Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 5
TÍMINN ER NAUMUR STURLA BÖÐVARSSQN alþingismaður er formaður Þjóðminjaráðs sem hefur það hlutverk að móta stefnu safnsins til lengri tíma. Hann segir frá því sem til stendur í stórum dráttum EGAR tilkynnt var um lokun Þjóðminja- safnsins vegna fyrirhugaðra breytinga var þess getið að áformað væri að byggja við húsið. Ögmundur Skarphéðinsson er arki- tekt þeirrar viðbyggingar og annarra breyt- inga á húsinu og er hér vísað á útlitsteikningu sem Ögmundur lét blaðinu í té. Ljóst er að mikið mun mæða á Þjóðminja- ráði, en hlutverk þess er að móta stefnu safnsins til lengri tíma og auk þess stjómar ráðið rekstri safnsins og kemur að jafnaði saman einu sinni í mánuði. Formaður Þjóð- minjaráðs er Sturla Böðvarsson alþingismað- ur og kvaðst hann í samtali við Lesbók hafa mikla ánægju af því að koma að endurbótum á Þjóðminjasafninu; það væri tilbreyting frá ýmsu öðru í hinu pólitíska vafstri. Sturla situr þar að auki fundi framkvæmdastjómar sem oft kemur saman, en þar sitja þjóðminjavörð- ur og sviðsstjórarnir þrír yfir fjármálasviði, safnsviði og útiminjasviði. Sturla segir áætlunina gera ráð fyrir að húsakostur safnsins verði alveg endurnýjað- ur. Aðkoman verði frá suðurenda hússins, þar sem ný útbygging mun rísa, en bílastæði, sem naumast hafa verið til við safnið, munu fást nærri hinum nýja inngangi við Suðurgötu. Jafnframt á safnið að fá Jarðfræðideildarhús- ið á næstu lóð fyrir rannsóknir og þar verður skrifstofan, en tenging milli húsanna verður hugsanlega gerð neðanjarðar. Safnið hefur fengið gamla Fjölbrautaskóla- húsið i Garðabæ til ráðstöfunar og þar verður innréttuð vinnuaðstaða fyrir starfsfólk sem getur alveg haldið sínu striki þótt safnið sé lokað og þar mun það vinna að breytingunni. Einnig verður unnið þar að því að tölvuskrá alla muni safnsins, sem er mikil vinna, og fornleifafræðingar munu líka fá aðstöðu í Garðabæjarhúsinu. „Öll á þessi aðgerð að taka 5 ár, svo ljóst er að margt verður ógert á opnunardaginn í júní 2000, enda verður enginn héraðsbrestur þótt ekki verði allt búið þá“, segir Sturla. Hann segir að munir safnsins hafi verið í leiguhús- næði víðsvegar um borgina, en verði brátt safnað saman í eitt, stórt hús í Kópavogi, sem samið hefur verið um kaup á. Þar verður að- staða fyrir forverði að hluta til, en að ein- hverju leyti muni þeir starfa í nýja safnhús- inu. „I næsta húsi í Kópavogi er og verður geymsla á vegum safnsins fyrir vélar, bíla og báta; einskonar tækniminjasafn, og bæði þessi hús verða notuð til frambúðar“, segir Sturla. En hvað um aðstöðu til sýninga í nýju og breyttu Þjóðminjasafni; verður meira sýn- ingarrými en verið hefur þar? Jú, Sturla segir að sýningarrýmið muni stækka, því það hús- rými sem farið hefur undir skrifstofur og geymslur verður nú tekið undir sýningar. Að undanförnu hefur mátt sjá í borgum Evrópu, að byggðir hafa verið glerskálar, stundum yilr atrium eða innigarð, stundum utan við og í stöku tilfellum sérstæðir eins og pýramídinn við Louvre-safnið. Venjulega eru þessir skálar einungis nýttir sem glæsilegur inngangur og forsalur, en hver er ætlunin hér? „Viðbyggingin er hugsuð sem nýr aðalinn- gangur og jafnframt hverfur sá sem menn þekkja á norausturhorninu", segir Sturla. „Afgreiðsla og safnbúð verða að hluta í þessu nýja húsi og að hluta inni í eldra húsinu. Veit- ingahús verður hinsvegar í útbyggingu við austurhliðina og verður hún að miklu leyti úr gleri. Viðgerð hússins að utanverðu er lokið, en eftir er að taka í gegn allar lagnir. Innan úr húsinu verður allt rifið, burðarveggir munu standa en allar innréttingar verða nýjar.“ Sýningargerðin kestar milljónir Hér er ekki í lítið ráðizt og eitthvað kostar það. Þegar formaður þjóðminja- ráðs nefnir áætlun uppá 700-800 milljón- ir, fer blaðamanni líkt Njáli, að hann vill láta segja sér það þrisvar og kemur í hug að enn einu sinni sé lagt upp með að áætlunin sé „ásættanleg“ eins og stjóm- málamenn segja gjaman, en útkoman verði allt önnur, kannski tvöföld þessi upphæð. Sturla hvorki játar því né neit- ar; þessi viðmiðunarapphæð geti vissu- lega reynzt of lág. Bara sjálf sýningar- gerðin er mjög kostnaðarsöm; hún kostar milljónir, en henni er líka ætlað að standa árum saman, kannski í áratugi. Þjóðminjaráð tekur ákvörðun um það hvaða stefnu skal taka í sýningarhaldi, segir í reglugerðinni. Um það segii- Sturla að lausnirnar séu fleiri en ein og fleiri en tvær. Venjulega sé talað um munasýningu annarsvegar og tema- eða tímatengda sýningu hinsvegar, en síðan sé möguleiki að hafa hvorttveggja og að sú lausn sé líklegust til að verða fyrir val- inu. Sturla kvaðst hafa haft augun opin á söfnum úti í Evrópu: „A söfnum í Þýzka- landi hefur mátt sjá að sú leið var farin að sameina munasýningar og sýningar í tímaröð. Þar er beitt mynda- og tölvu- tækni í ríkum mæli og þá miðað við nokk- uð hraða yfirferð. Eg tel að við getum notað myndefni talsvert til stuðnings. Við verðum að hafa í huga að eðli safnsins er bæði að varðveita muni og sýna þá, en jafn- framt að vekja áhuga. Safnkennarar munu taka á móti skólanemendum og þá hlýtur að skipta veralegu máli hvemig safnið er sett upp. Þegar talað er um að setja safn upp í tíma- röð, þá er átt við að gesturinn gangi inn í landnámið og fikri sig áfram eftir sögunni. Síðan verði sérstök svæði eða herbergi sem ekki tengist beint sögunni." Við ræddum um byggðasöfnin og ánægju- legar breytingar sem þar hafa orðið víða. Sturla sagði þjóðminjaráð hafa lagt áherzlu á að efla sambandið milli Þjóðminjasafnsins og byggðasafnanna, bæði til að ná árangri og samræma störf. Þessvegna hafa verið ráðnir minjaverðir, sem eru starfsmenn Þjóðminja- safnsins og eru við störf í landsfjórðungunum. Til Austurlands er ráðinn einn slíkur og innan skamms verður maður ráðinn á Vestfirði og Vesturland. Gert er ráð fyrir samskonar stöðu fyrir Norðurland í ár, en ekki hefur ver- ið tímasett hvenær Suðurland fær minjavörð. Þessir starfsmenn eiga að vera tengiliðir safn- anna við Þjóðminjasafnið; þeir vinna að skráningu fornminja, hafa eftiriit með varð- veizlu húsa ofl. Sturla viðurkennir fúslega að tíminn fram til 17. júní árið 2000 sé mjög naumur og að nýta verði hvern dag. „En það er búið að gera gróf- ar tillögur um nýtingu hússins", segir hann og að arkitektinn vinni eftir þeim. „Það mætti hugsa sér“, segir formaður þjóðminjaráðs að lokum, „að húsið verði klárt og upp verði kom- inn veglegur hluti af heildarsýningunni.“ MÁLVERK í eigu Þjóðminjasafnsins: Vatnslita- mynd frá Vopnafirði, að líkindum frá því fyrir 1800. Höfundur ókunnur. Neðri myndin: Snæfellsjökull eftir Collingwood. LISTRÆNT handverk frá fyrri öldum: Veggteppi, vegleg útskorín kista, kistlar, trafakefli og fleira. HUGMYNDIR MANNA UM SAFNHÚS HAFA BREYZT ÞQR MAGNUSSON hefur verið þjóðminjavörður síð- astliðin 30 ór. Sú hugmynd sem nú er uppi, segir hann, er að safnið verði sett upp í sögulegu samhengi ÓR Magnússon segir að framundan séu geysilega mikilvæg tímamót í sögu safnsins, en auk þess hafi verið veruleg útþensla á verkefnum og starfssviði safnsins á síðustu árum, bæði í kjölfar laga frá 1969 og nýrri lögum og reglugerð sem áður hefur verið minnst á. Þór segir að áður hafi hlutverk safnsins ekki verið skilgreint nákvæmlega. En með lögunum frá 1989 kom þjóðminjaráð, sem fer með yfirstjórn safnsins. Markmiðið hefur alltaf verið að varðveita gripi, hafa þá til sýnis og kynna menningar- arf þjóðarinnar, segir hann. „Sá arfur hefur vaxið til muna á þessum tíma. Fyrstu for- stöðumönnum safnsins, Sigurði málara og síðar Sigurði Vigfússyni var fornöldin hug- leiknust; miðaldir einnig svo og það sem sneri að listmennt þjóðarinnar. Það var ekki fyrr en löngu síðar að menn fóru að huga að því hversdagslega, svo sem amboðum og hverskyns verkfærum. Allt slíkt varð lengi útundan. Matthías Þórð- arson þjóðminjavörður frá 1907-1947 hafði líka meiri áhuga á kirkjugripum og öðra sem snerti listmennt. En í nokkrum mæli hóf hann söfnun á hversdagslegum hlutum og hann er sá sem hóf að varð- veita gömul og merkileg hús, svo sem Víðmýrarkirkju og gamla bæinn á Keldurn." I embættistíð Matthíasar var Þjóðminjasafnið til húsa í Safnhúsinu við Hverfisgötu, einu fegursta húsi sem byggt hefur verið á Islandi, en því miður gat það ekki átt framtíð fyrir sér þar. A síðasta degi konungsríkisins Islands bar Ólafur Thors fram tillögu um nýja byggingu yfir Þjóðminjasafn og hlaut hún skjóta afgreiðslu. Sigurður Guðmunds- son arkitekt var fenginn til að teikna nýtt safnhús við Suðurgötu og Einar Erlendsson húsameistari vann með honum að verkinu. Fyrsta notkun hússins var sú, að þar var sett upp Reykjavíkursýning 1949; sýning sem þá var nýlunda og vakti veralega athygli. Á sýn- UPSA-Kristur. ingunni var rakin saga Reykjavíkur. Þjóð- minjasafnið flutti hinsvegar í húsið 1950 og Kristján Eldjám, þjóðminjavörður frá 1947 - 1968, mótaði safnið og fastar sýningar þess sem nú vora búnar að standa nær hálfa öld. Hugmyndir manna um safnhús og sýning- ar hafa breyzt mikið síðan 1949“, segir Þór. „Á þeim tíma hafa arkitektarnir tekið mið af þvi bezta sem þá var þekkt; þetta var vandað hús með geislahitun, sem þá var nýjung, og koparþaki. Það fór síðar að leka, en hefur nú verið endurnýjað. Steyptir kopargluggar voru keyptir frá Englandi, en glerið var því miður einfalt og við vitum hvernig það reynist hér. Nú, hálfri öld síðar, væri nýtt safn- hús - eða öllu heldur sýningar- salir þess - hafðir án glugga, eða þá með afar litlum glugg- um. Sólarljós er slæmt fyrir marga safngripi og hitinn verð- ur óstöðugur. Aftur á móti þykir í lagi að safnhús sé meira en á einni hæð og nýjar lyftur verða hluti af breytingunum hér“. „Sýningar safnsins vora að stofni til frá um 1950 en ýmsu hefur þó verið breytt; sjóminjasafn og land- búnaðarsafn hafa til dæmis verið flutt úr hús- inu“, segir Þór. En hvað um erlendar fyrir- myndir; hefur þjóðminjavörður fylgst með þróun safna erlendis? „Ég hef litið á mörg nýleg söfn austan hafs og vestan og menn fá alltaf hugmyndir í slíkum skoðunarferðum. Gerð sýninga er gerólík því sem tíðkaðist fyr- ir áratugum. Nú nota menn allskonar hjálp- argögn, ljósmyndir og tölvutækni sem til KANTARAKÁPA Jóns Arasonar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 7. NÓVEMBER 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.