Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 11
dimmgrænan golfvöil og pálmatré ber fjallgarðinn sem getur hvítnað af snjó á efstu tindum. burð, en stundum listrænan frumleika eins og Db Hope sem nú er á tíræðisaldri. r vínrækt. Ljósm. Steingrímur Sigurgeirsson. Vika i Palm Springs Palm Springs er 160 km fyrir suðaustan Los Angeles. Þessi víðfrægi vetrardvalarstaður mitt í auðninni hefur mikið aðdráttarafl einkum og sér í lagi fyrir þá, sem vita ekki aura sinna tal. Enginn fer þangað um hásumarið af því að á þeim tíma er hitinn þar óbærilegur. í upphafí, þ.e. á fjórða áratugnum, laðaði staðurinn aðal- lega að sér leikara frá Hollywood, sem flestir hverjir voru á flótta undan aðgangshörðum og hvimleiðum aðdáendum. Það er ekki alltaf jafneftirsóknai-vert að vera stöðugt í sviðsljós- inu. Þarna fundu þeir frið og ró og gátu stundað íþróttir alveg óáreittir og ótruflaðir. Tennis- klúbbur (The Tennis and Racket Club), sem leikarahjónin Janet Gaynor og Farrell höfðu stofnað, naut t.d. mikilla vinsælda. Auk tennis- valla eru þarna frábærir golfvellir. Á hverju ári er haldið þarna fjölsótt golfmót, sem kennt er við gamanleikarann Bob Hope. Einnig má nefna fyrsta flokks heilsuhæli og hótel. Við hjónin, sem vorum í boði Braga Frey- móðssonar og konu hans, Sigríðar Bfldal, bjugg- um í íburðarmikilli villu, sem búin er öllum hugs- anlegum sem óhugsanlegum þægindum eins og t.d. nuddbaðkari svo eitthvað sé nefnt. Einn var sá hlutur í villunni sem olli okkur öllum miklum heilabrotum í fyrstu, en það var óvenju breiður og hár hægindastóll, staðsettur fyrir framan sjónvarpið. Þetta var þó augsýnilega ekki tveggja manna sæti. Allt í einu rann upp fyrir okkur ljós, þetta þarfaþing var auðvitað ætlað akfeitu fólki, sem fer greinilega ört fjölgandi í Bandaríkjunum og ekki síst í Kaliforníu. Ja, það er ekki ofsagt að hugsað sé fyrir öllu í henni Ám- eríku. Það er óhætt að fullyrða að enginn falli þar úr hor, hins vegar er ekki alveg óhugsandi að einhverjir kafni þar úr spiki á næstunni. Ungt fólk, karlar og konur um tvítugt og þar yfh- ró- andi í spikinu, nærist næm eingöngu á ruslmat eins og t.d. McDonalds hamborgurum og öðru kjöti af hormónaöldum skepnum. Skyndibita- stöðunum er þó ekki einum um að kenna. Veit- ingahús í öðrum og hærri gæðaflokki eiga sömu- leiðis nokkra sök á þessari óheillaþróun. Matar- skammtai-nh- sem þar eru fram bornir eru nefni- lega ekki neinir smáskammtar, oft á tíðum eitt stærðar kjötfat á mann, sem er ekki nokkur lif- andi leið fyrir viðvaning að torga. Ef heldur fram sem horfir kæmi engum á óvart að endir- inn yrði sá að land kynni að fara að síga undan þessum heljarþunga íbúanna og væri það óneit- anlega heldur óæskileg viðbót við þær tíðu jarð- hræringar sem San Andreas-misgengið veldur. Hinn 12. desember 1997, snæddum við á Mikado, japönskum veitingastað inni í Marriott- hótelinu. Þar er það fastur siður að matargest- h-nir sitji gegnt kokkunum og geti þannig fylgst grannt með eldamennskunni. Matreiðslumenn- irnir eru eldklárir snillingar. Auk þess að elda matinn leika þeh' alls kyns listir. Þeir biðja t.d. einhvern gestinn að galopna munninn og kasta síðan litlum kjötbita upp í hann og það af þónokkru færi. Oftast hitta þeir í mark. Sessu- nautar okkar Andreu voru prúðbúin hjón, svört á brún og brá. Þau buðu af sér einkar góðan þokka. Fyrir nokki'um áratugum hefði svert- ingjum algjörlega verið meinaður aðgangur að svona stað. Þetta hefur sem betur fer breyst, já gjörbreyst og ég hygg að þessi farsæla og mann- úðlega hugarfarsbreyting sé fjarri því að vera einungis stundarfyrirbæri. Á námsárum mínum í gamla daga vai' mér oft- ar en einu sinni boðið að ganga í bræðralag há- skólastúdenta eða „fraternity" eins og það er kallað á ensku. Ég hafnaði jafnan boðinu, þar sem bæði svertingjar og gyðingar voru engan veginn taldir hlutgengir í þann fína félagsskap. Mér var lítt gefið um slíkt manngreinarálit. Hvort inntökuskilyrðunum hefur síðar verið breytt hef ég ekki hugmund um, en vona það þó. Það er óneitanlega mikið gleðiefni að svertingjar skulu nú láta æ meira að sér kveða á ólíkustu sviðum þjóðlífsins í Bandaríkjunum. Sessunautar okkar, sem fyrr var getið, voru ákaflega smekklega klæddir, meira en sagt verður um meginþoira hvítra manna, sem búa í Kaliforníu. Það er óhætt að fullyrða að svart fólk og gult sé almennt betur klætt en hið hvíta. Þótt ljótt sé að segja það þá virðast þeir hvítu leggja allan metnað sinn í að vera sem hversdagsleg- astir, hirðuleysislegasth- og kæruleysislegastir í klæðaburði. Þeir þykjast þannig vera sportlega eða frjálsmannlega klæddir eða það sem þeir kalla „casual" á sínu máli. Dæmalausar derhúfur sínar og pottlok taka þeir helst ekki ofan, ekki einu sinni inni 1 húsi. Það er engu líkara en þessi dálaglegu höfuðfót séu límd við kollinn á þeim, mikið má vera ef sumir sofa ekki með þau. Þetta áberandi hirðuleysi í klæðaburði jaðrar að mín- um dómi við hreint menningarleysi ef ekki al- gjöran skort á sjálfsvirðingu. Þótt það kunni sjálfsagt að hljóma sem sjálfs- hól þá vöktum við Andrea athygli vegna þess að við vorum allt öðruvísi klædd en almennt gerist í Kaliforníu. Vitanlega sáum við stöku sinnum fólk, sem kunni að klæða sig af smekkvísi, en það heyi’ði undantekningum til og bar meira á því á austurströndinni. Rétt er að taka það fram að klæðnaður okkar var alveg laus við að vera íburðarmikill og áberandi, en hins vegai’ hugsa ég að óhætt sé að segja að við höfum verið all- þokkalega til fara. í verslunum, veitingahúsum, listasöfnum og á fórnum vegi stöðvaði fólk okkur iðulega og hafði margt fallegt og lofsvert að segja um klæðnað okkar. Konunni minni voru vitanlega slegnir ólíkt meh’i gullhamrar en mér og vai’ ég fyllilega sáttur við það. Skammt fyrir vestan miðbæinn í Palm Springs rís San Jacinto-fell í 3.553 m hæð. Það má með sanni segja að þessi himinhái hnjúkur sé höfuðprýði eyðimerkurinnar. I undirfjallinu fyrh’ neðan hann getur að líta brattar hlíðar og hamrabelti, djúpar gjár og skörð. Landslagið hefur þannig á sér hið hrikalegasta svipmót. Frá bækistöð neðarlega í dalnum um það bil 870 m fyrir ofan sjávarmál er hægt að fara í kláfi eða togbrautarvagni alla leið upp í endastöð nálægt fjallstindinum, en hún er í 2.596 m hæð. Kláfur- inn er dreginn með spili eftir togbraut eða svif- streng, sem kvað vera sá langlengsti í öllum heiminum 4.023 m. Ferðin upp í kláfnum, sem tekur aðeins stundai’fjórðung verður seint nóg- samlega dásömuð. Utsýnið undurfagurt og nátt- úran öll stórbrotin. En hvflík viðbrigði eða breyting á ekki lengri tíma. Lagt er af stað frá sólbakaðri eyðimörkinni og svo endar ferðin á svalkaldri snæbreiðunni á þriðja þúsund metr- um ofai’, þar sem bæði dádýr og sléttuúlfar sjást oft á reiki á milli hávaxinna furutrjáa. Víkjum nú sem snöggvast að ræðu leiðsögu- mannsins á leiðinni upp. Aðaluppistaðan í henni var hárnákvæmar lýsingar á öllum byggingar- framkvæmdum í sambandi við kláfinn, forsögu þeirra, stórhug og dirfsku, ef ekki fífldirfsku að- alhvatamannsins, sem réð færustu sérfræðinga til verksins, þ.e. heimsþekkta verkfræðinga frá Sviss. Ennfremur var greint frá hæð mastranna, það lægsta var tæpir 20 m, en það hæsta yfir 70 m. Leiðsögumaðurinn var einnig mjög langorður um þyrlurnar, er notaðar voru við flutninga á byggingarefni. Á endastöðinni sáum við svo myndband um þetta mikla mannvirki og máttum því aftur hlýða á sömu tugguna eða lofræðuna um frumkvöðul verksins og verkfræðinga hans að vísu í eilítið breyttri mynd. í hvorugt skiptið var sagt stakt orð um staðhætti, jarðsögu fjalla- svæðisins, gróðuifar, dýralíf, hvað þá heldur um gömlu indíánabyggðina. Sem gamalreyndur leiðsögumaður þori ég að veðja að starfssystkini mín myndu gera fyrr- greindum atriðum eða þáttum fullkomin skil væru þau í kláfi eða togbrautarvagni sem flytti ferðamenn t.d. upp á Öræfa- eða Snæfellsjökul. Þau myndu áreiðanlega ekki einskorða sig við eintómar útlistanir á byggingarsögu kláfsins. Ég er ekki frá því að Bandaríkjamenn hafi ansi magnaða tilhneigingu til að einblína svo á verklegar framkvæmdir sínai’ og alla mann- virkjagerð að fátt annað eins og t.d. ýmis fjöl- breytileg fyrirbæri úr ríki náttúrunnar nái að vekja athygli þeirra né áhuga. Það væri ef til vill fulldjúpt í árinni tekið að segja að þeir séu flest- ir hreinræktaðir sérgreinarglópar og þó. En ef grannt er skoðað þá er „fagidjóta" eða sérgrein- arglópa víðar að finna í heiminum en í Banda- ríkjunum. Fyrh’ 8-9 árum var haldið hér á landi alþjóð- legt þing verkfræðinga, sem sérhæfa sig í hönn- un stórstíflumannvirkja. Félagar þessir hittast reglulega annað hvert ár. I þetta skiptið var röð- in komin að íslandi og vai’ þinghaldið allt á veg- um Landsvirkjunar. Oll skipulagning var til fyr- irmyndar og staðið að öllu af mesta myndai’skap. Víða var höfðinglega veitt bæði í mat og drykk, en ég hygg að langvíuveislan mikla á Hótel KEA hafi þótt bera af að öllum öðrum hófum ólöstuð- um. Ferðast vai- bæði um Suður- og Norðurland og öll helstu virkjunarsvæði, vatnsorkuver og uppistöðulón skoðuð undh’ leiðsögn sérmennt- aðra fararstjóra og íslenski’a verkfræðinga. Ég var einn í hópi nokkurra leiðsögumanna og vai’ mér falið að leiðsegja bæði á ensku og frönsku. Það er góðra leiðsögumanna háttur að gefa fræð- andi upplýsingar um ólíkustu efni, veita ferða- mönnum innsýn í sögu vora og bókmenntir og búa þannig helst um hnútana að tengslin við þann stað þar sem menn eru staddir hverju sinni séu sem nánust, eðlilegust og traustust. Að öðr- um kosti missir fi’ásögnin gildi sitt og mai’kmið. Engum heilvita leiðsögumannþ dettur t.d. í hug að tala um hetjudáðir Grettis Ásmundssonai’ við Snorralaug eða þá um Snorra Sturluson úti í Drangey. Það liggur því í hlutarins eðli að allar fornar frásagnir og munnmæli af þessu tagi hljóta að vera nátengdar bæði stund og stað. Er við áðum við minnisvarðann af Stephan G. Stephanssyni við Arnarstapa í Skagafh’ði í blíð- skaparveðri og við sjónum okkar blasti Drangey úti við sjóndeildarhring í allri sinni dýi’ð, fræddi ég verkfræðingana svolítið um æviferil Grettis og örlög og endaði svo með því að segja þeim frá sögufrægu sundafreki hans eins og því er lýst í Grettlu. Jafnskjótt og ég hafði lokið máli mínu varð ég þess áskynja að ég hafði talað fyrir dauf- um eyrum. Áhugaleysið skein út úr ásjónu karl- anna. Nokkrar konur höfðu að vísu hlustað á mig með athygli, en það leið ekki á löngu áður en hinn leiðsögumaðurinn, sérfræðingurinn á verk- fræðisviðinu, sem sótt hafði menntun sína til Ameríku, kom til mín og tjáði mér á sinn hisp- urslausa og óheflaða hátt að nútímaverkfræðing- ar kynnu alls ekki að meta svona hrútleiðinlega forneskju og það var þar með útrætt mál og allir frekari útúrdúrar menningarlegs eða sögulegs eðlis með öllu afþakkaðir. Eftir á að hyggja er mér til efs að þessi náungi hafi fyllilega skilið hlutverk sitt sem leiðsögumaður, þar sem hann vai’ lengstum á eintali við einn amerískan starfs- bróður sinn, en lét alla aðra afskiptalausa. Litla löngun hafði ég til að blanda geði við þá, enda voru þeii’ báðir víðsfjarri að vera sálufélagai’ að mínu skapi, en það er önnur saga. Daginn eftir var hópurinn staddur við Mývatn í dýrlegu veðri, sólskini og hita og þótti mér þá tilvalið að ganga upp á hæðina fyrir ofan Höfða við Kálfastrandai’vog til að njóta útsýnisins og hélt í einfeldni minni að allir yrðu því samþykk- h’, en mér til mikillar undrunar kom brátt annað í ljós, undirtektir voru hálfdræmar og lagðist hinn leiðsögumaðurinn eindregið gegn því. Það væri ekkert vit í því að eyða dýi’mætum tíma í svoleiðis hégóma, enda væri það á dagskrá að skoða Laxárvirkjun og það tæki sinn tíma. Ég hefði ef til vill átt að halda þessu til streitu, en til að forðast illindi og óþarfa þras féllst ég á að sleppa þessum unaðslega útsýnisstað, en fyrir bragðið slapp ég ekki alveg við gagnrýni. Frönsk menntakona nokkuð þungbúin á svip réðst nefnilega á mig og las mér heldur betur pistilinn fyrir að hafa ekki leyft þeim að doka ögn lengur við við Mývatn og njóta þar þeirra fáséðu náttúruundra, sem það hefur upp á að bjóða. Að reiðilestri hennar loknum sagðist ég vera henni svo innilega sammála en benti henni jafnframt á þá bitru staðreynd að ferðafélagar hennar hefðu greinilega auga fyrir allt öðru en svona náttúruperlum eins og Mývatni. Við það róaðist hún og sagði svo hálfbrosandi: „Ég hefði ef til vill betur valið mér eiginmann úr einhverri annarri starfsstétt." Þessum langa útúrdúr langar mig til að Ijúka með eftirfarandi orðum. Sérgreinarglópar eins og t.d. þeir sem ég kynntist í þessari makalausu ferð, lifa og hrærast í sínum sérstaka og þrönga hugarheimi, sem er þannig gerður að hann leyfir lítið sem ekkert andlegt samneyti við aðrar greinar eða þætti mannlífsins. Ástkæra og áleitna sérgreinin á hug þeirra allan óskiptan. Þá varðar hvorki um náttúrufegurð né menning- ararf genginna kynslóða. Verklegar fram- kvæmdir eru þeirra ær og kýr. Sérgreinarglóp- ar eru oft á tíðum langskólagengnir menn, sem sökum bábilju sinnar hafa illu heilli afmenntast svo að flest ef ekki allt mannlegt er þeim svo að segja óviðkomandi. Þeim er svo sannarlega vor- kunn hvar svo sem þá er að finna í heiminum. Hverfum nú aftur til Kaliforníu og til löngu liðinna stunda í Los Angeles á stríðsárunum og rifjum upp gömul kynni af vinum og samferða- mönnum. Árið 1943 ákvað ég að færa mig um set til Los Angeles og innritaði mig í Kaliforníuhá- skóla í Westwood Village. Ástæðan fyrir þessum búferlaflutningi mínum var aðallega sú að ég taldi mig hafa lítið sem ekkert samneyti við aðra en landa mína utan skólans norður í Berkeley. Við lifðum í rauninni og hrærðumst í ákaflega þröngum hópi, já, alltof þröngum. Með þessu er engan veginn verið að gera lítið úr félagsskapn- um, öðni nær. Hafa íslenskir stúdentar á er- lendri grund ekki alltaf haft tilhneigingu til að halda hópinn? Lítum bara á Hafnarstúdenta forðum. Það er því ekki að ófyrirsynju að íslend- ingar búsettir í Svíþjóð skuli vera kallaðir gyð- ingar norðursins, en þeh’ eru líka taldir haldnir þehTÍ áráttu að vilja vera út af fyrir sig, en þeir gera það áreiðanlega meira af öryggisástæðum og í sjálfsvarnarskyni en við. í Kaliforníuháskóla í Berkeley voru um 30 íslendingar, en hins veg- ar aðeins einn fyrir utan mig í Los Angeles og hét hann Jónas Jakobsson, skólabróðir minn og vinm’. Síðar bættist sá þriðji í hópinn og var það Hlynur Sigtryggsson, síðai’ veðurstofustjóri. Við vorum því þarna aðeins þrír en aftur á móti þrjá: tíu í Berkeley eins og þegar hefur verið getið. í Los Angeles voru reyndar allmargir landai’ á okkar reki, sem sóttu nám í öðrum menntastofn- unum í óskyldustu greinum, allt frá flugvirkjun upp í sönglist. Stofnanir þessar voru dreifðai’ um feiknalega stórt svæði, enda mun Los Angeles vera stærsta borg í heimi, þ.e.a.s. að flatarmáli. Af þessum landfræðilegu ástæðum var sam- gangur á milli okkar íslensku námsmannanna ekki ýkja mikill. Við hittumst þó stöku sinnum um helgai’ til að sletta svolítið úr klaufunum. Einkum vöndum við komur okkar í stórt og gamalt timburhús við Alexandríustræti, þar sem Guðmundur Jónsson, söngvari og kona hans, Þóra Haraldsdóttir, voru húsráðendur og höfðu umsjón með húseigninni og leigendunum. Einn þeirra var Sverrir Runólfsson, söngvari og síðar vegagerðarfrömuður. Oftsinnis var gist hjá hon- um. Hann var sannarlega gestrisnin holdi klædd. Engum var úthýst á þeim bæ og alla- jafna var þar þröng á þingi um helgar. Ein- hverju sinni gekk hann hreinlega úr rúmi fyrir okkur og lét sjálfur fyrirberast í baðkarinu, ann- að kom ekki til greina. Sverri verður seint full- þakkað fyrir artarsemi sína. Hann var aldrei að þykjast, enda hafði hann sem betur fer hjartað á réttum stað. Við næturgestir Sverris höfðum ekki lykla að útidyi’unum og þess vegna fórum við inn um glugga á bakhlið hússins, ef áliðið var orðið næt- ur. Fyrir glugganum var grind, sem á var strekkt vírnet til að varna flugum inngöngu. Þessari grind var nauðsynlegt að lyfta upp til að LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. NÓVEMBER 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.