Reykjavík. Nína er höfundur listaverks, sem skreytir anddyri Waldorf Astoría-hótelsins í New York svo og hafmeyjarinnar sögufrægu, sem hlaut þau grimmu örlög að vera sprengd í loft upp í Tjörninni héma um árið. Nína hafði drjúgar tekjur af því að gera brjóstmyndir af víðkunn- um kvikmyndaleikurum. Við Orlygur heimsótt- um hana þónokkrum sinnum og sáum t.d. einu sinni inni á vinnustofu hennar brjóstmyndir af Hedy Lamar og Gretu Garbo. Sú síðamefnda var reyndar góð vinkona hennar og fóru þær oft saman út í langar gönguferðir. Greta Garbo var ekki hið raunverulega skímamafn kvik- myndaleikkonunnar undurfríðu, heldur hafði henni verið gefið það í Hollywood og var sú nafngift einkar viðeigandi og vel heppnuð, vegna þess að orðið „garbo“ merkir þokki á ítölsku og með þessu slæ ég botninn í þessa löngu grein mína. Höfundurinn hefur um órabil rekið mólaskóla. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 7. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.